Þjóðviljinn - 06.12.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.12.1962, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJOÐVIL.TINN Pimirrtudagur 6. desember 1962 CHARLOTTE ARMSTRONG: GEGGJUN PANHARD PL 17 En hvað sem leið trú hennar 'Og samvizkusemi, þá var hún hugleysingi; hún vissi það og alla sína ævi hafði hún reynt áð berjast gegn þessum veik- leika. Nú skildi hún alltof vel, að hún hafði hikað alltof oft... þrisvar sinnum... og hún var alltof lengi. . . alltof lengi að ákveða hvað gera skyldi. Þegar verið er að taka á- kvörðun. gengur tækifærið stundum úr greipum á r.ieðan .. . ungfrú Ballew álasaði hjálfri sér beizklega og hún gekk að símanum. En . . . Hún gekk aftur að stólnum. Hún barði krepptum hnefanum í stólbakið og sársaukinn sefaði hana. Ef réttlætið fengi yfir- höndina, var það vegna þess að það útheimti meira líkamlegt hugrekki, og hún var hugleys- ingi og hún vildi afneita eigin hugleysi. Hún gekk að kommóðunni og tók töskuna sína, til þess að henni fyndist hún ekki vera fá- klædd þegar hún var komin útúr herbergi sínu. Hún gekk útum dyrnar og neyddi sjálfa sig til að ganga fram ganginn. Nell hafði ekki hreyft sig. í>eg- ar Jed hafði risið á fætur, sagði hann: — Vertu sæl. Hann fann sem snöggvast til meðaumkun- ar með þessari mannveru. sem var á svo miklum villigötum óg hafði enga möguleika til að komast á rétta leið. — Sjáumst aftur. Aftur börðu hnúar á hurðina að herbergi númer 807. Nell spratt á fætur eins og elding — augun í henni voru eins og í hreysiketti. — Nei, nei, sagðj Jed lág- róma. — Nei telpa mín, ekki í annað sinn! Þessum brögðum beitir þú ekki aftur! Hann hvarf. Jed Towers hvarf þá einu leið sem hann gat horf- ið . . . innum dyrnar að herbergi telpunnar. númer 809... og lokaði á eftir sér. 13. KAFLI Ungfrú Ballew barði aftur að dyrum. Vegna þess að hún var hrædd reyndi hún að gera sig reiða. Hún vissi að einhver var þarna inni. Héldu þau kannski að þau gætu komið sér undan? Dyrnar voru opnaðar svo snöggt að henni brá. Stúlka í dökkum kjól, ekki mjög há og ekki mjög gömul, horfði á hana tíláum augum og sagði með rödd sem í senn var lág og þrungin ólgandi reiði: — Hvað viljið þér? — Ég heiti Eva Ballew. Her- bergið mitt er hinum megin við portið. Orð ungfrú Ballew voru jafn pen og snyrtileg og hún sjálf. Hún ætlaði að byrja á byrjuninni. — Já. Stúlkan virtist hlusta — án þess að heyra — næst- úm eins og hún væri að hlusta eftir einhverju öðru. Og ungfrú Ballew fannst einnig sem reiði hennar beindist líka að öðrum én henni. — Áður en ég hringi í yfir- Völdin hér á gistihúsinu. sagði ungfrú Ballew djarflegar en áð- ur til að vekja athygli hennar, — finnst mér ekki nema sann- gjarnt að spyrja yður hvort þér getið gefið einhverja skýringu? — Á hverju? — Á því sem gengur á í þess- um herbergjum, sagði ungfrú Ballew hátt og einbeitnislega. — Ég skil ekki hvað þér eig- ið við. Stúlkan leit á hana, en næstum án þess að sjá hana, fannst ungfrú Ballew, heldur var eins og hún væri líka að skima eftir einhverju öðru í auðum ganginum. — Það er barn þarna innb sagði ungfrú Ballew kuldalega. — Er það yðar bam? — Ég er að passa hana. — Jæja. Ungfrú Ballew kipr- aði varimar. — Já, mér datt það í hug. Er karlmaður þama inni eða var hann það? — Karlmaður? Ungfrú Ballew langaði mest til að hrópa: Hlustaðu á það sem ég segi! — Ég sá manninn, bætti hún við einbeitt, — svo að þetta er óþarfa spurning, þér þurfið ekki að svara henni. Hún gat séð inn i herbergi númer 807 og það var að minnsta kosti engan að sjá. Hún var ekki líkamlega hrædd við unga stúlku, sem var tiltöluiega lítil vexti. Og ef karlmaðurinn var farinn . . . Ungfrú Ballew varð léttara um hjartað, Hún lét undan forvitni sinni og sagði: — Hvaða karl- maður var það? — Heyrið mig, þér getið ekki.. . — Barnið, greip ungfrú Ball- ew kuldalega fram í fyrir henni, — hefur grátið tvisvar á óhugn- anlegan hátt. Og ég hef verið vitni að ýmsu mjög undarlegu. Ég verð að biðja um skýringu. — Hver eruð þér? byrjaði Nell. — Ég er manneskja, sem hringir í húsvörðinn, ef hún fær ekki skýringu á þessu, sagði ungfrú Ballew einbeitt. — í fyrsta lagi, hélt hún áfram og byrjaði á byrjuninni eins og henni var lagið, — sátuð þér fyrir nokkru síðan með barnið við gluggann. — Já, já, sagði Nell óþolin- móð. — Hvað emð þér að reyna að ... —Eg er búin að segja yður jáað. Eg er að reyna að komast að því, hvort það er skylda mín að snúa mér til yfirvaldanna hér á gistihúsinu, eða ekki. — Já, en af hverju? Nell gekk frá dyrunum og kom nær. Hún leit til hægri og vinstri eftir ganginum. — Vegna þess að ég sá ekki betur, urraði ungfrú Ballew sem vildi að þessi stúlkunefna reyndi að hlusta á hana í stað þess að heyja einvígi við einhverja ó- sýnilega veru, — en litla stúlk- an væri næstum dottin útum gluggann. — Já, en hún gerði það ekki, sagði Nell kæruleysislega. — Þér hljótið að hafa tekið eftir bví, fyrst þér voruð svona upp- tekin við að njósna um mig. Ungfrú Ballew varð hvumsa en lét ekki undan. — Hvort sem ég hef njósnað um yður eða ekki, þá vil ég fá að sjá barn- ið. — Að sjá hana... í fyrsta •inn fannst ungfrú Bartlew sem tekið væri eftir orðum hennar. — Þér eruð svei mér frek. — Eg hef nú sarnt hugsað mér að hringja í yfirvöldin, ef ég fæ ekki að sjá hana. Þetta fékkstu fyrir ósvífnina, hugsaði ungfrú Ballew og lyfti brúnum. — Eg skil alls ekki hvað þér eruð að fara? sagði Nell vælu- lega og gröm. — Af hverju vilj- ið þér sjá hana? Hún er sof- andi. Hvað eigið þér eiginlega við? — Af hverju grét hún svona hræðilega? Ungfrú Ballew kipr- aði augun. — Hvenær? — Þegar hún grét í annað skipti. Ekki þessi undanbrögð, stúlka mín. — Hvað ... — Það er heppilegt fyrir yður að hleypa mér inn. — Nei, hættið nú alveg, sagði Nell. — Eg er hérna til að passa hana. Þér eruð bláókunn- ug manneskja. Hvernig get ég hleypt ókunnri manneskju inn? Hvemig get ég vitað ... — Það getið þér ekki, sagði ungfrú Ballew, — en ef ég fæ ekki að sjá hana mieð mfnum eigin augum, þá kaJOia ég á for- stjórann eða leynilögreglumann- inn á hótelinu. — Hvað kemur yður þetta við? Ég skil ..... — Þorið þér ekki að láta mig sjá hana? — Eg þori það vél, sagði Nell skerandi röddu. — En ég get það ekki. Eg má það ekki. Þér eruð að taka um skyldu ....... — Hlustið nú á. Eg er kennslukona og ég er viss um að ég lít Mka út fyrir að vera það. Þér ættuð að geta sagt yð- ur sjálfar, að ég er áreiðanleg kona. — Þér viljið bara gera uppi- stand... — Þvert á móti. Eg vildi að þér gætuð skilið, að ég hefði vel getað hringt í húsvörðinn undir eins, en mér fannst á- stæðulaust að gera uppistand, eins og þér segið, ef engin á- stæða var til þess. Þess vegna gerði ég mér þá fyrirhöfn að koma hingað. Ef til vill er til einföld skýring á þessu og ef baminu líður vel og það sefur vært, er ástæðulaust að gera meira veður út af þessu. Skilj- ið þér þetta? — Hvað haldið þér að móðir hennar segði, ef ég hleypti ein- hverri ókunnugri konu inn til hennar? — Hvað haldið þér að móðir hennar segði við því, að þér hafið haft karlmann hjá yður. Ungfrú Ballew sagði þetta með sama raddhreim og hún hefði sagt: „að þér hafið reykt ópí- um.“ — Hann er farinn. Augu stúlkunnar flöktu niður ganginn. — Og henni líður ágætlega. Hún er sofandi. — Já, þér verðið að afsaka að ég skuli sitja fast við minn •keip þótt þér segið þetta, en eftir það sem ég hef séð... — Hafið séð ... —, Þér vitið kannski ekki að rimlatjöldin voru þannig stillt að ég gat séð inn. — Hvert inn? Nell rétti upp höfuðið. — Inn í herbergi bamsins. — Það er dimmt þar inni, sagði Nell aulalega. Kannski dá- iítið syfjulega. — Ekki alveg. Það var skíma þar inni... kannski frá hinu herberginu. — Skíma.... — Og barnið hætti að gráta svo undarlega snöggt, sagði ungfrú Ballew. Nell gaut augunum útundan sér. — Og . hvað sáuð þér þá? spurði hún. Rut hlustaði aðeins með öðru eyrana á það sem konumar sögðu. Hún hefði heldur viljað vera áfram hjá karlmönnunum, þar sem hún þóttist viss um að samræðurnar væm innihalds- ríkari. Hér gat innihaldið naum- ast verið minna. Þessar konur, sem komu frá öllum landshom- um, höfðu ekki um neitt að tala, og þar sem þær vissu ekki einu sinni hver var gift hvaða manni (að Rut undan- skilinni auðvitað), þá fóru þær meira að segja á mis við þá ánægju að setja sig á háan hest hver við aðra. Að Rut undanskilinni, auðvit- að. Hún hefði getað notið þess að allar konurnar höfðu séð hana í rósrauða draumnum við hliðina á ræðumanni kvöldsins. En hún var ekki í skapi til þess. Dálátill angi af hjátrú gerði líka vart við sig, eins og hún óttaðist að eitthvað hræðilegt kæmi fyrir, ef hún yrði alltof ánægð með sjálfa sig. Hvort sem það var hlægiiegt eða ekki þá fannst henni sem hún stæði frammi á gjárbarmi, eins og mikil hætta væri fólgin í því að standa innanum allar þessar glæsibúnu konur. Hún sa.gði einhver innantóm orð og enn á ný var eins og ísköld hönd gripi um hjarta hennar. Pétur kom úr sínum hóp og sótti liana. Þau dönsuðu eftir Þessari bílakynningu Happ- drættis Þjóðviljans fer nú senn að Ijúka. Ýmsir hafa haft orð á að þetta hafi verið góð þjónusta við lesendur, þar sem gefizt hafi tækifæri til að virða fyrir sér hinar ýmsu tegundir bíla og fá um þá nokkrar upplýsingar og er á- nægjulegt að heyra að svo hafi verið. Bíllinn sem við sýnum ykk- ur í dag heitir PANHARD PL 17. Hann er ekki mjög útbreiddur hér á landii, en getur áreiðanlega átt hér fram- tíð fyrir sér. Umboðsmenn þessa bíls, sem jafnframt hafa nú orðið Citroen umboðið, létu okkur góðfúslega hafa eftirfarandi upplýsingar um Panhardinn: „Þægilegur — sterkbyggður — öruggur, eru einkunnarorð framleiðenda. — Við, sem um- boðsmenn þessarar tegundar, teljum eftirfarandi tækniatriði einkum þýðingarmikil fyrir íslgnzkar aðstæður eins og einnig hefur komið svo vel í Ijós með notkun fyrsta reynslubílsins: LOFTKÆLD fjórgengis alum- inium vél með Iausum stál- slífum í strokkum, keflalegur og kúlulegur í stað venju- Þeíta er sá vitnisburður er við fengum bjá umHoðsmanni Panhards- ins og verður af honum ekki séð annað en að hann sé fullkomlega til athugunar, þegar vinnandinn velur bílinn. Skyndihappdrætti l=!óövil|ans í eldhúsið frá HÍBÝLAP RÝÐI Borð — Stólar — Kollar — Bekkir — Zanussi kæliskápar. Pantið tímanlega fyrir jólin. HÍBÝLAPRÝÐI Hallarmúla — Sími 38177. legra legubakka úr mjúk- málmum sem höfuðlegur og stimpillegur. Olíuþrýstingur og togstengur í stað ventil- gorma. Vél sem þolir mikla áreynslu. Meira en 1200 keppnis- og þolaksturssigrar á nokkrum árum eru því til sönnunar. — FRAMHJÓLA- DRIF sem sífcllt verður út- breiddara meðal bílaframleið- enda og vafalaust 1 vitar bet- ur á malarvcgum en venju- Iegi drTfútbúnaðurinn. Einnig nýtur sín betur hinn nákvæmi og öruggi tannstangar stýris- útbúnaður, scm bæði Panhard og Citroen nota. — FJÖÐR- UN, sem er bæði stcrkbyggð og veitir þægilegan akstur á misjöfnum vegum og vegna hins mikla bjólahafs, 2,57 metrar. — PANHARD BfLL- INN hefur rennilegt útUt, ber 6 farþega og hefur mjög gott farangursrýmii og með því að lcggja niður bak aftursætis, má flytja fyrirferðarmeiri flutning. — Síðast en ekki sízt má svo minna á hina hóf- legu eyðslu í utanbæjarakstri, undir 7 lítrum á leiðinni Rvík—Isafjörður með 4 far- þega og mikinn fcrðaútbúnað innanborðs. AÐSTAÐAN TIL VIÐHALDS er eins góð og bezt gerist og bæti verið öðr- um bifreiðaframleiöendum til eftirbreytni.” V t C

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.