Þjóðviljinn - 27.09.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.09.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA tJtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórar: Jón Bjamason, Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði. Kröfur verz/unarmanna ITerzlunarmannafélag Reykjavíkur, eitt fjöl-, * mennasta launþegafélag höfuðborgarinnar, hefur á fjölmennum fundi samþykkt einróma til- j lögur um breytingar á kjarasamningum félagsins ( við vinnuveitendur, en sá samningur rennur út 15. október, eins og fjölmargir kjarasamningar annarra félaga. Tillögurnar miða að gerbrey'tingu á kjarasamningum verzlunar- og skrifstofu'fólks, og er við niðurröðun í launaflokka og um kaup- upphæðir höfð hliðsjón af kjaradómnum um rík- ’issfarfsmennina og nýgerðum samningum við borgarstarfsmenn. Er það eðlileg viðmiðun, þar sem sumir star'fsflokkarnir vinna sambærileg störf, og eins hitt sem verzlunarmenn færa 'fram, að við ákvörðun kaups og kjara opinberra starfs- manna hafi verið tekið tillit til þess að þeir njóti yfirleitt meira starfsöryggis en starfsmenn einka- fyrirtækja. 17'röfurnar, sem Verzlunarmanna'félagið sam- þykkti einróma að gera, fela í sér allmikla al- menna kauphækkun sem eðlilegt er. Verzlunar- menn hafa löngum búið við óhæfilega lág launa- kjör og langan og oft óreglulegan vinnutíma. Þeir hafa verið mörgum vinnusféttum seinni að leggja eindregið inn á baráttuleiðina til að bæta kjör sín og atvinnurekendur notað sér það. Félagsskap- ur þeirra var áður samkrull af félagi launþega og atvinnurekenda og er auðskilið hvernig aðstaða slíks félags er til árangursríkrar hagsmunabar- áttu. Þetta er nú að breytast og verzlunar’fólkið sem leggur til baráttu fyrir bættum kjörum á vísa óskipía samúð og skilning verkalýðshreyfingar- innar. Alla tíð meðan deilan stóð um skipulags- tengsl Verzlunarmannasambandsins og Alþýðu- sambandsins átti verzlunarfólkið vísan og yfir- lýstan allan þann stuðning í hagsmunabaráttunni sem Alþýðusambandsstjórn hefði getað fram lagt, en eftir slíkri samstöðu um hagsmunamálin var ekki leitað þá af hálfu verzlunarmanna. Og vel ge’ta átökin um kjarabætur þær sem Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur krefst nú verzlunar- mönnum til handa orðið þeim lærdómsrík, einn- ig að því ley’ti að nú reynir á skilning og undir- tektir þeirra atvinnurekenda í verzlun sem í fyrra höfðu svo brennandi áhuga á því að koma verzl- unarmannasamtökunum inn í heildarsamtök ís- lenzkrar alþýðu. Af undirtektum atvinnurekenda og skilningi á réttmætum hagsmunakröfum verzl- unarmanna mætti sjálfsagt marka heilindin í um- hyggju þeirra fyrir skipulagsmálum samtakanna, og munu verzlunarmenn veita því athygli hvort áhuginn fyrir framgangi mála Verzlunarmannafé- lagsins sé ekki jafnheitur enn hjá kaupmönnunum. 17’erzlunarmannafélagið samþykkti einróma kröf- ^ ur sínar. Og vart verður forysta þess sökuð um kröfugerð í þeim tilgangi að vilja koma ríkis- stjórninni í bölvun! Enda eru kröfur verzlunar- manna um kjarabætur fram komnar af brýnni börf og einhugur verzlunarmanna um þær mætti vera aðvörun til atvinnurekenda, sem halda' að últaf sé hægt að „hafa þá góða“ með einhverjum aálamyndahækkunum. — & MÓÐVILJINN 200.000mótmæ/a kjamorkukafbáta- lægjum /Japan Eins og áður hefur verið skýrt frá i blaðinu hafa verið haldniir fundir að undanförnu i Japan til að mótmæla fyrirætlunum um að veita Bandarikjunum stöðvar fyrir kjamorkukafbáta sína í landinu. Stærsti mótmælafundurinn var haldinn i hafnarborginni Yokosuka þar sem 130.000 manns mættu, en þaðan er myndin. En samtímis voru um 70.000 á sams konar fundi í Sasebo, þar sem Bandaríkjamenn hafa flotastöð. Starfsemí Félags- málastofnunarinnar hin margvíslegasta ÞriSja stairfsár Félags- málastofnunarinnar hefst hinn 20. október n.k., eins og skýrt var frá í fréttum blaðsins í gær. Þá hefst námskeiS um fundarstórf og mælsku, verkalýðsmál og hagfræði, en upp úr næstu áramótum hefst svo námskeið um fjölskyldu- una og hjónabandið. Til viðbótar því sem greint vár frá í blaðinu í gær. verð- ur hér getið fleiri þátta í starf- semi Félagsmálastofnunarinnar, er það sem hér fer á eftir hyggt á upplýsingum sem fram komu á fundi sem Hannes Jónsson félagsfraeðingur, stofn- andi og forstöðumaður Félags- má'Iastofnunarinnar, hafði með fréttamönnum í fyrradag. Margvísleg starfsemi Auk námsflokkastarfseminn- ar rekur Félagsmálastofnunin fræðslu- og leiðbeiningarstarf- semi fyrir einstök félög. Felst hún einkum í því, að flutt eru á þeirra vegum einstök fræðslu- erindi, reknir fyrir þau sér- stakir námsflokkar og leiðbein- ingar veittar um félagsleg skipulagsmál. Hafa eftirtalin félög þegar hagnýtt sér þessa þjónustu: Símvirkjadeild FÍS, Samband ísl bankamanna, Verkal.fél. Jökull, Ólafsvfk, Vmfél. Hlíf, Hafnarfirði, Iðn- aðarmannafél. Hafnarfjarðar, Starfsmannafél. Mjólkursamsöl- unnar, Kvennfélsamb. Gullbr. og Kjósarsýslu, Landssamb. vörubifreiðastjóra og Félag bif- vélavirkja, Reykjavík. Jafnframt fræðslu- og leið- beiningarstarfseminni rekur Fé- lagsmálastofnunin útgáfustarf- semi og annast frumrannsókn- ir á sviði félagsmála. Um þess- ar mundir er að koma út önn- ur bókin í bókasafni stofnun- arinnar. Nefnist hún „Fjöt- skyldan og hjónabandið". En rannsóknarverkefnið, sem unn- ið er að, er um sögu og starfs- svið íslenzku launþegasamtak- anna. Sagði Hannes Jónsson, að rannsókn þessi hefði gengið hægar en ráð var fyrir gert, þar sem mörg félögin hefðu sýnt fálæti við að svara og endursenda spurningaskrá stofnunarinnar, en fé ekki énn fengizt frá Vísindasjóði til þess að bera kostnað af að senda mann éftir svörúntiírí.1'1 SagðiSt Hannes vona, að úr þessu mundi rætast og félögin senda spumingarskrámar útfylltar, einkum þó ef forysturnenn fé- laganna gerðu sér Ijóst, hversu mikilvæg þessi rannsókn gæti orðið fyrir félögin sjálf. Fræðslustarfsemi Félagsmála- stofnunarinnar verður nú sem fyrr til húsa í Gagngfræða- skólanum við Vonarstræti. Kennt verður á sunnudagseft- irmiðdögum. Innritun 1 námsflokkinn fundarstörf og mælska, verka- lýðsmál og hagfræði er hafin og em þátttökuskírteini seld i bókabúð KRON í Bankastræti. FJÖLSKYLDAN OG HJÓNA- BANDIÐ er önnur bókin í bókasafni Félagsmálastofnunar- innar, en það hefur einkunn- arorðin: BÆKUR, SEM MALI SKIPTA. Þetta er 212 blaðsíðna bók, rituð af þeim Hannesi Jóns- syni, félagsfræðingi, Pétri H. J. Jakobssyni, forstöðumanni fæðingardeildar Landsspítalans, Sigurjóni Bjömssyni, sálfræð- ingi, dr. Þórði Eyjólfssyni, hæstaréttardómara og dr. Þóri Kr. Þórðarsyni, prófessor. Ffni bókarinnar skiptist í 10 kafla og eru 6 þeirra ritaðir af ritstjóra verksins, Hannesi Jónssyni, en einn af hverjum hinna höfundanna. Auk þess er í inngangi bókarinnar fróð- leg kynning á mannfélagsfræð- inni. Hannes Jónsson ritar m.a. um fjöiskylduna, hjónabandið, ástina, hjúskaparslit og ham- ingjuna; Pétur H. J. Jakobs- son ritar um erfðir, frjóvgun og getnaðarvamir; Sigurjón Bjötnsson urri fóreídra og bamauppeldi; dr. Þórður Eyj- ólfson um íslenzka hjúskapar- löggjöf'Og dr. Þórir Kr. Þórð- arson um kristleg viðhorf til hjónabandsins. 1 formála bókarinnar segir m.a.: „Þar sem lífshamingja fólks véltur að verulegu leyti á því, hvemig því tekst að byggja upp hjónaband sitt og fjölskyldulíf, er ekki vonum framar, að bók sem þessi kem- ur á íslenzkan bókamarkað. Það er von Félagsmálastofn- unarinnar, að efni bókarinnar verði lesendum hagnýtur fróð- leikur, en bókin sjálf kærkom- in á sem flest heimili og í sem flesta framhaldsskóla landsins”. Með bók þessari hefur ver- ið unnið brautryðjendastarf, þar sem fram að þessu hefur ekki verið að fá hér á landi skipulega fræðslu um fjöl- skyldu- og hjúskaparmálefni og þetta er fyrsta bókin skrif- uð af Islendingum um þetta efni. Bókin er prentuð í prent- smiðjunni Eddu á góðan papplr og er frágangur hennar góður. Hún er prýdd um 30 skýringa- myndum. Föstudagur 27. september 1963 NATÓ-maður grunaður um m r B Nýlega var handtekinn franskur NATÓ-embættismað- ur í París. Maður þessi heitir Georges Paques og er 49 áraað aldri. Honum er gefið að sök að hafa stundað hjósnir í þágu erlends stórveldis og verðúr hann bráðlega dreginn fyriir rétt. Paques hefur verið næst-æðsti embættismaðurinn í upplýs- ingadeild Atlanzhafsbandalags- ins í París. Réðst hann þangað fyrir ári. en hafði áður starf- að í fjögur ár í landvamaráðu- neytinu franska. Herma frétt- ir að hann sé sakaður um að hafa veitt Austur-Evrópuríki ýmsar upplýsingar, bæði stjóm- málalegar og hemaðarlegar. Námsstyrkir Menntastofnun Bandarikj- anna hér á landi. Fulbright- stofnunin tilkynnir, að hún muni veita náms- og ferða- styrki íslendingum. sem þeg- ar hafa lokið háskólaprófi og hyggja á frekara námviðband- aríska háskóla á skólaárinu 1964—1965. Umsækjendur um styrki þessa verða að vera íslenzkir ríkisborgarar og hafa lokið háskólaprófi, annaðhvort hér á landi eða annars staðar utan Bandaríkjanna. Þeir, sem ekki eru eldri en 35 ára að aldri verða að öðru jöfnu látnir ganga fyrir um styrkveitingar. Nauðsynlegt er að umsækjend- ur hafi mjög gott vald á enskri tungu. Þeir, sem sjálfir kunna að hafa komizt að við nám vest- an hafs, geta sótt um sérstaka ferðastyrki, sem stofnunin mun auglýsa í aprílmánuði næsta ár. Umsóknareyðublöð eru af- hend á skrifstofu Menntastofn- unarinnar, Kirkjutorgi 6, 3. hæð, sem opin er frá 1—6 eii. Umsóknimar skulu síðan send- ar í pósthólf Menntastofnunar Bandaríkjanna nr. 1059, Reykja- 16250 VÍNNINGAR! Fjórði hver miði vinríur að meðaltati! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. Okkur vantar börn og unglinga nu þegar eða um næstu mánaðamót til blaðburðar víðsvegar um bæinn, s

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.