Þjóðviljinn - 27.04.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.04.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. apríl 1963 MÖÐVILIINN SfÐA Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Inntokupróf í kennaradeild Tónlistarskólans veröur þriöjudaginn 30. apríl, kl. 6 s.d., í Tón- listarskólanum Skipholti 33. Næsat kennslutíœabil nefst 1. október, og.stend- ur tvo vetur — Kennsla er ókeypis og próf frá deildinni veita réttindi til söngkennslu í barna- og unglingaskóium. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Tónlistarskólans milli kl. 11 og 12 daglega, sími 11625. SKÓLASTJÓRINN. Hcrfnarfjörðiir Menn helst vanir verksmiSjuvinnu óskast til stari'a í verksmiSju Lýsi & Mjöl h.f., — Vakta- vinna. Upplýaingar í símum 50697 og 50797. lýsi & mm h.f HafnarfirSi. HVAD ER SANNLEIKUR? nefnist erindi sem Júlíus Guðmuridsson fly t- ur í Aðventkirkjunni sunnudaginn 28. apríl kl. 5 e.h. * Kórsöngur. ALLIR VELKOMNIR. ¦ Auglýsing frá yfirkjörstjórn Reykjanes- kjördæmis Yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis er þannig skipuS: GuSjón Steingrímsson, hæstaréttarlög- maður, HafnarfirSi Björn Ingvarsson, lögreglu- stjóri, HafnarfirSi Ólafur Bjarnason, hreppstjóri, Brautarholti, Ásgeir Einarsson, skrifstofustjóri, Keflavík, Árni Handórsson, héraSdómslögmaSur, Kópavogi. ASsetur yfirkjörstjórnar verSur í HafnarfirSi. FramboSslistum viS alþingiskosningárnar 9. júní n.k. ber aS skila til formanns nefndarinn- ar, GuSjóns Steingrímssonar, hrl., HafnarfirSi, eigi siSar en miSvikudaginn 8. maí n.k. Yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis Guðjón Sttmgrímsson, Bjórn Ingvarsson, Ólafur Bjajnason, Ásgeir Einarsson, Árni Halldórsson. Krústjoff kemur víða við í langri ræðu um ef nahagsmál MOSKVU 26/4 — Helztu blöð Sovétríkjanna birtu í dag útdrætti úr ræðu sem Krústjoff forsætisráðherra flutti á miðvikudaginn á fundi með framleiðslusérfræðingum í Kreml. Ræðan sem hann var þrjá tíma að flytja fjallaði um efnahagsmál, en að venju kom Krústjoff víða við í henni. Hann vísaði á bug staðhæfing- um sem undanfarið hafa birzt í blöðum á vesturlöndum um að mikilir erfiðleikar steðjuðu nú að efnahagslífi Sovétríkjanna, en dró þó enga dul á að í sumum greinum iðnaðarins vaeri unnið verr en skyldi og enn skorti mikið á að landbúnaðurinn væri kominn í ákjósanlegt horf. Allt starf kommúnistaflokksins og þjóðarinnar allrar miðaði að því að leysa vándamál efnahagslífs- ins og skipti mestu máli að auka landbúnaðarframleiðsluna. Allt snnað yrði að vikja fyrir þess- um verkefnum. Aldrei betri uppskera En þótt framleiðsla búsafurða væri hvergi nærri nóg, hefði kornuppskeran og kjötframleiðsl- an á síðasta ári verið meiri en nokkru sinni fyrr, og það þrátt fyrir slærnt árferði í stórum laridshlutum. Kornuppskeran hetfði í fyrra orðið rúmlega 145 milljónir lesta og kjötframleiðsl- an 9,4 milljónir lesta og hefur aakizt úr 5,8 rrrilljónum lesta árið 1953. Níu prósent árleg aukning iðnaðarframleiðslu Fráleitar væru staðhæfingar manna á vesturlöndum um kreppu í efnahagslífi Sovétríkj- anna. Iðnaðarframleiðslan ykist þar jafnt og þétt ura niu pró- sent á hverju ári. en árleg fram- teðsluáukning í Bandaríkjunum væri aðeins 2—3 prósent að jafn- aði. Hins vegar væri þess ekki að dyljast að sumar greinar iðnað- anns hefðu ekki skilað þeim afköstum sem til var ætlázt í áætluninni og taldi Krústjoíf það sérstaklega ískyggilegt að efnaiðnaðurinn hefði ekki staðið við sett mörk, en megináherzla er nú lögð á þá iðngrein í Sov- viHríkjunum. Þar er bæði um að ræða framleiðslu ýmiss konar gerviefna og þá ekki síður á- burðar handa landbúnaðinum. Einnig kvað hann skorta á að hergagnaiðnaðurinn ynni á hag- kvæman hátt. Á verði gegn afætum Hann kvatti alla vinnandi menn til að vera vel á verði gagnvart mönnum sem lifðu í vrflystingum þótt ekki hefðu þeir neina fasta vinnu. Slíkir menn eru afætur og lifa á vinnu ann- aira og þeir munu halda því áfram ef almenningur er ekki vei á verði. Hafa verður upp á hvers konar bröskurum, þjóf- um og svindlurum og binda enda á iðju þeirra. Þetta er verkefni allra félaga í flokknum og verk- lýðsfélögunum, sagði Krústjoff. Ég mun ekki sitja að eilífu Nokkra athygli hafa vakið þau ummæli Krústjoff í ræðunni að hann væri orðinn 69 ára (varð það fyrir nokkrum dögurn) og allir hlytu að skilja að hann Krafizt rannsóknar á eiturhernaii USA MOSKVU 26/4 — Sovétríkin hafa krafizt þess að þegar verði hafin rannsókn á notkun eitur- efna gegn fólki í Suöur-Víetnain. Segja stjórnir Norður-Víetnam og Sovétríkjanna að Bandaríkin og Suður-Víetnam hoti eSturefnin í baráttunni við skæruliða þjóð- frelsishersins. Stjórn Sovétríkjanna ber fram kröfuna i orðsendingu sem Bretastjórn var send á miðviku- dag. I henni er visað til mót- mæla sem ríkisstjörn Norður- Víetnam sendi 22. febrúar til formanna Genfarráðstefnunnar 1954 um lausn Indó-Kína vanda- málsins, en þeir voru frá Bret- landi og Sovétríkjunum. Tass fréttastofan segir að Bretar hafi enn ekki svarað mót- mælum Norður-Víetnam þar sem þess er jafnframt óskað að al- þjóða eftirlitsnefndin sem Genf- arráðstefnan skipaði, rannsaki það sem er að gerast í Suður- Víetnam. Sovétríkin krefjast bess í orðsendingu sinni að nefndin hefji þegar rannsókn og segia að með því að nota eiturefni gegn almennum borgurum séu Bandaríkin og Suður-Víetnam að brjóta grundvallarreglur al- mennra mannréttinda. Stjórn Suður-Víetnam hefur gefið þá skýringu á eiturefnun- um að þau séu notuð til að drepa trjágróður meðfram skurðum og vegum til að skæruliðarnir geti ekki falið sig 1 runnunum. myndi ekki að eilífu hafa for- ystu flokks og stjórnar á hendi. En leiðsögn sovétþjóðanna er i höndum kommúnistaflokksins og miðstjórnar hans og svo mun verða áfram. Sundurgerð í nærfatnaði Krústjoff kom að venju víða vM> í ræðu sinni og eitt af því sem erlendum fréttariturum finnst vera í frásögur færandi er það sem hann hafði að segja um nærfatnað kvenna. — Sum- ir rithöfundar sem hafa" veri" í útlöndum gera orð á þvi sagði hann, að þar megi kaupa kvennærföt í öðrum litum \en þau sem eru á boðstólum í ^Sov- étríkjunum, en það starfar af þvi að við höfum sem stendur öðrum mikilvaegum verkefnum að sinna en að framleiða lit- n'kan nærfatnað .En við skulum siá til; þegar þar að kemur munum við framleiða litríkari nærföt en fáanleg eru nokkurs staðar. sagði forsætisráðherrann I Sovéfríkin fús ú ábyrgjast hlufieysi PARlS 26/4 — Sovétríkin myndu vera fús til að á- byrgjast öryggi og lands- réttindi Danmerkur ef Dan- ir tækju þann kost að ger- ast hlutlausir. iiíiruin Norðurlöndum sem tækju upp hlutleysisstefnu myndu gefnar sömu tryggingar fyrir því að hlutleysi þeirra yrði virt. Tassfréttastofan segir sovézka miðstiórnarmenn hafa skýrt fulltrúum danska kommúnistaflokks- ins sem staddir eru í Moskvu frá þessu í gær. I grein í tímariti kommún- istaflokkanna „Vandamál friðar og sósíalisma" er einnig vikið að þessu sama og þar sagt að komið hafi í ljós vaxandi áhugi á hlut- leysi í ýmsum auðvalds- ríkjum að undanförnu, svo sem í Noregi, Danmörku og Kanada. ! Vinnudeilur í Vestur-Þýzkalandi Búizt við verkf alli armanná HAMBORG 26/4 — Ekki leit út fyrir að takast mundi að af- stýra verkfalli málmiðnaðar- manna í Baden-Wuertemberg eftir a» slttnað hafði uppúr samningum um nýja kauptaxta í morgun. Krafa verkamanna er 8% launahækkun, en að þvi var ekki gengið og hafa þeir Fjórða þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna verð- ur að þessu sinni haldið á Sauðárkróki dagana 3.—5. maí n.k. Um 70 fulltrúar. munu sitja þingið_ frá 19 sambands- félögum L.Í.V. Fyrir þinginu munu liggja mörg þýðingar- mikil mál, svo sem k.i'aramál- in, en í undirbúningi er gerð heildarkjarasamnings verzlun- arfólks. þegar samþykkt að Ieggja niður vinnu. Verkfallið hefst á mánu- daginn. Yfirgnæfandi meirihluti málm- iðnaðarverkamanna í Nordrhein- Westfalen hefur einnig sam- þykkt að fara í verkfall verði ekki gengið að kröfum þeirra, en sáttafundum þar er enn ekki lokið. Þá slitnaði einnig upp tír samn- ingaviðræðum um nýja . k|iV!P- táxta fyrir 460 þús. málm'iðn- aðarverkamenn í Bayern í morgun. en þær hefjast að nýju á þriðjudag. Samningafundir atvipnurek- enda og málmiðnaðarmanna. í öðrum fj'lkjum Vestur-Þýzka- lands fara fram naestu daga. Takist ekki samningar í þess- um vinnudeilum munu upp und- ir 2 milljónir málmiðnaðar- manna fara í verkfall. Fundi utanríkisráð herra lauk í gær 22 lokast í námu eftir sprengingu OSLO 26/4 — Utanríkisráð- herrafundi Norðurlanda lauk í Osló í morgun. Fundinn sátu ailir utanríkisráðherrar Norður- landanna nema Guðmundur f. Guðmundsson. í hans stað kom sendiherra íslands í Noregi, Haraldur Guðmundsson. í tilkynnjngu sem utanrikis- ráðherrarnir gáfu út í dag er m.a. lýst yfir ánægju vegna þróunarinnar í Kongó og Sam- einuðu þióðunum þökkuð hún fyrst og fremst. Utanríkisráðherrarnir taka af- stöðu gegn kynþáttastefnu rík- isstjórnar Suður-Afríku, en leggja þó ekki til neinar að- gerðir gegn Suður-Afríku. Þá er harmað að afvopnunar- ráðstefnunni i Genf skuli ekki enn hafa tekizt að komast að samkomulagi um bann við kjarnasprengjutilraunum og undirstrikað hve mikilvægt slíkt bann mundi verða við lausn ann- arra vandmála afvopnunarinn- ar. Næsti utanríkisráðberrafund- ur Norðurlanda verður haldinn í Stokkhólmi í september n.k. 3LARKSBURG, V-Virgin- ia 26/4 — Öflug sprenging varð seint í gærkvöld í kola- námu í Clarksburg í Vest- ur-Virginíu og lökuðust 22 menn niðri í námunni. í kvöld höfðu björgunarsveit- ir fundið 14 beirra látna og er óttazt að enginn hinna sé lengur á lífi. Námumennirnir fjórtán fund- ust rétt h.iá opi námugangsins þar sem sPrengingin varð. Allir þejr sem saknað er eru kvænt- ir og eru fjölskyldur þeirra samtals 59 manns. Vandamenn og vinir námamannanna hafa safnazt samn við op námunn- ar og biða þar frétta af leit biörsunarsveitanna. Stjórn námufélagsins óttast að allir sem lokuðust niðri í námunni hafi farizt. en þó benda sumir á að hafi námu- mönnunum tekizt að girða si? frá sprengingarsvæðinu með borðum og plönkum sé enn von um að þeir séu á lífi. Sprengingin varð í námu- gangi um 1500 metra frá aðal- námuopinu kl'. fjögur eftir ís- lenzkum tíma. Alls voru 51 í þcim hluta námunnar sem sprengingin varð, en 29 þeirra tókst að komast upp úr henni ósærðum Kolanáman í Clarksburg er um 80 km. frá Carmichaels, Pennsylvaníu þar sem 37 námu- menn létu lífið við námuspreng- ingu 6. desember sl- Slökkviliðið oft a igær Slökkvíliðið í Reykjavík var kvatt út nokkrum sinnum i gasr en í ekkert skiptið var um veru- legan eld að ræða og tjón lítið. Uxn kl. 11.20 kviknaði i magn- esium á gólfi Vélsmiðju Sig. Sveinbjörnssonar að Skúlatúni 2 en starfsmenn höfðu kæft eld- inn með sandi er slökkviliðið kom á vettvang. Um sama leyti var slökkviliðið kvatt að Stál- umbúðum h.f. en þar hafði kviknað í rusli fyrir utan húsið. Var mikill reykur úr draslinu. Þá var slökkviliðið einnig kvatt að Þingholtsstræti 3 í gær til þess að slökkva í rusli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.