Þjóðviljinn - 11.02.1962, Síða 11
flTÍlflíTÍTTTlTj Ritst}.: Sveinn Kristinsson
SKÁKÞING REYKJAVÍKUR 1962
Það fór svo sem til var getið
hér í þættinum á dögunum, að
Benóný Benediktsson varð
skákmeistari Reykjavíkur að
þessu sinni og það með yfir-
burðum, hlaut 8 vinninga af 9
mögulegum, tapaði aðeins einni
skák. Þessi sigur Benónýs bygg-
ist auðvitað að verulegu ieyti
á því, að hann teflir þarna við
mun reynsluminni andstæðínga,
en þó ber á það að líta að ekki
ná allir sama styrkleika, þótt
þeir hafi heyjað sér svipaða
reynslu, heldur byggist hagnýt-
ing reynslunnar á ýmsum eðlis-
þáttum viðkomandi manns.
Menn hafa sem sé misjafnlega
mikla „skákhæfileika“. Þó held
égað menn geri ofmikið úr því
að telja, að þessi eða hinn skák-
maðurinn hafi beina hæfileika
tjl að tefla skák. Ég álít, að sá
hæfileiki sé ekki sérstaklega
fráskilinn öðrum eigindum
svipaðs eðlis. Á hinn bóginn
eru menn fæddir með ákaflega
mismunandi skapgerð, burt séð
írá hinum almennu gáfum, og
sennilega er það skapgerðin
sem orkar mest á getu manna
til að verða góðir skákmenn.
Þolinmæði, kjarkur, viljafesta
og hæfilegur skapþungi eru á-
reiðanlega einhverjir drýgstu
eiginleikar fyrir skákmenn, er
gefa sig við kappteflum. Þessir
eiginleikar ásamt góðum al-
mennum gáfum, miklu hug-
myndaflugi, listfengi og geysi-
legri keppnisreynslu hefur allt
í senn stuðlað að hinum glæsi-
lega sigri Benónýs að þessu
sinni.
Þátturinn samfagnar skák-
meistara Reykjavíkur og óskar
honum langlífis og sigursældar.
Annars Varð röðin í meistara-
ílokki þessi:
1. Benóný Benediktsson 8
vinninga, 2—4. Sigurður Jónss-
son 6, Bragi Kristjánsson 6
Bjöm Þorsteinsson 6, 5—6 Bragi
Björnsson 5V2, Jón Kristinsson
5V2, 7—8. Egill Valgeirsson 5,
Gylfi Magnússon 5, 9—14. Her-
mann Ragnarsson 4V2. Kári
Sólmundarson 4*/2, Þorsteinn
Skúlason 4V2, Haukur Angan-
týsson 4V2, Bjarni Magnússon
4 V2, Halldór Karlsson 4V2,
15—16. Jón Hálfdánarson 4,
Helgi Jónsson 4, 17. Ólafur Ein-
arsson 3, 18—19 Karl Þorleifs-
son 2V2, Anton Sigurðsson 2V2,
20. Benedikt Halldórsson 0.
Sérstaka athygli vakti þarna
hin ágæta frammistaða Braga
Kristjánssonar, unglingameist-
ara Norðurlanda, og er þar
mj.kið efni á ferð. Hann var sá
eini sem lagði Benóný. Haukur
Angantýsson frá Keflavík vakti
einnig mikla athygli.
1 fyrsta flokki urðu úrslit
þessi:
1. Bjöm V. Þórðarson 8 vinn-
inga, 2. Guðmundur Þórarins-
son 7V2, 3. Baldur Pálmason 7,
4. Haukur Hlöðver 4V2, 5—6 Jón
P.. Emils 4, Vilhjálmur Sigur-
jónsson 4, 7—8 Guðmundur Júl-
íusson 3V2, Þorsteinn Þórðarson
3V2, 9—10. Hafsteinn Sölvason
IV2. Heiðar Þórðarson V/->.
Þeir Bjöm Þórðarson og
Guðmundur Þórarinsson flytj-
ast upp í meistaraflokk.
í öðrum flokki íóru leikar
svo:
1. Þorsteinn Bjarnar 7 vinn-
iúga
2. —3. Vilmundur Gylfason,
Benóný Benediktsson
Geirlaugur Magnússon 6%
4. Jón Þorgeirsson 6
5. Egill Egilsson 5V2
6. —7. Andrés Fjeldsted, Helgi
Hauksson 5
8. —9. Björgvin Víglundsson,
Frið'þjófur Karlsson 4V2
10. Jón Ólafsson 4
11. Aðalsteinn Stefánsson ZVz
12. Haukur Pálsson 2
13. —14. Björn Sigurjónsson,
Pálmi Eyþórsson IV2.
Vilmundur vinnur Geirlaug á
stigum og flytzt ásamt Þor-
steini Bjamar upp í fyrsta
flokk.
Skákstjóri á Reykjavíkur-
þinginu var Jóhann Þórir Jóns-
son, formaður Taflfélags Rvík-
ur, og var mótinu yfirleitt
stjórnað af röggsemi.
Hér kemur ein af vinnings-
skákum Rey k j avíkurme: star-
ans:
Hvítt: Sigurður Jónsson
Svart: Benóný Benediktsson
SPÁNSKUR LEIKUR
1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bb5,
a6; 4. Ba4, Rf6; 5. 0-0, b5; 6.
Bb3, Be7; 7. Hel, d6; 8. c3, Bg4.
(Benóní hefur mikið dálæti
á biskupsleiknum í þessari
stöðu. Sannleikurinn er þó sá,
að Bg4 er þá fyrst góður leik-
ur, ef hvítur er bú:nn að leika
d4).
9. d3, Ra5; 10. Bc2, c5; 11.
Rb-d2, 0-0; 12. Rfl, Rc6; 13. h3.
(Sigurður er sóknarskákmaður
og hefur nú beinar árásarað-
gerðir á kóngsarmi, en senni-
lega voru þær ekki tímabærar.
13. Ke3 er áferðafallegri leikur
og traustari).
13. — Be6; 14. g4, h5; 15. Rh2
(Ekki væri hagstætt fyrir hvít-
an að leika 15. g5, Rh7 16. h4,
g6, og síðar sprengir svartur
upp peðastöðuna með f6).
15. — hxg4; 16. hxg4, Dd7,
17. Re3, g6; 18. Df3, Rh7; 19.
Rd5, Ha7; 20. Bh6, Hb8; 21.
Dg3, Bf8; 22. Dh4
(Þessi peðsfórn reynist miður
vel. Betra var að drepa á f8).
22. — Bxh6; 23. DxB, Bxg4
24. Khl, Be6; 25. He3
(Betra virðist 25. Re3).
25. — Re7
(Nú verður Sigurður að láta
sinn góða riddara).
26. Rxe7t, Dxe7, 27. Hgl,
Dfg.
(Með hn:tmiðuðum varnarað-
gerðum hefur Benóný tekizt að
hrinda sókna hvíts, sem var nú
raunar aldre: sérlega hættu-1
leg. en krafðist þó varfærni af
svarts hálfu).
28. Dh4
(Hróksfóm á g6 mundi ekki
gagna hvítum, enda þótt hann
fengi tvö peð og biskup fyrir
hrókjnn).
28. — Kg 7; 29. f4, exf4; 30.
Dxf4, Be7.
(Staðan er ekki hættulaus enn.
Ef svrtur gæfi upp varðgæzl-
una á h3 (Bxa2) þá gæti hvít-
ur fengið skaðvænleg sóknar-
færi; Hh3).
31. e5?
(Afleitur leikur, sem leiðir til
peðstapa og skyndílegs hruns
fyrir hvítan. Flestir aðrir
hugsanlegir leikir eru betri.)
31. — Bd5t; 32. RÍ3, dxe5;
3fS. Dg3
(Svarta peðið var vitanlega ó-
hæft t:l neyzlu: 33. Hxe5? t.d.:
— Bxf3f o.s.frv.)
Svart: Benóný Benediktsson
ABCDKFQH
Hvítt: Sigurður Jónsson.
33. — Rg5!
(Benóný er nú í ess'nu sínu og
óspar á eitrið. Riddarinn er
banvænt agn, því eftir 34. Dxg5,
Hh8t fellur hvíta drottningin).
'34. Bdl, Hh8t 35. Kg2, Hh3
(Kostuleg staða eins og þær
gerast titt hjá Benóný. Ef hvíta
drottning.'n fer til g4, þá fell-
ur hún eftir — f5).
36. Df2, Bxf3t; 37. Rxf3,
Hxf3; 38. Hxf3, Rxf3; 39. Dxf3
Db7.
Og Sigurður gafst upp því
eftir drottningakaupin er staða
svarts létt unnin.
Hraðskákmót
Skákþings Reykjavíkur hefst í dag í Breiðfirðingabúð
(uppi) kl. 13.30.
Væntanlegir þátttakendur hafi með sér skákklukkur.
öllum heimil þátttaka.
T. R.
V0 Rfton~t/iHsu4fét
*« 6?»“
fí :> . ... 'r - ;•
i / ' '' ' ' ! ' ' ' '■ ' v í • 1
UQ) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 11. febrúar 1962
Reykjavík —
Hafnarfjörður
STRÆTISVAGNAFERÐIR AÐ SJÚKRAHUSINU
SÓLVANGI.
Frá og með laugardeginum 10. febrúar verða teknar upp
ferðir að Sólvangi í sambandi við sérleyfisferðir milli
Hafnarfjarðar og Reykjavikur.
Ferð að Sólvangi í byrjun miðdegis heimsóknartíma:
Vagn sem fer frá Reykjavík kl. 14:30, á laugardögum kl.
14:20, ekið suður Strandgötu að endastöð á Hvaleyrar-
holti þaðan kl. 14:57 um Þúfuþarð og Reykjanesveg ofan
Haínarfjayðar að Sóivangi, síðan um Tjarnarbraut, Arn-
arhraun og til Reykjavíkur.
Ferð frá Sólvangi í lok miðdegis heimsóknartima:
Vagn sem fer frá Reykjavík virka daga kl. 15:45, á laug-
ardögum kl. 15:40. ekur fyrst um Arnarhraun og Tjarn-
arbraut að Sólvangi síðan um Reykjanesveg og Þúfubarð
að endastöð á Hvaleyrarholti og þaðan kl. 16:12 venju-
lega leið um Strandgötu til Reykjavíkur.
Á helgum dögum ekur þessa ferð vagn sem fer frá
Reykjavík kl. 16:15 vegna þess að heimsóknartámi á
Sólvangi er tii kl. 16:30 þá daga.
Ferþegar sem fara með vögnum okkar á áðumefndum
tímum eru vinsamlega beðnir að athuga þessar breytingar.
H Einkum vekjum við athygli á að vagn frá Hafnar-
firði kl. 15:00 fer framvegis efri leiðina og farþegar sem
ætla með bonum Irá viðkomustöðum við Strandgötu verða
þá að fara í vagninn á leið bans suður.
LANDLEIÐIR H.F.
Mótorvélstjórafélag Islands
heldur aðalfund að Bárugötu 11 í dag, sunnudaginn 11.
febrúar klukkan 14.
Venjuleg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN. u
BÚRFELLSBJÚGU
bragðast bezt.
Kjötverzhuiin Búrfell
SlMI 19750.
Dagbók grafin úr
Framhald aí 7. síðu.
ur'nn hugsanir sínar, þegar dótt-
ir hans er að verða hungurmorða
í gyðingahverfinu. Orðin innan,
sviga hefur pólski útgefandinn
sett þar sem handrit:'ð er ólæsi-
legt. Kaflinn hljóðar svo.:
„Mig langar til að iifa áfram.
Ég er reiðubúinn að selja allt,
það síðasta sem ég á i eigu
minni. En (verð ég) samt fær
um (að bjarga henni?) Það ve.'t
ég ekki.
Nú strax fyrir bádegi gerði ég
allt sem í minu valdi stendnr
— sprautur. (Ég er hræddur
um) að hún deyi á þessári
stundu í höndunum á mér.
Ég ætia aftur til hennar. Én
hvað geta þessir skussar gert
til hjálpar? >egar ekki er um
jörð í Auschwitz
nema eina hjálp að ræða — að
borða! Og það er ósköp (lítið
um það).
Og að fara og kaupa eitthvað
hjá (ólæsilegt orð) — hver hef-
ur pen'nga til þess? Heill fjár-
sjóður nægði ekki.
Brauð — 600, mjöl — 500,
kartöflur — 300, smjörlíki —
900, sakkarín — ekkert verð! í
einu orði sagt, svo til ómögulegt
að bjárga neinum.
Og sem fyrrverandi unnandi
Biblíunnar hrópa ég samt öllu
bræðralagi verkamanna (gyðinga-
hveríisins) — „og vaðandi í þínu
eigin blóði muntu lifa“.“
Verðið á matvælunum sem höf-
undur nefnir mun vera tilgreint
í gýðingahverfamörkum, en nafn-
verð þeirra var níu krónur mið-
að við núverandi gengi.