Þjóðviljinn - 09.06.1962, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 09.06.1962, Qupperneq 6
Rúman tug kílómetra fyrir vestan Prag stendur þorpið Lidice. Það er í fáu frábrugðið öðrum tékkneskum þ'orpum; húsin eru ef til vill nýrri en víðast hvar gerist og skipulag tþorpsins reglulegra, enda eru ekki nema um 15 ár síðan það var reist. Aðkomumaður rekur máske augun í stóran rósagarð í ná- grenninu og stærri og veglegri menningarhöll en í flestum öðr- um þorpum Tékkóslóvakíu. Annað er fátt sem honum myndi finnast frásagnai’vert um Nýja Lidice. En gangi hann spölkorn út fyrir þorpið, verða á vegi hans hlutir sem stinga undarlega og heldur kuldaiega í stúf við þetta friðsama og blómlega sveitaþorp sem nefnt er Nýja Lidice. Aðkomumaðurinn er nú kominn í dalkvosina þar sem hið gamla Lidice stóð, á stað- inn þar sem einhver svívirði- iegasti glæpur síðari heims- styrjaldarinnar var framinn. t>ann glæp er erfitt, jafnvel ó- mögulegt, að gera sér í hugar- lund í dag — og þó eru ekki nema tveir áratugir síðan. Böðullinn frá París Við skulum víkja okkur í huganum tíl versins 1942. „Verndarsvæðið" Bæheimur og Mæri hafði fengið nýjan land- stjóra, Reinhard nokkurn Hey- drich. Hann var einnig kallaður „Böðullinn frá París“. Hann var þegar búinn að gera fasta áætlun um „hina endanlegu lausn Tékkavandamálsins". Sú áætlun var einföld: Þriðji hluti þjóðarinnar, þ.e.a.s. þeir er höfðu einkenni hins æðri kynþáttar, skyldu gerðir þýzkir. Þriðja hluta þjóðarinnar skyldi útrýmt — og síðasti þriðjung- urinn skyldi fluttur brott sem vinnuþrælar, er Hitler hefði tekið Síberíu. Andspyrnuhreyfingu Tékka óx stöðugt fylgi um þessar mund- ir og ekki bætti það skap Þjóð- verjanna að áætlanir Hitlers um að taka Moskvu um vetur- inn höföu brugðizt. Tékkóslóv- akía var mjög mikilvæg fyrir Þjóðveria í hernaði á austur- vígstöðvunum og áríðandi að í landinu héldist ró. Því var Heydrich sendur þan.gað „til að taka fastar í taumana" eins og það var orðaö. . 27. maí 1942 var Feydrieh drepinn í úthverfi Prag og hófst þá einb.ver mesta óghar- öld sem enn hafði gengið yfir Tékka. KarJar skotnír, konur og börn í fangabúðir Hefndarþorsti Þjóðverja virt- ist óslökkvandi. Menn voru drepnir fyrir það eitt að brosa á götum úti. Fjölskylda ein í Tábor var svo óhéppin áð ■halda afmælisveizlu kvöldið sem Heydrich var drepinn. Nokkrum dögum síðar var fjölskyldan tekin af lífi, svo og allir boðsgestir. Þjóðverjar gerðu allt til að hræða tékknesku þjóðina og kúga hana til undirgefni það tímabil urðu Tékkar að þola marga blóðtökuna. Ein þeirra var Lidice. Það sem gerðist var í stuttu máli þetta: Að kvöldi hins 9. júní 1942 var þorpið Lidice umkringt af þýzkum hermönnum. Inn um hringinn fengu menn að kom- ast en út enginn. Um mið- nætti var öllum skipað út úr húsunum; konur og börn voru geymd í skólahúsinu yfir nótt- ina, en karlmenn, 15 ára og eldri, voru lokaðir niðri í kjall- ara eins bóndabæjarins. Snemma næsta morgun var farið með konur og börn á vörubíl til Kladno. Því næst voru allir karlmennirnir skotn- ir. Þeir voru 173 að tölu. Nazistarnir biðu jafnvel eftir þeim ellefu, sem verið höfðu í næturvinnu í námunum í Kladno. Þeir voru einnig skotn- ir. Einn námumaðurinn lá. fót- brotinn í sjúkrahúsi. Hann var einnig dreginn út og sætti sömu örlögum. Nazistarnir héldu áfram að framkvæma skipanir. Lidice átti að hverfa af yfirborði jarð- ar. Það verkefni var uppíyllt með þýzkri samvizkusémi> og nákvæmni. Eyðileggingin var svo algjör að Rauði herinn fann aðeins tvær brunnar spýtur er hann kom þangað þrem árum síðar 1945. Úr þeim var gerður kross, reyrður saman með gaddavír og reistur á fjöldagröf karlmann- anna í Lidice. Hann stendur þar enn og gnæfir yfir auðnina, þar sem einu sinni var þorp. En hvers vegna var það einmitt Lidice sem varð fyrir barðinu á nazistum? Sjálfir lýstu þeir yfir að í Lidice fælust menn, sem hlut ættu í morði Heydrichs. Gestapo vissi einnig að tveir ungir menn úr fjölskyidunum Horák og Stríbrný voru í brezka flughernum. En meginástæðan fyrir því að Lidice var fyrir valinu, hefur sennilega verið sú að karlmennirnir unnu flestir í Kladno, en hún var „rauð- asta“ borg í Bæheimi á þeim tíma. Konurnar í Lidice voru allar sendar í fáhgabúðir nazista. flestar til kvennafangabúðannn í Ravensbrúck. Upprunalega voru þær 203. 143 lifðu af ver- una í fangabúðunum. Af 105 börnu.m komu aðeins 17 til baka. Þau sem enn voru ekki orðin eins árs voru send á bamaheimili, hin voru send til Hið litla friðsæla sveitarþorp Lidice áður en nazistar hófust handa. í rósagarðinum við Lidice eru 30.000 runnar frá 40 löndum. Allir karlmenn í Lidice voru drepnir. Ilér sjást Iík þeirra í garði Horáks bónda. Lodz í Póllandi. Þar voru þau Er Rauði herínn kom til Lidiee 1945, faunst nvorki tangur né tetur af þorpinu, nema tvær brunnar rannsokuð af „kynþáttasérfræð- spýtur. Þær voru reyröar saman með gaddavír og búinn til úr þeim kross. Krossinn var reist- - 'SL Framhald á 14. síðu nr á fjöldagröf Lidicebúa og stcndur þar enn. 6) — ÞJÖÐVILJINN — Laugai'dagur 9. júní 1962

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.