Þjóðviljinn - 13.03.1964, Side 2

Þjóðviljinn - 13.03.1964, Side 2
2 SlÐA ......... rr ,111,77,iir-^-iT-iSTF,;> ■ , „ í9r -------^-r-1 MWWBHIB — Fðstudagur 13. marz 1964 LOFTFOR AFTUR Á DAGSKRÁ 'imskip bárust margar afmæt tgjafir og heillaóskaskeyti I Tí'i'nc nrr olr-r'r-r-+ Viofivr 3 Stúlka í eldri íslenzkum verksmiðiueieandi í Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, bárust Eimskipafélagi íslands h.f. margar góðar gjafir og mikill fjöldi heillaskeyta á 50 ára afmælinu 17. janú- ar sl. Nokkurra gjafanna hefur verið getið. en sumar — þær sem lengst eru að komnar — bárust ekki fyrr en afmælisdagurinn var liðinn og verður því ►minnzt á þær nú. Samkvæmt upplýsingum 'frá Eimskipafélaginu eru ^afmælisgjafimar sem hér segir. 1. Málverk af Guðmundi Vilhjálmssyni fyrrverandi fram- kvæmdastjóra. málað af Sig- urði Sigurðssyni, listmálara. Gefendur fyrrverandi og nú- verandi skipstjórar félagsins. 2. Fundarhamar úr fílabeini skorðaður í fæti úr palisand- erviði, skorinn af Ágústi Sig- ■urmundssyni myndskera. Gef- endur forstjóri og skrifstofu- fólk. 3. Stúlka í eldri íslenzkum þjóðbúningi, unnin af Kgl. postulínsverksmiðjunni. Gefandi Alborg Værft. 4. Old Print of Botterdam, taken from the river. Gefend- ur Meyer & Co., Rotterdam. 5. Loftvog. Gefendur Theo- dor & F. Eimbcke, Hamborg. 6. Postulinslíkneski af stúlku. Gefendur Burmeister & Wain, Kaupmannahöfn. ,9, 7. Líknesi af ísbimi, Gef- endur Sadolin & Holmblad. Kaupmannahöfn. 8. Blómavasi úr kristal. Gef- andi Henry Nielsen, Helsing- fors. 9. Silfurkassi fyrir vindlinga og vindla. Gefandi Sjóvátrygg- ingarfélag íslands. 10. Myndabók frá Gautaborg, Gefandi Otto Zell, Gautaborg. 11. Postulínsdiskur með mynd af seglskipi. Gefandi Pieter Schoen & Zoon Ltd., Rotter- dam. 12. Bókin Staden vid Havnen Lysekil. Gefandi Ferm & Ols- son, Lysekil. 13. Steinhamar, sem fundinn er í gamalli gröf í Danmörku, sennilega frá um 2000 f. Kr. Gefandi hr. Svend W. Carlsen. verksmiðjueigandi í Kaup- mannahöfn. Þá bárust félaginu 55 blóma- körfur og 260 heillaskeyti frá ýmsum fyrirtækjum og ein- staklingum, að ógleyWidu kvæði Tómasar Guðmundssonar, skálds, sem dr. Púll Isólfsson, tónskáld hafði gert lag við. Flytur Eimskipafélagið alúð- arþakkir öllum þeim, sem sendu gjafir, heillaóskir eða Hér cru nokkrir gripanna scm Eimskipafélagi íslands h.f. bárust á 50 ára afmælinu 17. janúar s.I. — Ljósm Þjóðv. Ari Kárason. ☆ ☆ ☆ he'ði’uðu félagið á annan hátt á 50 ára afmæli þess. Þá má að lokum geta rit- gerðar Knúts Sigmarssonar, 13 ára. sem er nemandi í 1. bekk í Hlíðaskóla. Barst félaginu rit- gerðin á afmælisdaginn og nefnist hún: ,.H.f. Eimskipfélag Islands, 50 ára“. Hefur ritgerðin vakið athygli og ánægju allra sem lesið hafa. Kann félagið þessum unga rit- höfundi beztu þakkir fyrir verkið. 1 borginni Ludwigshafen við Rínar-fljót var fyrir nokkru stofnaö til félagsskapar, sem hefur á stefnuskrá sinni ferð- ir með loftförum. Skipta fé- lagar nú þegar nokkrum hundruðum. Um alllangt skeið hefur hug- myndin um almenna farþega- flutninga með loftförum átt litlu fylgi að fagna, enda enn í fersku minni þau tíðu og geigvænlegu óhöpp og slys, sem urðu í sambandi við ferð- ir loftfaranna stóru á fjórða áratug aldarinnar, einkum man almenningur vel slysið mikla, er loftfarið Hindenburgh fórst í lendingu í Bandaríkj- unum skömmu fyrir síðustu heimsstyrjöld. Áhuginn sem vaknað hefur á ný fyrir loftförunum beinist ■ fyrst og fremst að þeim mögu- leikum sem fyrir hendi eru í sambandi við ferðir ferða- manna: lofförin eru ferðlítil og geta flogið mjög lágt og þess vegna þykja þau tilvalin far- artæki fyrir ferðamenn, sem vilja njóta fagurs útsýnis á hinn þægilegasta hátt. Á vegum félagsskapar þess í Ludwigshafen, sem áður var getið, hefur verið gerð áætl- un um smíði þriggja nýrra loftfara. Forseti félagsins lét hafa það eftir sér í blaðavið- tali fyrir skömmu, að aðeins einn staður komi til greina sem byggingastaður loftfaranna, það er Friedrichshafen við Bodenvatnið, en þar voru flest Zeppelin yfir Eyjum hinna stærri loftfara milli- stríðsáranna smíðuð. S' kunnugt er. Sálmaskáld í stað glímskappa 1 gær kom Halldór Kristjáns- son bóndi á Kirkjubóli til þings en hann tekur sæti Hermanns Jónassonar sem annar vara- maður Framsóknarflokksins i Vestfjarðakjördæmi, en eins og áður hefur verið skýrt frá hef- ur Hermann tekið sér hvíld frá störfum um óákveðinn tíma. EKKIBATNAR BIRNIENN BA NA KRINGL U VERKURINN Sam- nefnari fundinn Framsóknarflokkurinn rná þola það að hann er ýmist kenndur við kommúnisma eða Iýðræði í Morgunblaðinu. Hann er kommúnistaflokkur þegar hann styður baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum en lýðræðisflokkur þegar hann beitir sér fyrir því að öllum kauphækkunum sé rænt á nýjan leik með hækkuðu verðlagi. Hann er kommúnistaflokkur þegar hann greiðir atkvæði með því að kjamorkuvopn verði bönnuð á íslandi um aldur og ævi, en lýðræðisflokkur þegar hann hyllir NATO og skipar sér undir merki Varð- bergs Og i gær sesir Morg- unblaðið að Framsókn sé al- veg yndiríoanr lvðrn?ði<ifiokk- ur veana þess að miðstiórn- armenn flokksins hafa sam þykkt að þeir telji sjálfsagt „að kannaðir verði möguleik- ar á uppbyggingu einstakra stærri iðngreina með beinni þátttöku erlends fjármagns samkvæmt sérstökum lögum og samningi hverju sinni.“ Þannig er lýðræðið í því fólgið að erlend auðfyrir- tæki nái tökum á auðlindum tslendinga og geti þannig haft ófyrirsjáanleg áhrif á aíla framtíð þjóðarinnar. Forustugrein Morgunblaðs- ins um þetta efni heitír „Ánægjuleg ályktun" og gleði blaðsins er svo rík að það segir að nú sé „eðlileg- ast að sem víðtækust sam- staða lýðræðisafla geti skap- azt um þessi mál“ Virðast bessi ummæli benda til þess að nú sé loksins fundinn samnefnari stjórnarflokkanna os Framsókar Trúlega verð- vr næsta stjómarráðshús Hvggt úr alúminíum — Austri. Kvöld eitt í febrúarmánuði 1964, er ég kom heim úr vinnu, lá fyrir bréf til mín frá Grænmetisverzlun landbúnað- arins. Og sjá: Innan úr um- slaginu datt strimill upp á að ég hefði lagt inn 6 poka af kartöflum 1963 og andvirði þeirra hefði verið sent skatt- stjóra Reykjanesumdæmis. Ekki var þetta nú nein stjómarlygi, heldur alveg rétt, en siíkt er ósennilegt þegar um tölur er að ræða Árið 1963 greip mig óstöðv- andi gróðahugur, en mig skorti vitsmuni til að græða á nútíma- visu og sló á annað ráð. Ég keypti mér 25 kg. af útsæðis- kartöflum og síðan áburð og arfalyf, Kartöflurnar kostuðu kr. 450,00 og áburðurinn og arfalyfið ca. 250,00. Nú, þetta gerði þá um kr. 700,00. Þegar ég hafði sáð og uppskorið, komu út úr þessu 6 pokar af kartöflum, fyrir utan slatta af smælki. Með því að ég hafði enga geymslu, þá lagði ég kartöfl- urnar inn í Grænmetið og er að enda við að kaupa þaðan sama magn aftur á útsöluverði. Svona mun um flesta, sem hér hafa garðlönd. • Menn kippast nú ekki mjög við þó eitthvað heyrist um skattahækkanir, þetta er farið að heyra undir ónæmi. Samt fannst mér nú þetta ofurlítið skrítið, að fara að skattleggja matarkartöflur sem maður ræktaði Til þess að ekkert færi hér milll méla, gekk ég á fund for- stjóra Grænmetisverzlunarinn- ar og spurði hann hverju þetta sætti og hvort þetta myndi ekki vera einhver misskilning- ur. Til að gera langa sögu stutta. skýrði forstjórinn þetta fyrir mér: — Nei, þetta er nú ekki mis- skilningur. Við stóðum í þrjú ár í stímabraki við skattayfir- völdin út af þessu, en síðan var felldur dómur. Nú erum við skyldir til að gefa hvern poka upp til skatts. — Nú fáið þið mikið magn af kartöflum, sagði ég, úr Reykjavík og nágrenni, og óef- að beztu kartöflurnar sem til ykkar koma. Getur þetta ekki verkað á þann hátt, að menn fari að hætta að rækta þessar kartöflur, bara til að þyngja á sér skattana. Eftir krónutölu launa mun helmingurlnn af þvi, sem ég lagði inn, fara í skatta. — Þarna er ég alveg sam- mála, sagði forstjórinn. Nú er annað, bætti hann við, þetta kostar óhemju vinnu og kontr- ol að koma sér upp spjald- skrá fyrir hvern einasta mann, sem leggur inn örfáa poka. Allt þetta kontrol og allar þessar færslur kalla á meira starf, sem greiða þarf dýru verði. Nei, skattayfirvöldin láta ekki að sér hæða, og engum^ dettur í hug að þau steli und- an skatti. Ef annað líf er til, þá er ekki ólíklegt að ég lendi með þessum tollheimtumönn- um, og Satt að segia hlakka ég til að gægjast yfir öxlina á þeim Qg líta á framtalið, en þetta er bara forvitni. Ég sé i anda drengskaparloforðið með gullnu letri. En það er eitt hérna megin Sem ég ber kvíðboga fyrir. Það er verið að kjafta um að millj- ónerar og aðrir heiðartegir menn steli undan skatti, svo nemi hundruðum millj. króna, og jafnvel Morgunblaðið og Vísir virðast vera að smitast af þessu kjaftæði og vilja rannsókn og lög í þessu tilliti. Það er kannski að verða svo, að ekkert heilbrigt megi þrosk- ast i þjóðlífi voru. Ég spyr: Hvenær eigum við of marga milijónera og -inaa? Eru það ekki þeir, sem standa undir viðreisni.nni? Og hvað hafa þessir menn tekið af öðrum? Ekki neitt! Allt þetta hafa þeir unnið sér inn á tapi. Hvar sem þið lítið glæsilegar hallir, hvort sem það er með Suðurlands- braut eða annarsstaðar, eða gnoðir fagrar, þá er þetta allt byg^t upp af tapi. Hefðu kann- ski ég og mínir líkar, sem ekki kunna að tapa, viljað taka- þetta tap á sig, sem auðvitað hefði endað með Uppgjöri. Það sem þarf að gerast er það, að frá því verði horfið að lög verði sett í því skyni að farið verði að hérreita aðalsmenn þióðarinnar, milljónerana! Tillaga mín er aftur á móti sú, að sett verði svo ströng lög um kartöflurækt að þau „reddi" viðrelsninni, þeas. þjóð- inni. En þetta heppnast ekki á annan hátt en stjórninni verði persónulega beitt fyrir vagn- inn. Gunnar, sem er glöggur á annarra fé, finnst mér tilval- inn maður í það starf að telja hverja kartöflu, sem étin er eða sett niður, svo enga beri und- an.- Nú eru misjafnlega margar spírur á kartöflutegundunum. Þama mundi koma starf fyrir . Gylfa, að sigla út og. 3era ,iPí)-. kaup á þeim fjölspíruðu. Færi nú eitthvað á milli mála með talningu og spíru- fjölda, kæmi Guðmundur í. þar til, því að aldrei munu svo miklar missýningar hafa upp komið á Suðurnesjum, að Guðmundur hafi ekki komið þeim fyrir á réttum stað. Emil mundi aftur axelera þetta á rafhaískan hátt. Nú þyrfti auðvitað að hafa mann í eftirliti með stöflun. Þar mundi Bjarni njóta sín, því við slíkt starf þarf nú enginn leng- ur að beygja sig. Jóhann mundi aftur um það dæma, hvort skemmdar kartöflur skyldu til skatts teljast. Með tiiliti til útfærslu á þessum grunnlínum, hygg ég að engin kartafla mundi undan komast og þetta mundi valda því að ekki þyrfti að grípa til ómannúðlegra ráðstafana. né rannsókna. Þetta kynni líka að verða upphaf þess, að hjá okk- ur þróaðist gróandi þjóðlíf og þrotlaust tap, sem þroskast á viðreisnarbraut. Halldór Pétursson. UTBOÐ Tilboð óskast í smíði götuljósastólpa úr stáli. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri Vonarstræti 8 gegn 1000 króna skilatryggingu, INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR. UTBOD Tllboð óskast í sölu á koparvír fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útboðslýsingar má vitja í skrífstofu vora Vonarstræti 8. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.