Þjóðviljinn - 30.01.1962, Side 5

Þjóðviljinn - 30.01.1962, Side 5
Frú Bandaranaike, for sætisráðherra Ceylon. Byltingartilraun d CEYLON COLOMBO 28/1 — Ríkis- stjórnin í Ceylon tilkynnti í kvöld, að hún hefði bælt niður vandlega skipulagða uppreisnartilraun. Fimm af helztu foringjum hers og lög- reglu hafa verið handteknir. Ríkisstjórnin segir, að hún hafi á laugardaginn, fengið upplýsingar um að háttsett- ir foringjar í her og lögreglu hafi gert samblástur um að handtaka marga ráðherra og steypa stjórninni. Yfirvöldin brugðu fljótt við og sam- blástursmennirnir voru allir bandteknir. Yfirheyrslur hafa leitt í ljós, að uporeisn- artilraunin var vandlega skipulögð. 3 hinna handteknu foringja eru úr iögreglunni, þeirra á meðal varaforingi hennar, hinir tveir eru ofurstar úr hernum. Undanfarna mánuði he.fur ver- ið mikill órói í landinu. en ibú- arnir hafa deilt um hvort hinna tveggja tungumála eyjarinnar skuli teljast rétthærra. í apríl iýsti stjórn frú Sirimavo Band- aranaike yfir neyðarástandi í landinu og var það framlengt fyrir nokkru. Þar að auki á rík- isstjórnin í höggi við borgara- lega neðanjarðarhreyfingu, sem stjórnag er af stjórnarandstæð-] ingum. 5. janúar sl. var gert sólarhrings allsherjarverkfall, til| stuðnings 12000 hafnarverka- mönnum, sem voru í verkfalli [ og kröfðust hærri launa. Seinni fréttir herma, að 3 foringjar til viðbótar hafi verið handteknir. Einn fyrrverandi varalögreglustjóri, einn af for- ingjum flotans og ofursti í heimavarnarliðinu. Verður sjonvarpsvíðtal við Kennedy í Sovétr.? París 29/1 — Perre Salinger,, Sailinger mun halda heim til blaðafulltrúi Kennedys Banda- j Washington í kvöld. Hann mun ríkjaforseta Ed. Murrow, og yf-. verða viðstaddur miðdegisverð, í Hvíta húsinu á morgun. irmaður bandarísku upplýsinga- sem Kennedy heldur Adsjúbej þjónustunnar. áttu í dag viðræð- ur við Mihail Karlamov, blaða- fulltrúa sovézka utanríkisráðu- neytisins. Viðræðurnar fóru fram í sovézka sendiráðinu í Par- ís. Marlunið fundarins var að bæta sambúðina milli ríkjanna. Algeirsborg 28/1 — Ibúar Al- geirsborgar héldu sig innan dyra sl. laugardagskvöld og á sunnu- dagsnótt af ótta við hótun fas- istasamtakanna OAS um að skjóta á alla bíla, sem ækju á götunum eftir ldukkan 21 á laug- ardag. Yfirvöldin í Alsír hafa einaig sett útgöngubann í flest- um borgum að kvöld- og nætur- lagi. Sunnudagsblaðið Dimance Journ- al kom ekki út í dag, vegna þess að starfsfólk blaðsins neitaði að vinna lengur en til kl. 21 á laug- ardag. Annars gildir útgöngu- bann yfirvaldanna ekki ura blaðamenn. Fangaverðir í verkfalli Salan fundinn Frankfurt. — Sagt er að franski hershöfðinginn, Raoul Salan, sá sem dæmdur hefur verið til dauða fjarverandi, leynist í Vest- ur-Þýzkalandi. Samkvæmt blað- inu Frankfurt Abendpost, sást hann snæða miðdegisverð með tveimur lögfræðingum í ítölsku veitingastofunni, Bei Mario. Síð- an sást hann á ferð til Baden- Baden. A Salan hefur verið eftirlýstur allt síðan uppreisnin var gerð í Alsír. Síðast fréttist af honum í Belgíu. Fordirukkinn drap 5 manns Helsinki 28/1 — Drukkinn mað- ur, vopnaður viðarlurk, varð fimm manns að bana aðfaranótt sunnudags. Skeði þetta í Kides í Suðaustur-Finnlandi. Þeir sem drepnir voru, voru bróðir morð- ingjans, mágkona hans og þrjú börn þeirra, tveir ungir drengir og 16 ára stúlka. Hinn óði maður réðist einnig á sjötta fórnarlambið, mann nokkurn sem gat komizt undan og tilkynnt um óhæfuverkin. Fangelsisverðir í öilu Alsír hafa nú háð verkfall í nokkra daga til að leggja áherzlu á þá kröfu, að fá einnig að bera vopn utan fangelsisveggjanna. Átta ára gömul serknesk stúlka var drepin í dag af Evrópumanni sem hóf skyndilega skothríð með vélbyssu á verzlun í Algeirsborg. Á öðrum stað í borginni sprungu tvær plastsprengjur í dag. Að öðru leyti hefur verið minna um óeirðir og hryðjuverk en undan- farið. Allmargar starfsstéttir eru í verkfalli í Alsír tii þess að krefj- ast vopnaðrar verndar við störf, en þráfaldlega hefur komið fyr- ir að leigumorðingjar OAS myrða fólk við vinnu. Fyrir nokkrum dögum lauk verkfalli strætis- vagnsstjóra með því að þeir fengu vernd vopnaðra varð- manna. Kennedy býður : Adsjúbej heim 1 Washington — Kennedy Banda- ríkjaforseti hefur boðið Adsjú- bej, aðalritstjóra blaðs Sovét- stjórnarinnar „Isvestia", í heim- sókn til Hvítahússins á þriðju- dag. Adsjúbej hefur verið á ferðalagi vestan hafs undanfarið. Hann er tengdasonur Krústjoffs. forsætisráðherra, eins og kunnugt er. Adsjúbej átti blaðaviðtal við Kennedy í haust, og vakti það talsverða athygli, er það var birt í Isvestia á sínum tíma. Tilkynnt er í Hvíta húsinu, að Adsjúbej hafi aðeins farið fram á áð fá að ræða við Salinger, blaðafulltrúa Kennedys, en for- setinn tók þá frumkvæðið og bauð ritstjóranum til miðdegis- verðar. Adsjúbej er á förum frá Bandaríkjunum til Brasilíu. Samkvæmt heimildum AFP- fréttastofunnar var um það rætt á fundinum, að skipzt yrði á sjónvarpsviðtölum við Krústjoff og Kennedy milli landanna. Salinger og Karlamov hafa áður átt með sér viðræðufundi, m.a. undirbjuggu þeir viðtal Adsjú- bej, aðalritstjóra Isvestia, við Kennedy s.l. haust. Danir veiða gjaman Kaupmannahöfn 29/1 — Danskir laxveiðimenn á Eystrasalti, líta nú orðið á það, sem hverja aðra Bjálfsagða atvinnuáhættu, að vera teknir fastir innan sovézkr- ar landhelgL Danskir fiskibátar eru teknir þar unnvörpum, án þess nokkuð sé sagt frá því opin- fcerlega. Ástæðan er sú, að innan land- helginnar er gnægð fiskj- ar en sekt fyrir brot ekki nema um 600 danskar krónur. Áður fékk danska utanríkisráðu- neytið oft beiðni uihi að leysa út brotlega báta, en nú mun algeng- ast, að fiskimennirnir hafi með sér 600 kr. en þeir halda til veiða. Twin disc Við höíum tekið að okkur einkaumboð hér á landi íyrir T WIN DISC CLUTSH A. G.. ZURICH. Útvegum til aígreiðslu beint írá Twin Disc verksmiðjunum í Bandaríkjunum: allskonai Eigendur TWIN DISC tækja eru vinsamlegast beðnir, að hafa samband við okkur varðandi þjónustu og varahlutaöflun. Einkaumboð á íslandi fyrir TWIK DISC CLUTCH A. G. Ziirich. BJÖRN & HALLDÖR H.F. Vélaverkstæði — Síðumúla 9 — Sími 36030. Þriðjudagur 80. janúar 1962 —. ÞJÖÐVXLJINN — (Jj

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.