Þjóðviljinn - 19.05.1962, Qupperneq 14
V.
Einar Olgeirsson var á fundi
iborgarstjórnar Reykjavíkur í
fyrradag löglega kjörinn í stjórn
Sogsvirkjunarinnar. Við kosn-
ingu í stjórnina komu fram
þrír listar, frá Sjálfstæðisflokkn-
um, Alþýðubandalaginu og
Framsókn. Listi Sjálfstæðis-
iiokksins fékk 9 atkv., listi
Framsóknar 1 atkv. og listi Al-
þýðubandalagsins 4 atkvæði.
Forseti lýsti úrslitum, Tveir af
lista Sjálfstæðisflokksins og
einn — Einar Olgeirsson — af
lista Alþýðubandalagsins væru
rétt kjörnir í stjórn Sogsvirkj-
unnarinnar, — og hreyfði eng-
inn nokkurri athugasemd.
Alþýðubandalagið á ekki
nema þrjá fulltrúa í borgar-
stjórn og hefur því annað
tveggja gerzt: Magnús 11. kos-
ið Einar o gíhaldsmaður skilað
auðu, eða íhaldsmaður kosið
Einar Olgeirsson og Magnús 11.
skilað auðu. Ekki verður vitað
hvort heldur hefur gerzt því
atkvæðagreiðslan var leynileg.
— Á Alþingi er algengt að menn
greiði atkvæði í kosningum
öðru vísi en meirihluti sam-
flokksmanna, og eru slíkar kosn-
ingar vitanlega alltaf teknar
gildar.
Það er ekki aðeins réttmætt
heldur mjög mikilvægt að allir
flokkar jeigi aðild að stjóam'
jafn þýðingarmikils fyrirtækis
og Sogsvirkjunin er, enda hefur
sjálf ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokksins farið eftir þv£ sjón-
armiði með því að SKIPA
Framsóknarmann og Alþýðu-
flokksmann í stjórn Sogsvirkj-
unnar. — Einar Olgeirsson hef-
ur verið fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins í stjórninni, kosinn af
borgarstjórn Reykjavíkur.
Að lokinni kosningu í stjórn
Sogsvirkjunarinnar var næsta
mál á dagskrá borgarstjórnar-
innar tekið fyrir og afgreitt eft-
ir alllangar umræður.
Þá tilkynnti forseti hálftíma
fundarhlé, og Geir Hallgrímsson
og Auður Auðuns kölluðu full-
trúa Sjálfstæðisflokksins inn í
lokað herbergi — til yfirheyrslu.
Að loknu fundarhléi er stóð á
aðra klukkustund, las Geir Hall-
grímsson borgarstjóri upp yf-
irlýsingu er hann hafði ásamt
Auði Auðuns, kúgað aðra full-
trúa Sjálfstæðisflokksins til að
undirrita, þess efnis að þeir
vildu nú greiða atkvæði um
Sogsvirkjunarstjórnina á annan
veg en þeir höfðu gert í frjáls-
um leynilegum kosningum fyrr
é fundinum.
Fulltrúar Alþýðubandalagsius
og Framsóknar mótmæltu harð-
Iga slíkum aðferðum sem
hreinni lögleysu, en Geir Hall-
grímsson og Auður Auðuns
höfðú þau mótmæli að engu
og létu fulltrúá sína endurtaka
kosningu ér alllöngu fyrr á
fundinum hafði lögiega fram
farið og úrslitum • verið lýst án
nokkurra athugasemda.
Geir Hallgrímsson og Auður
Auðuns eru bæði lögfræðingar
og hefur þeim því verið ljóst
að með þessu voru þau að
fremja hreina lögleysu. Með
þessu voru þau að vega að
frjálsri, leynilegri atkvæða-
greiðslu, sem er einn af hyrn-
ingarsteinum stjórnarskrárinn-
ar ög lýðfrelsis í landinu.
Slikar ofbeldisað.ferðir eru án
efa gerðar í fullkominni óþökk
mikils hluta Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavíit. Með‘ þéssu hafa
þessir tveir foringjar í borgar-
stjóírnarliði íhaldsins sýnt að
þeir kunna ekki að taka ósigri
I frjálsum, leynilegum kosning-
um, heldur grípa til grimulauss
ofbeldis og kúgunar, og garast
forsvarsmenn fasistaklíkunnar í
Sjálfstæðisflokknum.
Með sama hætti getur íhaldið
eyðilagt hvaða frjálsar kosning-
ar sem því býður við að horfa.
Það þarf ekki annað en að kúga
nógu marga til að undirskrifa
að þeir hafi viljað kjósa öðru-
vísi en þeir gerðu í leynilegum
kosningum. Það er vitanlegt að
Sjálfstæðisflokkúrinn hefur þau
tök á ríkisstjórn, bönkiim,
borgarstjórn og fjármálastofn-
unum að hann getur eyðilagt
menn fjárhagslega, sem ekki
fara að vilja hans. Þeim tökum
hefur verið beitt — og nú á að
fara að beita þeim opinskátt og
grímulaust og afnema þannig
gildi leynilegra kosninga og lýð-
frelsis í landinu.
Gegn því verða allir Reykvík-
ingar sem lýðfrelsi unna að snú-
ast — *með því að greiða at-
kvæði gegn Sjálfstæðisflokkn-
um í komandi borgarstjórnar-
kosningum.
Þar sem íundi borgatstjórnar
lauk svo seint í fyrrakvöld var
ekki rúm til að rekja gang
þessa máls á þessum eftirminni-
lega fundi, og skal það nú gert.
í sambandi við kosninguna í
stjórn Sogsvirkjunarinnar gerð-
ist fleira athyglisvert en að í-
haldið opinberaði fasismainnræt'i
sitt. Þórður Björnsson sannaði
þar að frá Framsókn hefur í-
haldið ekkert að óttast, Fram-
sókn skuli sjá fyrir' því að
dreifa kröftum vinstri manna,
svo íhaldið sé öruggt um völd.
Að berá fram Framsöknarlista
við þá kosningu gat ckki þjónað
neinum öðrum tilgangi en
tryggja íhaidinu alger yfirráð
— þótt það mistækist — og þeg-
ar hjálp Þórðar dugði ekki greip
íhaldið til ofbeldis.
Að lokinni kosningu í stjórn
Sogsvirkjunarinnar var tekið
fyrir næsta mál fundarins, til-
laga Alfreðs Giíslajsonar um
sumardvöl barna, og urðu um
það alllangar umræður. Að af-
greiðslu þess máls lokinni lýsti
forseti yfir hálftíma fundarhléi.
Slík hlé eru venjulega á
kvöldfundum notuð til kaffi-
drykkju og gengu fulltrúar Al-
þýðubandalagsins og Framsókn-
ar uþp' í 'kaffisal. En þangað
kom enginn fulltrúi íhaldsins.
Magnús 11. kom nokkru síðar
— og settist nú einn sér. Leið
svo hálftíminn að enginn íhalds-
fulltrúi birtist — en Magnús 11.
varð umkomulausari í sæti sínu
því lengur sem leið.
Að liðnum hálftímanum
gengu fyrrnefndir fulltrúar í
fundarsal og settust í sæti sín.
Forseti o.fl. íhaldsfulltniar komu
svo í fundarsalinn og setti for-
seti fund kl. 9,34 (að kvöldi) —
en þá hljóp Geir Hallgrímsson
út úr salnum, en forseti sett-
ist og sat hljóður með hönd und-
ir kinn.
Geir borgarstjóri kom aftur
í salinn kl. 9,41 og skrafaði
hljótt yið forseta, Borgarstjóri
óskaði síðan að fundaúhlé yrði
framlengt um hálftíma. Alfreð
Gíslason spurði hverju það
sætti. Borgarstjóri kvaðst þurfa
að ráðfæra sig um fundarsköp.
Guðmundur Vigfússon kvað eng-
an ágreining hafa komið fram
á fundinum um fundarsköp.
Geir Hallgrímsson svaraði þá
að hann teldi úrslit kosninga í
Sogsvirkjunarstjórnina það al-
varlegt mál, að hann vildi ræða
það nánar við fulltrúa flokks
síns. — Forseti veitti enn hálf-
tíma fundarhlé, og hurfu fulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins aftur af
fundi.
Fundur var aftur settur kl.
10,16 og las Geir Hallgrimsson
þá yfirlýsingu undirritaða af
10 fuiltrúum Sjálfstæðisflokks-
ins um að þeir vildu endurtaka
kosningu þá í Sogsvirkjunar-
stjórn er iöglega hafði farið
fram alllöngu fyrr á fundinum.
Guðmundur Vigfússon kvað
þá kosriingu þegár hafa farið
fram, væru það ný og óhúgnan-
leg vinnubrögð ef nú ætti að
þvinga fulltrúa til að endurtaka
þá atkvæðagreiðslu, og liti hann
á það sem lögleysu og brot á
öllum reglum og venjum borgar-
stjórnar.
Þórður Björnsson las bókun
ritara borgarstjórnar, fyrr á
fundinum þar sem lýst var kosn-
ingu í Sogsvirkjunarstjórn og
úrslitum hennar. Síðan var tek-
ið fyrir næsta mál, sagði Þórð-
ur, einfaldlega af því að kosn-
ingu Sogsvirkjunarstjórnar var
lokiö. Eg lít því svo á að hún
sé afgreidd og verði ekki end-
urtekin. Forseti hefur þegar lýst
kosningu án nokkurra athuga-
semda. — Að borgarstjóri hefur
ekki getað haldið saman liði
sínu er svo allt annað mál, sem
hann getur rætt á öðrum stað,
en alls ekki hér á borgarstjóm-
arfundi.
Geir Hallgrímsson kvað eng-
an af 10 fulltrúum íhaldsins
hafa getað gert grein fyrir því
að hann hafi ekki kosið lista
þess flokks — og vildu þeir nú
ier^durtakd, a^kvæðagreiðsluna.
Þórður Björnsson kvað það
gert til að reyna að finna hinn
seka.
Auður Auðuns mótmælti því.
Magnús Jóhannesson stóð upp
og bað um að mega fá að kjósa
aftur.
Alfreð Gislason kvað engan
■hafa lýst því að sér hefðu orðið
á mistök þegar atkvæði voru
talin og engan hafa mótmælt
þegar forseti lýsti hverjir væru
rétt kjörnir. Mótmælti hann að
nota ætti flokksvald til að ónýta
löglega leynilega kosningu.
Guðmundur Vigfússon kvað
með þessu verið að taka rétt
af fulltrúum í leynilegri kosn-
ingu. Með samskonar undir-
skriftakúgun mætti ónýta bæj-
arstjórnar- og Alþingiskosning-
ar og mótmælti hann slíkri und-
irskriftasmölun sem lögleysu.
Alfreð Gíslason beindi þeirri
spurningu til forseta hvort hann
teldi kosninguna hafa verið ó-
lögmæta.
Guðmundur H. Guðmundsson
vítti Þórð Björnsson fyrir að
hafa svikið það samkomulag er
hann gerði við Alþýðubandalag-
ið 1948 og tryggði honum setu
í hafnarstjórn. Nú sviki hann
með þv£ að kjósa ekki Einar
Olgeirsson. Hann kvað kosning-
una hafa farið á annan veg en
væri í samræmi við fulltrúatölu
íhaldsins, — dettur þeim í hug
að meirihlutinn líði það! sagði
hann.
Auður forseti kvað kosning-
una skyldu endurtekna.
Guðmundur Vigfásson lét
bóka mótmæli þau er birt voru
í Þjóðviljanum í gær, þar sem
fulltrúar Alþýðubandalagsins á-
skilja sér rétt til að kæra þessa
Q SVEFNSÖFAB
j—j SVEFNBBKKIB
□ ELDHCSSETT
H N 0 T A N
húsgagnaverzlnn,
Þórsgötu 1.
löglausu síðari „kosningu“.
Þórður Björnsson lét bóka að
þar sem kosning hefði þegar
farið löglega fram væri ný
„kosning“ lögleysa er hann tæki
engan þátt í.
íhaldsfulltrúarnir 10 endur-
tóku kosninguna; aðrir tóku
ekki þátt £ henni. Síðan lýsti
Auður yfir, að þrír íhaldsmenn
væru kjörnir í Sogsvirkjunar-
stjórn.
Eftir því sem leið á þessar
umræður sást betur að Geir
Hallgrímsson var orðinn hrædd-
ur við það sem hann var að
gera og nú flutti hann tillögu
um að vísa þessu máli til fé-
lagsmálaráðuneytisins, og sam-
þykktu íhaldsfulltrúarnir það
ásamt Magnúsi 11.
Að ofbeldinu unnu varð nokk-
ur þögn — kallaði þá Þórður:
Á að endurtaka fleiri kosning-
ar — frá fyrri fundum?
Forseti hristi af sér slenið
og tók fyrir næsta mál á dag-
skrá.
fþróttir
Framhald af 13. síðu.
steinn átti mjög góðan leik og
undirbjó öll mörkin fyrir Grét-
ar, sem notaði tækifærin vel.
Guðmundur Óskarsson fékk
ekki mikið út úr leik sínum.
Sveinn Jónsson lék af dugnaði
•og var virkasti maður varnar-
innar. Árni byrjaði ekki velj. en
sótti sig er á leikinn leið. Hall-
dór er ekki fyrirferðarmikill en
stendur fyrir sínu. Bjarni er
sterkur í að stöðva áhaup, en
lítið virkur í hinum leikandi
samleik. Vafasamt er að hægt
hefði verið að setja saman mik-
ið sterkara lið, en það er eng-
in afsökun fyrir þeirri knatt-
spyrnu sem liðið sýndi, sem
var of veik hjá úrvalsliði úr R-
vík.
• Því ekki B-lið
sama daginn?
Það hefur verið fastur liður
í knattspyrnudagskránni hér að
efna til bæjakeppni við Akra-
nes, og hefur það verið ágæt
tiihögun. Má gera ráð fyrir að
áíram verði haldið á þeirri
braut að efna til bæjakeppni
um þetta leyti.'
Eðlilega verður ,að verja til
þess einu kvöldi, sem senni-
lega mun trufla æfingar þetta
kvöld. En þá vaknar spurning-
in: Því ekki að nota þetta
kvöld betur?
Við erum meira og minna
allt sumarið að velja bezta lið-
ið, þá 11 beztu, en látum okk-
ur í léttu rúmi liggja hvemig
búið er að þeim næstu 11, eða
hvort þeim séu búin eðlileg
verkefni. Því ekki að efna til
B-liðs leik við einhvern bæinn
hér í nágrenninu: Hafnarfjörð
eða Keflavík þennan sama
dag? Það mundi örva þá næstu
11 og það mundi einnig örva á
þeim stöðum sem keppt er við.
Frímann
IT4) — ÞJÓÐVILJINN
Laugardagur 19. maí 1962