Þjóðviljinn - 06.12.1962, Blaðsíða 3
Pimmtudagur 6. desember 1062
ÞJOÐVILJINN
SÍÐA 3
EBE og Bretcr
virðast
BRUSSEL 4/12 — Samningaumleitanir Efnahags-
bandalags Evrópu og brezku stjómarinnar um að-
ild Breta að bandalaginu virðast vera komnar í
algera sjálfheldu. Við ágreininginn um landbúnað-
armálin sem hefur fremur vaxið en hitt hefur nú
bætzt að stjórn EBE segist mundu verða að mis-
muna öðrum löndum Fríverzlunarbandalagsins
(EFTA), eftir að Bretland hefur fengið aðild.
Brezka stjórnin er hins vegar skuldbundin að láta
eitt yfir öll EFTA-löndin ganga.
Ráðherranefnd bandalagsins
sat á fundi í dag og talsmaður
framkvæmdastjórnar þess sagði
að honum loknum að' ráðherr-
arnir hefðu orðið sammála um
að Bretar yrðu að hlíta 234.
grein Rómarsamningsins, ef þeir
gengju í bandalagið, og því ségia
upp öllum tvíhliða tollasamning-
um við önnur lönd og þarmeð
einnig við EFTA-löndin.
Þar sem víst þykir að hlut-
lausu ríkin í EFTA, Svíþjóð,
Sviss og Austurríki, sem aðeins
hafa sótt um aukaaðild að
bandalaginu muni ekki hafa náð
Gamali maður og
uugur drengur
í gærdag urðu tvö umferðar-
slys hér í bæ. Um kl. 13 varð 4
ára drengur, Óskar A. Hilmars-
son, Bræðraborgarstíg 14, fyrir
bifreið á móts við húsið Bræðra-
borgarstíg 4. Hlaut hann fótbrot
og var fluttur á Landakotsspít-
ala.
KI. 16,45 varð annað umferð-
arslys á mótum Birkimels og
Hringbrautar. Varð 83 ára gam-
all maður, Eiríkur Ásgrímsson,
Melhúsum við Hjarðarhaga, þar
fyrir bifreið og fótbrotnaði hann
og hlaut áverka á höfði, var
hann fluttur á slysavarðstofuna
og síðan í Landakotsspítala til
frekarl rannsóknar.
samkomulagi við það fyrr en
nokkuð löngu eftir að gengið
hefði verið frá samningum um
fulla aðild Bretlands (og þá um
leið Danmerkur og Noregs),
myndi þetta þýða að Bretar,
Danir og Norðmenn yrðu að
reisa tollmúra gegn innflutningi
frá Svíþjóð, Sviss og Austurríki,
meðan enn væri ósamið um
tengsl þessara ríkja við EBE.
Bretar skuldbundnir
Það var haft eftir brezku
samningamönnunum í Brussel að
Bretar mjmdu hvergi hvika frá
hinni svonefndu Lundúna-yfir-
lýsingu sem skuldbindur öll
EFTA-ríkin til að taka fullt til-
lit til hagsmuna annarra ríkja
Fríverzlunarbandalagsins í samn-
ingum við EBE. Ennfremur var
tekið fram í yfirlýsingunni að
gangi ÉFTA-ríkin 'í EBE, eigi
þau að gera það samtímis.
Brezku samningamennimir sögðu
því að-^kki pgæti-komið-til máia
Listi starfandi
w B-listi
Stjómarkosningin í Sjómanna-
félagi Reykjavíkur fer fram
daglega á skrifstofu félagsins í
A'þýðuhúsinu, og er kosið kl.
3—6 síðdegis.
Sjómenn eru hvattir til að
kjósa sem fyrst. Listi starfandi
sjómanna er B-listi.
að Bretland gengi í EBE, fyrr
en viðunandi lausn hefði feng-
izt á málum hinna hlutlausu
EFTA-ríkja. Bretar muni ekki
segja upp EFTA-samningnum, en
hann muni hinsvegar falla burt
af sjálfum sér, þegar öll EFTA-
ríkin hafi náð samningum við
EBE.
Ágrciningurinn um
landbúnaðarmálin
Samkomulag varð einnig um
það á fundi ráðherranefndarinn-
ar að EBE skuli ekki slaka á
þeirri kröfu að hætt verði að
greiða uppbætur á landbúnaðar-
afurðir í Breilandi, þegar land-
ið hefur fengið aðild að banda-
laginu. Bretar verði að fallast á
að hlíta, í síðasta lagi frá ára-
mótum 1969—70, í einu og öllu
ákvæðum landbúnaðarsamþykkt-
ar bandalagsins.
Talsmenn brezku stjómarinnar
hafa margítrekað að hún geti
ekki fallizt á slíkt skilyrði og
svo naumur írestur sem settur
er til að samræma skipan land-
búnaðarmála í Bretlandi og að-
ildarríkjum bandalagsins komi
ekki til mála.
Hvíta stríöib
eftir Hendrik Ottósson.
i þessari bók eru skráðir atburðir, sem gerð-
ust á haustmánuðum árið 1921 þegar herút-
boð var gert í Reykjavík.
Nokkrar kaflafyrirsagnir:
★ Ólafur og yfirvöldin
★ Átök fyrir vestan Læk
* 23. nóvember 1921
★ Áhlaupið á Suðurgötu 14
★ Yfirheyrslur byrja
* Daufleg tugthúsvist
★ Fyrir hæstarétti
★ Deilur harðna
Vísi segir 27. nóv.: Það er rétt að
það fram strax í upphafi, að þessi bók
Hendriks er eins og aðrar frásagnir hans
frá æskuárunum, um Jónsa og fleiri.
skemmtileg, fjörleg og persónuleg.
S E T B E R G
!
*
!
Framhald af 12 síðu.
um 60 gráðum á stefnunni.
, Jón Karlsson háseti og rór-
máður í umrætt skipti kom næst
fyrir réttinn og staðfesti það að
sér hefði heyrzt stýrimaður
'Segfa 330 ' gráður og endurtekið
það eins og venja er, en stýri-
maður hafi þá verið kominn
langleiðina inn í kortaklefa og
gæti honum því hafa misheyrzt
svarið.
Útkíksmaður eða varðmaður,
sem var í glugga á brúnni bak-
borðsmegin sagðist ekkert hafa
séð til lands, enda hefði hann
fengið leyfi stýrimanns til að
skreppa frá í 7—8 mínútur og
hafi hann verið nýkominn upp
þegar skipið strandaði og ekki
farinn að venjast birtunni.
Kl. 9 í gærkvöld hófust svo
yfirheyrslur yfir Stapafellsmönn-
um um þau atriði sem að losun
skipsins lúta. — G.O.
I
I
HÍlft sjöunda ár er liðið
síðan Josip Broz Tító
Júgóslavíuforseti var síðast á
ferð í Sovétríkjunum. Nú er
hann kominn þangað aftur,
og á svo að heita að hann
ætli að eyða orlofi sínu þar,
en hætt er við, að hann verði
hvildinni feginn að dvölinni
lokinni. Heimsókn hans ber
einmitt að í þann mund, þeg-
ar mikil tiðindi eru að ger-
ast innan hinnar alþjóðlegu
verkalýðshreyfingar og víst
má telja að hinir sovézku og
júgóslavnesku leiðtogar muni
nota hverja stund til við-
ræðna um þau mál, sem hæst
ber Koma Titós til So.vét-
rikjanna er í sjálfu sér næg
sönnun þess að sambúð þeirra
og Júgóslaviu er nú góð. enda
þótt ýmislegt kunni að bera
á milli Viðræður þeirra
Krústjoffs og Titós munu því
væntanlega ekki snúast fyrst
og fremst um samskipti rikja
þeirra, heldur fremur um af-
stöðu til alþjóðamála og þá
sérstaklega til þeirra deilna
sem upp eru komnar ; hinni
sósíalistísku alþjóðahreyf-
ingu.
Slíkar deilur eru engin nýj-
ung i sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar, eins og allir
vita. sem eitthvað til henn-
ar þekkja, og forystumenn
Sovétrikjanna og Júgóslavíu
kunna manna bezt skil á þvi.
f sjö ár, frá 1948—1955.
mögnuðust svo deilur milli
beirra. að stundum mátti
furðu gegna. að með þeim
yrðu ekki alger friðslit. Upp-
haf þeirra deilna var brott-
rekstur Kommúnistabanda-
iags Júgóslavíu úr Komin-
form. en sá brottrekstur var
rökstuddur fyrst og fremst
með því, að júgósíavneskir
kommúnistar hefðu farið sín-
ar eigin götur i framkvæmd
sósíalismans, þótt ákærurnar
væru .orð.a.ðar,, á... ^nan^veg^,
Á þeim tíma var hin rígskorð-
aða orþodoxia, eins og hún
var túikuð af Stalin.^ alráð í
Sovétríkjunum óg hvert frá-
vik frá henni var höfuðsynd.
En deilur Júgóslaviu og Sov-
étríkjanna þá stöfuðu þó
fremur af þvi að hinir júgó-
slavnesku leiðtogar vildu ekki
viðurkenna skilyrðislaust for-
ystuhlutverk sovézkra komm-
únista. Enginn mun neita þvi
að Sovétríkin höfðu borið hita
og þunga baráttunnar gegn
hinu alþjóðlega auðvaldi og að
þau voru hinn trausti bak-
hjarl hinna sósíalistísku ríkja
sem stofnuð voru upp úr
heimsstyrjöldinni En á hinn
bóginn verður þvi heldur
ekki neitað að ráðamenn
þeirra misnotuðu oft þá að-
stöðu til að knýj.a fram sin
sjónarmið og hirtu þá ekki
um afleiðingar.
Vínslitin sem urðu með Sov-
étrikjunum o.g Júgóslavíu
1948 og sættirnar sem tókust
með þeim aftur 1955, þegar
hinir nýju leiðtogar sovézkra
kqmmúnista viðurkenndu að
Júgóslavar hefðu verið bornir
röngum sökum. eru atburðir
sem geymast á spjöldum sög-
unnar En þessa dagana er
sérstök ástæða til að minn-
ast þeirra og þá einkum þess.
að þótt hart væri barizt. fór
Myndin er tekin þegar Titó cg kona hans voru síðast á ferð
í Moskvu sumarið 1956. Krústjoff gengur viið hlið Titós.
Tító í Moskvu,
Koslott í Róm
svo að lokum og það fyrr en
búast hefði mátt við, að
sverðin voru slíðruð. Ekki á
þann hátt að annar aðilinn
bæri sigurorð af hinum, heid-
ur með því móti, að hann við-
urkenndi villu síns vegar og
bauð fram sáttarhönd. Ráða-
- merJn»Sovétrflfjanna og Júgó-
slavíu greinir enn á úm
margt; framkvæmd sósíal-
Mi§jjians hefur qríiið með nokk-
uð ólíkum hætti i löndum
þeirra beggja þótt viðhorf
þeirra hafi upp á síðkastið
nálgazt einnig á því sviði; enn
ber ýmislegt á milli í afstöðu
þeirra til alþjóðamáia. Engu
að síður hefur tekizt með
þeim náin samvinna. megin-
markmið þeirra er það sama:
Sósíalisminn og vemdun frið-
arins í heiminum.
Hér er ekki rúm að sinni til
að rekja þær deilur sem
upp eru komnar milli sov-
ézkra og kínverskra kommún-
ista. Þær eiga sér langan að-
draganda þótt það sé fyrst
þessa síðustu daga að fulltrú-
ar þeirra hafi beinlínis viður-
kennt í orði þann ágreining
sem milli þeirra er. Á þingi
kommúnistaflokka Austur-
Evrópu undanfarið hefur
komið greinilegar í ljós en áð-
ur, að mjög skiptar skoðanir
eru á ýmsum mikilvægustu
alþjóðamálum milli ráða-
manna Sovétríkjanna og ann-
arra sósíalistískra ríkja Ev-
rópu annars vegar og kín-
verskra leiðtoga hins -\ ogar.
Fulltrúar Kínverja hafa þann-
ig í ávörpum súnum gagn-
rýnt frammistöðu Sovétríkj-
anna í Kúbudeilunni og talið
hana bera vitni um undan-
látssemi og uppgjöf fyrir
hernaðarofbeldi bandarískra
heimsvaldasinna. Þeirri gagn-
rýni hefur verið svarað af
fulltrúum nær allra annarra
kommúnistaflokka sem veríð
hafa gestir á þingunum. Á 10.
þingi Kommúnistaflokks Ital-
íu hafa þessar deilur magn-
azt enn. Togliatti, formaður
flokksins, hefur farið hörðum
orðum um afstöðu Kínverja
og lýst fullum stuðningi við
stefnu Sovétríkjanna. Annar
leiðtogi flokksins, Pajetta,
hefur svarað miskunnarlausri
gagnríni Kínverja á Júgó-
slava, sem enn hafa verið
bomir þeim sökum að þeir
hafi svikið sósíalismann og
stefni að því að koma aftur
á auðvaldsskipulagi í landi
sínu.
Fjóra fyrstu daga ítalska
flokksþingsins hefur ver-
ið rætt um þessar deilur milii
kommúnistaflokkanna, þótt
það mál væri ekki á dagskrá
þingsins. Það er varla tilvilj-
un, né heldur hitt, að einn
æðsti leiðtogi Sovétríkjanna,
Frol Kosloff, fyrsti varafor-
sætisráðherra, skuli vera þar
fulltrúi og hafa vikið að þess-
um deilumálum í ávarpi sfnu.
Áður hefur aðeins verið tæpt
á ágreiningnum. í blaðaskrif-
um og ræðum í Peking og
Moskvu. Nú hefur verið tekið
af skarið og hvaða dóm sem
menn vilja leggja á málstað
deiluaöila, er ástæða til að
fagna þvi, að hlutimir
skuli nú vera nefndir réttum
nöfnum: Rökræður bera því
aðeins árangur. að öllum sé
ljóst um hvað er deilt. ás.
Deilt á afstöðu Kínverja og
persénudýrkunin gagnrýnd
RÓM og PARÍS 5/12 — í dag, á fjórða degi 10. þings
Kommúnistaflokks Ítalíu, var enn haldið áfram gagn-
rýni á afstöðu kínverskra kommúnista. Á þingi tékkneskra
kommúnista var deilt á persónudýrkunina og krafizt að
leifar hennar yrðu upprættar.
Einn helzti leiðtogi ítalska
flokksins, Giancarlo Pajetta,
svaraði í dag þeim ásökunum
ktnverska fulltrúans, Sjao Iminí,
að forkastanlegt væri að þing
eins flokks væri notað sem vett-
vangur til árása á aðra komm-
únistaflokka. Sím hafði harnaað
árásir sem gerðar höfðu verið
á albanska flokkinn. Pajetta
sagði að lítið samræmi væri
á milli þessara ummæla
kínverska fulltrúans og þess að
kínverskir kommúnistar héldu
uppi stöðugum árásum á aðra
kommúnistaflokka. Afstaða Kín-
verja væri ítölskum kommún-
Framhald á 12. síðu.