Þjóðviljinn - 13.06.1963, Síða 4

Þjóðviljinn - 13.06.1963, Síða 4
4 SÍÐA HðÐVILIINN Fimmtudagur 13 jún; 1963 títgclandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Réttlætismál Síðusíu vikurnar hafa verkalýðsfélög um allt land sett fram kröfur sínar og óskir um endurskoð- un gildandi kjarasamninga, enda er það viður- kennt af öllum, að kaupgjald hér á landi er ó- hæfilega lágt, miðað við verðlag á vörum og þjón- ustu. Og það er athyglisvert, að a't'vinnurekendur viðurkenna þetta víða á borði með því að greiða hærra kaup en umsaminn taxta, enda að nokkru knúðir til þess vegna mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli. Umframgreiðslurnar tíðkast þó ekki nema í vissum greinum atvinnulífsins; flest störf við aðalframleiðsluvegina eru greidd á lægsta taxía, enda þótt þar sé um að ræða einhver allra verðmætustu störf, sem unnin eru í okkar þjóð- félagi og hvergi sé verðmætasköpunin meiri- í annan stað kemur svo hin gífurlega yfirvinna, sem einnig sýnir, að atvinnurekendur hika ekki við að greiða kaupgjald, sem er allt að því 'tvöfalt á við venjulegan dagvinnutaxta verkamanna, ef þeir aðeins fá nægilegt vinnuafl. f»að hefur því aldrei verið jafn augljóst og nú, að * hin sígildu „rök“ atvinnurekenda um- að ,,at- vinnuvegirnir standi ekki undir hærra kaupi“, er markleysa ein. Og sé jafnframt tekið tiliit til þess, að árferði hefur undanfarið verið sérlega hagstætt bæði til lands og sjávar og þjóðartekjurnar þar af leiðandi sjaldan vaxið eins ört, verður það rang- læti með engu varið, að hlutur vinnandi fólks í þjóðartekjunum rýrni jafnt og þétt að verðmæti á sama tíma. Þessi þróun hefur leitt til þess, að vinnustéttirnar hafa neyðst til þess að lengja vinnutíma sinn stöðugt til þess að geta haldið í horfinu og séð fjölskyldum sínum sómasamlega farborða. En haldist slíkt ástand til lengdar, bitn- ar það ekki aðeins á heilsu vinnandi fólks. Það sviptir það möguleikum á heilbrigðu menningar- og félagslífi og eyðileggur fyrr eða síðar eðlilegt heimilislíf. Og það er einnig vert að benda á það, að reynslan sýnir að afköst manna minnka til muna. þegar þeir vinna til lengdar of langan vinnudag. jlyfeginkröfur verkalýðshreyfingarinnar núna, — stytting vinnuvikunnar og dagvinnukaup veiti mönnum viðunandi lífskjör, —- eru því réttlætis- mál, sem ekki verður staðið á móti með rökum. Og þessar kröfur eru ekki aðeins réttmætar og sjálfsagðar frá sjónarmiði verkalýðshreyfingarinn- ar, heldur er það þjóðfélagsleg nauðsyn, að þeim verði mætt með skilningi og þær nái fram að ganga. Vinnuaflið er dýrmætasta orka, sem hver þjóð á, og forsenda allrar verðmætasköpun- ar. Ofnýting þess í formi vinnuþrælkunar er því þjóðfélagslegt vandamál, ekki síður en vannýting þess. En fyrst og síðast ber að hafa í huga, að þetta afl er lifandi og starfandi einstaklingar, sem með vinnu sinni leggja grundvöll þeirrar hagsæld- ar. sem hvert þjoðfélag býr við og eiga því öðrum fremur kröfu á réttlátri skiptingu þeirra verð- mæta, sem vinna þeirra skapar. Og frá þeirri kröfu mun verkalýðshreyfingin hvergi hvika- — b. FORMENN FLOKKANNA UM ÚRSLIT KOSNINGANNA Baráttan fyrir réttlátri skipt- ingu þjóðarteknanna heldur áfram Formenn stjórnmálaflokkanna gerðu í fyrra- kvöld stutta grein fyrir áliti sínu á úrslitum kosn- inganna í Ríkisútvarpinu og birtast ummæli þeirra hér á síðunni. HANNIBAL VALDIMARSSON: Góðir hlu&tendur. Alþýðubandalagið má í heild una sæmilega sínum hlut. Or- slitin í Reykjavík valda þvi að vísu nokkrum vonbrigðum. Það eru þau, sem því valda. að þrátt fyrir óbreytta tölu kjör- inna þingmanna, fær Alþýðu- bandalagið nú einu uppbótar- þingsæti færra en áður. Með falli þingmanns í Reykjavík fékk forystuflokkur stjómarinn- ar áminningu, en ekki þá hegn- ingu, sem ég hefði vænzt. að EYSTEINN JÓNSSON: Mér er nú efst í huga. að þessar alþingiskosningar urðu mikill sigur fyrir Framsóknar- flokkinn. Tveir nýir þingmenn bættust við og flokkurinn jók verulega heildaratkvæðatölu sína. Framhald varð af þeirri þróun, sem kom fram í bæjar- stjórnarkosningunum fyrir ári, að flokkurinn eykur mest fylgi sitt þar sem hann var veikast- ur áður, í kaupstöðunum. Leyn- ír sér ekki, að Framsóknar- flokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn í kaupstöð- unum en áður hefur hann jafnan verið mjög sterkur utan þeirra og eflist þar enn víðast hvar. Mér virðist þessi þróun sýna ótvírætt, að umbótafólk hvar sem er á landinu. vill efla stóran flökk og skipa sér sam- an í hann um meginstefnu. Sýnist umbótasinnað fólk í landinu hafa vaxandi ótrú á því að dreifa kröftunum. enda Emil Jónsson EMIL JÓNSSON: Meginatriðið, sem um var kosið var það, hvort ríkisstjóm- in skyldi halda áfram að fara með völd eða ekki. Hvort nú- verandi stjómarstefnu yrði haldið áfram eða eitthvað ann- að, sem maður raunar ekki vissi nákvæmlega hvað var. þjóðin gæfi viðreisnarstefnunni. Það er því skoðun mín, að stjómarflokkarnir hafi rétt skriðið gegnum þessar kosning- ar og beri þó hallan haus eftir. En sigur hafa þeir engan unnið. Svar þjóðarinnar við því, hvort hún vill áframhaldandi við- reisn, er vægast sagt dræmt og hikandi. 1 ýmsum landshlutum, eins og til dæmis á Vestfjörðum. er svarið hins vegar ákveðið neit- andi. Það liggur alveg ljóst fyr- ir, hvort sem litið er á kosn- ingaúrslit Sjálfstæðisflokksins Eysteinn Jónsson vo'it allir geti ekki alltaf verið sammála um allt Þetta er heil- brigt og æskilegt ög mun margt gott af þessu leiða. Og ég tel yrði látið koma í staðinn. Þetta mistókst stjómarandstöðuflokk- unum. Þó að eitt þingsæti hafi að vísu tapazt, og eftir því og þeim manni sé ég alveg sér- staklega, þá breytir það ekki heildarniðurstöðum. Þjóðin hef- ur vottað ríkisstjórninni traust og ég tel að Alþýðuflokkurinn megi eftir atvikum sæmilega una við úrsiitin. Hann fékk 1959 eina mestu atkvæðaaukn- ingu, sem hann hefur nokkurn tíma fengið og langt meiri en flokksfylgi hans þá var. Nú hefur flokkurinn haldið þessu fylgi nokkurn veginn óskertu, sem væntanlega þýðír það að eitthvað af því, sem hann fékk þá hefur snúizt frá honum en annað komið í staðinn. Sé mið- að við bæjarstjórnarkosning- amar síðustu í Reykjavík, hef- ur fylgi flokksins aukizt mjög verulega eða um hátt á annáð þúsund atkvæði. Ég tel því að flokkurinn megi eftir atvikum vel við una. Og að lokum vil ég aðeins segja það, sem er aðalatriðið. að stjómarsamstarfinu verður Hannibal Valdimarsson þessar kosningar og úrslit þeirra sýna. að Framsóknar- flokkurinn eflist nú drjúgum skrefum til að sinna þessu hlut- verki og verður um leið æ bet- ur fær um að rækja það. Það munaði ekki nema hárs- breidd að ríkisstjómin missti meiríhluta sinn í kosningunum þrátt fyrir alveg óvenjulega öfluga hjálp góðærisins. Og kosningasigur Framsóknar- flokksins er áfellisdómur um stjórnarstefnuna og bending um hug manna varðandi aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, þótt of vel tækist að leiða hugi manna frá þvi máli. Rfkis- stjórnin stendur einnig verr á Alþingi eftir kosningamar og má þar ekkert tæpara standa og orðið mjög veikt. Ég vil þá ekki heldur trúa þvi, að lagt verði út í að taka á þjóðina varanlegar skuldbindingar út á við með svo tæpum meirihluta eða gera harkalegar ráðstafan- ir inn á við. haldið áfram á svipuðum grundvelli og hingað tiL BJARNI BENEDIKTSSON: Auðvitað urðum við Sjálf- stæðismenn fyrir vonbrigðum af því að tapa einu þingsæti í Reykjavík úr því að við unn- um stórlega á í fylgi. En við því var ekki að gera, enda kom þingsætafjöldinn hér áður af því að atkvæði skiptust á milli andstæðinga á okkur mjög hagkvæman hátt. Einkennilegra var, að tap Alþýðubandalags- ins í Suðurlandskjördæmi til Framsóknar skyldi verða tii þess að við fengjum einu þing- sæti færra en ella. Hvorugt þetta skiptir verulegu máli. því að þrátt fyrir þetta vann flokkurinn nú einn sinn fræki- legasta sigur, og þakka ég öll- um, sem að honum hafa stuðl- að. Úrslitum ræður. að ríkis- stjómin hefur hlotið ótvíræða traustsyfirlýsingu kjósenda. Auðveidara er að gagnrýna en gera vel sjálfur. enda telst það til undahtekninga að stjóm þar eða stjómarandstöðuflokk- anna. En ég endurtek nú það. sem ég lagði áherzlu á í út- varpsumræðunum fyrir kosn- ingarnar. Vinnusléttirnar, fram- leiðslustéttirnar og allir laun- þegar hafa ekki fengið rétt- mæta hlutdeild í vaxandi þjóð- artekjum undir viðreisn. Þess vegna munu þessar þjóðfélags- stéttir nú hiklaust bera fram réttmætar kröfur sínar. Hörö barátta hinna stríðandi al- þýðustétta við íhaldsöflin er framundan. Og sú barátta stendur um réttláta skiptingu þeirra miklu bjóðartekna. sem forsjónin hefur gefið, þrétt fyr- ir en ekki vegna ríkjandi stjómarstefnu. Og það er bjarg- föst sanníæring mín, að ef viðreisnarflokkarnir eiga ekk- ert annað svar að gefa þjóð- inni en það. að veiðreiSninni skuli áfram haldið óbreyttri, það er að haldið skuli áfram að íþyngja atvinnuvegunum með okurvöxtum, haldið skuli sifellt áfram að fella íslenzku krónuna, og að ekkert lát skuli áfram verða á dýrtíðarmögnun síðasta kjörtímabils, þá fá þeir næst, þegar þjóðin verður spurð, skýrt og ákveðið svar. og það verður hvorki dræmt né hikandi. Það verður neitandi svar, þá tapa þeir svo um mun- ar. Alþýðubandalagið var stofn- að fyrir 7 árum til að sameina vinstri öflin. Það hefur í sjö ára baráttu við sterka and- stæðinga sannfærzt um að þessi sameiningarstefna þess er rétt. Henni verður því áfram haldið. Þeir, sem enn eru andvígir, verða að velja sér vettvang annars staðar. Þjóðvarnarflokknum þökkum við samstarfið í þessum kosn- ingum. Viðreisnarflokkarnir hafa nú tilkynnt þjóðinni, að viðreisninni verði áfram haldið. Þeirri stefnu er Alþýðubanda- lagið og verkalýðssamtökin andvíg í grundvallaratriðum. Þeirri stefnu viljum við hnekkja. Þess vegna boðar Al- þýðubandalagiðnú stríð en ekki frið, og það veit, að viðreisninni verður hnekkt. Alþýðustéttun- um verður tryggð réttmæt hlut- deild í vaxandi þjóðartekjum. Bjarni Benediktsson skuli vinna á eftir að hafa set- ið heilt kjörtímabil, bvi að ætíð eru einhverjir óánægðir. sem safnast til þess sem ófriðlegast lætur. Því eftirminnilegra er, að viðreisnarstjórnin skuli nú hafa hlotið aukið fylgi kjós- enda frá því, sem flokkar hennar hlutu fyrir tæpum fjór- um árum. Stuðningur 56% kjós- enda við ríkisstjóm myr;di hvarvetna talinn til stórtíðinda. Þetta mikla fylgi sýnir. að þjóðin metur þau störf. sem við höfum unnið. enda mun stjómin að sjálfsöiðu halda »- fram á sömu braut. sem vd# vonum að leiði til heilla og hamingju héðan <• fvA oin« hingað til. Framsóknarsigur var efst í huga Eysteins Jónssonar Áframhaldandi samstarf Alþýðu- og SjálfstæðisfL

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.