Þjóðviljinn - 06.12.1962, Blaðsíða 2
2 SIÐA
ÞJÓÐVILJINN
Fimmtudagur 6. desember 1962
Því
gleymi
ég
aldrei
I bók þessari segja þessir
menn frá eftirminnilegum
atburðum úr lífi sínu.
Séra Árelíus Níelsson:
MINNINGALANDIÐ
Ámi Öla, rithöfundur:
VERSTA ÁR REYKJA-
VÍKUR Á ÞESSÁRI ÖLD
Davíð Stefánsson, skáld:
FROSTAVETUR
Einar Ásmundsson,
lögfræðingur:
SEGIR FÁTT AF EINUM
Einar Kristjánsson,
rithöfundur:
KROSS Á VEGAMÓTUM
Eiríkur Sigurðsson,
skólastjóri:
DRAUMMAÐURINN
Hólmgeir Þorsteinsson, bóndi:
GRIMSEYJARFÖR MEÐ
VIÐKOMU I KEFLAVlK
Ingólfur Kristjánsson,
rithöfundur:
FÓSTURBARN CR SJÓ
Jochum M. Eggertsson,
rithöfundur:
TRÍNAVEÐUR
Kristján frá Djúpalæk,
rithöfundur:
ÉG VAR MYRTUR
Kristján Jónsson,
lögfræðingur.
NÚ HEFUR ÞU SVIKIÐ MIG
Magnea Magnúsdóttir,
húsfreyja:
HVAR VAR HCN?
Páll Kolka læknir:
16. DES. 1924
Ragnhei§ur Jónsdóttir,
rithöfundur:
HVERF ER HAUSTGRlMA
Rósberg G. Snædal,
rithöfundur:
ERFIÐUR AÐFANGADAGUR
Séra S-'gurður Einarsson,
LJÓSIÐ I HRfÐINNI
Stefán E. Sigurðsson,
fréttamaður:
NAUÐLENDING Á ÖRÆFUM
Stefán Stefánsson, bóndi:
A SUNDREIÐ MEÐ
ÞJÓÐSKÁLDI
Séra Sveinn Víkingur:
„ÉG LlT I ANDA
LIÐNA TlГ
Þorsteinn Stefánsson,
hafnarvörður:
LOGANDI HAF
Þómnn Elfa Magnúsdóttir,
rithöfundur:
BROTASILFUR
FRÁ BERNSKUDÖGUM
KVÖLDVÖKUtJTGAFAN
Sæsniglarít fengur
fyrír fjörulalla
Hinn fjölfróði náttúrskoðari Skeldýrafánunnar, sem fjallar
Ingimar Óskarsson varð sjötug- um samlokur í sjó.
ur á dögunum, og um sömu
mundir kemur út enn eitt rit
frá hans hendi um náttúrufræði
tslands. Það er annað bindi
verksins Skeldýrafána Islands
og fjallar um sæsnigla með skel.
Hver sá sem snuddað hefur i
fjöru í æsku sinni og dáðst að
öllum þeim marglitu og fagur-
löguðu kubbum og bobbum sem
þar var að finna og fylltu alla
vasa áður en varði, hlýtur að
sakna þess að bókin hans Ingi-
mars var ekki kömin út í þá
daga, og jafnframt að samfagna
þeim sem nú eru á fjörulalla-
skeiðinu og geta haft hennar
not.
Ingimar lýsir í bók sinni um
150 tegundum sæsnigla sem
fundizt hafa hér við land innan
400 metra dýptarlínu. Myndir
eru af öllum tegundum, en alls
eru 156 myndir í bókinni.
Ritið hefst á almennum inn-
gangi um sæsnigla og fræðiorða-
skýringum. Síðan er greiningar-
lykill ætta, ætta- og tegunda-
lýsingar, og er það meginkafli
bókarinnar, og loks nafnaskrár.
Bókin er 167 blaðsíður og Leiftur
gefur hana út.
Þeim sem áhuga hafa á sæ-
snigla- eða skeljasöfnun skai
bent á að leiðbeiningar um slíka Péturskóngur verður 13 senti-
söfnun er að finna í fyrsta bindi metra langur
Viðtöl og þættir
Guðm. Daníelssonar
birzt í blöðum og tímaritum.
1 bókinni er margt mynda af
þeim sem höfundur hefur tal-
að við eða ræðir um í þáttum
sínum; teikningu hefur Halldór
Pétursson gert.
Útgefandi bókarinnar er ísa-
foldarprentsmiðja h.f.
5. þing Lands-
samb. gegn
áfengisbölinu
Stjóm Landssambandsins gegn
áfengisbölinu var öll endurkjör-
in á 5. þingi sambandsins, sem
haldið var í Reykjavík 24. nóv-
ember sl. Stjómina skipa: Pétur
Sigurðsson formaður, Björn
Magnússon varaformaður,
Tryggvi Emilsson ritari, Axel
Jónsson féhirðir, Jakobína Mat-
hisen, Magnús Jónsson og Áre-
líus Níelsson.
1 ályktun, sem þingið gerði
segir m.a.: „Fimmta þing Lands-
sambandsins gegn áfengisbölinu
varar alvarlega við þeirri hættu,
sem stafar af aukinni áfengis-
sölu og fjölgun áfengisveitinga-
staða. Einnig vekur það athygli
á því, hversu áfengistízka hefur
magnazt á síðustu árum, þar sem
nær þykir sjálfsagt að í sam-
kvæmum sé vín haft um hönd,
hvort heldur er á vegum ein-
staklinga eða opinberra stofnana,
og blöð, útvarp og leikhús stuðla
að þessari tízku með því er þau
flytja, og á það við um frétta-
efni blaðanna og það sem flutt
er í nafni listanna. Telur þingið
þjóðina leiðast með þessu inn
á stórhættulega braut, sem hef-
ur komið þjóðum á kné, og er
enn að leiða hnignun og margs-
konar ógæfu yfir ýmsar þjóð-
ir . . . “ I ályktuninni er enn-
fremur lögð áherzla á að efla
þurfi enn meir þá þætti áfeng-
isvarnanna, er miða að því að
spoma gegn neyzlu áfengra
drykkja. Var skorað á þing og
ríkisstjórn að efla starf áfengis-
varnarráðs og áfengisvamar-
nefnda, hvatt til aukinnar
fræðslu um skaðsemi áfengis og
þeim aðilum færðar þakkir sem
stutt hafa málstað bindindisins.
Minningar Sigríðar frá
Miklabæ og sr. Sigurðar
Komnar eru út hjá Leiftri
tvær endurminningabækur, önn-
ur eftir prófastdóttur og prests-
konu en hin eftir vesturíslenzk-
an prest,
Konan er frú Sigríður Björns-
dóttir frá Miklabæ, dóttur séra
Björns Jónssonar prófasts þar.
Hún tekur fram að hún hafi ekki
samið samfellda ævisögu. heldur
kafla um þau atvik í lífi sínu
sem sér hafi orðið minnisstæð-
ust og hún eigi þægilegast með
að birta lesendum. Bók hennar
heitir f ljósi minninganna og
er 220 bls,
Meginefni bókarinnar er minn-
ingar frá bernsku- og unglings-
árunum i Miklabæ, um heimil-
islífið á prestssetrinu. nágrann-
ana og fólk sem að garði bar.
Þar er sagt frá jólum um síðustu
aldamót, fráfærunum, förufólki.
vöruskorti þegar hafís teppti
siglingar og fjölda mörgu öðru.
í síðari köflum bókarinnar eru
endurminningar frá búskaparár-
um Sigríðar á Hesti, en þar var
séra Eiríkur Albertsson maður
hennar prestur, og ýmsum utan-
landsferðum hennar á efri ár-
um.
Sigur um síðir nefnist sjálfs-
ævisaga séra Sigurðar Ólafsson-
ar. Hann fæddist á Ytra-Hóli í
Landeyjum 1883 og ólst upp þar
eystra. Ekki fékk hann færi til
að fullnægja löngun sinni til
mennta. fór til sjós og fiutti til
Kanada 19 ára gamall. Eftir
nokkurra ára dvöl við margvis-
leg störf í Kanada og Bandaríkj-
unum hóí hann skólanám og
varð prestur rúmlega þrítugur.
Var hann síðan prestur í íslend-
ingabyggðum i Kanada i 42 ár.
Séra Sigurður andaðist i fyrra.
Aðstoðarlœknisstaða
Staða 2. aðstoðarlæknis við Slysavarðstofu Reykjavíkur er
hér með auglýst laus til umsóknar.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og störf send-
ist yfirlækni Slysavarðstofu fyrir 15. janúar n.k.
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur.
Ung!inga eða
roskib fólk
vantar til að bera blaðið til kaupenda í eftirtalin hverfi:
í Reykjavík Skjólin um Hafnarfjörð
Bústaðahverfi
í Kópavogi Kársnes I og um Keflavík
HAFNARFJÖRÐUR — útsölumaður: Magdalena Ingimundardóttir ölduslóð 12,
KEFLAVlK — útsölumaður: Baldur Si gurbergsson, Lyngholti 14, sími 2314.
Guðmundur Daníelsson
Komin er út ný bók eftir
Guðmund Daníelsson rithöfund,
„Verkamenn í víngarði" nefnist
hún og hefur að geyma viðtöl og
þætti um margvísleg efni.
Þetta er allstór bók, 256 blað-
síður, og eru þættimir í henni,
viðtöl og annað, um eða yfir
30 talsins.
Þama eru viðtöl við séra Sig-
urð Einarsson í Holti, Jón Helga-
son á Eyrarbakka, Sigurð Óla
Ólafsson á Selfossi, Bjama
Bjarnason á Laugarvatni,
Þórð Kristleifsson menntaskóla-
kennara, Gunnar Dal, Sigurð
Greipsson skólastjóra, séra Áre-
líus Níelsson, svo nokkur nöfn
séu nefnd. Þættimir eru fjöl-
breyttir að efni, en í bókarlok
birtast fimm ferðaþættir frá
Ameríku. Hefur efni þetta áður
Unglingsstúlka
óskast til að gæta barns frá kl, 9-
Upplýsingar í síma 19264.
■ 12 árdegis til jóla.
HVAÐ Á ÉG AÐ GEFA GUNNU?
HVAÐ Á ÉG AÐ GEFA JÓNI?
Þetta eru spurningar, sem allir spyrja sjálfa sigþessa daganafyrir jólin — Við getum svaraðí
G E F I Ð : JOMI-NUDDPÚÐA eða JOMI-NUDDTÆKI
eða JOMI-HÁRÞURRKU
cTOAfí^JS
T0RREHJELM
JOMI-NUDDTÆKIN nndda með
vibration, sem nær Inn í vöðv-
ana. Eykur blóðstreymi, hindrar
fitumyndun. —
Fáum nokkrar hárþurrkur til
heimanotkunar fyrir jól. —
Við auglýstum JOMI-NUDD-
TÆKIN í Vikunni í haust.
Eftirspurnin varð svo mikil, að
við þorðum ekki að auglýsa
aftur fyrr en við gætum annað
pöntunum.
NC ER ÞAÐ HÆGT!
GJÖRIÐ SVO VEL!
B0RGARFELL
NYHEDS
r/OM/
MASSAGEPUDE
Laugavegi 18.
Sími 11372.
t