Þjóðviljinn - 22.12.1963, Page 4

Þjóðviljinn - 22.12.1963, Page 4
4 SlÐA MÓÐVILIINN Sunnudagur 22. desember 1963 Ctgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.|, Sigurður Guðmundsson. Fréttarltstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavöröust 19. Simi X7-500 (5 linur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Hvaö gerir stjórnin? JJíkisstjómin hefur að undanförnu beðið einn ó- sigurinn öðrum alvarlegri í beinum átökum við verklýðs’félögin, 'fyrst 9. nóvember, síðan 20. desember. Hún heyktist fyrsf á þeim ásetningi sínum að skipa kjaramálum verkafólks með laga- boði, og nú hafa valdhafarnir orðið að sæ’tta sig við 15% kauphækkun, þótt ríkisstjómin byði upp- haflega aðeins 3—5% og atvinnurekendur teldu 7% algert hámark í upphafi verkfallanna. Því spyrja menn nú, hvernig bregðast valdhafarnir við hrakförum sínum? gumum kann að virðast það ein’föld og greið leið að taka nú til við nýja hefndarstefnu, og ekki var annað að heyra en Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra væri talsmaður hennar í hótana- ræðu þeirri sem hann flutti á Alþingi í 'fyrra- kvöld þegar verið var að leggja síðusfu hönd á samningana. Það er orðin gamalkunn og töm að- ferð að reyna að ógilda alla samninga með stjórn- arráðstöfunum, ræna hverri k'jarabóf með nýrri verðhækkanaskriðu og telja það sérstakt fagnað- arefni ef launþegar verða að lokum verr settir en fyrr. En þessi leið er ekki jafn einföld og greið og hún hefur virzt' um skeið. Verk'föllin miklu voru engin venjuleg k’jaraátök, heldur vottur um mjög óven’julegt stjórnmálaástand í landinu. Á bak við þau kjaraákvæði samninga sem deilt var um 'fólst hinn þyngsti uppreisnarhugur gegn óða- verðbólgu og rangsnúinni efnahagsþróun. Ráða- menn stjórnarflokkanna æftu að 'fás’t við eitthvað annað frekar en stjómmál, ef þeir draga engar ályktanir af samstöðunni miklu. Og sérstaklega hljóta forustumenn Alþýðuflokksins að heyra hverjum klukkan glymur, e'ftir að Alþýðuflokks- fólkið í verklýðshreyfingunni hefur látið til sín 'faka á hinn eftirminnilegasta hátt í fullri sam- söðu með stéttarsystkinum sínum úr öðrum flokkum. JJíkissfjómin veit af reynslu þessa árs Hver'ju hefndarstefnan fær áorkað. Almennu verklýðs- félögin hafa neyðzt til þess að gera kjarasamn- ing þrívegis á árinu, öll þróun verðlagsmála hefur komizt í glundroða og efnahagskerfið í heild er í upplausn. Verði enn vegið í sama knérunn hljóta öll þessi einkenni að magnast stórleffa, og þarf þó þjóðin á öllu öðru frekar að halda. Því er sú leið i raun og veru lokuð, sem Gunnar Thoroddsen og aðrir pólitískir ofstækismenn boða; sú hefnd sem þvílíkir valdhafar kunna að fyrirhuga öðrum mun fyrst og fremst bitna á þeim sjálfum. Sú leið ein er fær að taka nú upp óhjákvæmilega sam- vinnu við verklýðshreyfinguna í heild, alvarlega samninga um stórfelldar frambúðarbrevtingar á skipan kjaramála, um verðtryggingu kaups og styttan vinnutíma, jafnframt því sem stjórn þjóð- arbúskapsins sé við það miðuð að gera þær breyt- ingar framkvæmanlegar. m. Alþingi kýs ráð og nefndir ÞINCSIÁ ÞIÓÐVILIANS Hinn 11. desember síðastliðinn kaus samein- að Alþingi í fjölmörg ráð og nefndir sem vana- legt er að endurnýjuð séu að loknum þingkosn- ingum hverju sinni. Að þessu sinni komu fram þrír listar: A, B og C. Allir frambjóðendur C- listans voru felldir, og eru allar nefndir og ráð sem skipuð eru fimm mönnum eða færrj því set- in af íhaldsmönnum, Krötum og Framsóknar- mönnum. Hér fer á eftir listi yfir skipan nokk- urra þessara nefnda og ráða. Norðurlandarád: Magnús Jónsson (frá Med). Ásgeir Bjamason. Sigurður Bjamason. Sigurður Ingimund- arson. Ólafur Jóhannesson. Mcnntamálaráð: ViOlhjálmur Þ. Gíslason. Kristján Benediktsson. Baldvin Tryggvason (Birgir Kjaran áð- ur). Helgi Sæmundsson. Jóhann Hannesson (skólameistari að Laugarvatni). Útvarpsráð: Sigurður Bjarnason. Þórar- inn Þórarinsson. Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Benedikt Gröndal. Þorsteinn Hannesson (söngvari). Yfírskoðun rikisreikninga: Jón Pálmason. Jörundur Brynjólfsson. Bjöm Jóhanns- son. Landskjörstjórn: Einar B. Guðmundsson. Sig- tryggur Klemenzson. Björgvin Sigurðsson. Einar Amalds. Vil- hjálmur Jónsson. Stjóm vísíndasjóðs: Ármann Snævar. Halldór Pálsson. Einar Ólafur Sveins- son. Þorbjöm Sigurgeirsson. Þingvallanefnd: Sigurður Bjamason. Her- mann Jónasson. Emil Jónsson. A tvin nuleysistry gginga- sjóður: Matthías A. Mathiesen. Hjálmar Vilhjáimsson. Óskar Hallgrímsson. Pétur Sigurðs- M.s. „GULLFOSS" Af óviðráðanlegum ástæðum breytist brottfarartími m.s. „GULLFOSS“ frá Reykjavík, sem áætlaður var 26. þ.m. þannig að brottför skipsins verður laugardaginn 28. þ.m. kl. 9 síðdegis til Hamborg- ar og Kaupmannahafnar. Farþegar eru beðnir að koma til skips kl. 8. H.F. HMSKIPAFÉLAG ISLANDS. TILKYNNING Bank'arnir í Reykjavík munu taka við fé til innleggs eða geymslu, mánu- dagskvöld, 23. desemlber, kl. 0.30 til 2.00 e. miðnætti, á neðangreindum af- greiðslustöðum: Landsbankanum: Austurbæjarútibúi, Laugavegi 77 Vegamótaútibúi, Laugavegi 15 Bunaðarbankanum: Austurbæjarútibúi, Laugavegi 1 1 5 Miðbæjarútibúi, Laugavegi 3 Utvegsbankanum: Aðalbankanum við Lækjartorg Iðnaðarbankanum: Lækjargötu 1 0 b Verzlunarbankanum: Aðalbankanum Bankastræti 5 Samvinnubankanum: Bankastræti 7. Verdlagsnefnd: ólafur Björnsson. Stefán Jónsson. Björgvin Sigurðsson. Jón Sigurðsson. Sigurjón Guð- mundsson. Atvinnubótasjóður: Magnús Jónsson. Halldór E. Sigurðsson. Sigurður Bjama- son. Ingvar Gíslason. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar: Sigurður Jónsson. Magnús Már Lárusson. Þórður Eyjólfs- son. Áfengisvarnaráð: Magnús Jónsson. Guðlaug Narfadóttir. Kjartan Jóhanns- son. Ólafur Þ. Kristjánsson. m ö r Siautbórjónsson &co Jlofrtamtnra ERFINGINN SKIP OG MENN Ný bók eftir Jónas Guðmunds- son, stýrimann. Þættir af svað- ilförum og sjóslysum, afla- mönnnm og giftusamlcgum björgunum úr sjávarháska. Bók Jónasar, 60 ár á sjó, sem út kom í fyrra, seldist upp. Verð kr. 260,00 + 3% sölusk. Ný bók eftir Ib Henrik Cav- ^ ling. Cavling er orðinn svo { þekktur og vinsæll hér á landi, J að jafnan er beðið eftir nýrri J bók frá honum með eftirvænt- ingu. Flestar eldri bækur hans eru uppseldar Verð kr. 230,00 + 3% sölusk. TÉrf- jnginn } ÖTÖR BOTOR myrkrinu j Ævisaga Helgu á Engi. Saga f um sveitarflutninga og ömur- t lega bernsku, harðræði og ótrú- | legt basl — en jafnframt saga ) um dæmafáa þrautsclgju, dugn- |: að og kjark. — Gísli Signrðs- son, ritstjóri skráði. Verð kr. 260,00 3% sölusk. HJARTAÐ RÆÐUR Ástarsaga cftir ensku skáld- konuna Sheila Brandon, einn vinsælasta skáldsagnahöfund í £ Englandi um þessar mundir. í Segir frá Iífi hjúkrunarkonu, i ástum hcnnar og starfi. Hug- 3 þekk bók með nærfærnum sál- arlífslýsingum. Verð kr. 190,00 + 3% sölusk. i LAX Á FÆRI Safn af veiðisögum og frásögn- um við hinn stolta konung ís- lenzkra íallvatna, með ivafi af fögrum náttúrulýsingum. Vfg- lundur Möller tók saman. Fal- lcg bók með skemmtilcgum teíkningum eftir Baltasar. Verð kr. 280,00 + 3% sölusk. BÓKAÚTGÁFAN HILDU'R Ingólfsstræti 9 — Símar 3036 — 22821 — 32880. 4 Á

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.