Þjóðviljinn - 01.11.1962, Page 2

Þjóðviljinn - 01.11.1962, Page 2
2 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. nóvember 1962 sjúkrahúsalækna farið síversnandi Kjör hafa Launadeilan snertir ekki samninga sjúkrasamlags- laekna. Á síöasta ári var mikið rætt og ritað um launamál lækna. Ýmsum kann því að þykja það íurðu gegna að enn skuli uppi deila um launakjör þessarar stéttar og hefur raunar örlað á þeim misskilningi að sjúkra- samlagslæknar eigi þátt í yfir- standandi deilu. sem snýst ein- göngu um greiðslu til sjúkra- húslækna, aðallega fyrir auka- störf, þ.e. eftirvinnu, nætur- vinnu og vaktþjónustu, einnig koma breytingar á bílastyrk inn í þetta mál. Hins vegar hafa umræður ekki snúist um greiðslur fyrir hina venjulegu dagvinnu. Versnandl kjör sjúkrahús- lækna — Aukin störf — meirl scrhæfni, — vaxandi kostnaður. Undanfarinn áratug hafa kjör sjúkrahúslækna farið mjög versnandi miðað við aðrar stéttir þjóðfélagsins. Fyrir þessu eru ýmsar orsakir: I fyrsta lagi hafa sjúkrahúsin — eins og vera ber — gert sívaxandi kröf- ur um meira og sérhæfara starf af læknum, og hefur því orðið erfiðara og raunar óhæft að sinna aukavinnu, í öðru lagi hefur sémám verið lengt veru- lega í flestum greinum læknis- fræðinnar, en slíkt hefur í för með sér lengri námstíma. meiri námskostnað og styttri starfs- ævi, í þriðja lagi má geta þess, að 1960 voru læknabifreiðar færðar í flokk þeirra farar- tækja, sem hæst aðflutnings- gjöld og tollar eru greiddir af. Þessi ráðstöfun hefur haft þær afleiðingar að bifreiðakostnað- ur lækna hefur undanfarin ár hækkað gífurlega og raunar meira en nokkurrar annarrar stéttar í þjóðfélaginu. Ævitekju útreikningar. Árið 1957 lót Læknafélag Reykjavíkur framkvæma út- reikninga á ævitekjum fast- launaðra lækna og var í megin atriðum fylgt sömu aðferðum og gert hafði verið í Svíþjóð við samanburð á ævitekjum lækna og strætisvagnastjóra þar í landi á árunum 1939— 1944 —1950. íslenzku útreikn- ingamir sýndu, að ævitekjur lækna voru nálægt 60% af ævi- tekjum viðurkenndra láglauna- stétta, þegar fullt tillit vár tek- ið til námskostnaðar. námstíma, starfsævi og annarra þátta sem áhrif hafa á ævitekjur. Út- reikningamir voru miðaðir við þær tekjur, sem aflast með venjulegum starfsdegi án auka- vinnu og sýndu greinilega, hve illa aðalstörf fastlaunalækna voru greidd. Afkoma beirra hlaut því að byggjast að mestu leyti á aukavinnu og þarmeð óhæfilega löngum starfsdegi Ævitekjuútreikningar voru end- urteknir í des. 1961 og var nið- urstaða þeirra svipuð og áður. t apríl 1958 tókst samkomu- lag um óverulegar greiðslur tyrir gæzluvaktir á siúkrahús- um og öðmm heilbrigðisstofn- unum. Greiðslur þessar námu kr. 150.00 fyrir gæzluvaktir, sem tóku 15—21 klst. Greiðsla á klst. var því innan við kr. 10.00. Var þetta aðeins hugsað af læknanna hálfu sem mála- mynda greiðslur fyrir bessa aukavinnu fremur en grund- völlur að framtíðarfyrirkomu- lagi. Samtímis var samið um siglingarstyrk fyrir deildar- lækna á 4 ára fresti og einnig var bílastyrkur krónur 750.00- 1000.00 á mánuði veittur nokkrv fleiri læknum en áður, en upp- hæðin var sú sama og tíðknr+ hafði árið 1954 Upphaf deilunnar — engin svör við fyrstu bréfum. Núverandi deila hófst 31. janúar 1961 með því að stjóm Læknafélags Reykjavíkur ritaði bréf til stjórnamefndar ríkis- spítalanna þar sem rök voru fyrir því færð að gagngerar breytingar þyrfti að gera á greiðslum til sjúkrahúslækna og þarmeð breyta og bæta starfs- aðstöðu þeirra. 1 bréfinu var bent á leiðir til að bæta kjör læknanna og óskað eftir við- ræðum við stjórnamefndina eða aðra aðila um málið. Ekkert svar barst við bréfi þessu og var því ritað annað bréf 15.' júní 1961 þar sem lögð var á- herzla á mikilvægi málsins og ítrekuð tilmæli um viðræður. Þrátt fyrir þetta barst ekkert svar frá stjómamefnd ríkis- spítalanna. Var þá gripið til þess ráðs ^ð rita heilbrigðis- málaráðherra 29. september 1961 og þess óskað að hann skipaði nefnd til viðræðna við launanefnd Læknafél. Reykja- víkur um betta mál. Ráðherr- ann kvaddi þegar þrjá menn til viðræðna við læknafélagið. einn frá heilbrigðismálaráðu- neytinu, einn frá ríkisspítölun- um og einn frá bæjarspítala, en launanefnd Læknafél. Reykja- víkur annaðist viðræður fyriv hönd félagsins. Viðræður þessara nefnda hóf- ust í október 1961 og voru all- margir fundir haldnir til loka þess árs. Á síðustu fundunum kom fram, að ríkisstjórnin myndi hvorki fallast á kröfur læknafélagsins né koma með gagntilboð um kjarabætur tii handa fastlauna læknum fyrr en búið væri að ganga frá samnjngum við lækna þá í Reykjavík. sem starfa fyrir sjúkrasamlagið. Bráðabirgða- samkomulag var gert við sjúkrasamlagslækna skömmu fyrir lok ársins 1961 og skyldi það standa í þrjá mánuði. Á fundi, sem launanefnd hélt með fulltrúum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurbæjar i febrúar 1962 var gefið vilyrði þess efnis, að hugmyndir myndu koma fram frá ríkisstjórninni um kjara- bætur fyrir fastlaunalækna þeg- ar endanlega hefði verið geng- ið frá samningum við Sjúkra- samlag Reykjavíkur en þeim samningum lauk við mánaða- mótin marz — apríl 1962. í byrjun apríl var enn á ný hald- inn fundur með fulltrúum heil- brigðisyfirvalda annars vegar og launanefndar Læknafélags Reykjavíkur hins vegar. Innti launanefndin þá þegar eftir þeim hugmyndum, sem gert var ráð fyrir að fram kæmu að loknum samningum við Sjúkra- samlag Reykjavíkur. Fulltrúar heilbrigðisyfirvalda svöruðu þvf til að engar tillögur væru fyrir hendi og gátu ekki gefið svör um hvenær bað yrði. Taldi launanefnd Læknafélags Reykjavíkur að málsmeðferð hlnna opinberu aðila væri öll með þeim hætti að ríkisstjórn- in legði meiri áherzlu á að tef ja málið en að leysa það og f samræmi við það ritaði stjóm Læknafélags Reykjavíkur heil- brigðismálaráðuneytinu þann 13. apríl 1962 svofellt bréf: „Þar sem samningaviðræður launanefndar vorrar um kjarabætur til handa fast- launa læknum, sem staðið hafa frá því í október 1961, hafa engan árangur borið og áframhald þeirra virðist til- gangslaust, þá teijum vér þær niður fallnar og munum vér eigi hafa afskipti af þeim málum að sinni.” Deilunni við L. R. Iýkur Frá 13. apríl 1962 hefur L.R. ekki haft bein afskipti af þessu máli að undanteknum einum viðræðufundi, er samninganefnd félagsins sat með fulltrúum rík- isstjómarinnar og Reykjavíkur- bæjar 2. ágúst. Hins vegar hef- ur stjóm L.R. fylgzt með máli þessu og sent læknum eriendis greinargerð um gang þess. J maí var athugað hverjir lækn- ar hefðu sagt upp stöðum sín- um, en fregnir um uppsagnir allmargra sjúkrahússlækna birtust í dagblöðunum í apríl. Athugun leiddi í ljós að 25 læknar við Landsspítalann og stofnanir tengdar honum höfðu sagt upp stöðum sínum frá 1. ágúst, 5 iæknar við Bæjarspít- alann og aðrar stofnanir í Heilsuverndarstöðinni og auk þess einn læknir við sjúkrahús Hvítabandsins. Allt læknalið sjúkrahúsa og stofnana, sem hér um ræðir, er samtals 55 að kandidötum meðtöldum, en auk þess starfa þar 10—12 sér- fræðingar hluta úr degi eftir því sem verkefni krefjast og eru flestir þeirra án fastrar ráðningar. Kjör læknanna voru, er þeir sögðu upp, sem hér seg- ir: 1. Aðstoðarl. mán.laun kr. 6.982,00 2. Deildarl. mán.laun kr. 8.090,30 3. Aðst.yfirl. mán.laun kr. 8.775,30 Auk föstu launanna fengu læknamir 750,00—1000,00 kr. bílastyrk á mánuði, og 155,16— 221,65 kr. fyrir hverja gæzlu- vakt, sem tók 15—21 klst. Helgi- dagavinna hefur öll verið innt af hendi endurgjaldslaust. Minnsti undirbúningur fyrir þessi störf er 15—18 ár að landsprófi loknu (þar af 12 ára skólanám). Einnig er rétt að vekja athygli á því að til þess að stunda gæzluvaktir og önn- ui aðkallandi störf utan vinnu- tíma er læknunum nauðsyn- legt að hafa bíl, en þær greiðsl- ur. sem fyrir gæzluvaktir koma ásamt bílastyrk eru hvergi nærri nægjanlegar til þess a* standa straum af reksturskostn- aði lítils bíls, sem eingöngu væri notaður í þágu starfsins Er þetta m. a. af hinum gífur- legu hækkunum, sem orðið hafa á reksturskostnaði bifreiða á undanförnum árum. Uppsagnatími framlengdur ti) 1 nóvember 1962 Uppsagnimar voru við 1. ágúst 1962 en ríkisstjóm- in beitti ákvæðum í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og fyrirskipaði framlengingu á uppsögnunum þar til 1. nóvember 1962. Lög- fræðingur þeirra lækna, sem sagt höfðu upp, mótmælti þess- um aðgerðum ríkisstjómarinn- ar, sem misbeitingu á nefndum lögum. Þrátt fyrir þetta féllust læknamir á að framlengja upp- sögnina og starfa til 1. nóv- ember 1962. Enda var því lýst yfir af hálfu stjórnamefndar ríkisspítalanna að þessi ráð- stöfun væri m. a. gerð til þess að skapa meiri tíma til samn- inga um málið. Engar viðræð- ur fóru samt fram fyrr en 2. ágúst en þá var haldinn fundur eftir ósk fulltrúa ríldsstjórnar- innar með viðræðunefnd heil- brigðisyfirvalda og launanefnd Læknafélags Reykjavíkur. Á þessum fundi kom ekkert nýtt fram er launanefnd Læknafé- lags Reykjavíkur áleit málinu viðkomandi og taldi hún að málsmeðferð mótaðist enn af því sjónarmiði að draga málið a langinn fremur en að leysa það. Fulltrúa ríkisstjómarinnar var tilkynnt að launanefnd Læknafélags Reykjavíkur myndi ekki taka frekari þátt í við- ræðum á þeim grundvelli. Viðræður við Iæknana sjálfa Samkvæmt upplýsingum írá læknum þeim, sem sagt hafa upp tilkynntu þeir fulltrúum ríkisstjórnarinnar, að ef óskað yrði eftir samningaviðræðum um málið þá væri um þrjár leiðir að velja: 1) að samið yrði við hvern einstakan lækni. 2) að samið yrði við allan hópinn. samtimis, 3) að samið yrði við þann lögfræðing. er læknarnir hefðu fyrir sig í þessu máli og hann fengi að hafa einn eða fleiri fulltrúa með sér á slíkum fundum. Töldu fulltrúar ríkisstjórnarinn- ar að síðasta fyrirkomulags- formið vrði heppilegast og á þeim grundvelli hafa sjö við- ræðufundir verið haldnir. fjórir með landlækni og þrír með ráðuneytisstjóra heilbrigð- ismálaráðuneytisins ásamt skrif- stofumönnum sjúkrahúsanna. Á þessum viðræðufundum hafa aðilar skipzt á tilboðum án nið- urstöðu í málinu Málið fer i félagsdóm Svo sem kunnugt er hefur ríkisstjórnin lagt málið fyrir félagsdóm með þeim hætti að hann skuli úrskurða. hvort líta beri á uppsagnirnar sem lög- mætar eða ekki. Telja má vist að dómsniðurstaða verði ekki komin áður en uppsagnarfresti lýkur og með tilliti til þess hefur rikisstjórnin óskað að læknarnir haldi áfram störfum sinum meðan dómurinn starf- ar. um óákveðinn tíma. Þar sem Læknafélag Reykjavíkur hefur ekki haft með þetta mál að gera að undanförnu, getur það að sjálfsögðu ekki sagt um hvort læknarnir verði við þessari beiðni, enda hafa eng- in tilmæli komið til stjómar Læknafélags Reykjavíkur um að taka aístöðu til bessa atrið- ÍS málsins, Deilunni lýkur 1. nóvember. Af ofapsögðu virðist óhjá- kvæmilegt að gera sér grein fyrir því að komið geti til mála að einhverjir eða jafnvel allir umræddra lækna hætti störfum *sém ' opinberir átárf áíhetin'1 1. nóvember 1962 í þessu sam- bandi er rétt að taka fram, að stöður þessar hafa ekki verið, auglýstar lausar þrátt fyrir til- mæli yfirlækna um slika ráð- stöfun Stjórn L.Rl vill sér- staklega taka fram, að fari svo að læknarnir hætti störfum sem opinberir starfsmenn, þá tákn- ar það ekki á neinn hátt, að hin mikilvæga þiónusta sem skipti Morgunblaðið á erfitt með að sætta sig við það sem gerzt hefur í alþjóðamálum að undanförnu. f gær segir það réttilega í forustugrein hverj- ar hafi verið fyrirætlanir Bandaríkjamanna: „En margt bendir til þess að Bandaríkja- menn hefðu þá talið sér nauð- synlegt að e^íileggja eld- flaugastöðvarnar sjálfir koma þannig í veg fyrir að þær yrðu notaðar til árása á Bandaríkin eða önnur lönd Vesturálfu. En um leið og oað hefði gerzt var valda- dögum Fidels Castro lokið Krúsjeff hefði ekki árætt að koma hinum kúbanska ein- ræðisherra o.g skoðanabróð- ur sínum til hjálpar Það var allt of mikil áhætta fyrir Rússa". Þetta er alve? rétt 'ýsing hjá Morgunblaðinu á fyrirætlunum Bandaríkja- stjórnar og raunar í sam- ræmi við það að Kennedy forseti lýsti yfir Því í sjón- varpsviðtali í heimalandi sínu nokkrum dögum áður en hann hóf ofbeldisverk sín á Karíbahafi að nú væru da? ar Castros senn taldir. Þess vegna er ekki að undra þótt Morgunblaðið viti pessir læknar bafa veitt. þurfi að leggjast niður. Hér er ekki um verkfall að ræða. og því ekki lagt bann við því. að læknar eða aðrir vinni þessi störf Þjónustan á sama verði og annarsstaðar í Reykjavík Ef læknar þessir hætta að starfa sem opinberir starfs- menn. ákvarðast verð þjónust- unnar að sjálfsögðu í fyrsta lagi með þeim hætti er gildir fyrir sérfræðiþjónustu þeirra lækna, sem vinna fyrir Sjúkra- samlag Reykjavíkur. ef aðstæð- ur eru al.gerlega sambærileg- ar, í öðru lagi mun það á- kvarðast af þeim tímavinnu- greiðslum, sem nú eru í gildi fyrir laust ráðna sérfræðinga við sumar deildir Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur. í þriðja lagi þar sem hvorugt þessara atriða getur orðið mælikvarði, miðast verð hennar við taxta Læknafélags Reykjavíkur, enda er það svo nú. að sú vinna, sem ekki fellur undir samn- inga, greiðist samkvæmt taxta L.R. í þessu felst það að þjón- ustan við Landsspítalann og stofnanir Heilsuverndarstöðv- arinnar er hér um ræðir. svo og hið eina starf við sjúkra- hús Hvítabandsins verða greidd með sama verði og- nú tíðkast um hliðstæða þjónustu hér í Reykjavík þar sem hún er seld samkvæmt verði frjálsra samn- inga eða taxta Læknafélags Reykjavíkur, Getur tæ ga komið til greina þar sem stöðr ur þessax hafa ekki verið aug- lýstar lausar fil umsóknar, að annað verð komi fyrir þjón- ustuna, eins og sakir standa. Hér er því verið að ræða um samræmingu á greiðslum en ekki hækkun og virðist sú samræming eigi ósanngjörn, þegar tillit er tekið til þess að á þessum stofnunum eru yfirleitt unnin langvandasöm- ustu læknisverkin í þessu landi og þangað er vísað ÖU- um erfiðustu tilfellunum. Verð- ur ekki annað séð en að algert lágmark megi teljast að þjón- usta Þar sé að minnsta kosti greidd ti] jafns við það er nú tíðkast að greiða fyrir sér- fræðiþjónustu annars staðar í Reykjavík. Þá má gera ráð fyrir því að hér eftir verði þjónusta ekki innt af hendi ó- keypis nema í sérstökum neyð- artilfellum. ekki sitt rjúkandi ráð, þegar grimmur blóðhundur brejdist á nokkrum dögum i þsegan búrakka sem býður fram. þjónustu sína til að verja þann mann sem áður átti að fella. Raun- sæi Stærsta blað landsins hef- ur skýrt frá því að stærstu stjórnmálasamtök æskunnar á íslandi. sem eru hluti af stærsta stjómmálaflokki landsins. hafi haldið fund um Kúbumálið i einni stofu í gömlu íbúðarhúsi í Reykja- vík Þetta heitir að kunna að velja sér húsakynni í sam- ræmi við málstaðinn Skammt- að frelsi Blöðin skýra frá þvj að tveir vesturþýzkir sjómenn hafi strokið á land á Pat- reksfirði. Hafi þeir síðan ver- ið eltir uppi og fluttir nauð- ugir um borð í skip sitt sem hví næát lét úr höfn Menn hafa ’suðsjáanlega °kki levfi til að kjósa frelsið nema þeir séu frá Austur- þýzkalandi — Austri. Þeir eru vondu veðri að spá vegir fyllast snjó. En ósköp litlar tregnir fá fréttamenn — og þó? Það er allsendis ófært, að Vcgamálaskrifstofan skuli ekld hafa blaðafulltrúa, þegar veð- urfari og samgöngum er svo háttað sem verið hefur und- anfarna daga. Síðustu dagana, frá því snj. tók að festa um ísland þvert og endilangt, hafa biöðin eðli- lega leitað mikið til þessarar veg-legu skrifstofu tii að fá upplýsingar um færð á veg- unum. Það er sjálfsögð þjóni' við vegfarendur. sem auðvitaí lesa blöð eins og annað fólk að skrifstofan veiti slíka> upplýsingar. Þeirri þjónust' á vitaskuld að haga þannig að einn starfsmaður hcnnar hafi yfirlit um ástand vega á öllu landinu og upplýsi blöö og útvarp jafnt beðinn sem óbeðinn. Sá sem þetta ritar hefur þá reynslu af að hringja á um- ræddan stað, að þar vísi gjarna hver á annan, og eng- inn virðist hafa heildaryfirlit yfir vegakerfið, ef vegamála- stjóri er ekki við. Bezt hefur reynzt að tala við verkstjóra í áhaldahúsi Vegagcrðarinnar og hefur hann þó skiljanlega ekki aðstöðu til að vita allt. sem um er spurt. 1 gær hringdi fréttamaður Þjóðviljans sem oftar, en — því miður — verkstjórinn var veikur og á Vegamálaskrif- «tofunni var cnginn málsmet- andi maður við, sem upplýs- ingar gæti gefið. Hvernig væri að kippa þessu í lag? Greinarqerð L.R. um launa- dleilu «iúkrahússlœkna t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.