Þjóðviljinn - 17.05.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.05.1962, Blaðsíða 4
 Aukin framleiðsla Stöðvun verðbólgu Bætt lífskjör 'isBne ir •. '■■■: ;.-(Jjgj. Frjálsir samningar ixiilji ver og atvinnurekenda Stöðvun framleiðslu Aukin verðbólga Versnandi lífskjör Ogilding frjálsra samninga og bann við þeim ■■x-x-:: ■ -ý->: mmm Eftir standa skemmdarverkin ein ORÐ Ríkisstjórnin sagði: Aukin framleiðsla er undirstaða batnandi lífskjara. EFNDIR 1., Engin ríkisstjórn á íslandi hefur unnið skipulega að því að koma í veg fyrir aukna framleiðslu, fyrr en „viðreisnar“stjórn- in kom til valda. Hcr eru nokkur dæmi: Veturinn 1961 stöðvaði hún vertiðina í Vestmannaeyjum i 2 mánuði með þvi að koma í veg fyrir samninga um kjör sjómanna og fiskverð. Á þann hátt eyðilagði hún verðmæti fyrir hundruð milljóna króna. Ríkisstjérnin gat á auðveldan hátt leyst þessa deilu áður en til vinnustöövunar kom. Cl Nú hefur togaraverkfallið staðið í 66 daga. Það jafngildir “ eyðileggingu verðmæta, sem nema hundruðum milljóna. Ríkisstjórnin gat leyst þessa deilu áður en til verkfalls kom. En cftir að verkfall er hafið er áhugi hennar fyrir lausn deilunnar ckki meiri en svo, að hún sendir Alþingi heim, án þess, að láta það fjalla um ráðstafanir, sem að gagni mættu koma, Tvær gengisfellingar hefur ríkisstjórnin hins vegar framkvæmt á þcim höfuðforsendum að hún væri að bjarga sjávarútveginum. Eftir standa skemmdarverkin ein. Q Ríkisstjórnin semur landhelgina undan íslendingum og hleypir hundruðum erlcndra skipa á svæðin, sem tekizt hafði að friða. Síðan bindur hún íslenzka togaraflotann í höfn. Aflamagn íslenzkra skiua hefur þó verið um 50% að meðaltali af fiskafla veiddum við Island. Erlend útgerðarfélög telja sér mik- inn gróða að því að gera f.ogara sína út á fslandsmið, þrátt fyr- ir það hve langt þeir þurfa að sækja. Islenzkir útgerðarmenn telja sig, þrátt fyrir ólíkt betri aðstöðu og meiri styrk frá því opisi- bera, ekki hafa nægilegan hagnað af útgerð, nema þeir fái að halda launum við hungurmark og ræna svefntíma sjómanna til þrælkunar, þ.e.a.s.: ncma vökulögin úr gi^Ii.^Allir^ ^em fylgjast með þessum málum vita, að laun og vinnutimi eru nálega auka- atriði í kostnaði við útgerð þessara stórvirku Iífsbjargartækja. I Ríkisstjórnin ber alla ábyrgð á verkfallinu, sem nú er skoll- ið á í járniðnaðinum og stefnir nú með því að cyðilegg- Ingu síldveiðanna í sumar. ORÐ Ríkisstjórnin mun ekki blanda sér í samninga inilli verkamanna og atvinnurekenda. Hún vill vinnufrið og kjarabætur án verkfalla. :\íiíc: .rnijíög elv - ! ign.'óiórlíTGrí'iiI'í niðc is 1 /Á .ajðáSÍa ári- stóðu hátt ájÁÍ jbÚsúnd verkamanna í allt að 7 vikna verkfatli Vegna þéss að Wkisstjórnin blandaði sér i samninga ruUli verkámafma og' átviúnurekenda og bannaði hin- ■ ðiv isiúó ': H>b tuifS um siðar-nefndu að semja. en þegar þeir sömdu og verkföllunum lauk, þá rauf ríkisstjórr.in samningana um leið með gcngisfelling- unni og hefur nú stolið allri kaphækkuninni af verkamönnum — og meira til. Cl Togaradcilan hefði verið leyst áður en til verkfalls kom, ‘ef “• ríkisstjórnin hefði ekki blandað sér í þá deilu, hcldur látið hina svokölluðu eigendur togaranna vita það, að hún, mundi fram- kvæma fullkomin skuldaskil við togaraútgerðina og þar með koma yfirlýstri stefnu sinni í verk, ef þeir semdu ekki tafarlaust. 1 þess stað hefur ríkisstjórnin beinlínis með afskiptum sínum af togara- deilunni komið í veg fyrir Iausn hennar. Q. Járniðnaðarmenn voru búnir að semja við meistara í járn- iðnaði áður en til verkfalls kom. RíkisStjórnin og Vinnu- veitendasambandið bannaði þeim að undirrita samkohmlagið. NIÐURSTAÐA Ríkisstjórnin, sem nú situr, er ekki viðreisnarstjórn, hún cr skemmdarverkastjórn. Hún sýnir það í öllum sínum verkum, að hún vill EKKl auka framleiðsluna. Hún vill Ekki batnandi lífskjör. NIÐURSTAÐA Ríkissfjórnin hefur í hverri Iaunadeilu undanfarinna ára, blandað sér í, og komið í veg fyrir samkomulag milli verkmanna og atvinnurekenda I stað þess að láta það afskiptalaust, eins og hún gaf loforð um. Hún kemur í veg fyrir vinnufrið, í stað þess að stuðla að vinnufriði. Hún kemur í veg fyrir kjarabætur án verkfalla í stað þcss að auðvelda þær, eins og hún sagðist vilja. Ferill núverandi ríkisstjórnar cr ferill skemmdarverkamanna. Ef ísland væri raunverulegt réttarríki mundu ráðherrarnir verða að sæta ábyrgð fyrir það, að háfa' Víif,ít'artffit'frbúlfð "!skenfrndar-- ' verk á atvinnulifi landsmanna með því að koma í veg fyrir það að þjóðin fái að sfarfa í friði að aukinni framleiðslu og bættum lífskjörum með fullri nýtingu þeirra atvinnufækjá óg auðlinda, sem hún á. En það er enginn slíkur dómstóll til í Iandinu, scm mun dæma þá, utan sá réttur, sem almenningur setur við kjörborðið. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar, scni nú standá fyrir dyrum er tækifærið, scm launastéttirnar ciga til þess að fella sinn dóm yfir þessum mönrtum og flokkum þeirra. Það er höfuðnauðsyn vinnandi fólks, að úrslit þessara kosninga verði svo ótvíræður ósigur valdhafanna að ótti þcirra við dóm fólksins vetði viljanum til svikráðanna yfirsterkari. M É : ftjÍ ( 3 ••■** ÍaZi U.-~z

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.