Þjóðviljinn - 06.12.1962, Blaðsíða 12
Annar fyrirlestur
próf. Jóns Helga-
sonar á föstudag
A föstudagskvöld klukkan
8.30 heldur Jón Helgason ann-
an fyrirlestur í Snorrasal að
Laugavegi 18 og fjallar hann
um Atla Húnakonung. Það er
síðari fyrirlestur Jóns að þessu
sinni, ])ví daginn eftir fer hann
af landi burt, því miður.
Síðastliðinn sunnudag hélt
Jón Helgason prófessor fyrirlest-
ur í Iðnó um ástir Marianne von
Willemer og Goethes og þeim
skáldskap sem kviknaði af kynn-
tagu þeirra.
Það var einstaklega vel hlust-
að á þennan fyrirlestur: Jón
Helgason rakti aila þætti þess-
arar gömlu sögu af góðri
þekkingu, smekkvísi og nær-
fæmi, átakanlegir atburðir og
skoplegar hliðar þeirra lifnuðu
í dæmalausum flutningi Jóns og
á þróttmikilli íslenzku hans.
Jakob Benediktsson tók svo til
orða að fyrirlestri loknum, að
hann hefði verið mikið ævin-
týri; viðstaddir voru honum
algjörlegp sammála.
Hokksþing
Framhald af 3. síðu.
istum mikið áhyggjuefni, sagði
hann.
Hann lagði áherzlu á að ítalski
flokkurinn styddi eindregið Sov-
étríkin, sovézka kommúnista-
flokkinn og friðarstefnu hans.
Hann vék að árásum Kínverja á
júgóslavneska kommúnista og
sagði: — Við höfum einnig ver-
ið Júgóslövum ósammála, en við
höfum samt aldrei orðið varir
við kapítalista í júgóslavneskum
verksmiðjum, svo að sú fullyrð-
ing Kínverja að Júgóslavar
stefni í átt til kapítalisma getur
ekki staðizt.
Þingfulltrúar klöppuðu Pajetta
lof í lófa, allir nema þeir kín-
versku. Fulltrúar frá Hollandi,
Tékkóslóvakíu og Rúmeníu gagn-
rýndu einnig Albana og Kín-
verja.
Á þingi tékkneskra kommún-
ista gagnrýndi Jiri Hendrych
harðlega persónudýrkunina og
sagði að enn hefði ekki öllum
skilizt hve skaðlegar verkanir
hún hefði haft. Hann krafðist
þess að leifar hennar yrðu upp-
rættar.
!
í
i
i
Islenzku jéhtrén
spara húsmæðrum hlaup
með ryksugurnar
Hallormsstað 3/12. — Síðan
vetumóttafönnina tók upp fyr-
ir þremur vikum, hafa fá tíð-
indi gerzt hér á Upphéraði,
(nánar til tekið Skógum, því
að það er nafnið á þessum
sveitarhluta), sem hlaupandi
sé með í blöð. Veðráttan hef-
ur verið ágæt, allmikið frost
— svo að nokkur þeli er kom-
inn í jörð — stillur og oft
hið fegursta véður, eins og
maður vill hafa það á önd-
verðum vetri. Engar ótætis
rigningar. Bara svalt og bjart.
1 þessu líku tíðarfari ger-
ist ekkert frásagnarvert í
sveitabúskapnum á þessum
tíma. Fyrir því læt ég freist-
ast til að segja frá því í ör-
fáum orðum, hvað við, sem
búum upp á skóg hér í Skóg-
um, höfum fyrir stafni um
þessar mundir.
Nú er tími skógarhöggsins,
enda er það hafið fyrir
nokkru. Nóg er verkefnið. Það
þarf að grisja fyrir gróður-
setningu næsta vors og það
þarf að grisja þann skerm
af birki, sem stendur yfir
barrplöntum, er gróðursettar
voru fyrir 3—4 árum. Þetta
er aðalstarf okkar skógbænda.
Og nú er veðrið til þess.
íslénzk jólatié
Svo eru jólin allt 1 einu
farln að gera vart við sig.
Síminn hringir tíðar en að
undanfömu og fólk spyr um
jólatré. Okkur er ánægja að
bví að geta svarað því til,
að við eigum jólatré handa
Austfirðingum, hvort sem er
í heimhús, á jólatrésskemmt-
anir eða á torg helztu staða
austanlands. Allar stærðir frá
minna en 1 m upp í 7—8 m.
I
Í5
!
Og við bætum við með greini-
legu stolti, að okkar tré séu
betri en hin heimsþekktu,
dönsku jólatré, sem flutt eru
til ótal landa. Reynsla er sem
sagt fyrir því, að okkar tré
halda miklu betur barrinu,
svo að húsmæðurnar geta
sparað sér hlaupin með ryk-
sugurnar. Orsökin er að sjálf-
sögðu framleiðsluleyndarmál.
Við erum eiginlega ári á
undan áætlun með jólatrén.
Höfðum ekki búizt við að
geta farið að selja að marki
fyrr en 1963. En það verður
sem sagt gert núna. Að vísu
aðeins fyrir Austfirðinga enn-
þá. Héðan í frá þurfa þeir fe
ekki að láta fella jólatré sín ^
úti á Jótlandsheiðum. Svo
nálgast óðum sá tírni, að við
höfum tré handa öðrum lands-
hlutum — ef þeir kæra sig
um! — sibl.
I
5
1
,Egnclu mig eins og
Íax og ég beit á..
skutur skipsins og snerist það þá
að aftan um einar 20 gráður, þá
slaknaði einnig á vír Stapafells
og bendir það til að skipið hafi
verið komið á ferð aftur á bak
og út. Þá fyrst segir hann Stapa-
fellsmenn hafa farið að keyra og
hafi það verið gert án sinnar vit-
undar og gegn vilja sínum.
Þegar skipið svo náðist út vor j
26 mínútur eftir til háflóðs.
Einnig kvað hann það hafa kom-
ið til að nokkur ylgja var kom-
in í sjó og líklegt að ölduhreyf-
ingin hafi hjálpað til að losa
skipið.
Framburður Tryggva Blöndals
skipstjóra á Esju fyrir sjórétti í
gær var eitthvað á þessa leið:
Skömmu eftir að skipið var
komið út fyrir Oddeyri, eða
langleiðina út að Svalbarðsyri
fór ég úr brúnni og fól 3. stýri-
manni stjórn skipsins. Þá var
bátsmaður við stýri. Veður var
gott, stillt og bjart og sást til
beggja landa og vitarnir á Sval-
barðseyri og Hjalteyri, sáust
greinilega. Telur hann sig jafn-
vel hafa séð landið austan meg-
in fjarðarins, enda var snjóföl á
jörðu.
Skipstjóri gekk fyrst niður og
síðan upp til herbergis síns. Á
leiðinni þangað sá hann Sval-
barðseyrarvitann og gat ekki
greint að neitt væri athugavert
við stefnu skipsins þá. Að því
er hann bezt veit voru öll stjórn-
tæki skipsins í lagi.
Hann sagði að við þessar að-
stæður væri ýmist stýrt eftir
áttavita eða landsýn og þar sem
skip með tvær skrúfur séu mjög
kvik sé þægilegra að miða við
ljós framundan.
Ekki sagði skipstjóri það venju
að hafa ratsjá og dýptarmæli
stöðugt í gangi í bjartviðri, en
þó sé það gert ef miða þurfi ein-
hverjar fjarlægðir.
Hann kom strax upp þegar
skipið tók niðri og stóð og voru
þegar gerðar tilraunir til að ná
skipinu út með því að keyra
fulla ferð aftur á bak með báð-
um vélum en það bar ekki
neinn árangur. Jafnframt var
strax dælt sjó úr botntönkum
skipsins og látið renna úr
neyzluvatnsgeymum. Þegar sl.lp-
ið strandaði var um það bil há-
flóð. Skipstjóri kvað það skoðun
sína að hægt hefði verið að ná
skipinu út af eigin rammleik
eftir að búið hefði verið að létta
það nægilega og auk þess' hefði
verið stækkandi straumur. Botn
á strandstað hefði verið góður,
skeljasandur og leir og ekki
hætta á að skipið bæri nær
landi.
Gerð var tilraun til að ná
skipinu út á hádegisflóðinu á
sunnudag, en þá var búið að
tæma sjógeyma og vatnsgeyma
að mestu. Telur hann að við þær
tilraunir hafi losnað um skipið
og hafi sér virzt að það hreyfð-
ist til að framan. Ekki varð á-
rangur meiri í það sinn.
Á næsta flóðinu laust eftir
miðnætti aðfaramótt mánudags-
ins var svo enn gerð tilruun. Þá
var kominn að skipshliðinni
björgunarbátur frá olíuskipinu
Stapafelli og höfðu bátsverjar
dráttarvír meðferðis. Bundu þeir
bát sinn við Esju. Skipstjóri fór
um borð í Stapafellið og sagði
skipstjóra þess að hann hefði
ekki fengið neinar ákveðnar
skipanir frá útgerðinni um að
þiggja aðstoð, en bað hann að
halda vír sínum strekktum svo
hægt væri að beita skrúfum
Esju hindrunarlaust, ef svo færi
að hann tæki vírinn um borð
og ennfremur að toga ekki í vír-
inn nema láta sig vita fyrst.
Varð það að samkomulagi milli
skipstjóranna.
Fór nú Tryggvi aftur yfir í
sitt skip og var tekið til við að
reyna að losa það úr strandinu.
Að þvi kom að skipstjóri þáði
vírinn um borð, enda kvað hann
Stapafellsmenn hafa veifað hon-
um framan í sig á ginnandi hátt,
lí'kt og þegar egnt er fyrir lax
og hefði sér farið eins og mörg-
um laxinum: Bitið á.
Þegar tilraunirnar höfðu ver-
ið gerðar nokkra hríð, losnaði
300 gráða misheyrn
Næst kom fyrir réttinn 3.
stýrimaður, Páll Kröyer Péturs-
son og sagðist honum svo frá:
Er hann hafði verið um stund
á stjórnpalli sér hann að Hjalt-
eyrarviti sýnir rautt og gefur þá
rórmanni skipun um að stýra 30
gráður á áttavita og hugðist með
því víkja skipinu til stjómborða
og fá Hjalteyrarvitann hvitann.
Fór hann við svo búið inn í
kortaklefann til að færa í leiðar-
bókina og heyrðist honum rór-
maður endurtaka strikið sem
stýra átti. Dvaldist honum í
kortaklefanum í um 5 mínútur.
Þegar hann hafði fært bókina
kveikti hann á ratsjánni og beið
eftir að hún hitnaði. Þegar
myndin kom á skífuna sá hann
að skipið stefndi beint á land og
hljóp hann þá fram í brú til að
gefa skipun um að stýrinu skyldi
snúið hart í stjór, en í því tók
skipið niðri og stóð.
Gat hann ekki gefið aðra skýr-
ingu á mistökunum í stefnu
skipsins, en þá að rórmanni hefði
heyrzt hann segja 330 gráður í
stað 30 gráða, en það skakkar
Framhald á 3. síðu.
FUNDUR ANNAÐ KVOLD
í SÓSfALISTAFÉLAGINU
Sdsíalistafélag Reykjavíivur heldur félagsfund föstudaginn 7. des-
ember klukkan 20.30 f Tjarnargötu 20.
FUNDAREFNI:
1. Einar Olgeirsson segir frá nýafstöðnu flokksþingi Sósíalista-
flokksins.
2. Happdrættið. Framsögumaður Kjartan Helgason.
Félagar eru beðnir að hafa rélagsskírteini með sér og sýna það
við innganginn. STJÓRNIN.
Skáldsaga úr lífi
ungs fólks í Rvík
Ný skáldsaga eftir Gunnar M.
Magnúss rithöfund er komin út
og nefnist VEFARADANS. Úr
veröld ungra elskenda.
Vefaradans er sága úr lífi ungs
fólks á síðustu árum og gerist
Gunnar M. Magnúss.
í höfuðstaðnum. Aðalpersónumar.
eru Bára Lóa, dægurlagasöng-
kona og upprennandi stjarna, og
unnusti hennar, jámsmíðanem-
inn og hugvitsmaðurinn Börkur
Jónsson. Segir frá vináttu þeirra
frá 13 ára aldri og síðan ást-
um þeirra, baráttu x hringiðu
spillingarinnar við fjárglæfra og
svikara, og síðan við dómstól-
ana og réttvísi landsins. Aðrar
persónur sögunnar em skáldið
Alexander, úfinn, harður og
óhrjálegur á yfirborði, en eld-
'neitur mannvinur, og Gummi
litli rauðhærði snáðinn sem af
og til skýtur upp kollinum í
veröld hinna ungu elskenda.
Hraði er mikill í frásögninni,
segja má að á hverri blaðsíðu
sé brugðið upp mynd úr lífi
unga fólksins í Reykjavík og
fyrir bregður sögulegum atburð-
um á síðustu ámm sem minnis-
stæðir hafa orðið.
Utgefandi Vefaradans er
Bókaútgáfan Dverghamar.
Lá við stórbruna
á Kjaíarnesi
Um lcl. 11.20 í gær var
slökkvlliðið kvatt að Saltvík á
Kjalarncsi en þar rekur Stcfán
Thorarensen bú. Er á staðinn
kom var mikill eldur í heyhlöðu
cg var hann einnig að komast
í fjósið og það orðið fullt af
reyk. Slökkviliðinu tókst fljótt
að hindra frckari útbreiðslu elds-
ins og síðan að ráða niðurlög-
um hans en mjög lcngi logaði
í þurrkrásum í hlöðunni og var
öryggisvörður frá slökkviliðinu
cnn á brunastaðnum um kl. 19
í gærkvöld.
I f jósinu voru 60 kýr og tókst
manni frá Móum á Kjalarnesi
að bjarga þcim öllum út eftir
að heimamenn voru gengnir frá
því. Þykir hann hafa sýnt mik-
ið snarræði og áræði. Miklar
skemmdir urðu á heyi í hlöð-
unni og talsverðar skemmdir
á hlöðunni sjálfri en litlar á
fjósinu. Tveir slökkviliðsbílar úr
Reykjavík unnu að slökkvistarf-
inu þar af annar háþrýstibíll
og auk þess var dælt vatni úr
sjónum á cldinn.
Gunnar Guðmundsson og Einar Þorfinnsson, sem urðu Reykjavíkur-
meistarar í tvímenningskcppnj í bridge um síðustu helgi. Frá
keppniani er nánar skýrt í bridge-þættinum á 9. síðu. (Lm. Bj. Bj.).
x
If