Þjóðviljinn - 13.12.1962, Page 7

Þjóðviljinn - 13.12.1962, Page 7
Fimmtudagur 13. desember 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 7 bókmenntir Hervæðing íhaldsins 1921 Lögregluþjónar og hvítliðar rjúfa þakið á Suðurðötu 14, heim- ili Ölafs Friðrikssonar. Hendrik Ottósson: Hvíta stríðið. — Set- berg, 1962. Hendrik Ottósson hefur unn- ið þarft verk með því að skrifa bók um aðförina að Ólafi Frið- rikssyni í nóvember 1921. Var Hendrik sjálfur við þá atburði riðinn, og skýrir í bók sinni frá ýmsu sem áður mun flest- um ókunnugt um aðdraganda málsins, sjálfa hina sögulegu atburði og eftirleik þeirra. Mér finnst það aðalókostur bókarinn- ar að hún skuli ekki vera svo sem helmingi lengri. Hendrik hefur kosið að skrifa auðlæsi- lega og spennandi bók um at- burði, „sem breyttu á skömm- um tíma friðsælu þorpi og hleyptu öllu í bál og brand“ fyrir fjórum áratugum. En „hvíta stríðið" var . annað meira en tilraun yfirvalda að framfylgja lögum og rétti, þó reynt væri að láta svo líta út a yfirborðinu. Hér var persónu- legt mál notað sem átylla af valdhafanna hálfu til að kné- setja þann mann í verkalýðs- hreyfingunni, sem afturhaldinu virðist hafa staðið mestur stugg- ur af á þeim árum. Og tilefnið augljóslega blásið upp, augn- veiki hins rússneska fósturson- ar Ólafs Friðrikssonar, og til- burðir yfirvaldanna hins veg- ar svo æsilegir að þeir virð- ast furðu gegna við upprifjun. Herútboð íhaldsstjórnar Jóns Af sjálfri lífsreynslunni, nakinni og kaldri Vilhjálmur S Vil- hjálmsson: Fimm kon- ur. Bókaútgáfan Set- berg. Rvík 1962. Drjúgur reitingur hefur kom- ið út af ævisögum íslenzkra manna á undanförnum árum Mestur hluti þeirrar ri't- mennsku hefur verið framinn af körlum, og fjallað um karla og athafnir þeirra. Þáttur kvennanna er þó engu ómerk- ari né síður girnilegur til fróð- leiks. Sízt minni vandi né þungi hefur hvíit á herðum margra kvenna í þjóðfélags- þróun, stétta- og réttindabar- áttu þessarar aldar. Hyggur nokkur að á atvinnuieysisár- unum hafi hlutskipti konunnar yfir allslausum barnahóp verið miklu léttari en niðuriæging- arganga mannsins milli hroka- fulira atvmnurekenda og verk- stjóra? Sá tími er enn ekki aldarfjórðung að baki — þótt margir foreldrar virðist hafa blygðazt sín fyrir að segja börnum sínum að hann hafi nokkru sinni verið til. Hvort þögn kvennanna veld- ur sá klassiski kristindómur að maðurinn sé höfuð konunnar, hennar sé aðeins að vera eftir- lát, en hans að tala, eða eitt- hvað annað, skal ekkirætthér. En myndin af þeirri byltingu þjóðfélagshátta sem hér hefur orðið á rúmiega hálfri öld verður aldrei skýr né sönn meðan þáttur konunnar er fai- inn í skugga. í>að er því gott verk sem V.S.V. hefur tekizt á hendur með ritun endurminninga kvænna, en 5 slíkir þættir eru í bók hans. Hin fyrsta er frá segir er rjarnakona, dóttir vinnukonu og stórbónda; rekur hún ætth' sinar með stolti er minnir á iöguöld. Jafnframt segir hún skemmtilega frá æskustöðvuir sínum, Fljótshliðinni, og mönn um þar, m. a. Þorsteini Ei iingssyni. Meginfrásögnin er h’ eftir að hún hefur eignazt f,; hús af börnum og skólastjóra fyrir mann. En í þessu bless- aða landi okkar hefur það ver- ið alÞútbreidd trúarjátning að uppeldi mannsins og nám væri fulikomnað eftir að honum hafði verið kennt að girða sig, hafa rétt yfir trúarjátninguna og telja sauðfé og peninga. Laun og virðing uppalenda hefur verið í samræmi við það. Enda létu nágrannakonur skólastjórafrúarinnar á Eyrar- bakka þess getið við hana að mennirnir þeirra „ynnu fyrir kaupinu sínu“. — Kona þessi er Elísabet Jónsdóttir, móðir Jóns Axels og þeirra systkina. Önnur konan, SigurlaUg M. Jónasdóttir, er dóttir hún- vetnsks góðheistaeiganda, um- svifamanns og deildarstjóra hjá Kaupfélaginu á Sauðárkróki, og lýsir hún nokkuð lífi fyrir- fólks á þeim bæ Síöan varð hún „einkaritari" Matthíasar Jochumssonar og skrifstofu- stúlka hjá Vilhjálmi Þór, — og giftist einum gustmesta stiórnmálamanni á þriðja tug aldarinnar. Segir hún eftir- minniieg dæmi um baráttuað- ferðir þess tíma. Hefði hún gjama mátt rekja þá baráttu- sögu nánar — því maður henn- ar, Jónas Þorbergsson, mun því miður ekki ætla að sinna þeim þætti. Þriðja konan, Margrét R. Halldórsdóttir, ólst upp á hrakningi austur á Héraði og hér syðra, giftist verka- manni er veiktist og dó á Vífilsstöðum. Rekur hún þá nýj- an þátt í lifi sinu: baráttuna fyrir að halda lífinu í börn- um sínum og viðskiptum sín- um við fátækrafutltrúa Reykjavíkurborgar. Það er eft- irminnileg saga — sem ekki aðeins alþýðukonur heldur og þæri betriborgarakonur sem sækja lífeyri með fyrsta barni sínu, ættu allar að lesa. Og hún gifti sig aftur, og þau byggðu hús í Skerjafirði (sem þá var sambland af skattsvik- arahverfi og fátækranýlendu). en þegar herinn kom steyptist flugvél á húsið þeirra — og það hvarf í logana, Ekki liðu mörg ár þar til maður hennar varð fyrir bii og hefur aldrei orðið samur síðan. Nú lifir hún rólega elli og segir: „Af hverju á maður að læra, ef ekki sjálfrí Iífsreynslunni, nak- inni og kaldri?“ Fjórða konan, Ingibjörg Gissurardóttir, dregur upp góða mynd af stóru barna- heimili austanfjalls og baráttu kvenna og barna þegar karl- menn allir voru farnir í verið í Þorlákshöfn á veturna. Þar geta menn lesið sér tjl um hvað orðið „slógferð“ þýðir. Svo giftist hún síðasta for- manninum í Herdísarvík, er síðar varð togarasjómaður og vörubílstjóri í Reykjavík, — og vann um skeið fyrir honum og fimm börnum þeirra er hann var veikur. Maður henn- ar, er var síðasti formaður í Herdisarvíik, togarasjómaður og vörubílstjóri, varð þó þreytt- astur eftir að hann gerðist leigubílstjóri og kynntist næt- urlífinu. — Nú lifir Ingibjörg í glöðum hópi barnabama. Helga M. Níelsdóttir segir síðasta þáttinn. I-Iún ólst upp á vel stæðu heimili í Eyjafirði, en hefur aldrei getað gleymt eymdinni og ranglætinu er hún þá sá umhverfis sig í æsku. Hún reyndi að brjótast til mennta, en atvikin hrundu henni þar af leið er hún hefði óskað; hún varð ljósmóðir. Er hún var ung að brjótast áfram hér syðra vann hún við upp- skipun, fiskþvott, sauma og var m.a. ráðskona. Hér hefur hún byggt tvö stórhýsi og ekið sjá'lf möl í þau ofan af Kjal- arnesi og hreinsað mótatimb- ur á nóttum. (Hugsið ykkur blað V.S.V., Alþýðublaðið, segja frá slíkri kvennavinnu austur í Rússiandi!). Helga segir margt eftirminni- legt frá langri starfsævi sem ljósmóðir í Reykjavík: heimil- um þar sem hvorki var til matur né mjólk né föt fyrir nýja þjóðfélagsþegninn. Á ein- Framhald á 9. síðu Magnússonar, vopnun fjölmenns liðs með skotvopnum og bar- eflum, misnotkun skáta, slökkvi- liðs og íþróttafrömuða segir sína sögu. Frávikning hins reynda og gætna lögreglustjóra Reykjavíkur, Jóns Hermanns- sonar, sem firra vildi vandræð- um að því er Hendrik telur, og bröltið með staðgengil hans Jóhann P. Jónsson varðskips- stjóra, liðsbón til dansks her- skips, aðförin, handtökurnar, yfirheyrslumar, allt þetta ber vott um freklega, ofbeldisfulla valdbeitingu, sem ekki á sinn líka í Islandssögu á þessari öld. Öll meðferð málanna, þar með taldir dómamir yfir Ólafi Friðrikssyni, Hendrik og fé- lögum þeirra, ber vott vand- ræðalegri viðleitni yfirvaldanna að ljá ofbeldisaðgerðum og pólitískri ofsókn yfirskin laga og réttar. Óumbeðin náðun ís- landskóngs bendir til þess að afturhaldið hafi ekki treyst sér til að framfylgja dómunum, sem mæltust ákaflega illa fyrir. Og réttlæting þessara ofbeld- isverka yfirvaldanna, að verka- lýðshreyfingin á íslandi hafi verið í þann veginn að gera byitingu þarna veturinn 1921— 1922, er álíka gáfuleg og til- gáta Morgunblaðsins nú fyrir nokkrum dögum, að tilgangur- inn með stækkun íslenzku landhelginnar í 12 mílur hafi verið að koma á kommún- istabyltingu á Isiandi! Atburðir haustmánaðanna 1921 verða ekki raktir hér, en þeir yirðast hafa haft djúptæk áhrif á verkalýðshreyfinguna íslenzku. Ljóst er að fjöldi reykvískra verkamanna hefur verið Ólafi Friðrikssyni og Hendrik sammála um að eðli málsins væri pólitísk ofsókn gegn verkalýðshreyfingunni. Svo hefur og fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna talið i fyrstu. En í miðri hríðinrii lýsir forysta Alþýðuflokksins yfir, að „brott- vísunarmál rússneska drengs- ins sé einkamál Óiafs Frið- rikssonar, en eigi flokksmál" og rokið er til að víkja Ólafi frá sem ritstjóra Alþýðublaðs- ins. Hendrik lýsir því í bók sinni hvernig þessir atburðir, og m.a. þetta tiltæki Alþýðu- flokksstjórnarinnar, ýtti undir skipulega starfsemi hinna rót- tækari manna í flokknum (hversu virðulegir eru ekki sumir þeirra orðnir, sem þá voru róttækir!) og hvernig sú skipulagning kom fram allt upp í Alþýðusambandsþing og kosningu sambandsstjórnar, minnzt er á stofnun Félags ungra kommúnista og hins fyrra Sambands ungra komm- únista og fieiri atburði þeirra tíma, sem varða verkalýðs- hreyfinguna og sósíalismann. Ekki hef ég kunnugleika eða þekkingu til að dæma um sagn- fræði þeirra þátta í einstök- um atriðum, og kemur þar að því sem ég ympraði á áður, að mig hefði langað til að Hendrik hefði skrifað ýtarlegt sagnfræðirit um þessi ár, með könnun og úrvinnslu sem flestra heimilda, oft fer hann ekki meira út í málin en svo að manni finnst að þar hefði endurminning hans sjálfs nægt. Hann kvartar reyndar yfir því í bókinni að sum skjöl þessa máls virðist ekki liggja á lausu og væri það eftii; öðru. En sjálf- sagt verða þeir fleiri lesend- urnir sem þakka Hendrik fyrir að ha.nn skyldi heldur skrifa þá auðlesnu og spennandi bók sem Hvíta strfðið er. Þar er líka margt um drætti sem fylla út í mynd síðari tíma manna af þessum atburðum. Eitt lítið dæmi: Sjá menn ekki fyrir sér þrjá 15 ára ofurhuga, sem neita að íara heim þegar aðförin að Ólafi er í aðsigi, en að henni lokinni „voru allir sem í íbúð Ólafs voru, teknir fastir og leiddir út f handjárnum. Erfit* var að fást við drengina vegn*> bess að handjárnin voru of sié*- og runnu fram af.” Myndir frá atburðunum auka á heimildar- gildi bókarinnar. Athyglisverð er ályktun Hend- riks um áhrif þessara mála á þróun verkalýðshreyfingarinn- ar. Hann segir í bókarlok: „Það er mín skoðun, að at- burðirnir í nóvember 1921 hafi átt sinn þátt og ekki lítinn í því að verkalýðshreyfingin á íslandi varð svo róttæk sem hún er. Þessir atburðir voru i sambandi við verkalýðshreyf- inguna, en auk þess bættust verkalýðshreyfingunni margir menn vegna atburðanna, menn sem enn eru starfandi að þeim máium sem þeir kynntust þegar þeir buðu sig fram til þess að verja rússneska drenginn hinn 18. nóv 1921“. Rússneski drengurinn — til- efnið — ris upp af blöðum þessarar bókar sem þolandi á- takanlegra örlaga Gyðings á tuttugustu öld. Bamungur horf- ir hann upp á hryllileg morð nánustu ástvina sinna, flakkar um Rússland á ámm hungurs- neyðar og borgarastríðs, er fyrir tilviljun hrifinn burt 1 friðsæld nýs heimilis í Rvík en verður þar fyrr en varir miðdepill of- boðslegra aðfara vopnaðs liðs, sem dregur drenginn veinandi, minnugaii örlaga föður og bróð- ur út úr hæli hans á jörðinni, hann er hrakinn burt af Is- landi. Við taka eirðarlaus ár, starf og dvöl í Frakklandi, heim- sókn í Reykjavík 1931, og loks hverfur Nathan Friedman sjón- um í ógnum nazistísks her- náms. Vísast væri hann hér enn, löngu orðinn Islendingur, ef hinn nýi faðir hans hefði ekki verið fremst í röðum ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar Árið 1921 blóðlangaði íhaldið og auðvaldið í landinu að ná sér niðri á verkalýðsleiðtogan- um Ólafi Friðrikssyni. Og til- efnið fannst S.G Nathan Friedman Ólafur Friðriksson. Glæður minn' inganna Sigriður Bjömsdóttir frá Miklabæ: I LJÓSI MINNING- ANNA. Prentsmiðj- an Leiftur 1962. Fyrir meira en fjörutíu ár- um bar ungan dreng að garði á prestssetrinu Hesti í Borgar- firði. Hann hefur sennilega ver- ið að fara með bréf á póst- inn eins og það var kallað. Honum var boðið til stofu að góðum sveitasið, en þar var fyrir ung kona, sem stóð upp úr sæti sínu og heilsaði drengn- um alúðlega. Fas konunnar var hljóðlátt og milt, en drengur- inn var feiminn og hefur varla talað fleira en nauðsynlegt var. Þannig voru fyrstu kynni mín af frú Sigríði Björnsdóttur frá Miklabæ. Síðar kynntist ég henni nokkru nánar, því að bæði var fremur stutt milli bæja og eins hitt, að ég dvaldi á heim- ili hennar um tíma á unglings- árum mínum. Staðfestu þau kynni það, sem mér bauð f grun, er ég sá hana í fyrsta sinni, að hér færi kona, gerð úr nokkuð öðru efni en fjöld- inn. Fyrir nokkram árum heyrðl ég hana flytja eitt eða tvö erindi í útvarpið,, og voru þau óvenjulega vel samin og flutt. Nú hafa mér borizt í hendur minningar frú Sigríðar, I ljósi minninganna. Hér er ekki um ævisögu að ræða í venjuleg- um skilningi, heldur er brugð- ið upp minnistæðum myndum, sem falla ekki endilega í rétta tímaröð. Víða er þannig hald- ið á efni, að frásögnin verður á mótum endurminninga og smásögu. Lengst dvelur höfund- ur við æsku- og uppvaxtarár- in á prestssetri í fagurri sveit í Skagafirði, heimili með ríka menningarhefð af fomum stofni og opinn huga fyrir viðfangs- efnum samtíðarinnar. Það er bróðurdóttir Guðbjargar í Broddanesi, sem kunni kvenna bezt að segja sögur, er hér heldur á penna. Flestar eru frásagnir írú Sigríðar harla hversdagslegar svipmyndir úr lífi manna eins og það var í íslenzkum sveitum um síðustu aldamót. Atburðimir sjálfir rísa ekki að jafnaði hátt eða orka beinlínis á lesandann. Hér er ekki rakinn neinn ævintýrafer- ill eða óvenjuleg raunasaga, sem lyftir frásögninni og gerir hana sögulega: Það er hversdagsönn- in ein, sem kemur hér til dyra á sinn hljóðlega og marg- slungna hátt, og hana hefur Sigríði víða tekizt að hefja á svið listrænnar tjáningar. Höfundur situr hér roskinn að áram, þegar storma lífsins er farið' að lægja, og litur yfir farinn veg, skarar í glæð- ur minninganna. Fyrir huga hennar ber ótal atvik af langri leið, síðan hún steig fyrstu sporin á gólfinu í Suðurstof- unni í Miklabæ, þar til hún sjötíu áram síðar situr alþjóða kvenréttindaþing í Dublin sum- arið 1961. Veigamestu kafiar bókarinnar þykja mér vera: Faðir minn, Staldrað við á Miklabæ, Guðmundur gamli, sem er elzta frásögn bókarinn- ar, rituð árið 1912, Jón Ós- mann ferjumaður, Varþaðfeigð eða hvað? og Jólahugleiðing. Það sem gefur þessum minn- ingum gildi og hefur þær um leið yfir hið hversdagslega er sú hlýja og þokki er einkennir sær cf, tilgerðarlausa reisn í r”“1 í rr. rrpmsetningu, sem er aðall góðra bþka. Haraldur Sigurðsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.