Þjóðviljinn - 06.12.1962, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. desember 1962
ÞJOÐVILJINN
SÉÐA 5
Vilja fresta umræðum
fram yfir kosningar
ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS
— Það er augljóst af því, sem
gerzt hefur í Efnahagsbanda-
lagsmálinu, að ríkisstjórnin vill
fresta umræðum um það fram
yfir kosningar, sagði Finnbogi
R. Valdimarsson í gær, er rætt
var um skýrslu ríkisstjórnar-
innar um málið. En jafn aug-
ljóst væri, að raunveruleg
stefna ríkisstjórnarinnar væri
að sækja um aukaaðild að
bandalaginu, — sem fyrsta skrefið í þá átt að
iengja ísland þessari nýju ríkjasamsteypu.
fyrir ísland í Brussel, þar sem
erlendir embaettismenn ættu að
taka ákvaröanir um islenzk
mál. Það yrði svipað og ís-
landskontórinn í Kaupmanna-
höfn á sinum tíma, og íslend-
ingar ættu að þekkja reynsl.
una af slikri erlendri embætt-
ismannastjórn. En engu að síð-
ur væri það staðreynd, að nú
áður en 20 ár væru liðin frá
stofnun lýðveldisins væri það
á dagskrá. hvort við ættum aft-
ur, að láta erlends embættis-
menn fá ítök um íslenzk mál.
Vilja fresta umræðum
fram yfir kosningar
En það sem gerzt hefur nú í
þessu máli. er að ríkisstjórnin
vill reyna að fresta umræðum
um það fram yfir kosningar.
En það mun ekki takast, sagði
Finnbogi.
Nánar verður skýrt frá ræðu
Finnboga í blaðinu næstu daga.
fundir í gær
f upphafi ræðu sinnar drap
Finnþogi á nokkur atriði. sém
komið hefðu fram í umræðum
um þetta mál og þá sérstak-
lega ræður ráðherranna um
það. Ljóst væri af þessum ræð-
um, að ríkisstjórnin stefndi að
aukaaðild íslands að Efnahags-
bandalaginu. Þannig hefðu við-
skiptamálaráðherra og dóms-
málaráðherra lagt á það höf-
uðáherzlu. að með aukaaðiid
gætu fslendingar haft áhrif á
gang mála innan stofnana
bandalagsins og væri það
meginmunurinn á aukaaðild og
tollasamningi. En jafnframt
hefði komið fram. að aukaað-
ild kostaði samninga ,,um við-
kvæm mál“. b.e. atvinr'uréttindi
útlendinga hér á landi.
Réttur til atvinnu-
rekstrar jafngildir opn-
un landhelginnar
Viðskiptamálaráðherra hefði
áður lýst því yfir opinberlega.
að veita yrði útlendingum rétt-
indi til fisklöndunar hér os
réttindi til rekstrar fiskiðju-
vera hér á landi. Að áliti
stjórnarandstöðuflokkanna jafn-
gilti þetta því að opna land-
helgina fyrir öllum þjóðum.
sem aðilar eru að bandalaginu.
En ríkisstjórnin hefði hins veg-
ar lýst þvi yfir, að full aðild
kæmi ekki til greina, vegna
bess að þá yrði landhelgin op-
in öllum aðildarríkjum EBE.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar
hefðu ekki mótmælt því, að
réttur erlendra manna til at-
vinnurekstrar í fiskiðnaðinum
hér, jafngilti opnun landhela-
innar Afstaða stjórnarandstöð-
unnar væri því i fyllsta máta
málefnaleg. en þrátt fyrir það
hefði forsætisráðh. leyft sér að
hafa um hana hin óviður-
kvæmilegustu orð.
i «©■ 'tma
fslándskontór“ í
^russel
í niðurlagi ræðu sinnar vék
Finnbogi að þeirri ’ röksemd
ráðherranna. að méð aukaað-
ild fengjum við aðstöðu til þess
að hafa áhrif á gang mála inn-
an bandalagsins og sto.fnana
þess. Þetta er þó alrangt. Ekk-
ert aukaaðildarriki fær hinn
minnsta rétt innan stofnana
handalagsins og meðal annars
af þeim sökum telja
aukaaðild ven-i cn fulla aðild.
En hitt væri alveg ljóst, að ef
bað væri alvara. að það sé eft-
■rsóknarvert fyrir okkur að
laka þátt í störfum stofnana
bandalagsins, þá mun Banda-
lagið fá ítök um íslenzk mál.
Þá yrði sett upp stjórnardeild
Hsimsfrœg bók í vandaðri útgáfu
Biúin ýiir Kwdi7iljótiðf hélur' Vorið geíin út í
ri.saupplogum i 'f|óstum monningarlöndum. og
alls staðar yoriö. jnetsölubók.'
HÖlundurinn hlaut lyrir hana hoimslrœgð‘ó.g
kvikmynd g.erð eftir bókinni. cr margfö.ld Ösc-’
gr verdlaiinamýnd. . , ’
Fundur var í gær í samein-
uðu þingi. Á dagskrá vo.ru 10
mál og voru þau öll tekin fyr-
ir. Emil Jónsson. sjávarútvegs-
málaráðherra svaraði fyrir-
.spurn , um vátryggingu fiski-
skipa. ákveðin var ein um-
ræða um þingsályktunartillögu
um aðstoð við Snæfjallahrepp
og eftirtöldum þingsályktunar-
tillögum var vísað tii nefnda:
Byggingaframkvæmdir og forn-
leifarannsóknir í Reykholti
fiskiðnskóli. geðveikralög.
launabætur af ágóða atvinnu-
fvrirtækja. vinnsla grasmjöls
á Skagaströnd. heyverkunar-
máj. Félagsmálaráðherra fylgdi
úr hlaði biogsályktunartillögu
um fullgildingu á samningi
Evrópuríkja um félagslegt ör-
vggi o.fl. og var málinu vísað
til nefndar. Umræður um
.skýrslu ríkisstjórnarinnar um
Efnahagsbandalagið héldu á-
fram ; gær, og flutti Finnbogi
R. Valdimarsson um tveggja
stunda ræðu um skýrslu rík-
isstjórnarinnar og fleiri atriði
varðandi betta mál.
VÁTRYGGING
FISKISKIPA
Björn Pálsson (Frams.) gerði
grein fyrir fyrirspurn sinni
hvað liði endurskoðun vátrygg-
ingarlaga fiskiskipa. Lög þessi
væru nú í end-
urskoðun. en
nauðsyn bæri
til að flýta því
verki. þar sem
jj vitað væri að
breytingar yrðu
- greiðslufyrir-
-komulagi
"ryggingar.
gjalda um ára-
mót. Gömlu tryggingarlögin
kvað Björn mjög ranglát. þar
sem þau legðu skvldutryggingu
á herðar eigendum smærri
• báta, en trygging stærri báta
væri frjáls. Auk þess væri
skyldutryggingin á margan
hátt óhagkvæmari en frjáls
trygging M.a hefði komið í
Ijós. að trvggingariðgjöld væru
hér allt að helmingi hærri en
í Noregi.
Emil Jónsson. sjávarútvegs-
málaráðherra taldi að Ijóst
hefði verið um nokkurt árabil.
að endurskoða
þyrfti löggjöf
" * í þessu efni.
Um áramótin
1960—61 hefði
m.a. dvalið hér
norskur sér-
fræðingur á
þessu sviði og
hefði hann komizt að sömu nið-
urstöðu. Árið 1961 hefði verið
skipuð nefnd. sem ; áttu sæti
tryggingafræðingamir Jón E.
Þorlnksson, Þórir Bergsson og
Páll Sigurðsson til að gera til-
lögur í þessum efnum. Þeir
hefðu hins vegar ekki orðið
sammála og skilað sínu álitinu
hver. Á þessu ári hefði síðan
Jóni E Þo.rlákssyni og Tóm-
ási Þorlákssyni. tilnefndum af
LÍÚ verið falið að vinna úr
þeim gögnum sem fyrir lágu.
Þeir hefðu skilað sínum tillög-
um, os hefðu þær verið send-
ar LÍÚ til athugunar í septem-
ber s.l oe þær væru þar enn
Björn Pálsson þakkaði upp-
’ýsingar ráðherrans, en kvað
fulla ástæðu til að ræða þetta
mál efnislega. þar sem stjórn-
^randstaðan fengi yfirleitt ekk'
'ækifærj til þess að koma sjón
'rmiðum sínum á framfæri
•ið endurskoðun ýmissa lagr
■■=m unnið væri að á vegum
’kisstjórnarinnar. En hann
’eði höfuðáherzlu á. að trygg-
Aearnar yrðu gefnar frjálsar
og æskiiegast hefði verið að
’ög um þetta hefðu hlotlð af-
greiðslu fyrir áramót.
Otgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósialistaílokto*
urinn. —
Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfi ólafsson,
Sigurður Guðmundsson (áb.l
Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson. Jón Bjarnason.
Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustlg 19.
SimJ 17-500 (5 Unur). Askriftarverð kr. 65.00 á mánuðL
Landlsöiö
JJverjir eiga að vera í verkalýðsfélögum og öðr«
um stéttarfélögum? Ófróðlega mætti þykja
spurt, en þetta virðist ekki vera eins auðvelt
úrlausnarefni og ætla mætti. Það kemur fram
í Sjómannablaðinu að um sjö hundruð fullgildir
félagsmenn í Sjómannafélagi Reykjavíkur eru
menn úr öðrum starfsstéttum, stunda aðra vinnu
en sjómennsku. Þetta er um þriðjungur allra
félagsmanna, og fullyrt er í þessu blaði starf-
andi sjómanna, að „landliðið“ sem sjómennnefna
svo, hafi algjörlega ráðið úrslitum við stjórnar-
kosningu 1 félaginu um langt skeið og í kosning-
um fulltrúa á Alþýðusambandsþing.
porvígismenn Sjómannafélagsins svara síarf-
andi sjómönnum skætingi einum þegar á þetta
=;r deilt og segja þá vilja láta reka alla gamla
ijómenn úr félaginu, önnur félög séu ekki be’tri,
og annað álíka. En sjálfir hafa núverandi stjórn-
irmenn í Sjómannafélaginu og samherjar þeirra
hindrað, nú síðast á Alþýðusambandsþinginu, að
sett væri almenn regla um það hve lengi menn
gætu talizt fullgildir félagar í verkalýðsfélagi,
eftir að þeir hefðu hætt að vinna í hlutaðeigandi
starfsgrein og farnir að starfa á allt öðru sviði.
Lá fyrir frá sambandsstjórn lagabreytingartil-
laga sem ákvað þann tíma að hámarki ívö ár,
nema félagsmaður „hafi hætt störfum fyrir ald-
urs sakir eða verið kvaddur til að gegna trúnað-
ars’tarfi fyrir sambandsfélag eða Alþýðusam-
bandið“. Þessa almennu reglu, sem er svo rúm
að einstök f élög hefðu auðveldlega getað sett inn-
an ramma hennar sérreglur sem þeim hentaði,
máttu Jón og Pétur Sigurðssynir og þeirra lið
ekki sjá eða heyra og afstýrðu því að þetta gæti
orðið lagastafur í Alþýðusambandinu.
J vissum félögum eins og Sjómannafélaginu og
stærri verkakvennafélögunum má ef til vill
segja að fjöldi meðlima með óeðlileg félagsrétt-
indi séu leifar hins gamla skipulags meðan Al-
þýðusambandið og Albýðuflokkurinn voru sam-
tengd skipulagslega. Önnur félög, þar á meðal
Dagsbrún, breyttu lögum sínum rækilega þeg-
ar 1942, til að tryggja að aðalfélagar væru ekki
aðrir en menn í þeim starfsgreinum sem Dags-
brún hefur samninga fyrir. Dagsbrún undan-
þiggur starfsmenn félagsins, fulltrúaráðsins og
Alþýðusambandsins, og einnig halda þeir Dags-
brúnarmenn aðalfélagaréttindum sem vegna elli
eða örorku verða ófærir til vinnu. Við tvö fé-
lög, Iðju og Frama, hefur Dagsbrún sérsamning
um gagnkvæman millibilstíma, sem menn geta
unnið í s’tarfsgreinum félaganna án þess að
’kipta um félag, en Sjómannafélagið hefur ekki
iljað gera slíkan samning. Hér er því allt öðru-
•ísi staðið að málum en í Sjómannafélaginu,
nda þótt alltaf geti slæðzt inn vafaatriði í fram-
væmd. Og væntanlega fer öllum hlutaðeigend-
'm að verða ljóst, að sjö hundruð manna ,.land-
ið“ í fullum félagsréttindum í sjómannafélagi
er ástand sem ekki getur viðgengizt til frambúð-
ar. — s.
4
4
t &