Þjóðviljinn - 27.01.1963, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 27.01.1963, Qupperneq 10
J0 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27, janúar 1963 Hún var að velta fyrjr sér, hvers vegna vísundarnir þyrftu endilega alltaf að velta sér á sama staðnum. Þejr voru heimsk- ustu skepnur í heimi. Hún hafði séð þá eins og svarta rák við sjóndeildarhringinn þegar þeir þrömmuðu yfir auðnima að vatns- bóli. í>eir röltu áfram hinir ró- legustu, þar til einn — gamall gaur í fararbroddi — tók upp á því að velta sér um hrygg til að klóra sér á bakinu Hann reis á fætur og rölti áfram. En rétt eins og eftir skipun veltu allir hinir vísundarnir sér á sama staðnum. Þegar þúsundasti vísundurinn var búinn að velta sér var komin stærðar dæld. Oliver reyndi að forðast þessar dældir, en það var hægara sagt en gert. Þegar hann kom auga á þær. var yfirleitt um seinan að beygja Ennið á Olþver var brúnt af ryki. Hann hafði ekki rakað sig síðan þau hófu ferðina, og nú var hann býsna skeggjaður. Ryk- ið settist í skeggið. svo að það var eins og þakið köngulóarvef. Á höfðinu var hann með gamlan hatt tii hlífðar fyrir sólinni og hatturinn var Hka þakinn ryki. Hann var í köfióttri skyrtu, en hún var löngu orðin uppiituð, svo að ekki var lengur hægt að greina litinn og þykku vaðmáls- buxurnar voru næstum iitlaus- ar. Ermarnar voru uppbrettar og handleggirnir á honum voru svo brúnaðir af sóiinni að ljós- brún líkhárin sýndust næstum hvít. Vöðvar hans voru eins og kaðlar undir hörundinu. Karl- mennirnir í lestinni unnu mikla erfiðisvinnu Það var því ekki að undra. þótt hún tækj eftir sterklegum grófgerðum höndum Olivers í New York. Gamet horfði á saumsprettu í kjólerminni sinni. Fötin höfðu verið hennj mátuleg í New York, en í þessarj ferð þurfti hún líka að vinna Vöðvarnir urðu stælt- ari og ekki sériega kvenlegir. Hún þreifaði á stinnum upp- handleggsvöðvunum. — Þegar við komum tii Californíu, sagði Gamet, — vona ég að bróðir þinn. verði ekki vonsvikinn yfir því að ég skuli ekki líta út eins og postulínsbrúða. Ég er orðin svo sterk og úfitekin. Oiiver skotraði augunum til hennar. — Charles býst ekki við neinu. Hann veit ekki neitt um þig. — Nei, auðvitað ekki. Ég gleymi því alltaf. Heldurðu, að honum muni geðjast að mér? — Vertu ekki að brjóta hei!- ann um Charles. — Oliver var svo stuttur í spuna, að hún varð undrandi. Garnet sneri sér til í sætfnu. — Hvað áttu við? Kvíðirðu fyrir að hitta hann? — Það getur verið að hann — verði dálítið erfiður viður- eignar í fyrstu, sagði Oliver. — En því þá það? — Hann verður sjálfsagt undr- andi á því að ég skuli hafa gift mig. Drottinn minn, Garnet, það eru fjórir eða fimm mánuð- ir þangað til við komum til Californíu, svo að það er ástæðu- laust að hafa áhyggjur útaf Charles. Garnet hrukkaði ennið Qg hugsaði. Oliver horfði beint fram fyrir sig meðan bann stýrði múldýrunum yfir hnúsk- ótta sléttuna. Rykský þyrlað- ist framaní bana. Hún hóstaði og Oliver sagði brosandi: — Reyndu að hósta ekki. Þú verður aum í hálsinum af því. [ Kyngdu Gernet kyngdi. — Ég veit það. Ég sk-al reyna að muna það. Rykið hafði gert múldýrin óró. Oliver átfi fuljt í fangj með að | stjórna þeim. Hann gat ekki lit- i ið á hana, en hann talaði við | hana i uppörfandi róm. i — Ferðalagið er býsna erfitt, i finnst þér ekki? Tíu þúsund hluti þarf maður að muna og á morgun þarf maður að muna það allt saman upp á nýtf. Gamet hélf sér fastri í sæt- ið. Hún dáðist að lagni hans við að stjórna dýrunum. En hún velti fyrir sér hvers vegna hann hefði sagt að hún skyldi ekki hafa áhyggjur af Charles. Það ] var eins og hann vildi ekkert um i hann tala. Jæja, hún gæti spurt i hánn seinna. Ef hún þyrfti að í vita eitthvað um Charles áður | en hún hitti hann, þá myndi OK- j ver áreiðanlega segja henni það. j Hún hlustaði á skröltið í ] vagnalestinni. Það marraði í j hjólunum þegar þau snerust. Uxarnir bölvuðu ökumönnunum sem neyddu þá til að þræla svona í rykinu og hitanum. Uxakúskarnir gengu með ækinu og hrópuðu og bölvuðu og létu smella í svipunum. Gamet hlust- aði og þótt hún væri svo þreytt að hana verkjaði í limina, brosti hún hreykin. Hvað sem öðru leið, þá var eitthvað sérstakt við Santa Fe-lestina, sem bauð byrg- inn auðninni miklu með dirfsku og svita. Vagnalestin var hálfur annar j kilómetri á lengd. Hún fór 25 kílómetra á dag. Þar vom hundr- að vöruvagnar. auk farangurs- vagna og íveruvagna. Vagnamir óku fjórir í röð. svo að hver kaupmaður gæti fylgzt með mönnum sínum. Á undan riðu útkíksmennirnir og á eftir röltu aukamúldýrin og uxamir. Þegar þau' lögðu af stað frá Counvil Grove höfðu aðeins verið fjöru- tíu vagnar í lest. En nú höfðu flestir kaupmennirnir slegizt í hópinn, á stöku stað meðfram hjólförunum sáust merki eftir bál, sem gáfu til kynna að framundan væru fleiri vagn- ar. Þau voru komin þúsund kíló- metra frá Independence og áttu \ þrjú hundruð kílómetra eftir til j Santa Fe. Alla þessa leið höfðu [ þau ekki séð neina mannabú-j staði. En þvert yfir þessa auðn ] fluttiu kaupmennirnir vörur sem voru milljón dollara virði. Vör- , unum hafði verið svo vel pakk- að, að í Santa Fe yrði varla hrukku að sjá á klæðaströngun- um og ekki dæld í potti eða katli, Þetta var mikið vanda- j verk. Garnet var hreykin af, því að eiga hlutdeild að því. Hún fann hvemig svitinn lak l niður á milli herðablaðanna. — Oliver, hvað kemur á eft- ir Kanínulæknum? spurði hún. — Heiðin. — Og þar næst? — Ásarnir. Og siðan fjöllin. Gamet leit til bak,a á rykið sem hékk í loftinu eins og þrumuský. Himinninn sjálfur var dimmblár og fáeinar léttar skýjatásur. Þannig hafði hann verið dögum saman og hitinn var miskunarlaus. Landið var skræl- þurrt, Hér vex ekki annað en vísundapuntur, grófir, harðir hnúskar. sem jafnvel nautin fúlsuðu við sem fóðri. Eftir tvo daga kæmu þau í meira hálendi. En hér voru ekki einu sinni steinar, hér var ekki neitt. Ekkert! nema ryk og slétta. Henni fannst landið samt ekki ! flatt. Alls staðar voru ójöfnur, hæðir og dældir. En það virtist flatt, rennislétt eins og pappírs- örk. Langt, langt framundan gat' Garnet greinf fjöllin, Úr þessari 1 fjarlægð sýndust þau eins og gráar silkiræmur sem teygðu sig í átt til himins Landið var hljóðlaust, autt, ó- heryfanlegt. Jafnvel við sjón- deildarhring sá Garnet enga hreyfingu, ekki svo mikið sem vísund, ekki díl sem gæti verið tré. Hún sá ekki annað en ið- andi birtuna, vísundapuntinn og hvít og skinin vísundabein og fjarlægðirnar. Vagnalestin var hálfur annar kilómetri á lengd en hér virtist hún eins og örlítill maðkur í auðninni miklu. Þegar horft var út í tómið, '< gleymdist marrið og brakið og j hrópin umhverfis Það var eins' og allt væri óendanleg kyrrð. Kyrrðin magnaðist. hún varð stórkostleg og ógnandþ Manni datt í hug að ferðin var þrett- án hundruð endalausir kílómetr- ar. Það var ekki hægt að snúa við. Ferðinni yrði að halda á- fram hvað sem fyrir kæmi. Ef einhver yrði veikur, dauðveik- ur. væri ekki hægt að stöðva vagnana til að leyfa honum að deyja í friði. Þeir vrðu að halda áfram. Jafnvel þótt maður dæi. vrði aðejns dokað við fáeinar mínútur til að grafa hann, og síðan yrði haldið áfram. Þeir vrðu að komast til Santa Fe. — Garnet. sagði Oliver allt í einu. Hún tók viðbragð og leit við. — Já, hvað? Viltu meira vatn? — Nei, ég á dálítið eftir. En Garnet. þú átt ekki að horfa svona mikið útí bláinn. — Af hverju ekki? spurði hún undrandi. — Á hvað á ég þá að horfa? — Á ekki neitt. Það er það sem ég á við, sagði Oliver. — Þetta heltekur þig. — Ég skil þig ekki. — Kyrrðin, sagði Oliver. Ein- roanaleikinn. Ég get ekki út- skýrt hvað gerist í huga manns. Fn þú tókst eftir hvað þér brá við. þegar ég talaði til þín. Hún kinkaði kolli. — Já, það satt. Év var ekki að hugsa um þig, Ég var að hugsa um ^ögnina. — Já, en það skaltu ekki gera. Hugsaðu um Santa Fe. Það verður mjög skemmtilegt þegar þangað kemur. Oliver þurfti að sinna múldýrunum um stund, en svo hélt hann áfram: — Þegar við komum upp i ásana,' sagði nann. — þá sendum við útkíks- menn á undan til Sanfa Fe, til að koma'st að því hvaða brell- um Armijo hafi nú fundið uppá, svo að við getum fundið ein- hver ráð til að sniðganga þær. Og það er skemmtilegt í Santa Fe. Á þessum tíma árs er öðru hverju húsi breytt í krá eða spilavíti- — Ætlarðu að fara með mig á slíka staði? — Auðvitað skal ég sýn,a þér allt. Við eigum að búa hjá fjöl- skyldu sem heitir Silva. Það er gott fólk. Ég hef búið þar í hvert sinn sem ég hef komið tii Santa Fe. Vegurinn var nú orðinn sæmi- legur og múldýrin róleg. Garnet leit af víðáttunni framundan. Oliver hélt áfram: — Og áður en langt um líður hitltirðu Cali- forníu-náungana. Það er mislit- ur hópur, en ég býst við að þú hafir gaman af að kynnast þeim. John Ives til dæmis — það er félagi minn — hann væri hagvanur í stofunni hennar mömmu þinnar. En sumir eru frumbyggjar, sem halda að New York sé staður þar sem jarð- arber og kampavín séu til há- degisverðar og allar konur gangi til fara eins og Florinda. Andrés er starfsmaður bæj- arins og sér um fiutning á umferðarmerkjum. Á einu götuhorninu lendir annað aft- urhjólið á fiutningabílnum á grjóthnullingi með þeim af- leiðingum, að umferðarmerkín á bílpallinum kastast til og eitt þeirra deítur í götuna. Andrés verður þessa þegar var og hleypur til, en þá hef- ur hópur manna safnazt sam- an við merkjð og bíða allir eftir næsta strætisvagni, því að á merkisspjaldinu stendur ..Strætisvagnabiðstöð“J SKOTTA Það er verið að flytja sjónvarpsviðtækið úr einbýliishúsinu við Strákasund á viðgerðarstofu, þegar Skotta á leið um götuna ásamt vinkonu sinn:i. Skotta segir: „Ó-ó. Þarna passsa ég ég ekki börnin næstu dagana!“ Sá kann nú lagid á því Framhald af 7. síðu. ar 180 þúsund sálir er byggja Island — og sýnir okkur fram á, að allt er þetta í rauninni sama kompaníið. Hann sér það manna bezt að þau öfl sem neita að virða rétt hins nakta afríkunegra eru jafnvís til að sitja yfir hlut hins særokna ís- lenzka fiskimanns og sólbitna bónda, — að örlög íslands hljóta að ráðast af því hvemig skipast um málstað lítilmagn- ans í heiminum öllum. „En ef á annan veg fcr um^ viðskipti ríkja og þjóða eft- ir styrjöldina", segir Sverrir í beinu framhaldi þeirrar í- vitunar í ræðu hans frá 18. júní 1944 sem ég tilgreindi í upphafi, „ef þessi ægiþungi ófriður fær komiið vitinu fyrir mennina. ef striðsböl- inu verður aflétt og menn- imir mynda sér ný form fyrir attþjóðlegri samvinmi á þessum hnetti, þá verður fullveldi íslands meira en orðahjóm og glamur. Þá mun ísiland geta leikið sitt ljúfa litla lag i hljómsveit þjóðanna.“ Og það verður ekki hvað sízt mönnum eins og Sverrá! Kristj ánssyni að þak'ka, Hafnarfirði, 14. janúar 1963. Jónas Ámasoiu TRULOFUNAR HRINGIR AMTMANNSSTIG 2 Halldór Kristinsson Gullsmiður •— Siml 16979. Rithöfundafélag fslands efnir til upplestrarfundar í Glaumbæ kl 3 í dag Eftirtaldir höfundar lesa upp úr verkum sínum: ARI JÓSEFSSON BALDUR ÓSKARSSON GEIR KRISTJANSSON JÓN tJR VÖR RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR SIGRlÐUR EINARS frá Munaðarnesi SIGURÐUR A. MAGNÚSSON SVEINBJÖRN BEINTEINSSON ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON. Öllum er heimill aðgangur. Aðgangseyrir kr. 20. Unglingur óskasf Vilium ráða ungling strax 15—17 ára. Þar* að haía „sksllinöðru” til umráða. Þióðviljinn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför sonar okkar GUÐJÓNS FRIÐGEIRSSONAR •WV Ólöf Sigurbjömsdóttir, Friðgeir Guðjónsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.