Þjóðviljinn - 21.12.1962, Side 3

Þjóðviljinn - 21.12.1962, Side 3
Föstudagur 21. desember 1962 ÞJOÐYILJINN SÍÐA 3 Fiskimenn krefjast meiri ríkisstyrks Fiskveiðar Norðmanna stöðvast um áramótin OSLÓ 20/12 — Fiskimannafélag Noregs (Norges Fiskarlag) hefur lýst yfir veiðibanni frá áramótum og tilkynnt rík- isstjórninni að það telji að samningaviðræður um aukna aðstoð ríkisins við sjávarútveginn á næsta ári séu strand- aðar. Ríkisstjórnin ræddi þetta mál á fundi í dag og búizt er við að einhvern næstu daga muni hún tilkynna síld- ar- og fisksölusamlögum að þau geti á næsta ári reiknað með svipuðum styrk úr ríkissjóði og á síðasta ári, eða nálægt 100 milljónum norskra króna. Ræða Krústjoffs suglýst í bíaði LONDON 20/12 — Bæði í dag og í gær birti blað Beaverbrooks, Daily Express, eitt útbreiddasta blað Bretlands, tveggja síðna auglýsingu frá sovétstjóminni, þar sem birt var í heild ræða Krústjoffs forsætisráðherra á fundi Æðstaráðsins nýlega. Ekki er vitað hvað þessar auglýsingar hafa kostað, en til samanburðar má nefna, að fyrr á árinu birti sovétstjómin svipaða auglýsingu í Guardian. Var hún tvær síður og fjórðungssíða og kostaði sem næst 220.000 krónum. Tító og frú fóru heimieiðis í gær Samninganefnd Fiskimannafé- lagsins hafði upphaflega krafizt þess að þessi styrkur yrði hækk- aður upp í 245 milljónir norskra króna, en í samningaviðræðunum við ríkisstjómina var þessi krafa lækkuð niður í 190 milljónir, en þó aðeins með því skilyrði að félagið hefði rétt til að gera við- bótarkröfur, þegar lokið hefði verið samningum í verðlags- og kaupgjaldsmálum annarra stétta. Stjórnin bað um frest Karl Trasti, kaupgjalds- og verðlagsmálaráðherra, hafði far- ið þess á leit við Fiskimannafé- lagið að það frestaði samninga- viðræðunum og var því þá heit- ið, að samkomulag sem síðar kynni að nást myndi látið verka aftur fyrir sig frá áramótum. Fiskimannafélagið vildi ekki ganga að þessu nema ríkisstjóm- in féllist strax á kröfuna um 190 milljón króna ríkisstyrk sem kæmi til framkvæmda þegar 1. janúar n.k. Fiskimenn bera minna úr býtum Fiskimannafélagið byggir kröfu sína um aukna rí'kisaðstoð á þvi að norskir fiskimenn beri minna úr býtum en aðrar vinnustéttir og telur óhjákvæmilegt að tekj- ur þeirra verði hækkaðar um a. m.k. tíu prósent, en það myndi leiða af sér hækkun ríkisstyrks- ins um nálega helming, eða upp í 190 milljónir króna. Þetta hljóti þó aðeins að vera fyrsta skrefið í átt til launajafnréttis fýrir fiskimenn og rnrrni baráttunni haldið áfram þar til því marki verði náð. Viscount-flugvél fórst við Varsjá VARSJÁ 20/12 — Viscount-flug- vél í eigu pólska flugfélagsins hrapaði til jarðar skammt utan við Varsjá í gærkvöld og fórust allir sem með henni voru, 33 að tölu. Flugvélin var að koma frá Brussel og flutti 28 farþega, og voru flestir pólskir. Flugvélin var 'úveg að því komin að lenda, en begar hún var í um 110 metra hæð stakkst hún til jarð- ar. KIEFF 20/12 — Tító Júgóslavíu- forseti og kona hans héldu í dag ásamt fylgdarliði sínu heimleið- is frá Sovétríkjunum, en þar hafa þau dvalizt undanfarnar tæpar þrjár vikur. Þeir Krúst- joff forsætisráðherra og Tító ræddust við í dag í Kíeff, en þangað fóru þeir saman með járnbrautarlest fyrir tveim-þrem- ur dögum. Að loknum fundi þeirra í dag var gefin út tilkynning þar sem sagt var að þeir hefðu rætt í ein- lægni og bróðemi um frekari ráðstafanir til að bæta sambúð Sovétríkjanna og Júgóslavíu. SKÓVAL AUSTURSTRÆTI 18 Eymundssonarkiallara Kennedy lét undan Macmillan Bretar fá Polarisflug- skeyti fyrir Skyboit NASSAU, Bahamaeyjum 20/12 — Fullyrt er að Kennedy Bandaríkjaforseti hafi orðið við þeirri kröfu Macmillans, forsætisráðherra Bretlands, að Bandaríkjastjórn láti Bret- um í té Polarisflugskeyti í stað Skyboltskeytanna sem hún ætlar að hætta við smíði á. Polaris-flugskeytin, sem knú- in eru föstu eldsneyti, eru eink- um ætluð til notkunar í kafbát- um og má skjóta þeim með kjamahleðslu neðan úr djúpum hafsins. Framlenging um einn dag Það er tekið fram að enn hafi ekkert formlegt samkomulag verið gert um þetta og eftir sé að ganga frá ýmsum atriðum, en búast megi við að það verði gert á fundinum á föstudag. Viðræð- ur þeirra stjómarleiðtoganna áttu annars aðeins að standa i tvo daga en þær voru fram- lengdar um einn dag, vegna þess hve Skybolt-málið rejmdist örð- ugt viðfangs og tímafrekt. Ósammála um Skybolt Sagt er að Macmillan hafi ekki viljað fallast á þá skoðun Kennedys að vesturveldunum væri fyrir beztu að hætta við smíði Skybolt-skeytisins, þar sem það myndi reynast of dýrt og reynslan sem þegar hefði fengizt af því þágborin. Macmill-, an mun hinsvegar hafa sýnt for- setanum fram á hvílíkum álits- hnekki hann og flokkur hans myndi verða fyrir i Bretlandi, ef hætt yrði við smíði Skybolt- skeytanna, en Bretar fengju ekkert annað sambærilegt flug- skeyti í staðinn. Þegar þeir höfðu rætt þetta mál lengi urðu þeir ásáttir um að biðja landvarnaráðherra sína, Thomeycroft og McNamara, að athuga möguleika á því að Bretar fengju Polarisskeyti frá Bandaríkjunum og lögðu þeir á- listgerð um það mál fyrir ráð- herrana á síðdegisfundi þeirra í dag. ! Atvinnuleysið íBretiandi hefur tvöfaldazt á árinu LONDON 20/12. — Atvinnuleysið í Bretlandi hefur tvö- faldazt síðan um jólaleytið í fyrra og eru nú 2,5 af hundraði vinnufærra og vinnufúsra atvinnulausir. At- vinnuleysingjum hefur fjölgað ört síðustu vikurnar, en þeir töldust 10. desember sl. 566.200. Óttazt er að atrvinnu- Ieysið muni enn aukast eftir hátíðarnar.bæði í janúar og febrúar. Iðnaðarframleiðslan í Bretlandi í október sl. var minni en í nokkrum öðrum mánuði síðustu fimm árin. Brezku verkalýðssamtökin telja þessa þróun mjög fskyggi- lega og hafa farið fram á viðræður við Maudling fjár- málaráðherra um hvað gera skuli. SkófafnaSur er nytsöm, og kœrkomin iólagjöf! Spiegel-mönnoH KARLSRUH5 20/12 — Ríkissak- sóknari Vestur-Þýzkalands til- kynnti i dag að höfðað myndi mál gegn Rudolf Augstein, út- gefanda vikublaðsins Der Spiegel, Conrad Ahlers, hermálafrétta- ritara þess, og Alfred Martin, ofursta í vesturþýzka hernum, og eru þeir allir sakaðir um landráð. Þeim Spiegel-mönnum hefur nú verið sleppt úr fang- elsi en þeir hafa verið í varð- haldi í tæpa tvo mánuði. Enn situr þó einn af ritstjórum blaðs- ins í fangelsi og ennfremur of- ursti úr vesturþýzku leyniþjón- ustunni. sem handtekinn var í sambandi við Spiegel-málið. SigEingaskrif- stofu Tékka í Sjanghaj lokað • Enskir og hollenzkir KVENSKÖR • Þýzkir og hoilenzkir KARLMANNASK ÖR — Mjög fallegt úrval — • Þýzkir og Kollenzkir INNISKÖR — Fyrir kvenfólk, karlmenn, unglinga og börn — Stórglæsilegt úrval — • Enskir og ítalskir KULDASKÖR — fyrir kvenfólk • ítalskir og tékkneskir KULDASKÖR — fyrir karlmenn, unglinga og börn • Franskir DRENGJASKÖR — stærðir 24 — 39 • ítalskir TELPN ASKÖR — Mjög fallegir — Stærðir 22 — 35 • Kanadískar KVENBOMSUR — úr nælon — Fjórar gerðir________________ PEKING 20/12 — Orðrómur sem hefur gengið um að lokað hafi verið siglinga- og verzlun- arskrifstofu Tékkóslóvakíu í mestu hafnarborg Kína. Sjang- haj. hefur verið staðfestur. Eng- in skýring er gefin á lokuninni, en grunur leikur á að hann stafi af ósættinni milli kommúnistaflokkanna í Kína og í Austur-Evrópu. Svo virðist sem einnig sé ætlunin að loka skrif- stofu tékkneska aðalræðismanns- ins í Sjanghaj. SKÖFATNAÐUR ER NYTSÖM OG KÆRKOMIN JÖLAGJÖF! SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR LAUGAYEGI 100

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.