Þjóðviljinn - 19.09.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.09.1962, Blaðsíða 3
d haustmarkaðmn Renault-verksmiðjurnar í Frakklandi hafa sent hingað einn af iimboðsmönnum sín- um á Noröurlöndum, herra Jacques Souchet, og hefur hann dvalist hér á iandi um tíma. Umbcðsfyrirtæki Ren- ault-bíla hér, Columbus h. f., kynnti hann fyrir fréttamönn- um í fyrradag og við það tækifæri skýrði hann frá ýmsú varðandi verksmiðjurn- ar og nýjurigar þaðan. 1 júlí í sumár var hafin framleiðsla á ný'rri gerð Ren- ault-bíla, R-8, og er hann væntanlegu.r 'birigað til lands ■ setnt í október, eðá byrjun nóvember. Að sðgn hr. Sou- chet er þarna um að ræða sérstaklega vandaðan bíl, bú- inn. eins fu'lkomnum öryggis- tækjum og þægindum og hugs- artegt er um bíl í þessum verð- og stærðarflokki, en R- 8 er 5 manna bíll. Hann lét þess sérstaklega 'getið, ■ að þrátt fyrir að hinn nýi bíll hafi reynzt mjög vel og gefi sérlega góðar vonir, verði ekki hætt við fram- leiðslu Dauphin-gerðarinnar, sem rai’.n einna þekktu.st hér, enda er nýi búlinn nokkru dýrari og íburðarmeiri. R-8 er búinn 48 ha. vél og há- markshraði hans er 130 km. á klst. Hann eyðir 7 lítrum af benzíni á hverja 100 km. í undirbúning er hjá um- boðinu að krma upp sem beztri þjónustu fyrir Renault eigendur. T.d. er í ráði að sem.ia við einstök . bifreiða- verkstæði úti á landi, að taka að sér sérhæfðar viðgerðir á Renau.lt og verksmiðjurnar munu senda hingað sérfræðing til að fara á milli verkstæða og kenna ibifvélavirkjum Ren- ault viðgerðir. Einnig verður komið á fót verkstæði hér í Reykjavík. Reynt verður að framkvæma þetta fyrir næsta vor. Rensult-verksmiðjurnar eru h'.nar elztu sinnar tegundar í Frakklandi og hjá þeim vinna um 60.000 manns. Þær eru eign franska ríkisins og hefur það leitast við að dreifa starf- seminni út urn landsbyggði.na, t.d. er elzta verfcmiðian í Bill- ancourt í nágrenni Parísar og er Dauphin framieiddur bar; í Flins er nýi bíllinn fram- leiddur, í Cleon er ný verk- smiðja, sem framleiðir gír- kassa hún er miög fullkomin og sjálfvirk, öxlarnir eru framleiddir í Le Mans og til- rau.nastöð er í Rvei'l. Á síðasta ári voru seldir í Frakklandi 323.000 Renault bílar, eés—40% af heildarsöl- i’.nni þar í tandi. Það ár fóru 53% af héildarframleiðslu verksmiðjanna til útflutnings. Þá hafa vei’ksmiðjurnar sent á piarkað nýja gerð af sendi- ferðabíl sem er svo mjög end- urbætt, að segja fmá að um nýjan bíl sé að ræða. Þessa nýju bíla gefst mönn- um væntanlega kostur á að skoða að mánuði liðnum og geta þá sjálfir dæmt. Jacques Souchet Ausfurviðskipftn Að undanförnu hefur verið gengið frá sam- kcmulagi um viðskipti íslendinga og Tékka og Pólver.ia næstu 12 mán- uði. Hinn 4. september, 1962, var undirritað í Prag samkomulag um vðskipti rnilli íslands og Tékkóslóvak'u á tímabil'nu 1 september, 1961, til 31. ágúst, 1962. Samkvæmt vörulistum, sem nú hefur verið samið um, er gert ráð1 fyrir, að ísland sei’ji, eins og áður; fryst flök, frysta síld, fiskimjöl, lýsi, fiskniður- suðu auk fleiri vara. Frá Tékkó- slóvakíu er m. a. ger.t ráð fyrir kaupum á vefnaðarvöru, skó- fatnaði, búsáhöldum, rúðugleri, járni og stálvörum, margskonar iðnaðarvélum og verkfærum, auk fleiri vara. Samkomulag þetta er gert á grundveili viðskiptasamnings milli landanna er gerður var í nóvember, 1960. Af íslands hálfu önnuðust þessa samninga dr. Oddur Guð- jónsson, ráðuneyt sstjóri, Pétur Pétursson, forstjóri, Björn Tryggvason, skrifstofustjóri, og Árni Finnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri. Kosningar til Á grundvel'i viðskiptasamn- ings milli íslands og Póllanda frá 18 nóvember, 1949, var und- 'rritaður í Varsjá, hinn 14. september, 1962, samningur ura viðskipti milli landanna fyrir timab lið 1. október, 1962, til 30. septem'ber, 1963. Gert er ráð fyrir að ísland sslji e ns og áður frysta s!d, saltsíld, fiskimjö’, lýsi, saltaiar gærur og auk þsss fleiri vörur. Frá Póllandi er meðal annárs gert ráð fyrir að kaupa kol, timbur, járn og stálvörur, efna- vörur, vefnaðarvörur, vélar og verkfæri, búsáhöld, skófatnaS og fleiri vörur. Af íslands h-áífu önnuðust þessa samninga dr. Oddur Guð- jónsson. ráðuneytisstjóri, Svan- björn Frímannsson, bankastjóri, Pétur Pétursson, forstjóri, Gunn- ar Flóuenz, forstjóri, og Árni Finnbjörnsson, framkyæmda- stjóri. Skólastjórar telja launakjör sín algerlega óviðunandi og benda á að þau séu meira en helmingi lakari en starfs- bræðra á Norðurlöndum og miklu lægri en í flest- um öðrum menningar- löndum. ‘'A- • Mév?- ' I* |i (» i Á aðalfundi Skólastjórafélags íslands, sem haldinn var sl. laug- ardag, voru. mættir skólastjórar víðsvegar að af landinu. Rædd voru m.a. launamál skólastjóra, erindisbréf og ýmis félagsmál. Ábyrgð og skylclur að engu metnar Ályktun fundarins' um launa- mál var svohljóðandi: Aðalfundur Skólastjórafélags Islands haldinn 15. sept. 1962 telur launakjör skólastjóra al- mennt í daridinu algerlégá óvið- Unandi. Bendir fundm:inn á, að launakjör íslenzkra skólastjóra séu meira en helmingi lægri en starfsbræðra þeirra á Norður- löndum cg miklu mun lægri en í flestum öðrum menningarlönd- um heims. Væntir fundurinn þess eindregið, að leiðrétting á þessu fáist, þegar ný launalög verða sett. en jafnframt felur fundurinn stjórn félagsins að vinna að því að skólastjórar fái sanngjarnar launauppbætur nú þegar. ; FuncUyám ,yill ,í þes§u sapj,-.. bandi minna á, að þá sjaldan sem kennarar hafa fengið ein- hverjar launabætur, hafa skóla- stjórnar g’.evmzt, og nú sé því þannig komið málum að sáralítill og su.mstaðar enginn launamunur er á skólastjórum og kennurum. Virðist nú isvo, að ábyrgð og skyldur skólastjóra séu að engu metnar. Þá vill fundurinn ennfremur vekja athygli fræðsumálastjórnar- innar á hinum erfiða og langa starfsdegi I skólastjóra í heima- vistarskólum landsins og hve launakjör og starfsskilyrði þeirra eru bágborin. Telur fundurinn að heppilegt væri, að sérstaklega þjálfaðir kennarar í æskulýðs- Framhaid á 10. síðu. Sveinafélag húsgagnasmiða kaus fulltrúa á 28 þ'ng ASÍ á fundi í gærkvöld. Aðalfulltrúi er Bolli A. Ólafsson, formaður félags'ns, og varafulltrúi Krist- ján Sveinsson, báðir sjálfkjörn- ir. Félag prentmyndasmiða kaus fulltrúa á Alþýðusambandsþing á félagsfundi í fyrrakvöld. Að alfulltrúi var kjörinn Sverrir Glslason (með 7 atkv. gegn 6) og til vara Geir Þórðarson. Á fundi Verkalýðsfélagsins Esju í Kjós sl. sunnudag var Brynjólfur Guðmundsson, form. félagsins, kjörinn aðalfu’ltrúi þess á þing ASÍ og til vara Ás- kell Nordal nis oi VANDINN AÐ VERA PABBI nefnist nýútkomin bók sem bókaútgáfán Fróði hefur gefið út. Höfundur er hinn kunni danski rithöfundur og háðfugl Willy Breinholst, en teikningar í bókinni eru eftir belgíska teikn. arann Léon van Roy. Wii’.y Breinholst hefur einkum hlotið viðurkenningu fýrir. leiftr. andi létta kimni síria og gagn- rýnið o.g markvisst háð. Hafa bækur hans hlotið miklar vin- sæidir og góða dóma og verið þýddar á ýmis tungumál. Fyrir fáum árum varð t.d. viðkunn háð- O'g gamanbók hans Við Framhaid á 10. síðu. I' (» \ !> Willy Breinholst eins og sænski tciknarinn Enrico sér hánn. KemurMagnús Kjartans- son frá Kúbu með al skegg og alvæpni, safnar um sig harðsnúnum hóp vopnaðra féiaga, leggst út í óbyggðum, og tekur völd- in á íslandi með alþýðu- her á næstu árum? Gáfulega er spurt, en svona hér um bil þetta var efni hálfsíðugreinar í Al- f Iþýðublaðinu í gær, þar sem .spurt er með angist í stíln- um hvað Magnús hafi ver- ið að gera á Kúbu í sum- arleyfi sinu og hvort ekki muni ætlun hans að fara eins að hér og Castro hafi gert þar? Það eru svona greinar sem sýna að uppeldi Bene- dikts Gröndals í hinni svo- nefndu ..Upplýsingaþjón- ustu‘‘ Bandaríkjahers á striðsárunum reynist hon- um enn nokkuð drjúgt. Sjálfsagt hefði verið leik- ur að birta svona reyfara með góðum árangri vestan hafs, bar hafa MacCarty og sálufélagar hans plægt svo akurinn að engin bá- bilja virðist of fáránleg til að bera hana á borð fyrir lesendur, bara ef minnzt er á „kommúnista" og hin skuggáleg'u áform þeirra! Ólukkan fyrir Benedikt Gröndal er að hann skuli vera blaðamaður á íslandi. Því hér kunna blaðalesend- ur. hamingjunni sé lof, enn áð brosa ‘þegar annar eins samsetningur ér settur á þrykk og þessi Alþýðublaðs- grein um Magnús Kjart- ansson og Castro. Og að hverju he’.dur Benedikt. að menn brosi? l> (> (> !> (> (> (> 1» !> !> !> Á 1 Miðvikudagur 19. september 1962 — ÞJÓÐVÍLJINN1—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.