Þjóðviljinn - 01.02.1962, Side 10
Þessi mynd cr af nýjasta fjögurra manna fólksbílnum, sem
framleiddur er í Sovétríkjunum. „Saporosets" nefnist bílteg-
undin. Bílinn vegur 150 kíló, vélin er 26 hestafla og há-
markshraði um eða yfir 100 km á klukkustund. Um þessar
mundir er verið að reyna hinn nýja „Saporosets“-bíl í akstri
við ýmsar aðstæður. Fjöldaframleiðsla á bílnum hefst ekki
' fyrr en fengin er örugg reynsla á hæfni bílsins.
Kjörinn fulltrui loft-
skeyfamanna i 25. sinn
Aðalfundur Fclags íslenzkra
lcítskeytamanna var haldinn í
Reykjavík fyrir skömmu.
Formaður félagsins, Guðmund-
ur Jensson, flutti skýrslu stjórn-
ar um starfið á sl. ári. Drap
hann á ýmis atriði er varða fé-
lagsstarfsemina, þ.á.m. kaup-
igjaldsmálin, en í þeim efnum
hefur félagið haft samstöðu með
cörum félögum innan Farmanna-
og fiskimannasambands fslands,
Gjaldkeri félagsins, Lýður
Guðmundsson, flutti yfirlit um
fjárhag félagsins, sem reyndist
ailgóður þrátt fyrir mikil útgjöld,
vegna kaupa á húsi sambandsfé-
Jaga Farmanna- og fiskimanna-
fulltrúar annarra samtaka sjó-
manna.
Aðalfundur Félags ísl. loft-
skeytamanna samþykkti að víta
ómakleg blaðaskrif og árásir á
Henry Hálfdánarson vegna for-
mennskustarfa hans í Sjó-
mannadagsráði. Flutti fundurinn
Henry sérstakar þakkir fyrir
mikið og óeigingjarnt starf í
þágu þessara samtaka.
Endurkjörnir í stjóm voru
Guðmundur Jensson formaður,
Lýður Guðmundsson gjaldkeri og
Oddgeir Karlsson ritari. Með-
stjórnendur voru kjörnir Berent
Th. Sveinsson og Friðþjófur Jó-
hannsson.
sambandsins að Bárugötu 11.
Á aðalfundinum voru rædd
ýmis mál, er varða loftskeyta-
menn og sjómannastéttina yfir-
Jeitt, m.a. samtökin um Sjó-
mannadaginn, en Félag íslenzkra
loftskeytamanna beitti sér á
EÍnum tíma fyrir stofnun þess-
ara samtaka. Aðalforgöngumaður
þessa máls var Henry Hálfdán-
arson, sem þá var loftskeytamað-
ur á togaranum Hannesi ráð-
herra. Henry var á aðalfundin-
um um daginn kjörinn fulltrúi
Félags ísl. loftskeytamanna í 25.
skipti og hefur þannig átt sæti
í ráðinu óslitið frá upphafi. Þá
var og Tómas Sigvaldason kjör-
inn fulltrúi í Sjómannadagsráð
í 18. skipti. Báðir þessir fulltrú-
ar loftskeytamanna í ráðinu hafa
átt sæti í því lengur en nokkrir
ísland og Portúgal
Framhald af 1. síðu.
fædda íbúa í nýlendunni. Þá
var einnig skorað á Portúgals-
stjórn að láta þegar í stað lausa
alla pólitíska fanga.
1 ályktun Allsherjarþingsins er
öllum aðildarríkjunum lögð sú
skylda á herðar, að gera sitt ítr-
asta til að tryggja það að Portú-
gal breyti samkvæmt anda og
bókstaf ályktunarinnar.
Fáar ályktanir hafa verið
rædar og samþykktar af slíkum
einhug sem þessi á Allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna.
Þjóðviljaim
vantar unglinga til blaðburðar um
VESTURGÖTII og
KÁRSNES.
AFGREIÐSLAN. — Sími 17-500.
Undirrit .......... óskar að gerast áskrifandi
að Tímaritínu RÉTTI
Nafn .................................
Heimili ..............................
Fréttir í myndum
HOLLENZK HERSKIP í flotastöð í Hollandi, albúin að sigla til Nýju-Gíncu til þátttöku í stridi
gegn Indóncsum. Herskyldan á flotanum hefur vcrið Iengd í 20 mánuði.
s«n nscisn
$*MS HClVStU
UN1ÖH '
r* SCIS TE
. npiusivf
cmmcvoi
TANGAN YIKA — yngsta sjálfstæða Afríkuríkið, hafði í 75 ár verið undirlögð evrópskum nýlendu-
veldum, fyrst Þýzkalandi og svo Bretlandi. Hér sést hópur manna fapa um göturnar í höfuðborg-
inni og fagna nýfengnu sjálfstæði með því að sy ngja ættjarðarsöngva.
GEGN OAS-FASISTUNUM FRÖNSKU: Mannfjöldlnn í París rnótmælir árásum og hryðjuverkum
fasistafélagsskaparins OAS. — Á spjöldum og borðum cru Parísarbúar hvattir til einingar gegn
hinni ískyggilegu fasistahreyfingu.
(3Q) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 1. febrúar 1962
• i