Þjóðviljinn - 11.02.1962, Síða 14
Ein af hinum fimm flugvélum Loftieiða af gerðinni Douglas DCGB.
JlJÓÐVIUINN
Sunnudagur 11. febrúar 1962 — 27. árgangur — 35. tölublað
fimmtu. sexun
Loftleiðir hafa nú fest kaup á fimmtu Cloudmaster-
flugvélinni, sem einkum er ætluð að verða til taks ef
hlaupa þarf í skörð til þess að firra töfum.
Nýja flugvélin er sömu gerðar
Og hinar DC6B-flugvélar félags-
ins: Leifur Eiríksson, Þorfinnur
karlseíni, Snorri Sturluson og
Eiríkur rauði, og seljandinn sá
sami, bandaríska flugfélagið Pan
American World Airways.
Kaupverð flugvélarinnar er
lítið eitt lægra en á fyrri Cloud-
masterflugvélunum og greiðslu-
skilmálar hagstæðir. Tveir
hreyflar og nokkrir varahlutir
fylgja með í kaupunum.
Ríkisábyrgðar vegna kaup-
anna var ekki óskað af hálfu
seljenda, en Loftleiðir greiddu
þriðjung kaupverðsins við undir-
skrift samninganna.
Leiðin austur
yfir Fjall lokuð
Þjóðviljinn átti í gær tal við
Kristján Guðmundsson birgða-
vörð hjá vegamálastjórninni og
spurðist fyrir um vegi og færð
hér í nágrenninu. Sagði Kristján
að Krýsuvíkurleiðin mætti heita
snjólaus, hefði skafið af vegin-
um í hvassviðrinu. Sama væri að
segja um Reykjanesbrautina og
eins væri Hvalfjarðarvegurinn
greiðfær, þar væri aðeins; dá-
lítill snjór í stóru brekkunni hjá
Þyrli. Þá sagði Kristján að uppí
Skíðaskála væri fært en Fjallið
algerlega lokað og var þar bylur
í gærmorgun. Ekki kVaðst Krist-
ján vita til þess að nein sérstök
óhöpp hefðu komið fyrir á veg-
um úti, en þó hefði það komið
fyrir að bílar hefðu fokið út af
vegunum í rokinu.
Verið er nú að búa flugvélina
undir afhendingu til Loftleiða
sem væntanlega verður eftir
rúman mánuð. Ný gerð af sætum
verður sett í flugvélina áður en
félagið tekur við henni, en á-
kveðið hefur verið að fá ný og
þægilegri sæti í allar flugvélar
félagsins fyrir 1. apríl n.k. er
sumaráæjlunin hefst og farnar
verða 11 ferðir fram og aftur
milli Evrópu og Ameríku í viku
hverri. Nýju sætin eru léttari og
rýmri en hin fyrri, en svo hag-
anlega er þeim fyrir komið að
auðvelt er að fjölga um nokkra
stóla í farþegarýmunum frá því
sem nú er, en þó fer betur um
farþega en áður.
Þegar hin nýja flugvél kemur
til landsins eftir rúman mánuð
munu vélar Loftleiða geta flutt
samtals 425 farþega í einu.
krötum
ofbýður i París
París 10 2. — Óánægjan í París
vegna hrottaskapar lögreglunnar
gagnvart andfasistum, fer stöðugt
vaxandi. Nú hafa verkalýðssam-
tök sósíaldemókrata og katólskra
hvatt félaga sína til að gcra
hálfrar stundar verkfall n.k.
mánudag. Kennarasambandið
hefur lýst yfir klukkustundar
verkfalli sama dag.
Þá hefur flokkur sósíaldemó-
krata hvatt fólk til að efna til
þögulla fjöldafunda fyrir fram-
an stríðsminnismerki • um allt
landið á mánudagskvöldið.
1 gær var háð víðtækt allsherj-
arverkfall að írumkvæði verka-
lýðssambandsins C.G.T. en hin
verkalýðssamtökin stóðu einnig
að því. Allar þessar kröfugöngur
og fjöldafundir eru haldnir til
þess að mótmæla ofsalegri árás
lögreglunnar á kröfugöngufólk s.l.
fimmtud, en, sú ganga var farin
til að mótmæla morðárásum ■ fas-
istasamtaka OAS. Voru 8 manns
þá drepnir og 200 særðir. Komm-
únistaflokkur Frakklands gaf út
yfirlýsingu í gær og lýsir yfir á-
byrgð lögreglustjórans í París og
innanríkisráðherrans á átökunum
og manndrápunum s.l. fimmtu-
dag.
Hryðjuverkum var haldið áfram
í Alsír í gær, og voru 13 menn
vegnir.
Minningarathöfn
um 315 námamenn
V OELKLIHGEN 10/2 — ÖUum
kirkjuklukkum í Saarhéraðinu
var hringt í 10 mínútur og öll
umferð stanzaði í eina mínútu á
slaginu klukkan 11 í morgun til
minningar um hina 315 námu-
menn sem létu lífið í slysinu
mikla við Luisenthal.
DANSARARí
MY FAIR LADY
MÓTMÆLA STÆKKUN
HERNÁMSLIÐSINS
Stöðugt f.iölgar úeim
félöRum um land allt os
félöRum íslenzkra náms-
manna erlendis, sem gert
hafa ályktanir þar sem
því er eindregið mótmælt
að bandaríska hernáms-
liðinu skuli leyft að
stækka sjónvarpsstöö sína
á Keflavíkurflugvelli.
Auk þeirra mótmælasam-
þykkta, sem birtar hafa verið
hér í blaðinu hafa Þjóðviljan-
um nú borizt tvær nýlegar til
viðbótar, önnur frá íslending-
um í Múnchen í Vestur-Þýzka-
landi, hin gerð á fundi Menn-
ingar- og friðarsamtaka ís-
lenzkra kvenna á Akureyri.
Svofelld áiyktun var sam-
þykkt á fundi í Félagi íslend-
inga í Múnchen hinn 19. jan-
úar sl.:
„íslendingar, staddir í Mún-
chen, vilja eindregið lýsa and-
úð sinni á því að láta banda-
ríska sjónvarpsstöð senda and-
leysi sitt yfir landslýð. Ættu
sem flest félagssambönd að
láta í Ijós andstöðu sína á
þeim ósóma og reyna að koma
í veg fyrir að hann nái fram
að ganga.“
Þá var eftirfarandi sam-
þykkt gerð einróma á aðal-
fundi Menningar- og friðar-
samtaka íslenzkra kvenna á
Akureyri 24. fyrra mánaðar:
„Aðalfundur Akureyrar-
deildar Menningar- og friðar-
samtaka íslenzkra kvenna,
haldinn 24. janúar 1962, mót-
mælir því ákveðið, að leyít
sé eða látið viðgangast, að
setulið Bandaríkjanna, sem
dvelst hér á íslandi, reki sjón-
varpsstöð, sem nái augum og
eyrum mikil-s hluta íslenzku
þjóðarinnar.
Greinargerð:
Það er sannfæring okkar, að
svo mjög sem dvöl hersins hér
á landi og samskipti hans við
íslenzkt félk, . hefur haft ó-
heillavænleg áhrif á tungu
þjóðarinnar og menningarerfð
og ýmist beint eða óbeint ver-
ið undirrót og uppspretta
margskonar afbrota og spill-
ingar, iþá margfaldist þau
skaðlegu áhrif, ef það verður
látið viðgangast, að herinn fái
að láta erlent sjónvarpsefni
flæða yfir landið.
Á það ber að líta, að sjón-
varpsefnið verður valið af er-
lendum mönnum og miðað við
áhugamál og hugðarefni út-
lendra hermanna. Þá verður
allt efnið á erlendu máli, og
getur hver og einn sagt sér
sjálfur hver áhrif það hafi á
tungu þjóðarinnar, ef mikill
hluti hennar hlustar á það
daglega. Erlend reynsla af
sjónvarpsefni segir og sína
sögu.
Loks viljum við sérstaklega
leggja á það áherzlu, að okk-
ur virðist með öllu óþolandi,
að fáir menn eða jafnvel að-
eins einn, geti haf.t úrslitaá-
hrif í máli sem þessu og ráð-
ið því til lykta án samráðs við
Alþingi, sem eitt ætti að geta
tekið ákvarðanir í málum sem
þessum."
Samningsuppkasf fellt af
sjómönnum í Grafarnes!
GRAFARNESI 10/2 — Á mánu-
daginn var haldinn fundur samn-
inganefnda sjómanna og útvegs-
manna um fiskverðið að Vega-
mótum í Miklholtshreppi. Tókust
samningar, sem í grundvallarat-
riðum voru þeir sömu og áður,
1 % í styrktarsjóð og 13% hækk-
un á alla kauptryggingu og alla
Komnir eru til landsins lirír
listdansarar á vegum Þjóðleik-
hússins, ráðnir til að dansa i
söngleiknum „My Fair Lady“,
en sem kunnugt er standa nú
yfir æfingar á leiknum í Þjóð-
leikhúsinu. Einn af þessum
dönsurum er Jón Valgeir, en
hann hei'úr starfað í Dan-
mörku að undanförnu.
Aðrir þrír dansarar eru
væntarilegir frá vítlöndum á
næstunni til að dansa í Þjóð-
- leikliúsinu.
Erik Bidsted ballettmeistari
kom til landsins fyrir rúmri
viku, en hann æfir alla dans-
ana í „My Falr Lady“.
útborgunarliði.
I gær var svo haldinn fundur
um samningana í Grafarnesi og
voru þeir felldir með samhljóða
atkvæðum. Má búast við verk-
falli innan skamms. Fundur um
samningana var í Ólafsvík í gær,
en ekki hefur frétzt um úrslit..
Á morgun verður svo haldinn
fundur í Stykkishólmi.
Hinn rœndi
kominn fram
PARÍS 10/2 — 19 ára gamall
frændi Debré, forsætisráðherra
Frakklands, Marc Schwarzt að
nafni, kom fram í dag. Hann
hafði horfið. s,l. miðvikudag. For-
eldrar piltsins héldu því fram að
OAS-menn hefðu rænt piltinum.
Marc skýrði sjálfur svo frá, að
tveir menn hafi setið fyrir sér
á fimmtudagskvöldið. Þeir hafi
neytt sig til að aka bíl sínum
út fyrir boígina. Síðari háfi' þeir
hafzt þar við í sólarhring úti í
skógi, en þá hafi ræningjarnir
flúið.