Þjóðviljinn - 27.09.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.09.1963, Blaðsíða 8
g SÍÐA HÓÐVILJINN Föstudagur 27. september 1963 iiiilil se í fljótu bragði gæti maður haldið, að merkið, sem þessum línum fylgir, væri Faxa-merki Flugfé- lags íslands, sem erlendis er aug- lýst „stærsta litla flugfélag heims“. Svo er þó ekki. Þetta er merki franska flugfélagsins víðkunna, Air France, sem auglýst er um allar jarðir að stærsta flugfélag í heimi. AIR FRANCE flutti nær 3,5 milljónir farþega á síðastliðnu ári Aðalbækistöðvar Air France eru á Orly-flugvellinum við París. Á myndinni sjást nokkrar af hinum stóru farþcgaþotum flugfélagsins og eldri skrúfuvélar af Super-Constellation gerð framan við flugskýli á aðalathafnasvæði Air France í hinni miklu flughöfn. <S>- Flugfélag íslands hefur sem kunnugt er umboð fyrir fjöl- mörg flugféJög víðsvegar um heim. þ.á.m. Air France. Og ---------------------------«> Ulbricht er í Póllandi VARSJÁ 25/9. — Forseti ríkis- ráðs Austur-Þýzkalands, Walt- er Ulbricht, kom til Varsjár í dag í opinbera heimsókn. Með honum kemur tíu manna sendi- nefnd. Fréttamenn í Varsjá telja, að efnahagsmál Austur-Evrópurikj- anna svo og sambandið milli Póllands Qg Austur-Þýzkalands, verði tekin til umræðu. Einnig er reiknað með þvi, að iðn- væðing Austur-Evrópu verði rædd. Bæði löndin eiga við að stríða erfið landbúnaðarvanda- mál, og því sé einnig líklegt, að talið berist til sölu matvara til Póllands. milli þessara tveggja féflaga hafa verið talsverð samskipti á undanförnum árum. M.a. má geta þess að einn af sölustjór- um Air France í París hefur komið hingað til lands með þrjá hópa erlendra ferðaskrif- stofumanna á undanfömum ár- um í boði Flugfélags íslands; síðasti hópurinn var á ferð hér í haust eins og skýrt var frá á sínum tíma. Þessi franski sölustjóri, Jean-Louis Lemaire gaf Þjóðviljanum á dögunum margvíslegar upplýsingar um félag sitt og fer sitthvað af því efni hér á eftir. Ríkisfyrirtæki Fyrirrennarar Air France í frönskum flugsamgöngum voru ýmis smærri flugfélög sem stofnuð voru í árdaga flugsins og störfuðu, misjafnlega lengi og giftusamiega, um og eftir fyrri heimsstyrjöldina. Árið 1933 var Air France stofnað með sameiningu fjögurra af hinum minni flugfélögum. Fé- lagið starfaði síðan sem einka- fyrirtæki um 15 ára skeið eða þar til franska þingið sam- þykkti 1948 að gera það að rík- isfyrirtæki. Ríkið á þó ekki .~ia hluti í Air France, held- ur h'ka opinberar stofnanir aðrar og einstaklingar, en hlutafjáreign þeirra er hlut- fallslega Mtil þó. í fremstu röð Vöxtur Air France hefur veríð mikill síðustu árin og samkvæmt skýrsum IATA, Al- þjóðasamtaka flugfélaga, held- ur franska flugfélagið nú fyrsta sæti í Evrópu hvað snertir farþega kílómetra en sjötta sæti þegar á allan heiminn er litið. Á sl. ári flutti Air France næstflesta farþega á flugleið- unum um Suður-Atlanzhafið, en var í fimmta sæti á Norð- ur-Atlanzhafsleiðunum, á eftir bandarísku flugfélögunum Pan American Airways og Trans World Airways, brezka félag- inu BOAC og hollenzka fé- laginu KLM. Milli 60 og 70 þotur Air France heldur uppi áætl- unarferðum á flugleiðum sem samtals eru 315.900 km lang- ar og flugvélar félagsins hafa viðkomu á 117 stöðum í 69 löndum víðsvegar um heim. Alls á félagið hátt á annað hundrað flugvélar í notkun, þotur og skrúfuvélar, stórar og smáar. Þotur félagsins munu milli 60 og 70 tals- nu vera ins. Nær 3 1/2 milljón farþega Á síðastliðnu ári fluttu flug- vélar AF samtals 3.448.530 far- þega á öllum leiðum, þar af 194.877 yfir Norður-Atlanzhafið. Þetta er 7,8% aukning á heild- artölunni, miðað við árið 1961, og 22,8% aukning á N-Atlanz- hafsfarþegatölunni. 1 ársbyrjun voru starfsmenn félagsins alls 25.185, þar af 2.355 flugliðar. INTERFLUG- VÉL Á LOFTI Flugflotl Austur-Þjóðver.i hefur vaxið töluvert á síð- ustu árum. Sjálfir leggja þeir enga stund á flugvélafram- Ieiðslu, en hafa einkum keypt til flugfélaga sinna, Deutsche Lufthansa og Interflug, sov- ézkar flugvélar ,stórar og smáar. Þessi tvö flugfélög, sem nefnd voru hér að framan. voru áður starfandi samtímis í Þýzka alþýðulýðveldinu, og einkum þó að nafninu til, en nú hafa þau verið sameinuð í eitt félag sem ber nafnið INTERFLUG. Ljósmyndiin: Ein af hinum stóru sovézku fjögurra hreyfla farþegaflugvélum, sem Inter- flug hefur í þjónustu sinni. Teikningin; Merki Interflug. Pipinelis fer fró AÞENU 25.9. — Forsætisráð- herra Grikklands, Pipinelis. baðst í dag lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ekki voru enn kunnar undirtektir Páls konungs. Pipinélis kveðst biðjast lausn- ar til að bæta andrúmsloftið í grískum stjómmálum fyrir kosn- ingamar, sem fram eiga að fara 3. nóv. næstkomandi. Hafa vinstri flokkar landsins að und- anfömu gert harða hríð að stjóminni og haft við orð að láta kosningamar afskiptalausar, ef Pipinelis beiðist ekki lausn- ar. Pipinelis tók sem kunnugt er við stjóm í sumar, eftir að Karamanlis hafði beðist lausnar sökum ágreinings nm Englands- för þeirra konungshjónanna. •■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■* ■ Mótmælti með j sjálfsmorði Fyrir nokkrum dögum • brenndii 17 ára stúlka af f indversku bergi brotin sig f til bana á götu í Durban j i Suður-Afríku. Með sjálfs- f morði sinu vildi stúlkan f mótmæla kynþáttaofsókn- f unum í landinu. Lögreglan ■ segir að vísu að ekki sé f vitað um ástæðu, en vinir f ungu stúlkunnar hafa skýrt j frá því að engum blöðum sé um það að fletta að sjálfsmorðið sé framið í mótmælaskyni viið kyn- þáttakúgunina. Stúlkan vætti sig í benzíni, kraup síðan niður á götunni og kveikti í fötum sínum. Sjónarvottar segja að hún hafi setið róleg meðan log- amir léku um hana og grönduðu lífi hennar. Alþ/óðasamþykkt um íögsögu / loftförum Alþjóðleg ráðstefna, sem haldin var í Tokío á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), gekk frá samþykkt varðandi afbrot sem framin eru í loftförum og athafnir sem hættulegar eru öryggi loftfara eða farþega eða farangurs sem þær flytja. Þetta er í fyrsta skipti sem reynt er að skapa alþjóðareglur í þessum efnum og mun hin nýja samþykkt öðlazt gildi, þegar 12 ríki hið minnsta hafa staðfest hana. í samþykktinni er byggt á því sem meginreglu, að þjóð- erni loftfara ráði lögsögu um mál vegna afbrota sem framin eru um borð í þeim. Getur þessi regla haft mikla þýðingu í sambandi við hinar sívax- andi flugsamgöngur nú á dög- um, þar sem leiðir flugfara liggja löngum hátt í lofti yfir úthöfum þar sem lögsaga á- kveðins ríkis nær ekki til. Jafnframt gæti það borið við að afbrot yrði framið þegar flogið væri yfir landmæri, þannig ómögulegt væri að slá því föstu yfir hvað ríki flug- farið hefði verið á þeim tíma, er brotið var framið. Sérstök grein sáttmálans fjallar um „flugvélarrán", þ.e. þegar einhver um borð í flug- farinu tekur ólöglega og með valdi eða hótunum um vald- beitingu stjóm flugfarsins f sínar hendur, eða skiptir sér að öðru leyti án tilefnis eða nokkurrar heimildar að stjóm flugfarsins. Er heimilað að beita þeim ráðum sem duga kunna til að koma í veg fyr- ir þetta. Iþróttir Framhald af 5. síðu. Val, og verður ekki sagt. að það gefi rétta mynd af gangi leiksins, en það eru mörkin sem telja. Þetta lið IBV er að mörgu leyti skemmtilegt. Það er skip- að frískum ungum mönnum, sem voru mun fljótari að hlaupa en Valsmennimir og sýndu meiri baráttuvilja. Marg- ir þeirra ráða yfir töluverðri leikni og sumir ágætri, eins og hægri útherjinn Aðalsteinn Sigurjónsson, og sama er að segja um miðherjann. Guð- mund Þórarinsson. Miðvörður- inn Viktor Helgason v«r sjcemmtileg „týpa“, mjög spark- viss, og hafði einnig auga fyr- ir að koma af stað samleik. I framlínunni var þó virkasti maðurinn Sigmar Pálmason. sem gerði vörn Vals oft erfitt fyrir. Grímur Magnússon gerði einnig margt laglega. Með meiri reynslu í kapp- leikjum mundi þetta lið geta náð mun lengra. og leikur bess yfirleitt var eins og leikir lið- anna í fyrstu deild gerast svona upp og niður. Valsliðið átti ekki góðan dag og verður að teljast hæpið að koma með 2:0 útúr leiknum. Þar var það Björgvin Her- mannsson, sem mestu bjargaði eins og getið hefur verið. Her- mann Gunnarsson gerir inargt skemmtilegt, og er þar greini- lega efni á ferðinni, en hann má gæta sín fyrir of mikilli einleiksfýsn. Bergsveinn átti sæmilegan leik, og verði honum ekki of- þjakað er þar líka mikið sfni á ferðinni. Vörnin í heild át.ti sérstaklega til að byrja með, í erfiðleikum. sem sumpart kom til af röngum staðsetning- um. og syndguðu bar 4mi Njálsson, B.jörn Júlíusson og Bergur, og enda Þorsteinn Friðþjófsson, en þetta lagaðist í síðari hálfleik. og þá var bor- steinn sérstaklega sterkur og ákveðinn í leik sínum. Áhorfendur voru margir enda byrjaði leikurinn á ó- venjulegum tíma. eða 5.30. Dómari var Hannes Sigúrðs- son. Frímann. VDNDUÐ F Sjgutþórjónsson &co Jhfmrstrœti if í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.