Þjóðviljinn - 19.09.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.09.1962, Blaðsíða 11
 f Skáldsaga effir RICHARD CONDON: SJOUNDI DAGUK spænsk listaverk á safn keisar- ans 'í Louvre! Ekkert var of gott 'handa Bonaparte. Svei attan! Þvu!‘‘ Hann spýtti aftur. „Hann bar kápuna á báðum öxlum, svínið að tarna. Þegar Wellingto.n hélt innreið sína í Madrid árið 1814, var það fyr.sta verk Goya — þegar hann var búinn að mála hershöfðingj- ann — að segja til fjölskyldu minnar, láta brezku ræningjana ílæma okkur burt, láta Ferdin- and VII gera upptækar allar eigur okkar, allan auðinn og öll okkar óviðjafnanlegú lista- verk. Hann var kjaftaskúmur af verstu tegund. Þess vegna spýtti ég á Paco Goya!“ Hann starði út.fyrir grindurnar, eldrauður í framan. Það var augljóst að hann þurfti að hafa sig allan við til að fara ekki að gráta. Pickett öldungadeildarmanni var dálítið skemmt. Þetta var óvið- jafnanlegt. En hann hélt samt álvörusvipnum og dr. Munoz tókst að stilla sig um að gráta. Hann hellti aftur kaffi í litlu bollana og talaði lágri, titrandi röddu: „Auðvitað var hann líka einn af mestu málurum heirns- ins og myndirnar hans munu að eilífu varpa ljóma yfir Spán“. Fólkið átti þarna fjóra hress- andi daga, hvern með sínu móti. Fyrsti dagurinn hófst með kynn- isför rétt eftir morgunverði.nn. Pickett var logandi af ákafa. Hann sagðist íús’.ega hefði viljað fara tvisvar umhverfis jörðina til að mega sjá slíkar spænskar myndir. Einkum hafði hann augastað á mynd Jean Marie Fastir liðir eins og venjulega. 13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 18.30 Óperettulög. 20.00 Varnaðarorð: Friðþjófur Hraundal eftirlitsmaður tal ar um hættur af rafmagni utanhúss. 20.05 Lög eftir Irving Berlin. 20.20 Erindi: Orustan um Eng- land 1066 (Jón R. Hjálmars- son skólastjóri). 20.45 Tónleikar: Píanókonsert nr. 2 í A-dúr ’eftir Franz Liszt. 21.05 „Vor fyrir utan“, sinásaga úr bókinni „Sunnúdágs- kvöld til mánudagsmorg- uns“ eftir Ástu SigurQar- dóttur (Höf. les.). 21.35 íslenzk tónlist: „Helga in fagra“, lagaflokkur eftir Jón Laxdal við ljóð ef.tir Guðmund Guðmundsson (Þuríður Pálsdóttir syngur Við píanóið: Fritz Weiss- happel). 22.10 Kvöldsagan: „1 sveita þíns andlits“ eftir Moniku Dickens; 1. (Bríet Héðins- dóttir þýðir og les). 22.30 Næturhljómleikar: Hljóm- sveit Monte Carlo óperunn- ar leikur á tónlistarhátíð- inni þar í sumar; Leonard Bemstein stj. Sinfónía nr. 1 (Titan) eftir Gustav Mal- er. 23.35 Dagskrárlok. af Velazques, sem Bourne hafði sett í rammann rétt fyrir dög- un. Bourne hlustaði alvarlegur í bragði. Hann hafði svitnað æ meira sem þeir ná’.guðust Velaz- ques. Pickett hafði talað enda- laust um hverja mynd. Þegar hópurinn var um síðir saman-' kominn undir meistarastælingu Jeans Marie, varð Burne þess allt í einu var að hann hélt niðri í sér andanum. Hann and- aði frá sér og gaut augunum til ihinna, en allir voru að hugsa um Pickett og viðbrögð hans iþegar hann sæi þetta meistara- verk eftir málara alha málara. Eftir inngangsathugasemdirnar upphóf hann sínar a’þekktu tæknilegu athuganir. Hann minnti á að Dostojevski hefði kallað Velazques' „Eins konar eilífð sem rúmast í ferfeti." og svo fór hann ótrauður að fást við þessa eilifð. „Þið sjáið bara bakið á þesum liðuga líkarna sem teygir úr sér með andalúsískri leti. Lítið á hljóðfallið í þesum kroppi! Guð hlýtur að hafa stjórnað hendinni sem veitti okkur slíka fegurð. Lítið á gegn. sæja skuggana sem liggja í leyni þar sem mjóbakið hverfur fellingarnar, sem geisla af birtu. Nú skal ég segja ykkur dálítið, sem Þið fáið að heyra fyrstir allra manna, en ég mun segja ykkur upp aftur og aftur, meðan guð gefur mér styrk til þess, og ég skal skrifa það nið- ur og skrifa nafnið mitt undir það og birta það opinberlega í öllum listaritum Þessi Velazqu- ezþáttur er fegurri en allir aðr- ir þættir í listasögun.ni! Vinir mínir! Þessi Dos Cortes Velaz- ques er dýrlegasta málverk sem maður hefur nokkru sinni fest á léreft.“ Dr. Munoz skalf af hrifningu þegar hann heyrði í fyrsta skipti þingmanninn Pickett, Hómer Pickett (Illinois). Andlit næðumannsins ljómaði af því frægðarskini sem myndi leika um hann þegar birt yrði grein- in, sem var að verða til í huga hans — í Listin, Lífið og Þú. Hann ætlaði að senda skeyti til New York Times. Hann ætlaði að afpanta flugmiðann og fara heim með skipi, svo að frétta- menn og blaðaljósmyndarar hefðu timann fyrir sér. Það skyldi-. varða Mf- í. tuskunum. Og mann ’átíi' það Skilið.’ Þar'na hafði hann beðið þolinmóður í mörg ár, helgað ævi sina spænskri list, og loksins fengi hann að sjá þetta fráibæra, einstæða meistaraverk. Honum lá ýmis- legt fleira á hjarta og hann hlustaði sjálfur með athygli meðan hann festi sér ýmislegt í minni með tilliti til daga end- urbótanna um borð i skipinu. Dagarnir fjórir liðu við leti, menningu og munað. Frú Pickett rakst sér til mikillar undrunar á frábært úrval af spænsku brennivíni, Hún varði megninu af fíma sinum í tihaunir og tók sér fimm tima síestu á hverjum degi til að öðlast þrek til að hlusta á þau hin á kvöldin. Þegar henni gafst tækifæri til, talaði hún um nautaat við Cay- etano og Bourne. Orðið. sjúk- ’.egt kom fyrir aftur og aftur og karlmennirnir kinkuðu kolli með alvörusvip. Cayetano og hertogafrúin héldu áfram að láta í 1 jós hugs- anir hvors annars, miH og þolin. mótt en í armslengdar fjarlægð, aldrei meira, sjaldan minna. Bourne hugsaði .með sér, að ef hendur þeirra snertust fyrir vangá, myndi eldingunni slá niður og jörðin qpnast. En sem glœpamaður var Bourne róm- antísikur. Hann f^nn. stöð.ugt tij.jþ&ss að hafa falið eign yinkonu ^innar í pjönkum sínum. Oft tók hann viðbragð við tilhugsunina um að þjónn rækist á ha«a af tilvilj- un. Svo mundi hann að töskur hans voru lokaðar og læstar. Hann hélt niðri í sér andanum eða andaði frá sér og það var liður í sjálfsstjórninni. Engum datt í hug. að hann væri j slíkri spennu. Fyrsta daginn sendi hann dul- málsskeyti til Jean Marie sem var í París. Á eftir hvarf hann inn í bókaherbergið. Hann var jafn áfjáður í bækur og ö’-d- ungadeildarmaðurinn í málverk. Og bókasafnið á Dos Cortes hafði láka ýmislegt að geyma. Þriðja daginn fann hann það sem hann leitaði að; þykkan doðrant með skýrslum um lista- söfn í smáríkjum og höllum á- samt nákvæmum grunnteikning- um og staðarákvörðunum. Hann ákvað með sjálfum sér að spyrja dr. iMunoz um nöfnin. Sennilega Iþekkti hann flest af þessu fólki og fyrir tilstilli hans gæti Bourne hæglega komizt í sam- band við það og orðið sér úti um heimboð. Á þennan hátt hafði hann kynnzt hertogafrúnni. Hann tók traustataki myndavél og filmur hjá öldungadeildar- þingmanninum og ljósmyndaði margar síður. Hann brosti með sjálfum sér við tilhugsunina um sumar eitt fyrir tuttugu og átta árum, þegar hann hafði unnið baki brotnu til að hljóta. ljós- myndastig sem skáti. Við kvöldverðinn þetta sama kvöld hafði Pickett verið í ólg- andi 'uppnámi y.fir nýjustu frétt- um af Velazques. Bourne varð að grípa báðum: höndum um stólinn, hann fékk svo mikinn svima, en hann jafnaði sig þegar Pickett fór að tala. ,-Þetta er alveg ótrúlegt! hróp aði Pickett. ,,Ég er. búinn að stara og stara á þennan stór- kostlega Velazques til að kom- ast að því, hvað gæti gefið myndinni þennan sérstæða, gegn- sæja ljóma. Ég drakk myndina í mig. Allt í einu kom það yfir mig eins og innblástur. Ég vissi það. Og nú skal ég veita ykkur 'hlutdeild í uppgötvun minni.“ Hann brosti til þeirra eins og ELDGOS í JAPAN. Þykkur reykmökkur stendur upp úr eld- fjallinu Oyaha á japönsku eynni Miyake, en það byrjaði að gjósa 22. ágúst sl. eftir 22 ára hlé. Það gaus úr mörgum gígum í fjallinu og hrauneðjan rann niður allar hlíðar þess. 43 menn særðust, en enginn hættulega. bridgeþáttu íslendingar eru ekki herskáir slitum að skera á samgöngu- menn að eðlisfari, en flestum æðar óvinanna. í bridge er þetta ekki síður mun samt kunnugt um það, að mikilvægt eins og eftirfarandi í hernaði getur það ráðið úr- spil sýnir. Allir á hættu, suður gefur S: 7, 6, 5 H: Á, 10, 2 T: K, D, G L: K, 7, 4, 2 S: A, 4, 3 II: K T: 8, 7, 6, 5 L: Á, G, 9, 8, 6 S: 2 H: D, 4, 3 T: Á, 10, 4, 3, 2 L: D, 10, 5, 3 Suður 1 spaði 3 hjörtu .4 hjörtu pass Ef til vill eru margir, sem éru á móti því að suður opni á aðeins 10 vínarpunkta, en suður er að reyna að komd báðum litunum að, og sé það nauðsynlegt, að ná góðri fórn . öðrum hvorum. (Austur-vest- ur gætu átt upplagða slemmu í báðum láglitunum). En hvað um það, vestur spil- aði út hjartakóng, sem hlaut að vera einspil, taki maður til- lit til þess, að það er beint upp í tvísagðan lit hjá suðri. Blindur drap, spilaði spaða og vestur drap kóng suðurs með ásnum. Vestur spilaði út tígli, austur drap með ás, tók hjartadrqttn- S: K, D, G, 10. 9, S H: G, 9, 8, 7, 6, 5 T: 9 L: ekkert Vcstur Norður Austur pass 2 grönd pass pass 3 grönd pass pass 4 spaðar pass pass ingu og !ét vestur síðan trompa hjarta. Einn niður. 'Flestir góðir spilamenn ættu að þekkja þessá'Hýþu og hin rétta spilamennska á að koma sjálfkrafa hjá þeim. í öðrum slag á að spila laufkóng úr borð.i í þeirri von, að vestur eigi báða svörtu ásana. Suð- ur gefur af sér tígulníuna og þar með er samgönguæð aust- urs og vesturs rofin. Nú hefur vestur enga möguleika á því, að koma austri inn,. áður en tromp vesturs og þolinmæði eru á þrotum. Komi laufásinn frá austri, trompar suður og spilar trompi 'í þeirri von að vestur eigi bæði spaðaás og tígulás. Miðvikudagur 19. september 1962 — ÞJÓÐVILJINN — dli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.