Þjóðviljinn - 11.02.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.02.1962, Blaðsíða 7
plÓÐVILJINN frtMfandl: Bameinlnvarfloklcnr alþýBn — Sósfallstaflokkurlnn. — RltstJórari liaanús KJartansson (áb.), Magnús Torfl Ólafsson, SigurSur Ouðmundsson. — FréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón BJarnason. — Áuglýsingastjórl: Quögtlr Magnússon. — Ritstjórn. afgrelðsla, auglýslngar, prentsmiðja: SkólavÖrðust. ló. Síml 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 55.00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. PrentsxniðJa Þjóðvlljans hl. Ætlar íhaldið og toppkratar að forða $H frá rannsókn? jgf taka má mark á staksteinadálki Morgunblaðsins, virðist nú þegar tekin um það ákvörðun að póli- tísku meirihlutavaldi Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins eigi að beita til að afstýra rannsókn á fjár- reiðum Sölum,iðqtöðvar hraðfrygtihúsanna. Það var þetta sem stjórnarmaður Sölumiðstöðvarinnar og Cold- water Seafood Corporation, Sigurður Ágústsson, var einnig að gefa í skyn í afsökunum sínum á Alþingi að gert yrði. Morgunblaðið treystir sér þó ekki til að bera brigður á að eitthvað kunni að vera öðru vísi en rétt sé og gáfulegt í ráðstöfunum stjórnar Sölumið- stöðvarinnar, og leyfir sér meira að segja að ympra á að alheimssölustjóranum Jóni Gunnarssyni kunni að hafa verið fengið fullmikið vald. Og svo notað sé orðalag Morgunblaðsins má segja að „dylgjað" sé um að ekki sé allt með felldu með verksmiðjurekstur Cold- water í Nanticoke, né þá athöfn alheimssölustjórans að reka umsvifalaust tvo sölustjóra samtakanna, sem varað hafa stjórn Sölumiðstöðvarinnar hér heima við framferðinu vestra. ★ ★ ★ 4 llt þetta mál er þannig vaxið, að engum mun dylj- ast að opinberrar rannsóknar er þörf. Ekki heldur þeim sem æpa nú hæst í blöðum um dylgjur og að- dróttanir. Þau óp hafa heyrzt of oft á undanförnum árum, þegar Þjóðviljinn hefur krafizt rannsóknar á fjármálalineykslum, jafnt smáhnupli eins og hjá séra Ingimar, eða þegar stærra er hrifsað eins og í viðskipt- ium Axels Kristjánssonar við ríkissjóð með hjálp Al- þýðuflokksráðherranna, eða olíumálin fyrr og síðar. Það hefur hvað eftir annað farið svo, að blöðin sem ráku upp ámátlegustu gólin um dylgjur og aðdróttanir, hafa nokkru seinna, þegar m.a. kröfur Þjóðviljans og rót- tækra þingmanna hafa geæt málið að stórmáli í vitund þjóðarinnar og knúið fram rannsókn, orðið að viður- kenna, að ekki var að ástæðulausu gripið til blaða- skrifa. ★ ★ ★ jþað mun vekja alþjóðarathygli ef Sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn ætla að misbeita pólitísku meirihlutavaldi sínu á Alþingi og koma í veg fyrir að nefnd alþingismanna úr öllum þingflokkum rannsaki ráðsmennskuna með fjármuni frystihúseigenda. Það sem nú þegar er komið í ljós sýnir að hér er miklu stærra mál á ferðinni en svo, >að það varði Sölumiðstöðina eina. Hér er fjallað um markaðsmál stærstu útflutningsvöru þjóðarinnar, svo að á miklu veltur fyrir alla þjóðina hvemig með er farið. Og því fer víðs fjarri að þeir alþingismenn Alþýðubandalagsins, sem stutt hafa sterk- um rökum, rökum sem ekki hafa verið hrakin í um- ræðunum á Alþingi, kröfuna um rannsóknarnefnd, hafi með því verið að ráðast á þessi samtök frystihúsanna. Bæði Einar Olgeirsson og Lúðvík Jósepsson hafa lagt á það áherzlu, að þeir telji eðlilegt að slík sölusamtök annist það verkefni sem þeim var ætlað, að selja af- urðir frystihúsanna á þann hátt, að sem mest verð- mæti skili sér heim sem andvirði fisksins. Þessi afstaða er Sölumiðstöðinni mikils virði og hún ætti að þakka fyrir tillöguna um rannsókn á þeim fjárglæfralegu til- tækjum sem stjórn þessara sölusamtaka og einstakir menn á hennar vegum hafa farið að brölta með og lagt í sameiginlega f jármimi frystihúseigenda. Mun það eiga eftir að sjást, að hitt er ekki farsæl leið fyrir Sölumið- stöðina og sízt henni til álitsauka, ef þingmeirihluti Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins verður nú misnotaður til að forða samtökunum frá rannsókn sem augljóst er að þarf að fara fram. — s. j8mm ‘il%ý£r ZZmm Þróun þorsksins úr eggi í seiöi. (Mynd úr „Fiskeri biologi“). „Nú vagga sér bárur í vest- anbiæ“ (kannski heldur hastar- lega á þessum órstíma). Alda- mótaskáldunum var tamt að líkja hafinu við vöggu, og dæg- ursöngvahöfundar atómaldar hendir þetta líka. Og oft ratast kjöftugum satt á munn. Hafið, hvort heldur það er tryllt eða vaggandi, er óumdeilanlega vagga fiskabamanna, o.g raun- ar móðurskaut. En hvemig líta fiskabörnin út? Hver gætir þeirra? Hvern- ig vaxa þau upp? Skyldu þeir nokkuð geta frætt okkur um það í Fiski- deildinni? ■Við vorum síðast frædd um það að fénaður sá sem dreifður er ,,á beit“ í plöntugróðrinum hennar Þórunnar nefnist svif — og jafníramt heyrðum við nefnt „háifsvif", og væri hið síðastnefnda fiskaböm frum- bernsku — og oftast nefnd lirf- ur. Þegar við ætlum að fræð- ast betur um fiskabörnin hitt- um við aftur fyrir konu, hún er sérfræðingur að því sem iýtur >að fiskabörnum. Jutta Magnússon heitir hún. Jutta Magnússon er upp- runnin i Slésvík-Holstein. Hún tók aítúdentspróf 1950. Nam náttúrufræði við háskólann í Kiel frá 1950—1955, sérgrein flatfiskur, en hefur að sérgrein hér við Fiskideildina lirfurann- sóknir og hefur unnið að þeim rúmlega ár, tók við því starfi er dr. Hermann Einarsson- fór til starfa i Perú. — Hvað eru þessar svoköll- uðu fiskalirfur? — Það er þroskastig fisks- ins eftir að hann kemur úr egginu, og áður en hann fær útlit fullvaxins fisks, t.d. er hann með kviðpoka og vantar flesta ugga. Hinsvegar nær rannsóknarsviðið allt til þess að seiðin leita botns. — Hvernig líta þessi kríli út? •— Útlit þeirra er mjög mis- munandi eftir fiskategundum, sumar eru mjög litlar þegar þær koma úr egginu, aðeins 2—4 mm, aðrar stærri. En auð- veldast er að þekkja þser á niðurröðun litfrumanna, hinar ýmsu fiskategundir mynda mis- munandi raðir litfruma. Oft eru þær mjög frábrugðnar foreldr- unum í útliti, t.d. flatfiskalirf- urnar. Þær synda fyrst með kviðinn niður eins og aðrir fiskar og augun eru sitt hvoru megin á höfðinu. En seinna leggjasf þau á hliðina og ann- að augað færist yfir, þannig að bæði augun eru á sömu hlið, sem þá snýr upp. Það er vanda. samt nákvæmnisverk að þekkja lirfur hinna ýmsu fiskategunda á ýmsum þroskastigum, en ég er svo lánsöm að með mér vinnur Sigrún Sturlaugsdóttir, sem hefur haldgóða þekkingu og reynslu í þessu. — Hafði eitthvað verið gert að slíkum rannsóknum hér áð- ur en Fiskideildin hóf þær? — Já t.d. gerði danski fiski- fræðingurinn Johannes Schmidt gagnmerkar rannsóknir uppúr aldamótunum síðustu á fiska- lirfum hér við land. Síðan héldu Danir þeim rannsóknum áfram í leiðöngrum sínum á hafrannsóknaskipinu „Dana“ á árunum milli heimsstyrjald- anna. Dr. Hermann Einarsson vann svo að þessum verkefnUm, á- samt öðrum, síðustu 10—12 ár_ in áður en hann fór U1 Suður- Ameríku. — Hvernig náið þið þessum lirfum úr sjónum? Þær eru veiddar í háfa, sem annaðhvort eru dregnir eftir skipi eða dregnir lóðrétt í sjón- um. Til eru einnig tæki sem líka eru dregin eftir skipi eins og háfur. Þetta eru málmhólk- ar, mismunandi útfærðir, sem unnt er að draga miklu hrað- ar en háfana. Tækið, sem við notum mest, auk lóðrétta háfs- ins, er gert eftir fyrirsögn dr. Hermanns Einarssqnar. Það var noiað rnikið í karfaljfruleið- JUTTA MAGNÚSSON SEGIR FRÁ UPPFLDISMALUM í HAFINU Fiskabðrn i voggu angri Ægis s.l. vor og fékkst góður árangur. — F.innið þið lifrurnar djúpt eða grunnt í sjónum? — Lirfur eru aðallega í efstu 50 metrunum. Sumir fiskar, eins og t. d. síld, hrygna við botninn. Þeg- ar lirfurnar klekjast út fara þær upp að yfirborðinu. Aðr- ir hrygna uppi í sjó. Eggin ber- ast þá upp að yfirborðinu og klekjast þar út. — Hvar hrygna nytjafiskarn- ir okkar? — Það má segja að aðal- hrygningarsvæði helztu nytja- fiska okkar sé á „bönkum“ úti fyrir suður- og vesturströnd- inni. Innan þessa svæðis er nátt- úrlega nokkur munur milli ein- stakra fisktegunda, bæði hvað stað, dýpi o.s.frv. snertir. Karf- inn gýtur hins vegar úti í reg- inhafi, einkum hér suðvestur af landinu. — Hvað verður svo um þetta ungviði? — Egg og síðan iirfur berast með straumum unz þær hafa náð þeim þroska, að þær fara að leita botns. En hvar þær gera það er mjög háð þvi hvert straumurinn hefur borið þær. T. d. berst mikið af þorska- lirfum frá gotsvæðum hér við Suðurland norður með Vestur- landi og norður fyrir land, þar sem seiðin leita svo botns í fjörðum og flóum og alast síð- an þar upp. Margt af þeim lend- ir líka í straumkvísl til Austur- Grænlands, og eru nú rann- sóknir á slíku ofarlega á baugi. — Og hver er tilgangurinn með þessum lirfurannsóknum? — Almennt má segja að loka- takmarkið sé >að geta sagt ttt um þann fjölda ungfiska sem koma fiskstofnunum til góða, en það er m.a. nauðsynlegur þáttur í þeim rannsóknum sem miða að því að geta metið þá sem auðlind eðá „forðabúr". Enda hafa upplýsingar sem afl- að er við lirfurannsóknir stöð- ugt aukna þýðingu fyrir þekk- ingu okkar á lifnaðarháttum sjávarfiska. En lirfurannsókn- irnar sjálfar eru margþættar til þess að ná þessu lokatak- marki. — Kannski þú vildir segja okkur nánar í hverju þaer eru fólgnar? — í fyrsta lagi eru rannsókn- ir á nýgotnum eggjum og lirf- um. Tilgangur þess þáttar rannsókna er að fá hald- góða þekkingu á gotinu og got- stofninum. Fundur nýgotinna fiskeggja í sjónum er sönnun þess að got eða hrygning hafi fyrir skömmu farið fram. At- huganir, sem jafnframt eru gerðar á umhverfinu gilda því einnig fyrir gotið, það er svæð- ið, tíminn, sjávarhitinn, selt- an o.s.frv. Allt þetta eru ein- kenni gotsvæðisins, þar sem fjöldj eggjanna gefur hins vegar til kynna stærð gotsstofnsins. — En er þá ekki auðveldara að athuga hinn hrygnandi fisk, til þess að fá upplýsingar um go.tstöðvarnar? >— Það kann að virðast mót- sagnarkennt, en svo er þó ekki: Upplýsingar, sem við öflum svona eru miklu nákvæmari heldur en þær sem við fengjum við að veiða hrygnandi fisk. Og það er í rauninni miklu auðveldara að ná í fiskegg og lirfur sem svífa í sjónum, en veiða fullvaxinn fisk. Þess vegna er það miklu einfaldara og árangursríkara að athuga nýgotin fiskegg og lirfur, ef kanna skal ákveðið svæði með tilliti til gots. Annað vegamesta atriðið eru rannsóknir á fiskeggjnm, sem eru að klekjast út eða ósjáif- bjarga lirfum, einkum með til- liti til útbreiðslu og hvert þau berast fyrir straumum. Það er rétt að skjóta því hér inn, að við getum ekki á þessu stigi málsins gert okkur grein fyrir hve mikið af þessu ungviði kann að koma stofninum að haldi aftur. Til þess biða þeirra Jutta Magnússon að ákvarða lirfur úr Ægisleiðangri sem farinn var á síðastliðnu vori. HVAÐ GERA ÞEIR í FISKIDEILDINNI? of miklar og ófyrirsjáanlegar hættur á lífsleiðinni ennþá. í þriðja lagi, í þessum rann- sóknum — eins og ég hef sett þær fram hér — eru rann- sóknir á fiskiseiðum sem far- in eru að synda sjálfstætt. Slík- ar rannsóknir leiða til betri skilnings á göngum seiðanna og þannig til funda þeirra svæða sem þau safnast saman á, það er: uppeldisstöðva ungfisksins. Megintiigangur þessa þáttar rannsóknanna er að komast að raun um fjölda seiða, en undir fjölda þeirra er ko.min endurnýjun stofns- ins. — Eru ekki mikil vanhöld á þessum litlu greyjum? — Jú, vanhöldin eru gífur- leg. Það hvort got gefur af sér góðan árgang er kannski mest komið undir því hvernig ástandið í sjónum er á meðan klak fer fram og þó einkum þegar seiðin byrja að taka til sín næringu; sé lítið um hent- uga fæðu þar sem þau eru í sjónum eftir að hafa losnað við kviðpokann, þá deyja þau unnvörpum. Mikið 'af þessum litlu seiðum eta stórir fiskar og fuglar og er því augljóst að vanhöldin eru gífurleg, en magn seiðanna er einnig gífur- lega mikið — náttúran gerir ráð fyrir vanhöldum. — Og hvað ert þú núna að fást við? — Við erum núna að vinna úr gögnum sem safnað var í leiðangri sem Ægir fór sj. vor til rannsókna á karfaliríum í Grænlandshaíi. Það var ein- stakt tækifæri fil að fá lirf- ur annarra nytjafiska af þvi hafsvæði. Við leggjum aðal- áherzluna fyrst á að teikna útbreiðslukort svo hægt sé að sjá útbreiðslu hverrar tegund- ar á hverjum stað. Nú erum við sérstaklega að vinna úr gögn- um af svæðinu við Austur- Grænland, því erlendis frá er mikil eftirspurn hvers við höf- um orðið vísari þar, því áætlað er að senda þangað rannsóknar- skip frá mörgum löndum árið 1963, til endurtekinna rann- sókna á mörgum stöðum sam- tímis. — í hvaða tilgangi eru þess- ar sameiginlegu rannsóknir gerðar? — Það er fyrst og fremst til að kanna gotsvæði þorsksins við Austur- og Vestur-Græn- land bæði hvað víðáttu og tima snertir, svo og magn og styrkleika. Og í öðru lagi til að gera sér grein fyrir reki á lirfum frá Austur- til Vestur- Grænlands annars vegar og frá íslandi til Austur-Grænlands hinsvegar. Þess vegna er árang- urinn af leiðangri Ægis s.l. vor mjög ofarlega á baugi, því það eru nýjustu rannsóknirnar á þessu hafsvæði og því hentugt að styðjast við árangur hans við skipulagningu þessara sam- eiginlegu fyrirhuguðu rann- sókna 1963 — Hverjir standa að þessum rannsóknum? — Það er ICNAF sem stend- ur fyrir þeim. En að þessum samtökum standa lönd bæði austan og vestan hafs, og fjöldi þjóða hefur áhuga fyrir fisk- veiðum á þessum slóðum. — Með hvaða móti er auð- veldast að auka og bæta þess- ar rannsóknir ykkar til þess að þær beri sem fyrst tilætlað- an árangur? — Það er með þvi að geta tekið upp kerfisbundnar athug- anir á vissum svæðum um lengri tíma, en það er náttúr- lega ekki hægt fyrr en Fiski- deildin eignast sitt eigið rann- sóknaskip. Jutta er kona dr. Jakobs Magnússonar fiskifræðings — og vitanlega kynntust þau við fiskifræðinámið í Kiel. — Segðu mér, Jutta, datt þér í hug þegar þú byrjaðir að lesa fiskifræði að það myndi verða til þess að þú lentir úti á íslandi? 1— Nei, það datt mér sannar- lega ekki í hug. — Og hvernig fellur þér að vera á íslandi? — Mér líkar ágætlega að vera hér. Fólkið er skemmtilegt og mér fellur landið vel, svo mig langar ekki til að sk'pta. Það mætti vera dálítið meira af skógum hér, að öðru leyti finnst mér landið fallegt. Við þökkum Juttu fyrir fræðsluna um fiskabörnin. Og áður en þessu spjalli lýkur er ástæðulaust að þegja um það, að eftir hálfs áratugs dvöl hér talar hún ekki aðeins og les íslenzku heldur skrifar hana líka, og er það vel af sér vik- ið. J. B. <$>- „Þeir drdpu pabba Stríðið í Alsír séð með aug- um barna birtist í bók, sem er nýkomin út hjá einu helzta for- lagi ítalíu, Einaudi í Torino. Efni í bókina var safnað í flóttamannabúðum í nágranna- rikjum Alsír. Útlagastjórn Serkja hefur komið upp sér- stökum búðum fyrir munaðar- laus flóttabörn. Þar er þeim kennt og reynt að lækna líkam- lega og andlega áverka sem þau hafa orðið fyrir. Þarna eru böm sem hafa tek- ið þátt í skólaverkföllum og mótmælagöngum, orðið fyrir 'loftárasum ' bg ‘jáfhvel þolað pyndingar. Hér fara á eftir nokkrar glefsur úr bókinni: „Ég heiti Súleima Akvila Bent Tahar. Ég er átta ára. Það komu franskir hermenn heim til okkar. Pabbi stóð á gólfinu, iþeir börðu hann í höfuðið svo hann datt. Blóðið rann niður andlitið á honum ... Þeir drápu pabba minn. Svo létu þeir mömmu og mig dansa allsberar kringum lik pabba. Það voru franskir hefmenn sem létu okk- ur gera þetta.“ // minn „Ég heifti Amara Konouch. Ég er tíu ára. Frakkarnir tóku börnin eitt og eitt og spurðu: „Vitið þið hvar skæruliðamir eru? Segið okkur það. Við ætl- um ekki að drepa ykkur.“ Börn- in sqgðu ekki neitt, og Frakk- arnir slógu okkur löðrunga af því við vildum ekki tala. Það var sparkað í mig.“ „Ég heiti Said Bekkar. Ég er 13 ára ... Frakkamir fundu lítinn dreng úr mínu þorpi og tóku hann. Þeir börðu hann og torptu á honum annan fótinn. Hánn reyndi að flýja svona særður, en þeir náðu honum aftur. Þeir héldu áfram að berja hann í andlitið og kropþinn." „Ég heiti Ghasoul Khelifa. Ég er 13 ára. Ég var á leiðinni niður á toi’g. Þá tóku þeir mig og fóru með mig inn í þetta hús. Þeir bundu mig með hlekkjum með mörgum öðrum börnum. Frelsisherinn kom og gerði árás. Um morguninn voru tíu franskir hermenn fallnir. Okkar menn höfðu misst tvo.“ „Ég heiti Sebti Talbi. Ég er níu ára. Frakkarnir settu upp falilbyssur og þeir skutu þangað til f jallið var allt í holum eins og sigti, og þeir koma og brenna húsin. Þeir drepa fólk og taka hænsni og kindur og hesta og kýr. Þeir taka litla kjúklinga og snúa upp á hálsinn á þeim og láta þá í skjóðurnar sínar ... Ég veit ekki hvers vegna ... Og svo tóku þeir fólkið i þorpinu og ráku það upp á vörubíl og fóru með það á flöt, þar sem vaxa opuntia-tré og drápu það þar Stundum koma óvinirnir um nótt, brjóta upp dyrnar, taka fólkið rífa föt- in þess og fara burt með ábreið- urnar. Ég véit ekki hvers vegna. Nei, ég veit ekki af hverju«c» iþeir hafa gert þetta allt sam- an.“ VVC- v .v Vi.j'fs.f. • v v:* fc£;- Sunnudagur 11. febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (Jl m — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 11. febrúar 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.