Þjóðviljinn - 06.01.1963, Page 5
Sunnudagur 6. janúar 1963
ÞJOÐVILJINN
SÍÐA §
Á það að taka 40 ár a
fullgera Strákaveginn?
Það er annað að tala fagur-
lega á framboðsfundum um
nauðsyn öruggrar samgöngu-
leiðar milli Siglufjarðar og
Skagafjarðar og hafa mann-
dóm í sér til að standa með
málinu þar sem úrslit þess eru
ráðin á Alþingi.
I fjárlagaumræðunum benti
Gunnar Jóhannsson á þennan
tvískinnung í þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins, og sýndi fram á, að
með því framlagi sem nú er
ætlað til Strákavegarins. muni
táka 40 ár að fullgera veginn!
Gunnar Jóhannson flutti við
2. umræðu fjárlaga tillögu um
heimild til 15 millj. kr. lán-
töku vegna þessa vegar. í um-
ræðunum sagði Gunnar m. a.
þetta um málið:
„Vegasambandið við Siglu-
fjörð eins og það er nú. er al-
gjörlega óviðunandi. Vegurinn
liggur um Hraunadal og yfir
Siglufjarðarskarð, mjög hátt.
Þama uppi í háfjöllum er allra
veðra von á öllum mánuðum
ársins og getur vegurinn lok-
ázt á hvaða tíma sem er. Sein-
ast í sumar lokaðist hann bæði
í júlí og ágúst, þótt stutt væri.
Því hefur verið að því unnið
undanfarið ár, að nýr vegur
yrði lagður út með Hvanneyrar-
hlíð að vestan, með jarðgöng-
um í gegnum fjailið Stráka.
Þaðan er svo meiningin að
vegurinn liggi inn með dala-
landinu að austan og á núver-
andi Siglufjarðarveg við svo-
kallaða Heljartröð. Á allri
þessari leið er frekar snjólétt
og mundi því hinn nýi vegur
verða opinn mikinn hluta árs-
ins.
Að sjálfsögðu kostar slíkur
vegur mikið fé. Mitt álit er og
margra annarra að eina ráðið
til þess að fá þennan nýja veg
Frá Siglufirði: A myndinnii sést nýi vegurinn upp i Siglufjarðarskál í snarbrattri fjallshlíðinni
lagðan á ekki alltof löngum
tíma sé lántaka til vegarins og
þeirri lántöku yrði auðvitað
varið til að byggja veginn upp.
Þessi vegur^ kostar 20 millj.
kr„ sem mun. ekki fjarri lagi
að álykta. Mundi með núverandi
framlagi til vegarins sam
kvæmt tillögu fjárveitinga-
nefndar taka yfir 40 ár að
leggja þennan veg, 40 ár. Auk
þess mundi svo vegurinn verða
mun dýrari með þvi að vinna
við hann í smááföngum eins
og nú er gert. Fyrir því tel ég
hina mestu nauðsyn til þess. að
ríkisstjórnin fái heimild frá
Alþingi til lántöku til vegarins
svo að hægt verði á næstu
tveimur árum að ljúka við
lagningu hans og koma með
þvi móti einum mesta athafna-
bæ landsins í öruggt samband
við vegakerfi landsins.
Stjörnarflo
nauosyniaman
armr gegn
uðurlands
Við 2. umræðu fjárlaga flutti
Karl Guðjónsson ásamt Ágúst
Þórvaldssyni og Bimi Fr.
Björnssyni þá breytingatillögu
að nýr liður kæmi á 22. gr.
fjárlaga: Að heimila ríkis-
stjórninni að taka allt að 25
milljón króna Ián til að ljúka
undirbúningi og hefja brúar-
gerð yfir Ölfusá hjá Óseyrar-
nesi.
Stjórnarflokkarnir, Sjálfstæð-
isflokkurinn og Alþýðuflokkur-
inn, lögðust gegn þessu nauð-
synjamáli Sunnlendinga og
greiddu allir viðstaddir þing-
menn þeirra atkvæði gegn því
að þessi heimild vrði skráð á
fjárlög ársins 1963. Þingmenn
Framsóknar voru með tillög-
unni.
Við umræðuna rökstuddi
Karl tillöguna á þessa leið:
„Þeir sem til þekkja, vita
það, að þorpin þrjú á strönd
Ámessýslu. Stokkseyri og Eyr-
arbakki annars vegar og svo
Þorlákshöfn hins vegar eru
slitin í sundur af Ölfusá, og er
ekki hægt að komast á milli
Þorlákshafnar og hinna tveggja
þorpanna nema því aðeins að
fara mjög langan veg um Se’-
foss.
Þetta er mjög bagalegt,
vegna þess að mörg undanfarn
ár hefur þróun gengið til þeirr-
ar áttar, að það er hætt að
vinna að hafnargerð á Stokks-
eyri og Eyrarbakka að mestu
leyti, en Þorlákshöfn er hins
vegar rísandi hafnarbær, sem
þarf margra hluta með, ekki
sizt vinnuafls, en þar eru hins
vegar litil húsakynni, alltof lít-
il til þess að hýsa allt það
fólk, sem við þann útveg þarf
að vinna, sem þar er þegar
myndaður og á vafalaust eftir
að vaxa í hlutfalli við væntan-
lega stækkun hafnarinnar þar.
Það væri vísastur vegur til
þess að bæta afkomu fólksins
í þeim þorpum, þar sem hafn-
arskilyrðin fara þverrandi og
minna er sinnt um útgerð, eft-
ir að höfn á nálægum slóðum
opnast betri og stærri heldur
en þessi tvö þorp, Stokkseyri
og Eyrarbakki hafa haft, ef
það gæti átt greiðan gagn yfir
til Þorlákshafnar, til þess að
stunda þar vinnu sína. þá
mundi þeim nýtast af íbúðar-
húsum sínum og einnig mundi
þá nýtast af þeim framleiðslu-
tækjum, sem í landi eru, eins
og t.d. fr>rstihúsum og annarri
fiskverkunaraðstöðu, sem ekki
er sýnilegt annað en verði lítils
virði, ef ekki kemst beinna og
greiðara samband milli þessara
staða heldur en nú er.
Auk þess er það ýmislegt i
samgöngukerfi Suðurlands.
sem krefst þess, að Ólfusá
verði brúuð fram við Ósinn og
flestir munu sammála um að
það væri hin mesta samböngu-
bót ef svo yrði gert. Fullnað-
arrannsóknir á kostnaði við
þessa brú í Óseyrarnesi, eru nú
að vísu ekki fyrir hendi, en það
er margra manna grunur, að
þarna sé hægt að byggja brú
miklu ódýrri en menn gerðu
sér hugmyndir um í upphafi
og miðað við nytsemi hennar,
bæði hvað snertir að tengja
Stokkseyri og Eyrarbakka við
Þorlákshöfn og einnig til al-
mennra samgangna um neðan-
vert Suðurlandsundirlendið, þá
er það ekki áhorfsmál, að þarna
á að koma brú og hlýtur að
koma brú.
Nú má e. t. v. segja, að ekki
sé eins brýn þörf og áður að
leggja tíl í fjárlögum, að rík-
isstjórnin fái lántökuheimild til
þess arna. því að e. t. v. gæti
hugsazt, að eitthvað af því fé,
sem ríkisstjórnin hefur þegar
tekið að láni, 240 millj., gæti
til þessa runnið. En ef svo er
ekki, að þetta fi-amlag rúmist
innan þess ramma. þá er vert
að samþykkja nýja lánsheimild
í þessu skyni og það höfum við
flutningsmenn þessarar tillögu
lagt til, og að lokið verði und-
irbúningi og framkvæmdir
hafnar við þessa brúargerð."
Um leið og slikur vegur
mundi verða hin mesta lyfti-
stöng fyrjr Siglufjörð og íbúa
hans, yrði hann jafnframt til
stórhágsbóta fyrir útsveití'r
Skagafjarðar og jafnvel fyrir
alla Skagafjarðarsýslu. Eins Qg
nú horfir, er yfirvofandi hætta
á, að Fljótin, sem er yzta
byggð Skagafjarðar, leggist í
auðn. Á hverju ári flytja það-
an fleiri fjölskyldur til ann-
arra staða, en með komu hins
nýja vegar mundi þetta giör-
breytast. í Fljótum eru hin
beztu lönd til ræktunar og til-
valið að koma þar á fót mikilli
mjólkurframleiðslu, en afsetn-
ingsmöguleikar verið mjög tak-
markaðir og erfiðir. Ef aftur
á móti væri komið á öruggt
vegasamband við Siglufjörð,
væri hægt að senda mjólkina
þangað daglega, og þar unnið
og hreinsað úr henni, annað
hvort í mjólkurstöð á Siglu-
firði eða Haganesvík.
Annars er það mála sannast,
að öll úthéruð Skagafjarðar
mundu hafa stórkostlegt gagn
af öruggu vegasambandi við
Siglufjörð. Um það þarf ekki
að deila. Þessa staðreynd gera
íbúar þessara héraða sér fylli-
lega ljósa og ég fullyrði, að
kjósendur í Skagafirði og aðr-
ir íbúar þar ætlast beinlínis
til þess af þingmönnum sínum,
að þeir vinni að lausn þessa
stórmáls með festu og dugnaði.
Snemma á þessu þingi flutti
Skúli Guðmundsson ásamt mér
og Birni Pálssyni frumvarp til
laga um lántöku vegna Siglu-
fjarðarvegar ytri að upphæð 15
millj. kr. Frumvarpið var tek-
ið fyrir til 1. um. og að henni
lokinni vísað tl 2. umr. og
fjárhagsnefndar. Siðan hefur
ekkert heyrzt um þetta mál og
litlar líkur eru til þess, að það
fái viðhlítandi afgreiðslu. ef
miðað er við réynslu undan-
genginna ára. Síðan hefur ekk-
ert heyrzt um þetta mál ann-
að en það, að tveir af þing-
mönnum kjördæmisins hafa
skrifað um málið og talið hina
mestu nauðsyn þess að leysa
vegamál Siglfirðinga á sem
fljótastan og beztan hátt. Ekki
skal ég draga það í vafa, að
þessir ágætu þingmenn séu all-
ir af vilja gerðir til þess að
leysa vegamál Siglfirðinga og
Skagfirðinga, þótt þeir séu
Framhald á 3. síðu.
Útgefandi:
Sósíalistaflokk-
Sameiningarflokkur aiþýðu
urinn. —
Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson, Sigurð-
ur Guðmundsson (áb)
Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði.
VOLTA-
KROSSINN
Jslendingar sem lesa blöð frá nítjándu öld og
fyrstu áratugum tuttugustu aldar hafa mikla
skemmtan af auglýsingum um undralyf, sem
sögð voru bæta flest mannamein, að minnsta
kosti alla sjúkdóma sem menn þekktu af lækn-
ingabók Jónassens og eigin reynd. Mest bar
á tvennum slíkum meðölum til kraftaverkalækn-
inga, Voltakrossi og Bramalífselixír. islenzk blöð
birtu ekki einungis skrumauglýsingar frá mönn-
um sem höfðu hugkvæmni til að auðga sig á
fáfræði fólks á þennan hátt, heldur líka vottorð,
hundruðum saman, um undraverðar og dásam-
legar lækningar.
j^nn virðist allstór hópur íslendinga á nákvæm-
lega sama stigi gagnvart hindurvitnum og
auðgunarbrellum óprúttinna manna, sem not-
færa sér fáfræði fólks og trúgirni. Þegar auglýs-
ingabrella kemur fram, virðist nóg af fólki sem
hefur sams konar afstöðu til „segulmagnaðra
armbanda frá Japan“ sem lækna flesta kvilla ef
hlutaðeigendur snúa til norðurs og suðurs á
nóttunni, og menn höfðu til Voltakrossins og
Bramalífselixírs áður fyrr. Það er að vísu búið
að lögtaka á íslandi að ekki megi auglýsa
svindlið „frá Japan“ eða annað slíkt, eins og
gert var með Voltakross eða Bramann. En í þess
stað er hlutaðeigendum veitt ókeypis auglýsing
í fréttahungruðum blöðum og sú auglýsing jafn-
vel flennt yfir forsíður sem um heimsfrétt eða
gagnmerkan innlendan atburð væri að ræða.
Fréttin um málaferlin í Danmörku gegn þessu
lækningasvindli sem Þjóðviljinn birti í fyrra-
dag sýnir hve gífurleg álagning er á gripum
þessum. Enda er það meginatriði málsins: Hvað
sem líður bata trúgjarnra manna sem láta glepj-
ast af svindlinu, er einn bati vís: Batinn í efna-
hag þeirra sem raka saman gróða á fáfræði og
trúgirni fólks.
0*. þetta er ekki einstakt fyrirbæri. Hvers konar
hjátrú og hindurvitni virðist lifa góðu lífi
á íslandi, enda boðuð andatrú og draugatrú með
þvílíku offorsi, að verið er að gera þjóðina að
viðundri, draugalækninga leitað við sauðfjár-
sjúkdómum, verklegar framkvæmdir stöðvaðar
nokkrar vikur meðan draugar flytja búferlum,
rithöfundar og útgefendur keppast um að græða
hálfa eða heila milljón á útgáfu nýrrar, enn
meira krassandi draugabókar en þeirrar sem
kom út í fyrra. Til er hópur manna sem heldur
að þetta draugafargan og pýramídaspádómar og
stjörnuspár sé eiginlega allt fullgild náttúru-
vísindi! Og varla er við öðru að búast meðan út
eru gefnar tíu hindurvitnabækur fyrir hverja
eina um raunvísindi, meðan skrifuð er saman
bók um hvern einasta „miðil“ en engin um
brautryðjendur íslenzkra náttúrufræða Hér þarf
breyting á að verða, vilji Íslendingar teljast
menningarþjóð. — s.