Þjóðviljinn - 06.03.1962, Side 6

Þjóðviljinn - 06.03.1962, Side 6
IHOOVIMINN frtetfancJI: BamelnlnKarflokknr alMBn - Bðslallstaflokknrtnn. - Rltstlórari UaEnús Kíartansson (4b.), Magnús Torft Olafsson. BlgurBur QuSmundsson. - Fríttarltstlórar: fvar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — AuglýslnEastJórl: QuBesIT Magnússon - Rltstjórn, afgreiSsla, auglýslngar, prentsmiSja: SkólavórBust. ÍB. Blml 17-500 (5 linur). AskriftarverS kr. 55.00 á mán. — LausasöluverS kr. 3.00. PrentsmlBja PjóBvtljans h.f. Þung ábyrgð hernámsmanna JJvernig vegnar þeirri kynslóð íslendinga, sem elzt upp með afsiðunarútvarp og sjónvarp bandarískr- ar -herstöðvar að andlegri næringu, allt frá barnsaldri? Eru þeir stjórnmáLaleiðtogar, sem ábyrgð bera á varan- legri hersetu reiðubúnir að standa ábyrgir gagnvart komandi kynslóðum Íslendinga fyrir þeim spillingar- óhrifum og afsiðun sem varanlegar herstöðvar á ís- landi hafa í för með sér? Eftir útvarpsumræðunum frá Alþingi að dæma, virðast leiðtogar tveggja ís- lenzkra stjórnmálaflokka, Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins, hafa gert það upp við sig að þeir vilji bera slíka ábyrgð og meira að segja telja sér rétt að ala á sem allra mestu andvaraleysi íslenzks fólks um þær hættur sem af herstöðvunum leiðir. það vakti almenna athygli í þeim útvarpsumræðum þegar hinn ungi og hvassyrti þingmaður Alþýðu- bandalagsins, Geir Gunnarsson, lagði í snjallri ræðu óherzlu á menningarhlið sjónvarpsmálsins, þá hlið sem helzt snýr að æsku landsins, að þeirri kynslóð sem fékk lýðveldisstofnunina í vöggugjöf. „Þessi unga kynslóð átti rétt á því að verða fyrsta kynslóðin í sjö hundruð ár til að alast upp í alfrjálsu íslandi, sem væri fyrir íslendinga eina. Þess í stað hefur eldri kyn- slóðin, lýðveldiskynslóðin, búið henni þau forlög að verða fyrsta kynslóðin ó íslandi, sem þarf að deila föðurlandi sínu með erlendum her. Og enn horfir þessi kynslóð upp á það, að þeir sem mesta ábyrgð bera á þjóðlegu uppeldi hennar, dunda helzt við það í menn- ingar- og þjóðernismálum að hengja skraut á trjátopp- inn um leið og börkurinn er hringskorinn á stofni. Ég held jafnvel að ef svo fer fram sem horfir, þá gæti iþað gerzt að aðdáendur hersjónvarpsins færðu fyrir því rök, að hagkvæmt og skynsamlegt væri að láta erlenda herliðið taka að sér enskukennslu í skólum með námskeiði suður á flugvelli, eða hvar eru takmörk- in? Það er sannarlega sérstök ástæða til þess að fagna samþykkt menntaskólanema og annarra þar sem sam- an standa gegn sjónvarpinu stuðningsmenn allra stjórn- málaflolcka. Sú skólaæska veit og finnur að íslenzkum metnaði og þjóðarskyldum er ekki fullnægt með því einu að synda tvö hundruð metra í þjóðakeppni annað hvert ár, og jafnvel ekki með endurheimt handrita, ef lokað er um leið augum fyrir hinum mestu þjóðernis- hættum sem að fslendingum hafa steðjað. Sú íslenzk æska, sem nú er að komast á fullorðinsár þekkir sem betur fer of vel þær myndir í íslenzkri þjóðarsögu, sem fylla árabilin frá Gunnari á Hlíðarenda 0g Njáli ó Bergþórshvoli til Jónasar Hallgrímssonar og Jóns Sigurðssonar til þess að hún hugsi sér næstu mýndir vera af íslenzkri nútíma- og framtíðarfjölskyldu fyrir framan bandarískt hermannasjónvarp11. Ijessi orð eru ítrekuð vegna þess að Morgunblaðið r hefur reynt að hefna þess með skætingi sem hall- aðist fyrir aðdáendum hermannasjónvarpsins á Alþingi. En þeir Geir Gunnarsson og Alfreð Gíslason þurfa á- reiðanlega ekki að hræðast dóm sögunnar um sam- anburð á ræðum þeirra, málflutningi og málstað og ræðum þingmanna íhaldsins og toppkratanna, endá mun þurfa alllangt að leita eftir jafnlágkúrulegum málflutningi og málpípur Bandaríkjahers viðhöfðu í. þessum umræðum og mun skömm þeirra lengi uppi. F.í hugsar bezt um Viscounthreyflana segja framleiðendur Eitt er það, sem útlenfling- ar furða sig á af kynnum sín- um við ísland: hve flugíé- lögin okkar eru ötul og rekst- ur þeirra hagkvæmur. Það hef- ur ekki farið fram hjá lesend- um blaðanna hve stór og vold- ug flugfélög erlendis eiga oft við mikla erfiðleika að stríða. Litlu flugfélögin okkar skjóta 1949 og hef veitt henni for- stöðu frá byrjun. Skoðunar- deildin er sjálfstæð deild og starfar hún og véladeild óháð- ar hvor annarri. Lengi vel vann ég hér einn en nú hef ég þrjá samstarfsmenn. í skoðun- ardeildinnj vann lengi Jón Stef- ánsson, sem lærði það sama og ég í Bandaríkjunum. Hann var ingum á flugvélunum í bókum hjá okkur. Þegar svo skoðun fer fram sjáum við, á -grund- velli bókhaldsins hvað Þ.arf að gera., Hér höfum við lrka al- mennt tæknibókasafn.. Við er- um svo ábyrgir gagnvart loft- ferðaeftirliti ríkisins hvað snertir viðhald flugvélanna. Ef eitthvað kynni að koma fyrir Starfsmenn Skoðunardeildar, talið frá vinstri: Viggó Einarsson, skoðunarmaður, Jón N. Pálsson, yfirskoðunarmaður, Jón B. Pétursson, skrifstofumaður, Eyþór Heiðberg, skrifstofnmaður og Ar- mann Óskarsson, skoðunarmaður. þeim oft ref fyrir rass og það byggist ekki á heppni, heldur af því að við höfum á að skipa ágætu starfsfólki í öllum grein- um flugsins. Hér á eftir fræða tveir starfsmenn Flugfélags ís- lands okkur um öryggismál og annað í rekstri félagsins. Þess skal getið að Flugfélag íslands á 25 ára afmæli í sumar og má þá búast við frekari frá- sögn af starfi félagsins. nýlega tekinn úr deild'nni og annast nú alla tæknilega kennslu hjá okkur. — Viltu lýsa störfum deild- arinnar í fáum dráttum? — Hlutverk okkar er að fylgjast með öryggi og flug- hæfni flugvélanna. Við færum allar breytingar og endurbæt- ur á vélunum inn á skoðunar- skýrslur, og þannig má fylgjast með öllum viðgerðum og þreyt- flugvél er hægt að rekja allt, sem gert hefur verið, í bókun- um. Við önnumst ÖU tæknileg* bréfaviðskipti fyrir flugfélagið, alla vélritun og fjölrit’un fyrir véladeild og svo má einnig nefna útgáfu fræðsluleiðbgin- inga til flugvirkja um starfs- hætti, öryggismál, umbætur og fleira. Þegar flugvél er skoðuð er það gert mjög rækilega. Við fyllum út eyðublöð, þar sem getið er, hvað gera skuli. Öll verk eru a.m.k. tvíendurskoðuð til að hafa allt í fullkomnu lagi. Það er einnig í okkar verka- hring að fylgjast með hleðslu og jafnvægi flugvélanna. Einu sinni á ári vigtum við hverja flugvél með sérstökum tækj- um, reiknum út jafnvægi henn- ar og útbúum sérstök jafnvæg- iskort fyrir hverja tegund af flugvélum. í hvert skiptj sem flugvé-1 fer á loft verður að fylgjast með jafnvægi hennar, því hún má t.d. ekki vera of framhlaðin og ekki of aftur- hlaðin. — Starf ykkar krefst þess auðsjáanlega að samvizkusam- lega sé unnið. — Já, það er aðeins eitt sem gildir — samvizkusemi og heiðarleiki. Það er ekki aðalat- riðið að maðurinn sé svo flínk- ur. Aðalatriðið er að hann sé heiðarlegur í hugsun. Ef brugð- ið er útaf því er voðinn vís. Og ég get fullyrt, að með mér starfa úrvalsmenn — þeir beztu sem við gátum fengið. — Hvað finnst þér erfiðast í þínu starfi? — Aðallega hvað við erum fáir. Einnig veldur það erfið- leikum hvað við erum með margar tegundir flugvéla. — Gefur Douglas ekki bezt af sér? — Ég hugsa, að Viscount sé einna arðbærust. Það eru ákaf- lega góðar vélar og eftir því sem við höfum haft þær leng- ur, því betur hefur okkur líkað við þær. Eftir 5 ára notkun vélanna hefur það aðeins einu sínni skeð að hreyfill hafi bil- að á flugi. Það skeði í sumar að olíuþrýstingur í einum •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i linn frægi Rolls Royce hreyfill ★ f skoðunardeildinni er Jón Pálsson yfirmaður. Jón er son- ur dr. Páls fsólfssonar og er skyldleikinn auðsær. Frétta- mannj leikur nokkur forvitni á að vita hvernig stendur á því að Jón hefur hafnað hér. — Ég var strax sem strákur vitlaus í allt sem hét flug o,g var þá strax ákveðinn í að fara í flugið, á hvern veg sem það yrði. Ég byrjaðj hjá Flug- félaginu árið 1943. Ég fór síð- an til Bandaríkjanna og lærði flugvirkjun og flug og ætlaði að nema flugvélaverkfræði einnig, en vegna ve'kinda fórst það nú fyrir. Ég vann svo heima til 1949 sem vélamaður, en hélt þá aftur til Bandaríkj- anna og lærðj eftirlit og skoð- un flugvéla hjá loftferðaeftir- liti Bandaríkjanna. Skoðunar- deildin tók svo til starfa hér ..... wr> i Á myndiitni tii hliðar sjá- um við „yfirhalaðan“ Ralls Royce hreyfill, er verið var að setja í Hrímfaxa. Slíkur hreyf- lill kostar nú tæpar 2 milljónir króna. enda engin smásmíði. Flugfélagið á 6 slíka auka- hreyfla og er það ríkulegur lager. Það hefur komið í Ijós að „yfi!rhalstími“ hreyflanna er mun lengri en gert var ráð fyrir í fyrstu, og nægir því að hafa fjóra hreyfla til vara; er því í bígerð að selja tvo hreyfla. Þegár hreyfillinn fer í gang dregst loft inn að f raman- verðu og fer í tvær loftþjöpp- ur, sem þjappa loftinu inn í brunahol, sem eru 7 í hverj- um hreyfli. Einn fjórði af Ioft- inu fer í brennslu, en þrír í kælingu, því þegatr bruni fer fram er 2000 stiga hiti. Við brunann verður geysileg út- þensla og eina leiðin sem gas- ið getur farið er afturúr hreyflinum. Gasið fer í gegn- um tvær túrbínur, lágþrýsti og háþrýstitúrbínu, og streym- ir síðan aftur úr. Er gasið fer í gcgnum túrbínurnar snýr það þeim og þaðan fæjr hreyf- illinn kraftinn. Öxlarnir sem snúa skrúfunum eru tengdir í túrbínurnar, sem snúast með 10 sinnum meiri hraða en skrúfurnar. Heildarkirafturinn er 1740 hestöfl, þar af fara 1600 hestöfl í að snúa skrúf- unni og 140 hestöfl verða til þegar loftið þrýstist áftur úr hreyflinum. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■< ■■•■■•■*■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■•■■■■■■■■■•■■«••■■■••■■■■■■■■•■■•■•■■•■■■■■■• :g) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 6. marz 1962 ; Þriðjudagur 6. marz 1962 —* ÞJÓÐVILJINN Þegar kallað var í hádegismat einn daginn, söfnuðust sar an flugvirkjar og flugvirkjanemar við afturhlutann á Hrímfaxa. Á mynd- inni eru 34 menn, en milli 60 og 70 rnanns vinm*r beint og óbeint við viðhald og skoðun flugvélanna hjá Flugfélagi íslands h.f. Skipulag starfs og flugs fram í tímann hreyfli varð óvirkur. Viscount- vélarnar eiga 16.000 flugtíma að baki. Ég var hjá Rolls Royce í sumar og þá tjáðu þeir mér að Flugfélag íslands hefði bezta útkomu af öllum flugfé- lögum, sem þeir hefðu sk:pt við, hvað snertir ásigkomulag hreyflanna og gangöryggi. Þetta gerði okkur að sjálfsögðu dálítið montna. Þessar flugvél- ar eru líka sérlega vel útbúnar í sambandi. við ísingu. Heitt loft liggur út' í vængina og stélið og þess eru ekki dæmi að ís:ng hafi haft nein áhrif. Það er til marks um það hvað hreyflarnir eru góðir. að það er hægt að fljúga þessum vélum fullsetnum á einum hreyfli. Það gerðum við er við buðum blaðamönnum í flug- ferð og þá var flog ð það hæsta sem íslenzk flugvél hef- ur flogið, eða í 30 þúsund feta hæð. Flugstjóri var þá Jó- hannes Snorrason. Hvað snertir Douglas, þá var það vél, sem var langt á undan sínum tíma, þegar hún var smíðuð 1934—’35. Þetta eru einfaldar og öruggar vélar og það hefur ekki verið smíðuð önnur flugvél sem betur hent- ar okkar staðháttum. Þsf verða í notkun í mörg ár enn- þá. — Nú er þotuöldin framund- Framh. á 10. síðu. Gunnar Björnsson, sem stjórn- ar nýjustu deildinni við flug- vélaviðgerðir, skipulagsdeild- inni, hefur lengi verið í þjón- ustu Fl. Hann útskrifaðist sem flugvirki frá Bandaríkjunum { ársbyrjun 1948. Hann starfaði síðan sem almennur flugvirki og vélamaður á Katalínu og Skymasterflugvélunum. Þegar Viscountarnir voru keyptir fór hann utan sem margir aðrir, til að læra meðferð þeirra. Þegar við tökum tal saman, segir Gunnar, að skipulags- deildin haÆi í rauninni lengi verið í bígerð. 1 sumar var fenginn hér heim Englending- ur til að gera tiUögur um end- ursklpulagningu og þá var deildin sett á fót. Hlutverk deildarinnar er að skipuleggja störi manna og flug sem lengst fram í tímann. Flest er skipulagt 3 mánuði fram í tímann, en annað talsvert lengra. í samráði við flugum- sjón er gerð flugáætlun og þá er tekið tillit til iþess hvenær vélar þuria að fara í skoðun og viðgerð. Þá er fyrirfram ákveð- ið að á þessum og þessum degi verði flugvélin ekki notuð til flugs. Það er einnig hlutverk deildarinnar að sjá um að kaupa varahluti fram í tímann, sérstaklega Iþó fyrir stórskoðan- ir. Við reynum að eiga alltaf á- kveðið magn af venjulegum varahlutum, svo sem róm, bolt- um og öðru sem er í stöðugri notkun. ^ — Það getur orðið dálítið erf- itt viðfangs, segir Gunnar, ef við þurfum að panta hlut með hraði og það kemur á daginn að hann er ekki tiL Þá verðum við að hafa samband við ýmsa aðila til að leita þennan hlut uppi. Það hefur komið fyrir að við höfum getað leyst vand- ræði erlendra flugfélaga, þegar þau hefur vantað einhvern hlut, sem ekki hefur verið til hjá framleiðanda. Gunnar var einmitt á förum utan thl að kynna sér m. a. starfsemi verkstæða sem annast hreyflaviðgerðir. Lítið flugfé- lag, sem aðrir, þarf sífellt að hafa vakandi auga á því að ná sem hagstæðustum samningum hvað snertir viðhald og við- gerðaþjónustu. Á veggnum í herbergi Gunn- ars er kvarði yfir allar flugvél- amar og þar má sjá á auga- bragði hvemig ástandið er hjá hverri flugvél fyrir sig — hvað langt er þar ti.l hún á að fara í skoðun, eða hvað hún hefur verið lengi í skoðun. Gunnar er með skýrslu fyrir framan sig, þar sem hann er að raða niður skoðunartímum flug- vélanna, sem ekki er alveg vandalaust, þar sem mikið verður flogið til útlanda í sum- ar. Yfir hásumarið verður flog- ið héðan á hverjum degi yfir hafið, og stundum tvisvar á dag. Leiðin Reykjavík, Glasg- ow. Kaupmannahöfn verður farin á hverjum degi og tvisvar í viku verður flogið beint til London (einu sinni í viku í fyrrasumar). Þá hefur verið á- kveðinn nýr viðkomustaður, sem er Bergen. Leiðin Bergen — Osló — Kaupmannahöfn verður farin á hverjum laug- ardegi. Að lokum segir Gunnar, að vetraráætlunin sé ekki erfið í framkvæmd, nema þegar veður hamlar flugferðum, því þá er yfirleitt meir um aukavélar til taks, ef eitthvað óvænt ber að höndum. Aftur á móti er erf- iðara að standa við sumaráætl- unina, því þá má engin vél missa sig vegna anna. sj.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.