Þjóðviljinn - 28.03.1963, Page 10
JQ SfÐA
ÞJðÐVILTINN
Fínimtudagur 28. man 19«3
margt annað — hversu íús Oli-
ver hafði verið til þess í New
Orleans og Santa Fe að fara
með hana þangað sem hún vildi,
hvort heldur það voru siðlegir
staðir eða ekki; hve fljótur
hann hafði verið að fallast á þá
hugmynd að koma Florindu
burt úr borginni í ekkjubúningi,
hve reiðubúinn hann hafði sevin-
lega verið til að gera það sem
hún bað hann um. Hún mundi
hve ánægður faðir hennar hafði
verið með viðskiptaáhuga hans,
hvemig hann hafði unnið hug
og hjarta móður hennar með
kurteisi og stimamýkt, hve
ánægð hún sjálf hafði verið yf-
ir því að hann skyldi gera gys
að þeim fjötrum sem hún var í
og hve vinsæll hann hafði ver-
ið meðal kaupmannanna vegna
þess að hann var einn af þeim
um leið og hann var kominn
í þeirra þóp. Hún hafði tekið
eftir öllu þessu. og henni hafði
ekki dottið í þug fyrr en núna,
að maður sem átti allt þetta til,
gat naumast þaft staðfasta Skap.
gerð. Henni fór að skiljast að
þrátt fyrir allt iíkamlega hug-
rekkið. var Oliver andlega ekki
annað en elskulegt bergmál af
öðru fólki. Hann væri sammála
öllum þeim sem hann væri með
— henni sjálfri eða Charlesi eða
John eða hverjum þeim sem
Hárqreiðslan
P E R M A. Garðsenda 21,
sími 33968 Hárgreiðslu- og
snyrtistofa
Dömur, hárgreiðsla vjð
allra hæfi.
TJARNARSTOFAN,
Tjamargötu 10. Vonarstræt-
ismegin Simi 14662.
Hárgrejðslu og snyrtistofa
STEINH OG DÓDÓ.
Laugavegi 11. simi 24616.
Hárgreiðslustofan
S Ó L E Y
Sólvallagötu 72
Sími 14853.
Hárgreiðsiustofa
AUSTDRBÆJAR
(Maria Guðmundsc'óttir)
Laugavegj 13 simi 14656
Nuddstofa á sama stað
22991 ■ Grettisgotu 62 ST
losaði hann við þann vanda að
hugsa sjálfur.
En hann elskaði hana og nú
bað hann hana að hugsa vel til
sín, vegna þess að álit hans á
sjálfum sér var bergmáj af áliti
hennar á honum. Án þess að hún
bæri virðingu fyrir honum eða
léti sem hún gerði það, gat
hann ekki borið virðingu fyrir
sjálfum sér. Gamet fann til
skyndilegs ótta.
Af hverju létu þau mig gera
þetta? hugsaði hún. Ég var ekki
annað en krakki. Þau hefðu átt
að segja nei!
En gamstundis svaraði önnur
rödd í huga hennar: Alveg rétt,
Gamet. Kenndu pabba og
mömmu um allt saman. Rússa-
sar og Spánarkóngi. Komdu sök-
inni yfir á hvern sem er nema
sjálfa þig. Þú vildir frjálsræði
til að gera það sem þér sýnd-
ist, var ekki svo? Og svo gift
istu manni sem mun láta að
vilja þínum meðan þú lifir. Oli-
ver elskar þig, og hann mun
verða alveg eins og þú viit að
hann verði. Þetta hefur þér fall-
ið í skaut og þú verður að sætta
þig við það, því fyrr því betra.
Hún leit niður til hans og
renndi fingrunum gegnum brúna
lokkana. — Ég elska þig Oliver,
sagði hún. — Ég hef fengið á-
fall. en ég elska þig og ég mun
ekki bregðast þér meðan ég lifi.
Oliver þrýsti henni fastar að
sér og lagði höfuðið í kjöltu
hennar. — Guð blessi þig Garn-
et. hvíslaði hann. Hún strauk
um hár hans og fann sterka
arma hans umlykja sig og hugs-
að með sér hve skrýtið það væri.
að maður með svo mikinn Jíkam-
iegan styrk gæti verið annað
eins barn.
— Segðu mér nú frá þessu,
sagði hún. — Segðu mér allt af
létta.
— Já. sagði Oliver. — Ég skal
segja þér allt.
Hann sat á gólfinu með hand-
legginn utanum hana og hélt í
hönd hennar meðan hann tal-
aði.
Hann sagði henni að . Don
Rafael Velasco væri vel ætt-
aður maður og vellauðugur.
Hann væri nú kominn yfir sjö-
tugt. Carmeiita var einkabarn
hans. Fyrri kona Don Rafaels
hafði orðið fyrir slysi rétt eftir
að þau giftust. og þótt hún lifði
í tuttugu ár á eftir, þá eignað-
ist hún ekkert barn. Seinnj kona
hans dó ung og eftirlét honum
eina dóttur.
Don Rafael var svo himinlif-
andi yfir því að eignast loks-
ins afkvæmi. að hann dekraði
ósköpin öll við Carmelitu. Hún
hafðj duenu. gamla frænku sem
elti hana til málamjmda. en
kerlingin var ósköp einföld og
ajltaí háifsofandi. Þótt falleg
væri og uppdubbuð, þá leiddist
Carmelitu þarna í stóra húsinu,
þar sem hún hafði ekkert að
taka sér fyrir hendur.
Oliver hafði ætlað að kaupa
múldýr af Don Rafaej fyrir
austurferðina í fyrra. Rétf áð-
ur en lestin átti að koma saman
í Los Angeles. fór Oliver heim
á iandsetrið að sækja múldýrin.
— Ég get ekki almennilega
lýst því hvernig þetta gekk fyr-
ir sig. sagði Oliver, — en ég,
var kani og þeir ganga í augun
á stúlkunum héma. Heimamenn-
imir eru allt öðru vísi. Senni-
lega hefur Carmelítu fundizt
þetta vera spennandi ævintýri,
þegar hún lék á gömlu duen-
una og laumaðist út til að hitta
mig í tunglsljósinu. En ég hugs-
aði ekkj um hana eitt andartak
eftir að ég var farinn af stað
með múldýrin. Auðvitað var ég
fífl. Ég hefði átt að athuga, að
dóttir auðugs landeiganda lætur
ekki gleyma sér svo auðveldlega.
En ég gleymdi henni. Og þegar
Don Rafael kom hingað titrandi
af illsku og sagði við Charles
að Carmelita ætti von á bami,
var ég í þúsund mílna fjar-
lægð.
— Og þetta er allt og sumt?
spurði Gamet.
— Þetta. vina mín, er allt og
sumt. Nema það að Charles
fannst sem himnamir hefðu opn-
azt Hale-fjöjskyldunni. Carmel-
ita er einbirni og hún er einn
auðugasti erfinginn í Kalifomiu.
Charles sagði Don Rafael, að ég
hefði í hyggju að giftast henni
— ég hefði ekki um annað tal-
að — auðvitað hefði það verið
ósvífni af mér að taka út for-
skot á sæluna. en því yrði kippt
í lag, Don Rafael gæti hæglega
fengið prest til að gefa okkur
saman með leynd og minnast
ekkert á að athöfnin væri á eft-
ir áætlun. Don Rafael fór með
Carmelítu með sér til frænk-
unnar fyrir norðan. Ég hafði
ekki hugmynd um neitt af þessu,
fyrr en John fékk mér bréfið
í Santa Fe.
— Hvernig hafði John fengið
að vita það?
, — Charles hafði sagt honum
það. Charles vildi að John segði
hinum kaupmönnunum að ég
væri giftur Carmelitu, svo að
þeir gaétu vanizt tilhugsuninni
áður en þéir hittu mig í Santa
Fe. John afsagði það. og það
hefði Charles átt að vita að
hann myndi gera. John sagðist
ekkert hafa á móti því að fara
með bréf til móts við mig,
en hann vildi ekki ræða einka-
mál mín á bak.
— Hvað sagði hann þegar
hann fékk þér bréfið? spurði
Garnet.
— Ekkert nema; „Charles
sendi þér þetta.“ Þegar ég las
það varð ég a'lveg agndofa af
undrun. Hið fjnrsta sem ég hugs-
aði um — og reyndar hið eina
—• varst þú. Ég ’bað John að
segja ekkj neitt. Hann sagði:
„Það geri ég aldrei*1. eða eitt-
hvað þess háttar og hann minnt-
ist aldrei á þetta framar.
Oljver leit upp til hennar.
— Gamet, ef þú vilt fyrir-
gefa rriér og gleyma þessu, þá
sver ég við guð á himnum að
þú þarft aldrei. aldrei framar
að hafa andarfaks áhyggjur mín
vegna.
Garnet stundi þungan. Hana
verkjaði ennþá svo í höfuðið,
að hún hafði þurft að hafa sig
alla við að hlusta á það sem
hann ságði. 01iver vildi að hún
gleymdi þessu. En þótt hún
gleymdi því, þá myndj Carmelíta
ekki gera það og ekki hinn
harmiþrungni faðir hennar held-
ur. Hún vissí ekiki hvern v*cr
um að saka, Af frásögn Olivers
gat hún ráðið að Carmelíta hefði
fleygt sér í fang honum. Ef til
vill hafði Carmelíta verið að
slægjast eftir því sem hún hafði
næstum öðlazt — ungum og
spennandi bandarískum eigin-
manni. En skaðinn var skeður
og sjálf gat hún ekki gert þetta
gott að nýju og hún var svo
þreytt að hana verkjaði i all-
an kroppinn. Hún greip eftir
eina hálmstráinu sem hún vissi
um og sagði:
— Við förum heim.
— Já. sagði Oliver. Hann
brosti dálitið skökku brosi.
— Charles er búinn að biðja
mig að vera kyrran.
— Hvað þá? hrópaði hún log-
andi hrædd. — Vera hér um
kyrrt? Hve lengi?
— Til frambúðar. Charles
þykir mjög vænt um mig, skil-
urðu. Ég er hið eina sem hann
á.
— Ég vil ekki vera hér kyrr.
sagði Garnet. — Það hefur aldr-
ei verið ætlunjn að við jrrðum
hér lengur en í vetur.
— Ég veit það. vina mín. Ég
er búinn að segja honum það.
Eftir ándartak sagði Gamet
með hægð: — Það er þá þetta
sem þið Charles hafið verið að
tala um allan tímann. Hann vill
þú verðir hér kyrr og ég vil
þú komir heim með mér. Þú ert
eins og milli tveggja elda.
— Það hefur mér einmitt
fundizt, viðurkenndi hann.
— Það er ekki að undra þótt
Charles hati mie. sagði hún.
— En ég býst við að eftir allt
bbtta stand verði hann feginn
að Iosna við mig. Hann verður
siálfsagt fegjnn að losna við
okku-r bæði.
Oliver reis á fætur. Hann
aekk að glugganum og opnaði
hann. Gamet fór að skjálfa
þegar kalt kvöldloftið streymdi
inn og Oliver lokaði glugganum.
Hann svaraði:
— Charles segir að engin sönri-
un sé fyrir því að ég eigi neitt
í bami Carmelítu. Hún sagði að
svo væri, en þá var ég í ferða-
lagi og í órafjarlægð og gat
ekki svarað fyrir mig. Ekkert
væri auðveldara fyrir mig en
segja að þetta væri allt upp-
spuni. Og Charles segir að það
sé heimskulegt af mér að vilja
vera miðlungs kaupsýslumaður
í New York. þegar ég geti ver-
ið hálfgerður kóngur í Kali-'
fomíu. Hann segir að kanamir
muni yfirtaka landið áður en
langt um líður.
— Hvernig veit hann það?
spurði Garnet.
Oliver hló ögn við, hann virt-
ist feginn því að tala um annað
en sjálfan sig. — Lýðveldið Tex-
as vill gjaman verða ríki í
sambandinu. Það hefur trúlega
í för með sér styrjöld milli
Mexikó og Bandarikjanna. Og
verði strfð, hljótum við
sennilega Kalifomíu að lokum.
— Bull og þvættingur, sagði
Garnet. Hún reis á fætur og
gekk til hans. — Mér stendur
öldungis á sama hver eignast
Kalifomíu og þér líka. Charl-
es er einmitt einn þeirra manna
sem heldur vildi deyja en verða
að viðurkenna að hann gæti
ekki ráðsmennskazt með allt
og alla í kringum sig. Þú átt
að fara heim með mig.
— Já, Gamet. ég fer heim
með þig, sagði Oliver. En hann
stundi dálítið um leið og hann
sagði það, hann var sennilega
orðinn uppgefinn á þessari tog-
streitu milli hennar og Charl-
esar og hún fann hve loforð
hans var haldlítið. Nógu hald-
lítið til að rofria hvenær sem
SKOTTA
Þarna er Lúðvík frændi bú-
inn að sdtja háiftima.
Þarna kallar hann Ioksins á
þjóniua.
Sjáið strákar. Hann veit
ekki, hvort hann á að
kvarta yfir þjónustunni.
. . . eða bíðja um reikning-
inn. Þ«áte ar að vera við-
utan.
Þú ert ekki að hugsa um budduna hans pabba bíns!
S j ö t u g u r
Pétur Jénsson
Þangstöðum, Hofsósi
enn. Pétur hefur alla tíð vetið
mikill áhugamaður og virkur
þátttakandi i verkalýðsmálum
hér á staðnum, enda einn af
stofnendum Verkamannafélags-
ins Farsæls, Hofsósi. 1 því fé-
lagi hefur hann oft setið f
stjóm og unnið að mörgum
trúnaðar- og ábyTgðarstðrfum i
þágu þess.
Pétur var enníremur einn af
hvatamönnum þess að stofnað
var hér félag smábátaeigenda
fyrir nokkrum árum. Það félag
hefur bætt mjög aðstöðu þeirra
manna er stundað hafa smá-
bátaútgerð. 1 því félagi hefur
Pétur einnig verið í stjóm öðru
hvoru og stuðlað mjög að þvf
að mál þess næðu fram að
ganga.
Á afmælisdaginn heimsótta
Pétur margir kunningjar og
ennfremur bárust honum heQlai-
óskir víðsvegar frá.
V. B. I
Hinn 16. marz varð sjötugur
Pétur Jónsson, Þangstöðum.
Hofsósi. Hann er fæddur að
Háleggsstööum, Deildardal, en
fluttist ungur með foreldrum
sínum hingað i Hofsós.
Pétur hefur stundað öll al-
geng störf bæði á sjó og landi
og má segja að hann geri það
trulofunar
HRINGIR/í
AMTMANNSSTIG 2
Halldóz Kristinsson
Gullsmiður —• Símf 16970.
TAUNUsl
„CARDINAL“
EIN NYJUNG
Taunus 12M
ALLUR
Framhjóladrif — V4-vél — Slé'tt gólf.
Fjögurra gíra hljóðlaus gírkassi o.’fl.
o.fl. — Rúmgóður 5 manna bíll. Verð
aðeins 140 þús.
Nauðsynlegt að panta strax, ejgi af
'rri-iðsla að fara fram fyrir sumarið.
UMBDÐIÐ Kfl. HRISTJÁNSSOO.-F.
SUt)URLAIslbSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00
/