Þjóðviljinn - 11.02.1962, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.02.1962, Blaðsíða 13
Ein af hinum fimm flugvélum Loftlciða af gerðinni Doligias DC6B. þJÓÐVIUINN Sunnudagur 11. febrúar 1962 — 27. árgangur — 35. tölublað Powers Iqus BERLÍN 10/2 — Bandaríski njósnaflugmaðurinn Franeis Powers var látinn laus í Berlín í morgun. Njósnaflug- véiin U-2, sem hann stjórnaði, var skotin niður yfir Sovétríkjunum 1. maí 1960. fimmtu „sexuna // Loftleiðir hafa nú fest kaup á fimmtu Cloudmaster- flugvélinni, sem einkum er ætluð aö verða til taks ef •hlaupa þarf í skörð til þess aö firra töfum. Nýja flugvélin er sömu gerðar og hinar DC6B-flugvélar félags- ins: Leiíur Eiríksson, Þorfinnur karlsefni, Snorri Sturluson og Eiríkur rauði, og seljandinn sá sami, bandaríska flugfélagið Pan American World Airways. Kaupverð flugvélarinnar er lítið eitt lægra en á fyrri Cloud- masterflugvélunum og greiðslu- skilmálar hagstæðir. Tveir hreyflar og nokkrir varahlutir fylgja með í kaupunum. Ríkisábyrgðar vegna kaup- anna var ekki óskað af hálfu seljenda, en Loftleiðir greiddu þriðjung kaupverðsins við undir- skrift samninganna. Leiðin austur yfir Fjall lokuð Þjóðviljinn átti í gær tal við Kristján Guðmundsson birgða- Vörð hjá vegamálastjórninni og spurðist fyrir um vegi og færð hér í nágrenninu. Sagði Kristján að Krýsuvíkurleiðin mætti heita snjólaus, hefði skafið af vegin- um í hvassviðrinu. Sama væri að segja um Reykjanesbrautina og eins væri Hvalfjarðarvegurinn greiðfær, þar væri aðeins dá- lítill snjór í stóru brekkunni hjá Þyrli. Þá sagði Kristján að uppí Skíðaskála væri fært en Fjallið algerlega lokað og var þar bylur í gærmorgun. Ekki kvaðst Krist- ján vita til þess að nein sérstök óhöpp hefðu komið fyrir á veg- um' úti, en þó hefði það komið fyrir að bílar hefðu fokið út af vegunum í rokinu. Verið er nú að búa flugvélina undir afhendingu til Loftleiða sem væntanlega verður eftir rúman mánuð. Ný gerð af sætum verður sett í flugvélina áður en félagið tekur við henni, en á- kveðið hefur verið að fá ný og þægilegri sæti í allar flugvélar félagsins fyrir 1. apríl n.k. er sumaráætlunin hefst og farnar verða 11 ferðir fram og aftur milli Evrópu og Ameríku í viku hverri. Nýju sætin eru léttari og rýmri en hin fyrri, en svo hag- anlega er þeim fyrir komið að auðvelt er að fjölga um nokkra stóla í farþegarýmunum frá því sem nú er, en þó fer betur um farþega en áður. Þegar hin nýja flugvél kemur til landsins eftir rúman mánuð munu vélar Loftleiða geta flutt samtals 425 farþega í einu. Jafnvel krötum ofbýður í París París 10/2. — Öánægjan í París vegna hrottaskapar lögreglunnar gagnvart andfasistum, fcr stöðugt vaxandi. Nú hafa verkalýðssam- tök sósíaldemókrata og katólskra hvatt félaga sína til að gera hálfrar stundar verkfall n.k. mánudag. Kennarasambandið hefur lýst yfir ,klukkustundar verkfalli sama dag. Þá hefur flokkur sósíaldemó- krata hvatt fólk til að efna til þögulla fjöldafunda fyrir fram- an stríðsminnismerki um allt landið á mánudagskvöldið. 1 gær var háð víðtækt allsherj- arverkfall að frumkvæði verka- lýðssambandsins C.G.T. en hin verkalýðssamtökin stóðu einnig að því. Allar þessar kröfugöngur og fjöldafundir eru haldnir til þess að mótmæla ofsalegri árás lögreglunnar á kröfugöngufólk s.l. fimmtud, en sú ganga var farin til að mótmæla morðárásum fas- istasamtaka OAS. Voru 8 manns þá drepnir og 200 særðir. Komm- únistaflokkur Frakklands gaf út yfirlýsingu í gær og lýsir yfir á- byrgð lögreglustjórans í París og innanríkisráðherrans á átökunum og manndrúpunum s.l. fimmtu- dag. Hryðjuverkum var haldið áfram í Alsír í gær, og voru 13 menn vegnir. Minningarathöfn um 315 námamenn VOELKLIHGEN 10/2 — öllum kirkjuklukkum í Saarhéraðinu var hringt í 10 mínútur og öll umferð stanzaði í eina mínútu ó slaginu klukkan 11 í morgun til minningar um hina 315 námu- menn sem létu lífið í slysinu mikla við Luisenthal. DANSARARí MY FAIR LADY Komnir eru til landsins þrír listdansarar á vegum Þjóðleik- hússins, ráðnir til að dansa i sönglciknum „My Fair Lady“, cn sem kunnugt er standa nú yfir æfingar á Iciknum í Þjóð- leikhúsinu. Einn af þessum dönsurum er Jón Valgeir, en hann hcfulr starfað í Dan- mörku að undanförnu. - Aörir þrír dansarar eru væntanlegir frá útlöndum á næstunni til að dansa í Þjóð- leikhúsinu. Erik Bidsted ballettmeistari kom til landsins fyrir rúmri viku, cn hann æfir alla dans- ana í „My Falr Lady“. Þegar U-2 flugvélin var skotin niður og Powers tekinn höndum, voru sönnur færðar á kerfis- bundna njósnastarfsemi Banda- ríkjamanna með ólöglegu flugi yfir Sovétríkjunum. Þessi atburð- ur vakti ekki síður mikla athygli fyrir það, að njósnaflugið hafði afgerandi áhrif á heimsmálin. Fyrirhuguðum fundi Krústjoffs og Eisenhowers Bandaríkjafor- seta var aflýst, og ekkert varð úr fyrirhugaðri heimsókn Eisenhow- ers til Sovétríkjanna. Kalda stríðið kólnaði til muna, og enn frekar þegar önnur bandarísk könnunarflugvél var skotin nið- ur yfir norðausturströnd Sovét- ríkjanna í júlímánuði sama ár. Tveim flugmönnum, sem björg- uðust úr þeirri vél, var sleppt í fyrra án réttarhalda. Powers hafði verið fluttur t;l Berlínar, en ekki er vitað hvenær. Ljóst er að undanfarið hafa far- ið fram leynilegar samningavið- ræður fulltrúa sovézkra og bandarískra stjórnarvalda. Pow- ers var afhentur bandarískum yfirvöldum á mörkum hernáms- svæðanna m.'lli Potsdam og Wannsee í morgun. Um leið var sovézkum yfirvöldum afhentur Rudolf Abel, sem dæmdur var í 30 ára fangelsi fyrir njósnir í Bandaríkjunum 1957. Hegning Powers var í því fólgin, að hann átti að sitja í fangelsi í þrjú ár, en síðan að dvelja í v'nnubúðum í 7 ár. Þegar eiginkonu og foreldrum Powers var sagt frá því að hanrí væri laus úr haldi, urðu þau mjög hrærð, segir í Reuters-frétt. Powers fær að dvelja með fjöl- skyldu sinni fyrstu klukkustund- irnar áður en hann ræðir við bandarísk yfirvöld. Powers í njósnaflugbúningi og borgararlegum klæðum. r.i-_________________ - Samningsuppkast fellt af sjómönnum í Grafarnesi GRAFARNESI 10/2 — A mánu- daginn var haldinn fundur samn- inganefnda sjómanna og útvegs- manna um fiskverðið að Vega- mótum í Miklholtshreppi. Tókust samningar, sem í grundvallarat- riðum voru þeir sömu og áður, 1% í styrktarsjóð og 13% hækk- un á alla kauptryggingu og alla útborgunarliði. I gær var svo haldinn fundur um samningana í Grafarnesi og voru þeir felldir með samhljóða atkvæðum. Má búast við verk- falli innan skamms. Fundur um samningana var í Ólafsvík í gær, en ekki hefur frétzt um úrslit. Togarinn ELLIÐI Framhald af 1. síðu borð, þeir hásetarnir Friðrik og Hjalti Björnssynir. Þá eru í hópi skipverjanna feðgar, Matt- hías Jóhannsson kyndarj og son- ur hans Jóhann Örn háset). Langflestir skipverjanna á Ell- iða eru Siglfirðingar. Auk Jens Pálssonar vélstjóra munu einn eða tveir hásetanna vera héðan frá Reykjavík. SÍÐUSTU FRÉTTIR Kl. 1,05 tilkynnti Esja að hún hefði farið framhjá björgunarbáti ljóslausum 330 gráður réttvís- andi frá Öndverðarnesi, 10 míl- ur undan landi. Virtist í fyrstu að Ijós væri á bátnum en síðan hvarf það. Esju-menn misstu aftur af bátnum í öldurótinu enda þótt hann væri aðeins nokkra metra frá skipinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.