Þjóðviljinn - 05.10.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.10.1963, Blaðsíða 8
3 SIÐA HÓÐVIUINN Laugardagur 5. október 1963 Ritstjóri: UNNUR EIRÍKSDÓTTIR GALDRAGLERiÐ ¦"/¦'.• ifó '-'¦¦ Ég veit um lítinn strák, sem rótar oft og leitar gaum- gæíilega í ruslakörfunni. — Vegna þess, segir hann — að það er ómögulegt að gizka á hvaða verðmætum fullorðnu fólki dettur í hug að fleygja í ruslið. Einn daginn fann hann svolítið gter, sennilega af einbverju raímagnsáhaldi. — Úr þessu get ég búið mér til ágaetis stækkunar- gler, og það var einmitt það, sem mig vantaði, sagði hann og stakk glerinu í vasa sinn. Um nóttina vaknaði hann og þar sem hann fann að hann gat ómögulega sofnað aftur, datt honum í hug að skoða nokkra hluti í gegn- um stækkunarglerið. Það sem hann skoðaði fyrst var kan- ína úr tré, sem lá til fóta ofan á rúminu hans. Þá gerð- ist nokkuð skrítið. Það sem hann sá var ekki tréleikfang, heldur lifandi kanína, sem reis upp á afturfæturna og gretti sig framan í hann. Þegar hann tók glerið frá augunum varð gamla tré- kanínan aftur eins og hún var vön. — Þetta er sannarlega merkilegt gler, sagði litli drengurinn við sjálfan sig. Næst horfði hann á postu- línsönd, sem stóð á arin- hillunni. Og það fór á sömu leið, öndin varð strax bráð- lifandi og hefði áreiðanlega hoppað niður á gólf ef hann hefði ekki tekið glerið frá augunum. Nú var drengur- inn orðinn svo forvitinn að sjá hvaða galdra glerið gæti gert, að hann gat ekki stillt sig um að læðast inn í svefnherbergi foreldra sinna og horfa á þau gegnum gler- ið. Því fyrst það gat gert dauða hluti lifandi, var þá ekki alveg eins trúlegt að það gæti breytt lifandi fólki í leikföng? Hann lét glerið fyrir augun og horfði á pabba sinn og mömmu stein- sofandi. Það skipti engum togum, þau breyttust í Nóa gamla í örkinni Qg konuna hans. Og voru bersýnilega smíðuð úr tré. Hann kitlaði mömmu sína til þess að sjá hvort hún rumskaði ekki, en hún varð einskis vör, því hún var úr spýtu! Svo tók hann glerið frá augunum og þau urðu aftur venjulegt sof- andi fólk. Til þess að vera samt alveg viss kitlaði hann mömmu sína aftur. Og nú vaknaði hún og hrópaði upp yfir sig: — Óþekktarormur- inn þinn, hvað ert þú að gera á fótum um hánótt, og hvers vegna ertu að kitla mig? — Mér þykir þetta afskap- lega leiðinlegt, mamma mín, en ég hélt að þú værir kon- an hans Nóa gamla í örk- inni, sagði drengurinn. — Konan hans Nóa, því- líkt bull og vitleysa, þig hef- ur verið að dreyma. Hypj- aðu þig undir eins í rúmið og farðu að sofa. Drengurinn hlýddi strax og sofnaði vært. Næsta morg- un stakk hann glerinu í vasa sinn og hafði það með sér í skólann. Á leiðinhi mætti hann hundi, sesm honum var satt að segja ekkert vel við. Hann mætti þessuwi huradi hvern einasta dag, þegar hann var á leiðinni í skól- ann, og þetta var mesti leið- inda hundur. Hann gelti og urraði að drengnum Qg krafsaði með löppunum í moldina, og það var eins og hann væri alltaf tilbúinn að bíta, þó hann hefði ekki lát- ið verða af því ennþá. Þarna var gott tækifœri til þess að sjá hvað galdraglerið gæti gert. Drengurinn tók glerið upp úr vasa sínum og horfði á hundinn gegnum það, og í sama bili var hundurinn sem alltaf var svo óvingjarn- legur á bak og burt, en í staðinn var kominn allra snotrasti postulínshundur. Drengurinn brá þá skjótt við og braut postulínshundinn mjölinu smærra. Nú var eft- ir að vita hvernig færi ef hann tæki glerið frá augun- um. Jú, þarna lá ljómandi fallegur skincnfeldur á jörð- inni. Drengurinn tók skinn- ið upp og faldi það á bak við runna. — Ég tek það á heim- leiðinni og gef mömmu það, til þess að bæta fyrir hvað ég var óþekkur í nótt, sagði hann við sjálfan sig. Svo hélt hann áfram í skólann og mundi ekkert eftir gler- inu fyrr en kennslustundin var meira en hálfnuð. Þá tók hann það upp úr vasa sínum til þess að horfa á kennslu- konuna gegnum það. Framhald. Skotasaga Skota nokkurn og konu hans, sem hét Anna, langaði ákaflega mikið til þess að fljúga, en vildu vitanlega ekki þurfa að borga allt of mikið fyrir það. Þau fóru að semja við flugmann einn, sem sagðist taka 200 kr. fyr- ir 10 mínútna flug. „Það er allt of mikið", sagði Skot- inn, „ég skal borga þér 100 kr. fyrir 15 minútur, en alls ekki meira". Þeir þrefuðu nú lengi um verðið. Að lokum tók flugmanninum að leiðast þetta og sagði: ,,Jæja, ef þið steinþegið Qg látið ekkert í ykkur heyrast, hvað sem á gengur, meðan við erum uppi, þá skal ég fljúga með ykkur fyrir ekkert, en ann- ars verðið þið að borga 200 krónurnar refjalaust". Skotinn gekk að þessu. Svo settust þau öll upp í flugvélina og flugið hófst. Flugmaðurinn lék nú allar þær listir, sem hægt er að leika með flugvél í loftinu og hlífðist ekki við. Þegar 15 mínúturnar voru Iíðnar, Ienti hann aftur og sagði við Skotann: „Það heyrðist aldrei svo mikið sem uml til þira, þú skuldar mér þess vegna ekk- ert". „Það er rétt", sagði Skot- Inn, ,,en það lá nú samt við, að mér fataðist einu sinni". „Hvenær var það?", spurði flugmaðurinn. „Það var þegar Anna féll útbyrðis". Ljónshjartað Felix heitir lítill strákur. Hann á heima í litlu þorpi í Ástralíu. Þar býr hann hjá afa sínum, sem á dálítið gistihús, er nefnist Ljóns- hjartað. Felix á sér uppá- halds felustað, hátt uppi í gömlum kastalavegg. Þaðan getur hann horft yfir allt þorpið, og fylgzt með ferðum allra sem ganga út og inn um dyrnar á gistihúsinu hans afa. Eiramitt núna ekur stór og fallegur bíll í hlaðið. Felix heyrir afa sinn kalla: Felix, Pelix, komdu strax. Því Fel- ix hafði það embætti að vera snúningadrengur á gistihús- inu. Það koma margir ferða- menn til þorpsins, því þar er mjög fallegt. Margir þeirra búa í Ljónshjartanu. Afi er af ensku bergi brot- inn, og hann skírði gisthús- ið eftir uppáhalds söguhetj- unni sinni, Ríkharði Ljóns- hjarta, sem var svo hugrakk- ur að menn sögðu að hann hlyti að hafa Ijónshjarta, og festist það nafn við hann. Það hékk stór mynd af Rík- harði Ljónshjarta í anddyri gistihússins, og það þurfti ekki nema rétt að líta á myndina til þess að sjá að þetta var mikil hetja. Felix gleymdi aldrei að líta á myndina og dást að henni, þegar hann gekk um and- dyrið. Og hann átti enga heit- ari ósk en að verða sjálfur svona hugrakkur. En núna mátti hann varla vera að því að líta á mynd- ina. Hann varð að flýta sér að taka á móti herramannin- um í stóra nýja bílnum, sem var kominn alla Ieið frá Ameriku. Hanra horfði með aðdáun á bílinn, þessa teg- und hafði haran aldrei séð áður. Allt í einu kom hann samt auga á annað, ennþá athyglisverðara. Það voru stígvélin ferðamannsins. Framhald. SÍMSKEYTIÐ > . 1 Tómas var blaðadrengur á járobrautarlínu í Norður- Ameríku. Eitt sinn þegar hann gekk gegnum stöðvar- bygginguna í bænum Port Huron, kom maður nokkur þjótandi út úr símstöðinni ásamt járnbrautarstjóranum. „Þetta er hræðilegt", sagði maðurinn. „Ég þarf nauðsyn- lega að ná símasambandi við bæinn Sarnía, og svo segið þér að símasambandið sé rofið". „Já, því er nú ver", sagði stöðvarstjórinn. „íshrönglið frá Huronvatninu hefur slit- ið jarðþráðinn. Þó að fljót- ið sé ekki nema fjórði hluti úr rrnlu, er öllu sambandi við baeinn Sarnía slitið, þar sem hann liggur hinum meg- in við fljótið". „En ég verð að senda sím- skeyti", sagði maðurinn, og nú sá Tómas að þetta var lyfsalinn. „Annars verður slys. Aður en fljótið ruddi sig, sendi ég meðalaböggul til Sarnía, og nú hef ég orð- ið þess var, að vegna mis- gripa, hefur lent eitur í hann. Ef þessi meðöl verða afhent, þá deyr sjúklingur- inn. Það er alveg voðalegt". „Það er nú svo", sagði stöðvarstjórinn. ,,En við þessu er ekkert að gera. Rit- símasambandið er slitið". Hinn ógæfusami lyfsali neri saman höndunum. „Það er þá ómögulegt að senda simskeyti?" andvarpaði hann mjög sorgmæddúr. Þetta var eftir harða vet- urinn 1862, löngu áður en talsími eða útvarp var fund- ið upp. Stöðvarstjórinn yppti öxl- um, en leit svo allt í einu til Tómasar. „Ég sé enga leið", endurtók hann. ,,Nema þá að Tómas gæti fundið eitthvert ráð. Drengurinn er nefnílega snillingur í símritun. Þú hef- ur heyrt alla málavexti, Tómas. Getur þú náð sam- bandi við Sarnía?" Blaðadrengurinn kinkaði kolli. „Það hugsa ég", sagði hann hæglátlega. „En þá verð ég að fá lánaðan járnbrautar- vagn niður á fljótsbakkann". ,,Jámbrautarvagn!" sagði stöðvarstjórinn undrandi. „Látið hann fá vagninn", sagði lyfsalinn. „Einskis má láta ófreistað". „Jæja þá", svaraði stöðv- arstjórinn. Og skömmu sið- ar þaut járnbrautarvagninn eins nærri fljótsbakkanum og unnt var. Fimmtán ára blaðadrengur stóð þar við hliðina á vagnstjóranum. Og þegar vagninn nam staðar rétt við íshrönglið úr fljót- inu, sagði Tómas: „Nú reyn- um við". Síðan sendi hann röð af hljóðum úr hljóðpípu eim- vagnsins, stutt og löng á vixl í vissri röð, sem hann endurtók hvað eftir annað. fbúar bæjarins, sem höfðu fylgzt með, hristu höfuðið yfir þessu. Nú var Tómas, þessi einkennilegi drengur sem alltaf var að gera tilraunir í eðlisfræði og efnafræði, líklega alveg að missa vitið. En Tómas var með fullu viti. Þetta „lag", sem hann lék á hljóðpípuna, var tilkynn- ing með Morsestafrófi, stuttu hljóðin táknuðu punkt, en þau löngu strik, og á þenn- an hátt spurði hann stöðugt: „Halló, Sarnía, heyrir þú til mín?" Klukkustund eftir klukku- stund hélt hann áfram þess- um hljóðsendingum. Loks skildu nokkrir símritarar á Sarnía skeytið. Þeir komu líka með járnbrautarvagn og svöruðu. Samband var kom- ið á milli bæjanna. Það var ekki aðeins sent símskeyti lyfsalans, — sem betur fór hafði meðalið ekki enn ver- ið notað — heldur einnig mörg önnur áríðandi sím- skeyti voru send með hljóð- pípunnni, og Tómas var dáð- ur fyrir uppfinningu sína. En þetta var ekki síðasta uppfinning blaðadrengsins, því að hann var enginn ann- ar en Tómas Alva Edison, sem síðar fann upp glóðar- lampann '(rafmagnsperuna), hljóðritann og mígrófóninn og fjölda annarra uppfinn- inga. Skrýtla Einkunnaspjald Georgs var nýkomið heim, og því miður var útkoman af prófinu mjög léleg, svq að foreldrar hans voru allt annað en á- nægjulegir á svipinn. „Ég er alveg að missa þol- inmæðina yfir háttalagi þínu", sagði faðir hans. „Hvernig stendur á því, að Hans litli, sem er miklu yngri en þú, er alltaf efstur, en þú neðstur?" Georg litli leit á föður sinn, því næst á móður sína og svo á föður sinn aftur og sagði svo: ,,Þú verður að taka það með í reikninginn, pabbi, að Hans litli á líka alveg sér- staklega vel greinda for- eldra!" KAPPAKSTUR B»WO<SW llllimillllli a&KU'ittHrX Þarna sjáiö þið kappakstur, sem fer fram í einni af stórborgurn Evrópu. RaðiS stöfunum á myndinni rétt saman, og þá fáið þið að vita, hvað borgin heítír.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.