Þjóðviljinn - 06.12.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.12.1962, Blaðsíða 1
. •• - . :.y> íSHH Hb ■íí't'?í:'-íáS«-íí i : mannahöfn forðum .1 J • Eitthvað á þessa leið fórust Finnboga R. Valdimarssyni orð í lok ræðu sinnar um Efna- hagsbandalagið í sam einuðu þingi í gær. • Minnti Finnbogi á, að sú staðreynd blasti nú við, áður en íslenzka lýð- veldið hefði fyllt tvo tugi ára, að á dagskrá væri sú spurning. hvort af- henda ætti erlendum embættismönnum aftur raunverulega yfirstjórn mikilvægustu máia hér á laudi. — Sjá nánar á 5. síðu. Helgi lergmann um stórhækkun strætisvagnafargjalda Helgi Bergmann málarameist- ari hefur opnað málverkasýn- ingu að Týsgötu 1 og sýnir þar um 30 verk. Sýningin er opin kl. 1—7 daglega um óákveðinn tíma og er aðgangur ókeypis. Á fundi borgarstjórnar í dag verður til umræðu tillaga til breytingar á gjaldskrá Stræt- isvagna Reykjavíkur, en sam- kvæmt henni eiga strætisvagna- gjöld að hækka um 25 til 36% almenn fargjöld fullorðinna en fargjöld barna nokkru minna eða um 20—25%. Fargjöld á Lög- bergsleiðinni liækka þó enn meira eða allt upp i 60% cinstök fargjöld fullorðinna. Samkvæmt hinum nýju tillög- um eiga fargjöld fullorðinna innanbæjar að vera sem hér seg- ir: Einstök fargjö’d kr. 3.00. Áð- ur kr. 2.25 Hækkun 75 aurar eða 33,33%. Farmiðaspjöld 22 miðar kr 50.00. Áður 30 miðar kr. 50.00. Hækkun 60 aurar hver miði úr 1.67 í kr. 2.27 eða 36%. Farmiðaspjöld 4 miða kr. 10.00. Áður 5 miða kr. 10,00. Hækkun 50 aurar hver miði úr kr. 2.00 í kr. 2,50, eða 25%. Barnamiðar: Einstök fargjöld kr 1,25 Áður kr. 1,00. Hækkun 25 aurar eða 25%. Farmiðaspjöld 10 miða kr. 10,00. Áður 12 miða kr. 10,00. Hækkun 20%. Á Lögbergsleiðinni hækka ein- stök fargjöld um kr. 3,75, úr kr. 6,25 í kr. 10,00 eða um 60%. 8 miða spjöld eiga að kosta kr. 44,00 en áður fengust 10 miða spjöld fyrir sömu upphæð. Hækkun 25%. Tilsvarandi hækk- un verður á öðrum áföngum þessarar leiðar nema Selás fell- ur undir innanbæjargjaldið, kr. 3, en var áður kr. 2,75. Einstök fargjöld barna verða kr. 3,75 að Lögbergi en 10 miða spjöld eiga að kosta kr. 25,00. Svartaþoka liggur yfir meginlandinu LONDON 5/12. — Einhver mesta þoka sem lengi hcfur komið lá í dag yfir miklum hluta megin- landsins og mestum hluta Bret- lands. Mörg slys hafa orðið vegna þokunnar. Svörtust er þokan í Bretlandi og þar er talið að 32 menn hafi látið lífið af hennar völdum. Samgöngur hafa mjög gengið úr skorðum og engar flugvélar hafa flogið um London, Birmingham, Liverpool og Manchester síðan síðdegis á mánudag. Ekkert út- lit var fyrir að þokunni myndi létta bráðlega. Flugsamgöngur við Osló og Kaupmannahöfn lágu einnig niðri i dag vegna þoku og skip kom- ust ekki leiðar sinnar meðfram i'esturströnd Svíþjóðar. í Hollandi og Belgíu hafa orð- ið umferðarslys vegna siæms skyggnis og þar hefur flugvöll- um einnig verið lokað. Islenzk jólatré Kannski verður dansað kringum eitthvert þessara nú um jólin. Þa« eiga heima á Ilallormsstað og eru komin í jólaskrúðann. Frá skóg- arhöggi har eystra og íslenzkum jólatrjám er nánar sagt á 13, síðu blaðsins í dag. Fimmtudagur 6. desember 1962 — 27. árgangur — 268. ítölublað. u I4 dagar I dregið um þriðja aukavinn- Islands- kontér í Brussel • Sé það alvara, að þat sé eftirsóknarvert fyrir íslendinga að fá að taka þátt í störfum og stofn- unum Efnahagsbanda- lagsins, eins og ráðherr- ar ríkisstjórnarinnar halda fram, að sé höfuð- kosturinn við aukaaðild af hálfu íslands, er það einnig ljóst, að Efna- hagsbandalagið kemur til með að fá ítök um veigamiklar ákvarðanir um íslenzk mál. Þá verð- ur sett upp íslenzk stjórnardeild í Brussel með erlendum embættis- mönnum, eins og Is- landskontérinn í Kaup- ing í Skyndihappdrætti Þjóð- viljans, 25 til 30 daga ferð til Evrópu, en aðeins verður dregið úr seldum miðum. í dag er skrifstofa happdrættis- ins opin á Þórsgötu 1, frá kl. 10 til 12 og 1 til 7. Sím- ar 22896 og 19113. Menn eru góðfúslega beðn- k ir um að athuga hjá sér J blokkirnar og leita að númer- n unum 4042 og 68353, sem uPP J komu á fyrsta og öörum auka- B vinningi. Skikkjuklæddir sjódómsmenn. Valgarður Kristjánsson fulltrúi borgardómara er forseti sjódómsins (í miðið). Honum til vinstri handar er Hallgrímur Jónsson vélstjóri, annar meðdómenda. Hinn meðdómandinn, Jón Sigurðsson skipstjóri er lengst til vinstri á myndinni. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Misheyrn um 300 gr. olli strandi Esju Skipstjórnarmenn á Esju fyrir réttinum: Tryggvi Blöndal skipstjóri lil vinstri og Páll Kröyer Pctursson þriðji stýrimaður til hægri. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Sjópróf voru haldin í Reykjavík 1 gær vegna strands m/s Esju á Eyja- firði um helgina. Fyrir réttinn komu Tryggvi Blöndal skipstjóri, Páll Kröyer Pétursson 3. stýrimaður, Jón Karls- son háseti og Jörgen ívar Sigurbjörnsson háseti. Að því er fram kom í réttinum, mun manni þeim er var við stýrið þegar skipið strandaði hafa misheyrzt um heil- ar 300 kompásgráður, þegar stýrimaður gaf honum upp stefnuna. Ekki vildu Esjumenn gera mikið úr aðstoð Stapafellsins og bar þeim yfirleitt saman um að skipið hefði náðst út fyrir eigin vélarafli, enda verið farið að losna. Nánari frásögn af rétt- arhöldunum er á 12 síðu- Bazarinná laugardag Bazar Kvenfélags sósíal- ista í Reykjavík verftur haldinn í Tjarnargötu 20 n.k. laugardag og hefst kl. 3 síðdcgis. Þarna veröa aft vanda fjölmargir eigulegir munir, gagnlegir' gripir og tilvaldar jólagjafir. f 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.