Þjóðviljinn - 17.09.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.09.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJÓÐVILIINN Þriðjiudagur 17. september 1963 Otgefondi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.|, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80,00 á mánuði. Hækkun opinberra gjalda Ctjórnarflokkamir hafa allt frá fyrstu dögum ^ viðreisnarinnar reiknað breytingarnar á skatta- löggjöfinni til skrautfjaðra í hatti sínum; mál- gögn þeirra þreyfast ekki á að halda því fram, að skattar af þurftartekjum hafi verið afnumdir og opinber gjöld lækkuð stórlega. Skattstiganum var að vísu breytt í þá átt að fella niður skatt a'f lægstu atvinnutekjum, en meginstefnan var sú að lækka sem mest skafta háíekjumanna og gróðafé- laga. En óðaverðbólga viðreisnarinnar hefur löngu gert þennan skattstiga úreltan varðandi viðmiðun þurftartekna; lágmark þeirra er komið langt yf- ir það, sem skattstiginn kveður á um að teljast skuli skattfrjálst. Þannig er það ómótmælanleg staðreynd, að ákvæðið um skat’tfrelsi þurftartekna er einungis dauður bókstafur í dag. jF^að er ekki aðeins herfileg blekking, að opinber ■■ gjöld almennings hafi lækkað í tíð núverandi stjórnarvalda, heldur er staðreyndum með öllu snúið við, er menn reyna að halda því fram. Út- reikningar Hagstofunnar á vísitölunni sýna, að sá liður hennar, sem tekur yfir opinber gjöld, he'f- ur hækkað um 32% frá því að viðreisnin hófst. í síðasta mánuði var hækkunin á þessum lið ein- um saman nær 20%. Þannig er það skattpíning ríkisvaldsins sem eykur verðbólguna langsamlega hröðustum skrefum nú upp á síðkastið, en á sama tíma keppast blöð stjórnarflokkanna við að vara við hvers kyns hækkunum, sem kunni að auka á verðbólguna! Ekki er að efa, að þessi áróður stjórn- arblaðanna er fyrs’t og fremst ætlaður til þess að reyna að hindra það, að launastéttirnar fái hlut sinn leiðréttan. En það er borin von hjá ríkis- stjórninni, að launþegar horfi á það aðgerðarlaus- ir að sjálft ríkisvaldið gangi fram fyrir skjöldu í því að magna verðbólguna og skerða þannig kjör þeirra. Lært af reynslunni! jfjað ber svo vott um takmarkalausa óskamm- feilni, að blöð ríkisstjórnarinnar eru þegar far- in að boða það, að ekki verði aðeins látið við þetta sitja, og að ennþá harkalegri aðgerðir séu í vændum. X Reykjavíkurbréfi Mórgunblaðsins s.l. sunnudag er því t.d. haldið blákalt fram, að „há- ir vextir“ og „takmörkun útlána“ séu „alviður- kennd úrræði“ gegn verðbólgu. Verður þetta ekki skilið á annan veg en hó’fun um vaxtahækkun,' og virðist ríkisstjórnin þannig ráðin í því að festa endanlega og óafturkallanlega við sig nafngift okrarans, eins og hún á sínum tíma stefndi að með afnámi okurlaganna. Þeim „alviðurkenndu úr- ræðum“ gegn verðbólgu, sem Morgunblaðið talar um, hefur sem sé verið beitt hér á landi frá því viðreisnin hófst með þeim afleiðingum, að verð- bólgan hefur aldrei magnazt jafn ört og á þess- um tíma. Ríkisstjórninni virðist því annað bet- ur gefið en að læra af reynslunni, ef hún hyggst kveða verðbólguna njður með þessum ráðum. — b. • • LAUNAKJOR BREFBE Þegar við , póstmenn, sem störfum í póstsoíu Reykjavík- ur, hugleiðum hin nýju launa- lög starfsmanna ríkisins og at- hugum hin ýmsu stig launa- laganna, vekur það sérstaka athygli, hvað starfshópur sá, sem hefur lengstan starfsdag allra póstmanna og erfiðustu störfin, hefur orðið útundan með kjarabaetur, og á ég þá við bréfberana. Þessi starfsmannahópur hef- ur frá fyrstu tíð verið olnboga- barn húsbaenda sinna hjá þess- ari stofnun, störf hans vanmet- in og litilsvirt, enda launin skömmtuð í samraemi við það. Þetta atriði benti Sveinn Björnsson fulltrúi póstmeistara réttilega á í Tímanum þann 21. marz /1959, en hann sagði þ/r meðal annars: „Fáar stétt- ir hins opinbera hafa þó átt að mæta jafn takmörkuðum skilningi frá fyrstu tíð og póst- burðarmennimir t.d. hér í Reykjavik.“ Ennfremur sagði Sveinn í sömu grein: „Allt fram til ársins 1930 voru réttindi bréf- beranna í Reykjavík mjög bág- borin og það má heita að enn eimi eftir af þessu. Um 30 ára tímabil, frá 1900 til 1930, var þeim gert að greiða af lágum launum sínum alla aðstoð, bæði i veikinda- forföllum og eins í sambandi við útburð jólapósts. Það var ekki fyrr en bréf- berar höfðu starfað hér í 40 ár, að þeir voru loks viður- kenndir sem sérstakur starfs- mannahópur í þjónustu ríkis- ins.“ Þetta sagði Sveinn Björns- son. er hann minntist 40 ára afrtiælis Póstmannafélags ís- lands, í Tímanum 21. marz 1959. Sjálfsagt hefur Sveinn fund- ið sárt til með hinni kúguðu stétt bréfberanna þá stund- ina, sem hann var að skrifa þessi vinsamlegu orð, og hefði mátt aetla, að hann mundi beita sér fyrir því, að baeta hag beirra að einhverju leyti, en því miður virðist réttlætis- kennd mannsins hafa gufað upp, um leið og hann lagði pennann frá sér, því að hann hefur ekki léð bréfberum stuðn- ing í orði né verki siðan, svo vitað sé. Harðdrægnr póst- meistari Matthías Guðmundsson gjörð- ist póstmaður á unga aldri. Var hann lítt menntaður al- þýðumaður, en eldheitur bar- áttumaður jafnaðarstefnunn- ar, og hagsmuna hinna fátæku meðbræðra sinna. Matthías tók fljótt þátt í stéttarbaráttu póstmanna og var þar ötull liðsmaður í fremstu röð og formaður P.F.Í. um sinn. Matthías naut almennra vin- sælda meðal starfsbræðra sinna og hugðu póstmerm gott til^ samstarfs voð hann, er Matt- hías var skipaður póstmeistari árlð 1959, og töldu að hann mundi sem póstmeistari korna ýmsu íil leiðar, til hagsbðta fyrir póstmenn, en sú hefur ekki orðið raiunin á. Og nú kvarta ýmsir starfs- hópar yfir hinum harðdræga póstmeistara, og er gleggsta dæmið um það. þegar póst- meistara datt það srijallræði f hug á síðastliðnum vetri, að láta bréfberana vinna auka- vinnu, án þess að fá auka- greiðslu fyrir, sem frægt varð. og tókst það i efnn mínuð. Sú Iaunabarátta, sem háð var, að undarigengnum kjars dómi, var bréfberum erfið o'- árangurslítil. Þeir áttu að mæta að segja má algjöru skilningsleysi félaga sinna i P.F.Í., og jafnframt kjararáðs og kjaradóms. Þetta sést bezt á eftirfarandi greinargerð: Enn eimir eftir af ranglætinu Laun bréfberanna voru áð- ur en kjaradómur kvað upp úrskurð sinn sem hér segir: Kr. 5516,80 á mánuði, en eru nú kr. 6710,00, það er 21,6% hækkun. en þess ber að gæta, að bréfberamir höfðu hálfa klukkustund yfirvinnu á dag frá því á árinu 1954 og þar til 1. júlí síðastliðinn. Þessi hálfa klukkustund gaf á mánuði kr. 689,32, svo að hið raunverulega fasta kaup var kr. 6206.12. Bréfberar hafa því fengið í launauppbót kr. 504,00 á mán- uði, eða 8,5%, en ekki kr. 1194,00, eða 30,7%, eins og haldið er fram. Það skal tekið fram, að hér er aðeins átt við þá menn, sem taka laun samkv'. þriggja ára starfsaldri, en þeir eru í meirihluta meðal bréfberanna, en bjrrjunarlaun eru nnm minni, eða um 6000,00 kr. á mánuði. í ný-uppkveðnum kjaradómi, er þó^ að finna eitt atriði, sem er jákvætt fyrir bréfberana, en það er sú breyting á vinnu- tíma. að allri vinnu, eem ekki er vaktavinna, skal vera lok- ið kl. 12 á laugardögum allt árið. Þessi breyting á laugardags- vinnu, er gamalt. baráttumál bréfberanna, og vakti það ó- skiptan fögnuð þeifra, að þessi breyting skyldi nást með kjara- dómi, en það furðulega skeð- ur, að þetta atriði kjaradóms vilja þeir háu herrar, póst- meistari og póst- og síma- málastjóri Gunnlaugur Briem,. ekki fallast á, og er það að líkindum Gunnlaugur Briem, sem gefur það strik, sem póst- meistari stýrir eftir, í þessu máli sem öðrum. Þannig reynast ummæli Sveiris Björnssonar vera enn í fullu gildi, því að ennþá eimir eft- ir af ranglætinu. Furðuleg stefna Sú öfugþróun ríkir í þess- um málum, að nú síðustu ár- in, sem borgin hefur stækkað örast og íbúunum fjölgað mest, þá hefur bréfberum ver- ið fækkað; til dæmis var þeim fækkað árið 1958. úr 38 í 31, og þar af leiðandi varð að stækka hverfin mjög verulega. Sum hverfin hafa stækkað síðan, eins og ton er til í ört vaxandi borg, svo að illmögu- legt er einum manqi að ann- ast hverfið, svo í lagi sé. Sem dæmi skal ég nefna Hvassa- leitishverfið og Múlahverfið. f þessi hverfi hafa komið menn, íiváð eftir annað og hafa sumir þeirra reynzt dug- andi menn, en hafa hreinlega gefizt upp. Það ástand heíur rikt í bréíberadeildinni síðan í októ- ber 1962, að vantað hefur menn í 3 til 5 hverfi að stað- aldri og það heíur ekki tek- izt að ráða hæfa menn í starf- ið, þrátt fyrir margar tilraun- ir. Og hefðu þeir bréfberar, sem teljast fastráðnir starfsmenn ekki tekið á sig að bera út í þessi 3—5 hverfi aukalega, þá hefði pósturinn hrúgazt upp í bréfberadeild og allt komizt í strand. Það er þvi furðuleg stefria póst- og símamálastjóra, að vilja ekki á nokkum hátt bæta kjör þessara manna, heíclur standa sem klettur gegn öll- um kröfum. sem bornar eru fram. Það er siður góðra yfir- manna, að gjöra vel við sína starfsmenn svo að þeir uni vel sínum hag, þá munu þeir einnig vinna vel sín störf. Jón Bjarnason. <S>- T AÍvðran frá dýra- verdunarfélögum Samband Dýraverndunarfé- laga íslands hefur beðið Þjóð- viljann að birta eftirfarandi grein: „Göngur og réttir eru að hefjast, því eru framundan stórfelldir rekstrar á búfé eða flutningar með vögnum og skipum. Samband Dýraverndunarfé- laga íslands leyfir sér því að vekja athygli á eftirfarandi at- riðum reglugerðar um meðferð búfjár við rekstur og flutn- inga. Við rekstur og flutninga skal ávallt sýna búfé fyllstu nærgætni, svo að því líði eins vel og kostur er. Þegar sauðfé er flutt á bif- reiðum, skal ávallt hafa gæzlu- mann hjá því, jafnvel þó um® skamman veg sé að ræða. Sérstaka athygli vill stjórn SDÍ vekja á þvi, að sam- kvæmt gildandi reglugerð um »flutning búfjár er . algerlega óheimilt að flytja búfé í tengi- vögnum (t.d. jeppakerrum eða heygrindum), sem eigi er leyfi- legt að hafa menn i til gæzlu. Bifreiðar þær, sem ætlað- ar eru til sauðfjárflutninga, skal útbúa með pallgrindum. sem skulu vera svo þéttar, að eigi sé hætta á, að dýrin festi fætur í þeim, og getðar úr traustum. sléttum viði án skarpra brúria eða horna. Eigi skulu slíkar pallgrihdur vera lægri en 90 om. Hólfa skal pall sundur í stiur, er rúmi eigi yfir 12 kindur. Ef flutningsleið er lengri en 50 km. á að hólfa pallinn sundur í miðju að endilöngu, svo að ongin stía nái yfir þveran flutningspall. Á pallinum sé komið fyrir þeim útbúnaði. sem bezt dreg- ur úr hálku, svo þúféð nái að fóta sig, sem bezt. Séu notað- ar grindur, líkt og þær sem tíðkast í fjárhúsum, skulu rimar vera tvöfaldar, þær efri þversum á bílpallinum og þétt- ari en rimar í fjárhúsgrindum. Leitazt skal við að flytja fé meðan dagsbirtu nýtur. Verði því eigi við komið, skal hafa ljós á bifreiðarpalli, svo að vel sjáist um allan pallinn meðan á flutningi stendur. Til þess að forðast hnjask eða meiðsli skal búa svo um, að unnt sé að láta búfé ganga á flutningspall og af. Ef flutningur tekur lengri tíma en 12 klst., skal sjá dýr- unum fyrir nægilegu fóðri og vatni. Vakin skal athygli gangna- manna á því, að tekin sé fjár- byssa með í göngur, svo deyða megi lemstrað fé með skoti. Varast skyldu gangnamenn að reiða lemstraða kind“. Fjöldafundur kommúnista i Nýju Dehli NýJU DELHX 13/9 — Kommúnistaflokkur Ind- lands efndi til mikils* úti- fundar í Nýju Delhi í dag og segja fréttamenn að það hafi verið fjölmennasti fundur og kröfuganga sem nokkur stjómmálaflokkur hafi haldið í Indlandi. Jafn- framt var ríkisstjóminni afhent kröfuskjal sém ell- efu milljónir Indverja hafa undirritað. Þar er m.a. krafizt þjóðnýtingar bank- anna og olíufélaganna og róttækra aðgerða gegn fjár- málaspillingunni í landinu. Þetta var fyrsti útifundur- j inn sem indverskir komm- únistar efna til síðan skær- utnar byrjuðu á landamær- um Indlands og Kína. ÍSLENZK UST í DANMÖRKU l síðastliðnum mánuði efndi myndlistarmannaféla?ið Spiren í Kaupmannahöfn til sýningar á verk- um sex fclagsmanna og níu gesta. Meðal gestanna var íslenzki myndhöggvarinn Guðbjörg Bcne- diktsdóttir. Myndir Guðbjargar hlutu ágæta dóma í blöðum og sést ein þcirra hér að ofan. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.