Þjóðviljinn - 06.12.1962, Blaðsíða 6
6 SIÐA
ÞJÓÐVILJINN
Fimmtudagur 6. desember 1962
Eíríkur 14.
var myrtur
á arseniki
veikur og vann ýms óhæfuverk.
Bræður hans, Jóhann og Karl,
tóku hann til fanga og lokuðu
hann inni árið 1569 og fangi
var hann til dauðadags, átta
árum síðar. Þá þegar kom upp
grunur um að honum hefði
verið byrlað eitur og sá grun-
ur hefur sem sagt nú verið
staðfestur.
flður ókunn Ijóð
eftir Pasternak
birt í Moskvu
Sovézka ríkisforlagið hefur
gefið út ljóðasafn þar sem m.a.
eru birt mörg áður ókunn ljóð
eftir Boris Pasternak. 1 ljóða-
safninu eru einnig tvö kvæði
eftir aðra höfunda sem nú eru
látnir, Sabolotskí og Lúgovskoj,
og fjalla þau bæði um harð-
stjórn Stalíns. Flest skáldin
sem kvæði eiga í bókinmi eru
þó af yngri kynslóðinni.
500 eítir stríð
Mafían, hið alræmda glæpa-
félag á Sikiley, hefur myrt
meira en 500 manns síðan 1945.
Einn af þingmönnum Sikiiey-
inga á ítalska þinginu skýrði
frá þessu i umræðum á þingi
um ráðstafanir tii að binda
cndi á þennan ófögnuð.
Þingmaðurinn, Matteo Gaudi-
oSo í flokki sósíalista, lagði í
umræðunum fram skýrslu um
glæpaiðju mafíunnar á Sikiley.
Hann skýrði þannig frá því að
í bænum Corleone einum hefðu
135 menn fallið fyrir vopnum
mafíunnar síðan stríði lauk og
eru íbúar hans þó ekki nema
um 16.000. Bærinn er skammt
fyrir sunnan Palermo.
Innanríkisráðherrann Paolo
Taviani lofaði því að ríkis-
stjómin myndi nú hefja víð-
tæka eftirgrennslan um starf-
semi glæpafélagsins, sem að
hans sögn hefur aldrei gefið
upp vonina um að taka völdin
á eynni alveg í sínar hendur.
„Mafían hefur sín eigin lög
sem ekki er síður farið eftir
idslögum. Leiðtogar maf'
unnar starfa í skjóli þeirrar
lagagreinar félagsskaparins uð
hver sá sem leysir frá skjóð-
unni á dauðann vísan, en slíkt
getur ekki gengið til lengdar í
lýðræðisríki“, sagði ráðherrann.
Það er þó hins vegar stað-
reynd að mafíunni hefur hald-
izt uppi glæpastarfsemi sín ár-
um saman í hinu ítalska lýð-
ræðisríki og lítið hefur verið
gert af hálfu ríkisvaldsins til
að stemma stigu fyrir starf-
semi hennar. Rökstuddur grun-
ur leikur á að mafían hafi náið
samband við forystu Kristi-
legra demókrata á Sikiley og
að það sé fyrir milligöngu
þeirra að ekki hefur verið geng-
ið skörulegar fram en reynslan
sannar í að útrýma henni.
Siðmenningin hefur ekkert það að bjóða íbúum fjalla-
eyjunnar Tristan da Cunha sem þeir geta ekki án ver-
ið. Fyrir rúmu ári neyddust þeir til að flýja heim-
kynni sín eftir mikið eldgos á eynni. Þeir voru fluttir
til Bretlands og þar hefur verið hlynnt að þeim eftir
föngum, en nú hafa þeir í leynilegri atkvæðagreiðslu
ákveðið að snúa heim aftur. Aðeins sex þeirra völdu
þann kost að verða eftir í Bretlandi.
Meðan eldgosið stóð yfir og
hraunið vall yfir akra þieirra og
beitilönd og lagði í eyði hluta
af byggðinni, höfðust þeir við
í bátum við ströndina sólar-
hringum saman. Skip voru send
þeim til hjálpar og mánuði síð-
ar komu allir eyjarskeggjar,
270 talsins, til Southampton
í Englandi.
Eyjan sem er í miðju Atlanz-
hafi sunnanverðu hafði byggzt
frá Bretlandi fyrir hálfri ann-
arri öld. Líf eyjarskeggja hefur
tíðum verið erfitt, enda land-
kostir og veður oft hörð. En
þeir hafa þó unað hag sínum
Brezkt íhaldsblað fullyrðir
Flugskeytastöðvar USA í
Tyrklandi lagðar niður
Brezka íhaldsblaðið Dai-
ly Telegraph sem talið er
helzta málgagn brezku
stjórnarinnar fullyrðir að
Bandaríkjastjórn hafi í
hyggju að leggja niður
flugskeytastöðvar þær sem
Bandaríkin hafa í Tyrk-
landi. Þetta eru þær
fluffskevtastöðvar
sem
Bandaríkin hafa næst
landamærum Sovétríkj-
anna.
Þegar Kúbudeilan stóð sem
hæst og horfur virtust á því
að hún myndi leiða til heims
styrjaldar bauð Krústjoff,
forsætisráðherra Sovétríkj-
anna, Kennedy Bandaríkja-
forseta að flytja burt sovézk
flugskeyti írá Kúbu, ef Banda-
ríkin legðu niður flugskeyta-
stöðvar sínar í Tyrklandi.
Hann kvaðst skilja að Banda-
ríkjamenn teldu sér stafa
ógnun af hinum sovézku flug-
skeytum, en benti forsetanum
þá um leið á, að eðlilegt væri
að Sovétríkin væru ugganr
yfir hinum bandarísku flug
skeytum í Tyrklandi. Þess
tilboði sovétstjómarinnr
hafnaði Kennedy forseti. e’
hún ákvað þá að flytja buri
flugskeyti sín frá Kúbu. þótt
ekkert kæmi í staðinn.
En samkvæmt hinu brezka
íhaldsblaði hefur Bandaríkja-
stjóm nú ákveðið að leggja
niöur flugskeytastöðvarnar í
Tyrklandi. Það tekur þó íram
að þetta muni ekki gert vegna
tilboðs Krústjoffs, heldur að-
eins af því að flugskeytin sem
í Tyrklandi eru séu orðin úr-
elt. Það eru millilengdar-
skeyti af Júpíter-gerð, ein þau
fyrstu sem Bandaríkjamenn
smíðuðu. Bandaríkin eigi nú
svo mikið af langdrægum
flugskeytum og Polaris-skeyt-
um fyrir kafbáta, að ekki sé
þörf fyrir flugskeytastöðvar
við landamæri Sovétríkjanna.
Á það má benda að sovézku
Hugskeytin á Kúbu voru einn-
millilengdarskeyti og reynsl-
n hefur margsannað að Sov-
ríkin standa Bandaríkjunum
amar í smíði langdrægra
'ugskeyta. Þau höfðu því
kki meiri þörf fyrir slík
skeyti á Kúbu en Bandaríkin
hafa fyrir þau í Tyrklandi.
vel og fáir þeirra hafa flutzt
þaðan. Þeir hafa í rauninni lif-
að þarna sem ein fjölskylda,
enda allir meira eða minna
skyldir.
Undu sér ekki í Bretlandi
Þeim var vel tekið þegar
þeir komu til Bretlands. Þeir
fengu húsnæði með öllum hús-
gögnum og þægindum, karl-
mönnunum voru útveguð störf
við þeirra hæfi og börnunum
komið fyrir í skóla. Þeir fengu
að halda hópinn og allt var
gert til að auðvelda þeim að
samlaga sig hinum nýju að-
stæðum.
En samt undu þeir sér illa.
þeir hafi komizt betur af
sem fyrir þá var gert, en allir^
þjáðust þeir samt af þrá eftir
eyjunni sinni litlu. Þeim finnst
heldur ekki að þeir hafi betri
kjör í Bretlandi en heima.
Erfiðara líf í Bretlandi
— Það er bæði hættulegra og
erfiðara að búa hér en á Trist-
an da Cunha, þótt eldfjallið
væri þar í næstu nánd, segir
þrítugur eyjarskeggi, Joseph
Glass, sem kominn er í bein-
an karllegg af landnámsmann-
inum, enskum sjómanni sem
reisti bú á eynni ásamt þel-
dökkri konu sinni. — Hér er
svo mikið um ofbeldisverk, af-
brot ög óhæfuverk, segir hann.
Maður gæti haldið að hér f jand-
-köpuðust allir við alla. Á
■rristan da Cunha bjuggu allir
1 sátt og samlyndi og þar var
ngin þörf fyrir lögreglu, bæt-
'r hann við,
Leiðist sjónvarpið
— Enginn okkar hefur keypt
sér sjónvarpstæki eða þvotta-
vélar, heldur Joseph Glass á-
fram. Okkur leiðist sjónvarpiö,
maður fær illt í augun af að
horfa á það. Okkur kemur held-
ur ekki til hugar að kaupa
neitt sem við getum ekki borg-
að út í hönd.
Enda þótt langflestir eyjar-
skeggja hafi fengið laun sem
svara til meðallauna brezkra
verkamanna, telja þeir þó að
þeir hafi komizt betur af
heima. — Við vorum fiskimenn
og hver okkar átti a.m.k, eina
kú, nokkrar kindur og eigið
hús. Við öfluðum sjálfir fæð-
unnar og þurftum ekki á miklu
fé að halda. Ég bý að vísu
betur hér, en ég á ekki mitt
eigið hús. Ekkert verður úr
peningunum og enginn er hér
sjálfráður.
Fara heim í tveimur hópum
Þegar er tekið að undirbúa
heimferðina. Fyrst mun fá-
mennur hópur karla og kvenna
halda til eyjarinnar ásamt ensk-
um aðstoðarmönnum. Þeir
munu búa í haginn fyrir hina,
sem sennilega flytjast heim Mt-
ur áður en ór ef liðið.
Ráðherraskipti
ÍUSA?
WASHINGTON 4/12. — Sá orð-
rómur hefur verið á kreiki að
undanförnu í Washington, að
ætlunin væri að setja Adlei
Stevenson af, sem aðalfulltrúa
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum. Hefur verið fullyrt
í blöðum, að Stevenson hafi
sett sig upp á móti hafnbanni
Bandaríkjamanna á Kúbu. Þessu
hefur þó verið neitað mjög á-
kveðið af opinberum aðiljum.
I dag fullyrða ýmis dagblöð í
Bandaríkjunum, að Stevenson
verði látinn víkja úr embætti
íyrir Doan Rusk, núverandi ut-
anríkisráðherra, en Mac George
Bundy, ráðgjafi forsetans setjist
í utanríkisráðherraembættið. Sal-
inger, blaðafulltrúi forsetans,
neitaði þó í dag þessum stad-
hæfingum.
Nýrað sem grætt var í
írska lækninn Ian Clark í
ágúst í sumar úr starfsfélaga
hans starfar ekki lengur og
gervinýra er nú notað til að
halda lífi í honum. Harnmer-
smith-spitalinn í London hef-
ur tilk^mnt þetta, en það vakti
mikla athygli á sínum tíma
og var þá sagt frá því hér
í blaðinu, þegar nýrað var
grætt í dr. Clark og svo virt-
ist sem ígræðslan myndi tak-
ast. Áður hafði það aðeins
heppnazt þegar nýra var fært
á milli eineggja tvíbura.
Læknirinn sem lét starfsbróð-
ur sínum eftir annað nýra
sitt, David Spencer, hefur
hins vegar náð sér vel eftir
aðgerðina, en mun þó ekki
taka aftur til starfa fyrr en
um áramótin.
Siðmenning er þeim lítils virði
íbúar eldfjallaeyjar
ætla heim aftur
Á því hefur leikið grunur í
fjórar aldir að Eiríkur 14.
Sviakonungur hafi verið myrtur
á eitri. Gröf hans var opnuð
1958 og bein hans skoðuð. Nið-
urstaða þeirra skoðunar var sú
að allt bénti til þess að hon-
um hefði verið byrlað arsenik.
Sagt er frá rannsókninni í
bók sem kom út fyrir skömmu
í Svíþjóð, en f hana rita 22
sérfræðingar, læknar efnafræð-
ingar, sagnfræðingar og guð-
fræðingar.
Eiríkur konungur sem var
sonur Gústafs Vasa var sinnis-
í síðustu viku var haldinn geysifjölmennur útifundur á
Klathmonos-torgi í Aþcnu til að mótmæla stjórn Karamanlis
og krefjast þess að þegar í stað verði haldnar nýjar þing-
kosningar í Iandinu, cn í síðustu kosningum bcitti flokkur
Karamanlis alls konar brögöum og svikum tii að tryggja
kosningu sinna manna. Talið er að á annað hundrað þús-
und manns hafi sótt fundinn og er þetta mesti útifundur
sem lengi hefur verið haldinn í Grikklandi.
Mafsan hefur myrt
Nýrnafærsla
tókst ekki
A annafl hundrað þús. manns heimta kosningar
é ♦
i