Þjóðviljinn - 11.02.1962, Side 6

Þjóðviljinn - 11.02.1962, Side 6
Hálfgrotnuð dagbók kom mold Einstæð heimild um píslarvætti pólskra gyðinga VARSJÁ — Vatnsósa blaSa- strangi hefur verið grafinn úr jörðu nærri Líkbrennslu- ofni III þar sem útrýming- arfangabúðirnar stóðu 1 Auschwitz. Á blöðin er letr- uð dagbók gyðings, eins af hundruðum þúsunda sem þarna létu lífið á stríðsár- unum. Blaðastranganum hefur verið troðið niður í matarskrínu þýzks hermanns og hún grafin í jörðu. Skrínan er ryðguð í gegn og mikið af blöðunum grotnað sund- ur, en pólskir fræð.'menn sem kannað hafa það af dagbók- inni sem læsilegt er telja að hún sé einstæð heimild um písl- arvætti pólskra gyðinga. Helzt líkja þeir henni við ,,Minnis- greinar úr gyðingahverfinu í Varsjá“ eftir Emanuel Ringel- blum, en handritið að þeim fannst einn.'g grafið í jörðu. Ilöfundur ókunnur • Af því sem tekizt hefur að lesa af dagbókinni, sem skráð er á 354 blöð, verður ekki ráðið hver höfundurinn er. í bráða- birgðaskýrslu Rannsóknarnefnd- ar á iglæpum nazista, sem hefur dagbókina undir höndum, segir hjartoð um stund NEW YORK — Um aldir hafa jógarnir á Indlandi stært sig af að Iöng og flókin þjálfun gefi þcim svo mikið vald yfiir Iíkama sínum að þeir séu færir um að stöðva sjálfan hjartsláttinn. Nú hafa þrír læknar gengið úr skugga um að það er dálítið' til í því sem jógarnir segja, þó ekki sé bókstaflega rétt að þeir geti Iátið hjarta sitt hætta að slá að vild. Læknarnir tóku síg saman og rannsökuðu fjóra jóga. Þrír full- yrtu að þeir gætu stöðvað hjart- sláttinn, en sá fjórði tók ekki dýpra í árinni en svo að hann kvaðst geta hægt á hjartanu. Það Uhlmsnn hefur nú tekiS forustuna Lokjð er nú öllum þiðskákum nema einni úr 7. og 8. umferð skákmótsins í Stokkhólmi og urðu úrslit þeirra þessi: f 7. umferð vann Uhlmann Friðrik, Techner Cueller, Benkö Cher- mann, Portisch Sehweber, Bjlek Gligoric, Barcza Pomar og Fisch- er Bisguier en Geller og Filip gerðu jafntefli. í 8. umferð vann Kortsnoj Fil.’p, Gligoric Barcza, Uhlmann Stein, Portisch Yan- owsky og Bilek Schweber en skák Gellers og Bolbochans var frestað Eftir 8 umferðir er staðan þá þessi: 1. Uhlmann 6V2 v., 2. Fischer 6 (úr 7 skákum), 3.—4. Filip og Benkö 5V2, 5. Portjsch 5, 6. BoJþochan. 4IV pg,, þifekúk.. 7. Petrosjan 4V2 (úr 7), 8.—9. Gligorie og Pomar 4V2, 10. Kortsnoj 4 (úr 7), 11,—12. Bil- ek og Barcza 3V> (úr 7), 13.—14. Friðrik og Yanowsky 3V2, 15. Geller 3 og biðskák (úr 7), 16. —18. Bertok, Schweber og Teschner 3, 19—20. Stein og Bisguier 216 (úr 7), 21. Cher- mann 216, 22 Cuellar 2, 23. Aron 1. Biðskák Bolbochans og Gell- ers lauk með s:gri hins siðar- nefnda. Niunda umferð var tefld í gær og tefldi þá Friðrik við Benkö. kom á daginn að hann hafði mest vaild yíir hjartastarfseminni. Við rannsóknina var notaður hjartarafriti, sem skráir raf- straumana í hjartanu, og er næmara tæki en hlustunarpípa sem notuð er til að nerna hjarta- hljóðin. í nokkrar sekúndur „Það má orða það svo að hann hafi „stöðvað hjartað" í nokkrar sekúndur," segja læknarnir þrír um jógann sem minnst gerði úr leikni sinni. Þeir vilja þó held- ur komast svo að oi'ði, að mann- inum hafi á einhvern hátt tekizt að raska reglulegri hringrás hjartastarfsins, breyta miðdepli rafstraumanna í hjartanu og gera hjai'tsláttinn mjög hægan örstutta stund. Skýrslan um rannsóknina á jóg- unum fjórum birtist í Circulation, tímariti félags bandaríska hjarta- lækna. Höfundar eru Wenger, sál- fræðiprófessor við Kaliforníuhá- skóla, Bagchi prófessor í heila- rafritun við Michiganháskóla og dr. Anand, yfirmaður lífeðlis- fræðideildar Læknavísindastofn- unarinnar í Nýju Delhi. Ósjálfráða taugakerfið Læknarnir þrír töldu illa far- ið að ekki væri gerð óyggjandi rannsókn með fullkomnum tækj- um á jógunum sem segjast geta stöðvað hjartað. Starfi hjarta- vöðvans er stjórnað frá ósjálf- ráða taugakerfinu, og að öllu eðlilegu er mönnum engin leið að hafa bein áhrif að geðþótta sínum á lífsstörf sem þannig er -• C* ,1 JUöííþVci Þegar jógamir þrír, sem þótt- ust eiga auðvelt með að stöðva hjartað, voru teknir til rannsókn- ar, kom í Ijós að þeir voru ein- ungis færir um að blekkja hlust- unarpípuna á þann hátt að þagga niður hjartahljóðin með því að halda niðri í sér andanum og spenna vöðva. öðru máli gegndi um þann fjórða, sem ekki sagðist geta meira en hægt á hjarta sínu. H.iartarafritinn sýndi að stutta stund varð hrynjandin í hjarta- starfi hans óeðlileg. Jafnframt varð hjartslátturinn óeðlilega hægur. að ljóst sé að höfundur hafi ver- ið gyðingur frá Lodz. Dagbókin ber með sér að höf- undur hefur verið menntamaður og átt barn, líklega telpu. Áð- ur en hann var fluttur í útrým- ingarbúðirnar bjó hann í gyð- ingahverfinu í Lodz. Hann lýsir nákvæmlega lífinu þar, en skrá- ir jafnframt hugleiðingar sínar og athugasemdir, sem bera vott tilf’nninganæmum manni sem lét ekki múgmorðin allt í kringum sig drepa trú sína á .lífið. Árið 1942 Fyrstu blöðin sem tekizt hef- ur að lesa eru frá 18. maí 1942 en hin síðustu frá nýársdegi 1943: Stjórnendur safnsins í Os- wiecim, en svo nefnist Ausch- witz á pólsku, telja að dagbókin öll hafi náð yfir mun lengra tímab:l. Hún er rituð á jiddish, máli gyðinga í Mið- og Austur- Evrópu. Dagbókin virðist skráð á blöð skorin úr bókhaldsbók og klofin niður eftir endilöngu. Fimmtíu blöð hafa drafnað sundur af rakanum í jörðinni, og á 174 hef ur ekki tekizt að lesa til þessa nema einstöku orð. Bréf til Willy Dagbókin er skrifuð í formi bréfa til manns sem höfundur ávarpar „Kæri Willy“. Ljóst er að aldrei hefur verið ætlunin að senda þessi bréf, en þó gengur fræðimönnunum illa að gera sér gre'n fyrir einu þeirra, þar sem ,,Willy‘‘ er beðinn að létta Þján- ingar fólksins í gyðingahverfinu. Dagbókin lýsir daglegu lífi í gyð'ngahverfinu, viðskiptum, hlutskipti barnanna og einsfökum atburðum. Höfundur gagnrýnir harðlega Rumkowski þann sem nazistar settu til að stjórna gyð- ingahverfinu. Rumkowski var í síðasta g'yðingahópnum sem fluttur var frá: Lodz í útrýming- arbúðirnar. Þegar flest var „Vinnan göfgar manninn“ letruðu nazistar yfir hlið útrýmingar- fangahúðanna |í Auschwitz. - Fangaskálar í fangabúðunum, hluti af safninu sem þar er nú til minningar um þá sem létu lífið á þessum stað. ! J bjuggu 200.000 manns í þessu gyðingahverfi. Síðustu sjötíu þúsundih voru flutt til Ausch- wltz sumarið 1944 og líflátin þar. Fleiri skjalahirzlur? Stjórn Oswiecim-safnsins lét hefja leit þar sem dagbókin fannst eftir tdvísun manns sem var i ,,sonderkommando“ í fangabúðunum, en svo nefndu nazistar sveitir þær sem látnar voru brenna líkin eftir að fang- arnir höfðu verið drepnir í gas- klefunum. í fyrra skýrð: maður þessi frá því að málmhylki með skjölum hefði ver.ið grafið nærrl líkbrennsluofni III árið 1944. Hann telur að þarna geti ver;ð allt að 30 hylki á víð og dreif í jörðinni. „Get ég bjargað henni?“ Á tveim síðum sem búið er að lesa skráir dagbókarhöfund- Framhald á 10. síðu. 210mil1ió mu NÝJU DELHI — Indverjar ganga í þriðja skipti til almennra þing- kbsnihgá aTöstudágfnri/ óg kosn- ingabaráttan hefur nú náð há- marki. Þjóðþingsflokkur Nehrus er talinn viss um sigur, en í mörgum kjördæmum er baráttan hörð. Hvergi er þó önnur eins rimma háð og í Norður-Bombay. Þar hafa allir stjórnarandstöðu- flokkarnir nema kommúnistav tekið höndum saman til að fella Krishna Menon, landvarnaráð- herra í stjórn Nehrus og trúnað- arvin hans. Gegn Menon er teflt Ki'ipalani, foringja sósíaldemó- krata og kunnum forustumanni í sjálfstæðisbaráttunhi gegn Bret- um, en það er landvarnaráðherr- ann líka. Indverskir embættismenn telja að nú séu um 210.000.000 manna á kjörskrá og að minhsta kósti þrír fjórðu þeii'ra hvorki læsir né skrifandi. Til að gera þeim ó- læsu fært að greina milli fram- bjóðenda hefur hver flokkur sitt tákn, Þjóðþingsflokkurinn tvo dráttaruxa, kommúnistar kornöx og sigð, sógíaldemókratar leirkofa o. s. frv. Kosning hefst 16. febrúar og verður ekki lokið fyrr en eftir níu daga, 25. febrúar. Þá hefst talning, og er ekki gert ráð fyr- ir að skýr mynd verði komin af kosningaúrslitum fyrr en um mánaðamótin. 1 afskekktustu fjallahéruðum verður ekki kosið fyrr en méð vorinu. Nú hefur Þjóðþingsflokkurinn 371 þingsæti af 494. Kommúnist- ar koma'-næstir með 27 þingsæti, sósíaldemókratar hafa 19 og hægri flokkurinn Jan Sangb fjögur. í fyrstu þingkosningunum á Indlandi 1952 kaus 51% þeirra sem á kjörskrá vorur Þá voru kjósendur 173.000.000. Að fimra árum liðnum 1957 hafði þeiirk fjölgað upp í 193.000.000 og þá kusu 47,5%. Nú er búizt viðs stóraukinni kosningaþátttöku, allt að 60%. Kjörstaðir eru mun fleiri en áður, 240.000 talsins. Því er spáð að þingmeirihlutE Þjóðþingsflokksins minnki eitt4 hvað. Sunnudagur 11. febrúar 1962 — ÞJÓÐVÍLJINN — (|^|[ í

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.