Þjóðviljinn - 05.10.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.10.1963, Blaðsíða 12
HAFIÐ SAMBAND VIÐ AFGREIÐSLUNA. SÍMI 17500 Nú, þegar skólarnir eru almennt teknir til starfa, verða óhjákvæmilega miklar breytingar á því starfsliði Þjóðvirjans sem annast útburð á blaðinu til askrifenda. Það getur tekið tíma að kippa þessu í lag, en við væntum að hann verði sem stytztur. — Það eru Safnframt vinsamleg tilmæli til allra barna eða fullorðinna sem annazt geta blaðútburð að hafa samband við afgreiðsluna — sími 17500. Laugardagur 5. oktðber 1963 — 28. árgangur — 214. tölublað. ÞRETTAN MANKS I ÞREM HERBERGJUM tVið erum á réttri leið, sagði Geir Hallgrímsscm^ á borgarstjórnaríundi í íyrradag, þar sem viðreisn- aröngþveitið í húsnæðismálum var til umræðu. .Við, af vörum borgarstjóra, nær nú til æ fámenn- ari klíku sérréttindamanna og verðbólgubrask- ara og efar enginn, að slíkir þykist vera á réttari leið en nokkru sinni fyrr. Aftur á móti hefur leið hundruð Reykvíkinga legið út á götuna á undan- förnum mánuðum og fleiri eru á leiðinni. Er þetta rétta leiðin, herra borgarstjóri? ¦ Og ástandið í húsnæðismálum er ekki aðeins óviðunandi hér í Reykjavík, heldur einnig í mörgum nærliggjandi byggðum við Faxaflóa. I gær lásum við svohljóðandi aug- lýsingu í Morgunblaðinu: íbúð óskast. Hjón með fjogur börn á götunni, óska eftir EINS til þriggja herbergja íbúð í Hafnarfirði, Kópa- vogi eða nágrenni. Upplýsingar í síma 57273. Þetta símanúmer reyndist vera á Hringbraut 70 1 Hafnarfirði, og þangað fór blaðamaður Þjóð- viljans í gær, til að kynna sér nánar aðstæður þessarar fjol- skyldu. A efri hæð hússins býr Sófus Bertelsen bréfberi með konu sinni og fimm ungum börnum, og frá því í júní í sum- ar hafa þau orðið að skjóta skjólhúsi yfir dóttur sína og tengdason, en þau eiga fjögur böm á aldrinum tveggja til ell- efu ára. Tyenn hjón með sam- tals níu börn í þriggja her- bergja fbúð, eða fjórir í hverju herbergi ef einn sefur í eldhúsi éða á stigapalli. Þeir virðast sannarlega einnig vera á réttri leið í Hafnarfirði. Konurnar voru einar heirna með eitthvað af barnaskaranum þegar blaðamaður kom. Sú yngri. Elísa Bertelsen, sagði svo frá, að þau hjónin hefðu orðið húsnæðislaus í júni í sumar þegar eigendaskipti urðu á fbúð er þau þá leigðu. Þetta er vist í áttunda eða níunda sinn sem við reynum að auglýsa, en án árangurs, bætti hún við. A með- an við tókum ekki fram að við ættum börn,. hringdu nokkrir, en létu allir útrætt um málið þegar þeir heyrðu börnin nefnd. Eftir að börnin hafa fylgt með í auglýsingunum. Kafur enginn hringt, sagði Elisa. 1 gærkvöld hringdi Sófus Bertelsen til blaðsins, og kvað leitt að hann var ekki heima til að ræða við blaðamanninn. Það er svo margt, sem mætti koma fram í þessu máli, sagði hann. Við leituðum til bæjar- ráðs Hafnarfjarðar og fengum þá loks til að ábyrgjast lán að upphæð eitt hundrað þúsund og ætluðum að reyna að hjálpa dóttur minni og manni hennar að eignast þak yfir höfuðið. Með þessa ábyrgð fórum við til Sparisjóðsins hér í Hafnarfirði fyrir nær tveimur mánuðum, en þetr hafa ekki virt okkur svars. Við erum líka á réttri leið hér i firðinum. gæti herra Mat- híesen tekið undir með flokks- bróður sínum herra Geir. Brunavarnarvika hefst á morgun 'Á morgun, sunnudag, hefst í Reykjavík svokölluð eld- varnavika. Er það Samband brunatryggjenda á íslandi, sem að vikunni stendur, að sjálfsögðu með aðstoð Slökkvi- liðsins í Reykjavík. Gunnar Sigurðsson, varaslökkviliðs- stjóri, hefur séð um allan undirbúning vikunnar, sem er hin þriðja í röðinni. Brunavarnavikan hefst klukk- an tvö sunnudag syðst í Lækjar- götunni. Sýnir þar slökkviliðið m. a. stökk á fallmottu og björg- un með kaðalklukku. Þá verða einnig sýnd handslökkvitæki og notkun þeirra. Þá verða sýning- argluggar hjá verzluninni Ala- foss í Bankastræti og hjá Ell- ingsen í Hafnarstræti. 1 Álafoss- glugganum verða sýndar ýmsar aðvörunarmyndir og svo ýmsar brunamyndir frá Reykjavík. Ennfremur verða slökkvitæki sýnd. 1 glugganumhjá Ellingsen verð- ur áherzla lögð á innanhúss- brunaboða, sem reynzt hefur híð mesta þing. en ttv þó einkar ódýr. Er þess skemmít að minn- ast. að brunaboði af þeirri gerð bjargaði Mánakaffi á IsafiröL Einnig hefur tveim bátum verið forðað frá bruna í Reykjavíkur- höfn nýlega, og er það innan- hússbrunaboðanum að þafcfca. Er nú skylda að hafa slíka brunaboða í öllum skinpum. Þá hefur verið gert bókmerki í sambandi við vikuna, og verð- ur því útbýtt í framhaldsskólum Reykjavíkur. Er á bókmerki þessu leiðbeiningar um notkun vartappa. Einnig er á bókmerk- inu mynd sem varar unglingana við gáleysislegri meðferð á vindlingaösku. Samkvæmt nýj- ustu rannsóknum reykir mikill hluti unglinga, og ekki vanþörf að kenna þeim að fara varlega með þann eld. Annað bókmerki verður gefið út að ári, og geta unglingar því haldið bókmerk- inu til haga. ef þeir kynnu að vilja byrja á slíkri sðfnun. Ýmiskönar leiðbeinángar og aðvaranir til almennings verða birtar í blöðum bæjarins meðan á eldvarnavikunni stendur. Það þarf æði oft að þvo stiga og gólf eftir nín börn, enda stóð Elísa í stigaþvotti þegar blaða- mann bar að garði. Hér hefur hún þó tyllt sér niður með þrju af börnunnm fjórom: Herdisi fimm ára, Ingigerði þriggja ára og Skúla eins árs. Erlingur, sem er sjö ára, var í skólanum. Maður Elísn er Arnar Skúlason, starfsmaður hjá Vegagerð rikisins. (Ljosm. Þjóðviljinn, Ú.Hjv.). 25 ÁR ERU NÚ LIÐIN FRÁ ST0FNUN SjBS - Mikil verkefni eru framundan Um þessar mundir er Samband íslenzkra berklasjúk- linga, SÍBS, aldarfjórðungs gamalt. Ekki þarf að kynna fyrir landsmönnum það heillastarf, sem sambandið hefur unnið á þessum árum, það er öllum fullkunnugt. Miklar framkvæmdir standa nú 'fyrir dyrum hjá sambandinu, bæði að Reykjalundi og Múlalundi. Er því sambandið mjög fjárþurfi, og vonast forystumenn þess til að almenningur taki vel sölubörnum á morgun, en þá er Berklavarna- dagurinn. Svo er fyrir að þakka, að berklum hefur nú að mestu leyti verið útrýmt á Islandi. Sambandið hefur því í æ ríkara mæli snúið sér að því að bæta kjör ðryrkja á landinUj en þar er mikið starf að vinna. Hafa verið gerðar til þess ráðstafanir, að Reykjalundur geti tekið við sem flestum öryrkjum. Að Múlalundi í Reykjavík vinna nú um fimmtíu öryrkjar, og kom- ast þó færri að en vildu. Sýnir það eitt með öðru, hvert verk- efni er hér fyrir höndum. Ætti slíkt að vera almenningi hvöt til þess að styðja starfsemi sambandsins með ráðum og dáð. A Berkladaginn verða merki sambandsins svo og blaðið Reykjalundur seld um land allt. Verð merkjanna hefur að þessu sinni verið hækkað úr 15 kr. í 25. Móti þessari verðhækkun kemur svo það, að hvert merki verður tölusett og gildir sem happdrættismiði. Er vinningur- inn bifreið eftir frjálsu vali, að verðmæti allt að 130 þús. kr. Verð blaðsins Reykjalundur hækkar nú einnig úr kr. 15 í 20, og verður það að teljast lítið, miðað við þá dýrtíð, sem nú þrúgar landsbygðina. Reykja- lundur er hið glæsilegasta blað, nú sem endranær. Er það 86 siður, prentað á vandaðan pappír og fjölbreytt að efni. Af efni blaðsins má nefna Haust- þanka Guðmundar Sigurðssonar. Tekur Þjóðviljinn sér það bessa- leyfi að birta eitt erindi kvæð- isins, er svo hljóðar: Þó skammdegið bráðum skelli á og skórinn að ýmsum kreppi, fröken Alheimur er þó frá Ytri-Njarðvíkurhreppi, og heimurinn mun oss liðsemd ljá svo lánið ei frá oss sleppi er haustið sígur á sundin blá frá Selsvðr og inn að Kleppi. Sambands- st/orn ÆF ræðir æsku- lýBsmál Fundur Sambandsstjórnar Æskulýðsfylkingarinnar var haldinn í skíðaskála ÆFR um síðustu helgi. Porseti ÆF, Gunnar Guttormsson, flutti skýrslu framkvæmdanefndar fyrir síðasta starfsár, og lagð- ir voru fram reitoningar sam- bandsins. Höfuðverkefni fundarins var að ræða viðhorfin í asskulýðs- málunum í dag, og stefnu og störf Æskulýðsfylkingarinnar að hagsmuna- og menningarmálum ungs fólks. Framsögu um þessi mál höfðu Gísli B. Björnsson og Hjalti Kristgeirsson. Urðu mikl- ar umræður um málin og var að lokum samþykkt ályktun um æskulýðsmál. 1 framkvædanefnd ÆF eiga nú sæti: Forseti, Gunnar Gutt- ormsson; varaforseti, Stefán Sig- fússon; ritari, Arni Þormóðsson; gjaldkeri, Gísli Pétursson. Aðrir í framkvæmdaneftid eru: Gísli B. Björnsson, Þórarinn Jónsson, Kriisttnundur Halldórsson, Þor- steinn Óskarsson og Eyvindur Eiríksson. Alyktun fundarins mun birt hér í blaðinu síðar. Arekstur A tíunda tímanum í gærkvöld varð árekstur milli tveggja bif- reiða á mótum Laugavegs og Nóatúns. Eldri maður í annarri bifreiðanna, Sigurður Einarsson til heimilis að Njálsgötu 69,/ slasaðist lítillega og var fluttur á Slysavarðstofuna en síðan heim til sín. Bnn fíugs/ys tSvíþ/oð STOKKHÓLMI 4/10 — Enn eiít flugslys varð í Svíþjóð í dag, það tíunda á skömmum tima. Tveir ungir menn biðu baha þegar ein af þyrlum flughersms rakst á háspennutaug á heræf- ingu. Aðrir sem í þyrlunni voru komust báglega undan. Gegn herstöðvum á íslundi, fyrir ævarandi hlutleysi i k fundi í Kvenfélagi sós- alista, Reykjavík, 1. október 3.1., voru friðarmálin til um- ræðu. Þar flutti Helga Rafns- dóttir langt og mjðg ítarlegt arindi um Heimsþing kvenna, sem haldið, var í Moskvu í sumar, og Ragnheiður Jóns- dóttir flutti prýðilegt erindi um kvennaráðstefnu Eystra- saltsvikunnar 1963. Síðan fóru fram almennar umræður um friðarmálin, en að þeim lokn- um var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma: „Fundur í Kvenfélagi sós- íalista, haldinn 1. október 1963, fagnar þeim árangri af friðarbaráttu þjóðanna, að samkomulag náðist um tak- markað bann við kjarnorku- vopnatilraunum. Við viljum vekja athygli á þeirri staðreynd, að kvenna- samtök um allan heim leggja mikilvægan skerf til friðar- baráttunnar, eins og greini- lega kom í ljós á hinu fjöl- menna og glæsilega Heims- þingi kvenna, sem haldið var í Moskvu i júnf í sumar. Við viljum sérstaklega taka und- ir þær tillögur, sem fram hafa komið um kjarnavopna- laust svæði. er nái yfir Norð- urlönd öll, og álítum það verðugt framlag þessara þjóða til algjörrar afvopnun- ar. Fundurinn vill brýna fyrir I öllum íslenzkum konum, hve k gífurleg ábyrgð fylgir því að I hafa erlendar herstöðvar í ' landi sínu, herstöðvar sem hvenær sem er má breyta i kjarnorkuárásarstöðvar, án þess að við séum um það spurð. Með því að leyfa slíkt, erum við að taka afstöðu með vígbúnaðarkapphlaupinu og auka stríðshættuna í heimin- ! Fundurinn veit, að ekkert er fjær íslenzkum konum en slík afstaða, og skorar því á bær að sameinast í baráttu fyrir friði, gegn erlendum herstöðvum á íslandi og fyr- ir ævarandi hlutleysi ís- lands" i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.