Þjóðviljinn - 19.09.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.09.1962, Blaðsíða 5
 'oykkis þingsins íyrir stjórnar- nynduninni. Á laugardag lýsti verkamálaráðuneylið auk þess yfir að það myndi taka launa- kröfur verkalýðsfélaganna til athugunar. Margar stjórnarkreppur Iiver stjórnarkrsppan hefur rekið aðra lí Brasilíu í sumar, vegna þess að m-sirihluti aftur- haldsflokkanna á þir.gi hefur neitað að verða við kröfum Gouiarts forseta um myndun róttækrar umbótastjórnar. Da Rocha er ekki úr flokki Goul- arts, Verkamanr.aflokknum, en úr vinstra arnr hins íhaldssama sósíaldemókrataflokks og góður vinur hins frjálslynda og um- bótasinnaða fylkisstjóra Brizola, sem er mágur Goularts. Meiri- 1 hluti þingsins var andvígur stjórnarmyndun hans og hefur reynt eftir mætti að spilla fyrir störfum stjórnarinnar. WASHINGTON — Bandaríski þingmaðurinn Don- ald C. Bruce hélt ræðu í fulltrúadeiidinni í fyrri viku, og iagði frarn sannanir fyrir því að fyrrver- andi yfirumhoðsmaður Sameinuðu þjóðanna í Kongó, Sture Linnér frá Svíþjóð, og ennfremur Hammarskjöld-fjölskyldan og háttsettur banda- rískur embættismaður, hefðu átt stórfé í fyrirtækj- um í Vestur-Afríku. Nýjar sannanir um thalidomid LISSABON — Þungaðar konur ciga ætíð að forðast að taka nokkurt lyf. Það er mjög crfitt að sjá fyrir afleiðingar lyfja, og þau geta haft hin alvarlegustu áhrif á fóstrlið. Það var þýzki læknirinn Widu- kind Lenz frá Hamborg sem lýsti yfir þessari skoðun á alþjóðaráð- stefnu kvensjúkdómalækna, sem haldin er í Lissabon um þessar mundir. Um 3000 læknar frá 68 löndum taka þátt í ráðstefnunni. Dr. Lenz ög stárfsbróðir hans, dr. Knapp, hafa á ráðstefnunni lagt fram skýrslu er nefnist „Thalidomid og vansköpun". Fjailar hún um starf þeirra beggja á þetsu sviði síðan 1959. 1 skýrslunni greina þeir frá því, að ílestar þær mæður vanskap- aðra barna sem þeir hafa rann- sakað hafi neytt deyfilyfsins thalidomids snemma á með- göngutímanum. Þeir Lenz og Knapp segjs, að síöan þeir lögðu. fram síðustu skýrslu. sína 18. nóvember í fyrra, hafi þeir kannað 70 ný tilfelii og fengið nákvæm bréf um 200 til- felli í viðbót. Vansköpun barna í þessum tilfellum var með eftir- farandi hætti: Vanskapaðir hand- leggir 152 tilfeili, vanskapaðir handleggir og fætur 80, vanskap- aðir handleggir, fætur og eyru 9, vanskapaðir handleggir og eyru 21, vanskapaðir fætur 5 og van- sköpuð innri líffæri 9. Læknarnir leggja áherzlu á eftirfarandi atriði í skýrslu sinni: 1) Tala vanskapaðra barna óx aðeins þar sem mikið var um notkun thalidLmids, og aukning- arinnar varð ekki vart fyrr en eftir að lyfið var tekið í notkun. 2) Vansköþún er venjulega' með svo sérkennilegum hætti, að hún gefur örugga vísbendingu um það að thalidomid sé orsökin. 3) I þriðju.ngi tilfellanna er vitað ná- kvæmlega um dagsetningu þegar thalidomid var neytt. 1 engu til- felli var lyfsins neytt fyrr en 27 dögum eftir frjóvgun og ekki síðar en eftir 40 daga. Einmitt á þessum tíma ákvarðast lögun þeirra líkamshluta sem vanskap- aðir eru á „thalidomid-vanskapn- ingunum". 4) Af 188 mæðrum sem fæddu eðlilega sköpuð börn, höfðu aðeins sjö neytt thalidom- ids, en aðeins tvær af þessum sjö höfðu neytt þess á þeim tíma sem lífírærin ákvarðast. Bruce tók það fram í ræðu i sinni, að hann legði þessar sann- anir ekki á borðið í þeim tilgangi að gefa í skyn, að þeirra hefði gætt í stefnú og framkvæmdum S.Þ. í Kongómálinu. Hann kvað rnálið hinsvegar svo mikilsvarð- andi, að hann legði til að Bandaríkjaþing skipaði rann- sóknarnefnd, til að kanna hvort fjármálahagsmunir Hammar- skjölds í einkafyrirtækjum hefðu haft einhver áhrif á stefnu S.Þ. í Kongó. Dr. Sture Linnér var æðsti yfirmaður hins borgaralega starfsliðs Sameinuðu þjóðanna í Kcngó frá 15. júlí 1960 þar til fyrir tveim mánuðum. Áður hafði hann verið stjórnarmaður í námafélaginu Liberian-America- Swedish Minerals Co. (LAMCO). Árstekju.r hans hjá því fyrirtæki voru 80.000 dollarar (um 3 millj- ónri ísl. króna), sagði Bruce. Fyrirtæki þetta, sem hefur námarekstur í Líberíu og einnig í Kongó, er dótturfyrirtæki Lib- erian Iron Ore Ltd. (LIRO), en forstjóri þess fyrirtækis var til skamms tíma Bandaríkjamaður- inn Fowler Hamilton. Núna er Hamilton þessi forstjóri hinnar svokölluðu alþjóðlegu þróunar- stofnunar Bandaríkjastjórnar (AID), sem á að annast aðstoð við vanþróuð ríki. Bnwe héit því ennfremur fram, að Bo Hammarskjöld, bróðir Dags framkvæmdastjóra S.Þ., sé forstjóri fyrirtækO, sem sé ánetj- að hinum alþjcðlega námahring, Birce heív.r annars lengstum vakið á sér athygli fyrir þaö að vera áhangandi Tshombe cg stjórnar hans í Katanga. Hann krafðist þess í 1 k þingræðu sinnar að fá svar við sputningu sinni um það hvort gróðahags- munir sænskra og bandaritkra einkafyrirtækja sem sótzt hefðu eftir koparnámum í Katanga, hefðu. haft áhrif á stefnu Sam- einuðu þjóðanna í Kongömálinu. BARDOT ENN LÉTTKLÆDD. Roger Vadim, kvikmyndastjórinn sem „uppgötvaði“ Brigitte Bardot og var kvæntur he<nni um skeið hefur aftur gert kvikmynd með henni í aðalhlutvcrki. Að venju hefur hann yndi af því að sýna þessa fyrrverandi eigin- konu sína létklædda og hefur nú, að sögn, gengið feti lengxa en í fyrri myndum: A.m.k. er frá því sagt í auglýsingum um myndina að nú geti menn í fyrsta sinn séð þokkadísina allsnakta — að framanverðu. Myndirnar eru úr einu atriði þessarar nýju kvikmyndar. SUÖEITT ATLANTA — Víða í suðurríkj- um Bandaríkjanna hafa negrar tcki.ð að vopnast til að verja sig gcgn nýjum oíbeldiisárásum morðsamtaka Ku Kux Klan. Blökkumannaleiðtoginn Martin Luther King hefur í skeyti til Kennedys forseta lýst ákvörðun negra um að vopnast. í skeytinu segir Martin Lu.ther King: — Mér þykir leitt að verða að skýra yður frá því, að ég hef öruggar heimildir fyrir því að negrarnir hafa tekið að vopnast víða þar sem ógnarstjórnin ríkir. Ég mun halda áfram að hvetja i fólk mi.tt til að beita ekki valdi, 1 jpfnvel í hörðustu deilum, en ég I óttast að ekki verði hlýtt á mál mitt, nema stjórnin í Washing- ton taki af skarið — Ki.ng leggur áherzlu á þá skoð- u.n, að k. minn sé tírni til að for- setinn og dómsmálaráðuneytið geri eitthvað til þess að ofbeld- ismenn í kynþáttamálum séu handteknir og dæmdir að lögum. Símskeytinu lýkur með þessari alvarlegu aðvörun: — Ef negr- u.nu.m verður ögrað áfram þar til þeir gjalda líku líkt og mæta of- beldis- og morðárásum með vopnavaldi, 'munu upp renna myrkir uppreisn;* iímar í öllum suðurríkju.num — Fregnir frá mörgum suðurríkj- anna herma að mikil ólga sé ríkjandi vegna skráningar negra á kjörskrá. Ofbeldismenn úr hópi hvítra reyna á margan hátt að hræða blökkufólk frá því að láta skrá sig á kjörskrá og neyta kosningaréttar síns í kosningun- um til þjóðþings’ns. Þrjár negra- kirkjur hafa verið brenndar til gru.nna í Georgíu. 1 fyrri viku særðu.st tvær negrastúlkur þegar skotið var á íbúðarhús negraleið- 1 toga. Gegsi kjsrnavepnum Hundruð Vestur-Þjóðverja mótmæltu fyrir nokkrum dögum byggingu flugskeytastöðvar í Haardt í nágrenni Reckling- hausen í Vestur-Þýzkalandi og fyrirætlunum um að búa vesturþýzka herinn kjarnavopnum. Lög- rcgla var send á vettvang og stöðvaði hún m ótmælagöngu þeirra. En þá settust þeir á þjóð- veginn og stöðvuðu alla umferð um hann. Uppiýsingar q USA-jsingS vekja athvgii O RXO DE .TANEIRO 17/9. For ingjar verkalýðshreyfingarinna í Brasilíu ákváðu í gær a£ hætta allsherjarverkfallinu fvé og með miSnætti aðfaranót' mánudagsins, enda höfðu verk fallsmenn þá fengið helztu kröf- um sínum framgengt. Verkfallið hófst á föstudag þegar Brochada da Rocha for sæt’sráðherra sagðist mundi segja af sér vegna hins pólitískr öngþveitis í landinu og var megintilgangur þess að ney^t aftuihaldsöflin á þ'ngi tii ac verða við kröfu Goulart^. for seta um; auk'n völd, en verka- lýðshreyfingin notaði um leið tækifærið til að minna á kröfur sínar um hærri laun og betri vinnuskilyrði,. Þingið sat á fundi alla að- faranótt iaugardagsins og sam- þykkti loks að verða við kröfu Goularts um aukin völd. Var honum heimiiað að skipa bráða- bírgðastjórn upp á sitt eindæmi og þarf hann ekki að leita sam- Miðvikudagur 19. september 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.