Þjóðviljinn - 13.03.1964, Síða 8
0 SIÐA
HÓBVILIINN
Föstudagur 13. marz 1964
Egyptar komu á óvart
Framhald af 5. síðu.
gerði í dag, hvort sem því
tekst að fá það fram á móti
Ungverjum, en það er önnur
saga. Ungverjar eru verulega
harðir og leika ljótan hand-
knattleik og furðulegt að þeim
skuli líðast það sem þeim
leiðst í leiknum við Svíana.
Hvort Islendingar þola það
er ekki gott að segja, en það
kemur til með að skera úr um
úrslitin í leiknum. Um mun í
leikni og leikaðferðum er
naumast hægt að tala og gæti
svo farið að nokkur heppni
réði þar hvor sigraði.
Egyptarnir betri en
búizt var við
Satt að segja voru Egyptam-
ir betri en maður bjóst við.
Þeir kunna orðið töluvert í
leikaðferðum, eru frískir og
hafa undra gott grip. Til að
byrja með voru þeir hraðir og
fljótir til, en heldur dró af
þeim er á leikinn leið og má
raunar vera að það hafi verið
meira hvað okkar menn sóttu
sig.
Vafalaust mundu Egyptamir
sigra auðveldlega bandaríska
liðið sem heima var á dögun-
um. (Það var misprentun í
skrá um úrsiitin á föstudaginn
í leiknum milli Austur-Þýzka-
lands og USA, það átti að
vera 20:9).
Er ekki að efa að þegar
fram í sækir verða Egyptam-
ir vel liðtækir í handknatt-
leik. Þeir eru allir vel vaxnir,
þreklegir og sterkir, og voru
búnir að læra „líftökin" á lín-
unni og notuðu þau með ár-
angri.
Það var greinilegt að Island
átti þama marga velunnara
sem hrópuðu og örfuðu, og þar
var smáhópur Svía sem hróp-
uðu „Heyja Island".
Þess má geta að í þessum
leik sat Ingólfur Öskarsson
hjá. •
Dómari var franskur, og var
langt frá því að hann dæmdi
vel; var hann ekki samkvæm-
ur sjálfum sér, og hann og
hinn dómarinn þetta kvöld
slepptu syndaselunum, og í
rauninni verðlaunuðu þá fyrir
brotin hvað eftir annað.
Áhorfendur munu hafa verið
um 3000.
Frímann.
2-3 millj. egypzkra drengja
Um hina er erfitt að segja,
en vona að við komumst í
lokakeppnina. Sailer Austur-
Þýzkaland: — Við leikum í
erfiðasta hópnum, og ég veit
að piltamir gera áreiðanlega
sitt. Við vildum standast þessa
raun, en það verður erfitt.
Csiesmányi, Ungverjalandi:
— Markmið okkar er að kom-
ast uppí milliriðil og svo
undanúrslit. Við viljum ná 6.
sætinu í Prag. Það er mesti
árangur sem ungverskur hand-
knattleikur hefur náð til þessa.
Ibrahim Egyptalandi: — Við
byrjuðum að leika handknatt-
leik 1957. Fyrir 3 árum lék-
um við okkar fyrsta landsleik.
Nú höfum við félagsbundna
handknattleiksmenn yngri og
eldri um 20.000. Við viljum
ekki leika hér neitt aukahlut-
verk í þessum hóp hér í Brat-
islava og okkar takmark er að
komast í hóp hinna 8 liða sem
leika í Prag.
Blaðið segir ennfremur að
Egyptar og Japanir hafi leik-
ið æfingaleiki og hafi tékk-
neskir handknattleiksmenn
hjálpað þeim til með ýms at-
riði um skipulag, en blaðið
segir að Japanimir hafi verið
mjög óánægðir með leik sinna
manna.
Þess má geta að sjónvarpað
verður til 11 landa frá mótinu.
HUSASMIÐIR
Umsóknir um lán úr lífeyrissjóðnum þurfa að hafa
borizt skrifstofu sjóðsins fyrir 20. þ.m.
Samtímis falla úr gildi allar umsóknir eldri en
2ja ára, nema að þær verði endurnýjaðar.
Lífeyrissjóður húsasmiða.
UPPBOÐ
Opinbert uppboð verður haldið að Fitjakoti, K’jal-
arneshreppi, laugardaginn 14. þ.m. kl. 2 síðdegis.
Selt verður m.a.: 15 hross á ýmsum aldri, bragga-
jám, fólksbifreið, holsteinn, 2 vatnsgeymar, borð.
stólar o.fl. o.fl. — Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Gullbringru- og Kjósarsýslu.
Geríst áskrífendur að
ÞJÓÐVILJANUM
Framhald af 5. síðu.
keppnissvæði fyrir innbyrðis
mót og leiki.
Þetta er því gott tækifæri
fyrir okkur að komast í sam-
band við Evrópubúana til að
fá lið til að koma til Egypta-
lands í framtíðinni. Um sam-
skipti í aðrar áttir er ekki að
ræða ennþá. Eg vona því að
þessi Evrópuför á mót þetta
verði okkur góður skóli, sagði
Fadali að lokum.
Síðar á fundinum var upp-
lýst að 1 ékkar ætluðu að
halda fund með Egyptum
og ræða þann möguleika að
senda landsliðið til Afríku
næsta sumar og leika þar við
nokkur lönd til áróðurs fyrir
handknattleikinn.
Hugleiðingar
þjálfaranna
Blaðið „Vinnan'1 2 3 * 5 hér í
Bratislava átti stutt viðtöl við
nokkra af þjálfurum liðanna
sem keppa í mótinu, og er
svolítið gaman að sjá hvemig
þeir líta á málið.
Karl Bendiktsson, Island: —
Við höfum þjálfað vel og von-
um að við höldum 6. sæti í
keppninni, en það þýðir að við
verðum að komast upp í milli-
riðilinn Vademark Svíþjóð: —
Álít að Tékkóslóvakía hafi
mesta möguleika til að sigra.
Guðbrandur Guðjónsson
sextugur
Ætli nokkur sem þekkir
Guðbrand Guðjónsson múrara
gæti trúað því, að það séu
aðeins rétt 30 ár síðan hon-
um var borinn á brýn ung-
gæðisháttur. Þá stóð Guð-
brandur á þrítugu. Og ung-
gæðishátturinn var í því fólg-
inn að hefja baráttu gegn vofu
atvinnuleysisins, er þá stóð
við dyr alþýðunnar með steytta
hnefa og lét dólgslega. Þá var
kreppa. Og kreppan var eins
og vindurinn; — enginn vissi
hvaðan hún kom eða hvert
hún fór. En Guðbrandi fannst
sjálfsagt að berjast gegn henni
hvaðan sem hún kæmi. Þá
var það ekki ótítt með iðn-
aðarmönnum, að þeir teldu sig
æðri stétt, sem bæri skylda
til að standa með hinum ráð-
andi í þjóðfélaginu gegn óá-
byrgum verkalýð, sem heimt-
aði allt af öðrum en ekkert
af sjálfum sér. En Guðbrand-
ur taldi sig til verkalýðs,
enda var hann verkmaður
góður og ósérhlífinn að hvaða
verki sem hann gekk og verk
hans voru þannig af hendi
leyst, að það þurfti ekki að
betrumbæta þau. En þessi ung-
gæðisháttur þótti Ijóður á ráði
Guðbrandar, — jafn greindum
manni — og sem þar að auki
var alinn upp á fyrirmyndar
prestsetri hjá viðurkenndum
heiðurshjónum, að hann skyldi
vilja fylla flokk þeirra óá-
byrgu“ í þjóðfélaginu sem
höfðu ekki einu sinn rænu
á því að vera þakklátir þeim,
sem þeir fengu að vinna fyr-
ir.
En svona var nú Guðbrandur
samt fyrir 30 árum og nær er
mér að halda að hann hafi
ekki breytzt að neinu ráð síð-
an þótt hárið sé orðið grátt.
Guðbrandur Guðjónsson
Og jafnvel þótt hann slái á
sig einum 30 árum í viðbót
þá held ég að hann yfirgefi
ekki þá óábyrgu þjóðfélags-
þegna, sem halda því fram að
vinnan skapi auðinn og að
hin vinnandi stétt eigi að ráða
ríkjum en ekki afætulýðurinn
sem sleikir rjómann ofanaf
þjóðfélagstroginu og stelur
lambi fátæka mannsins í ofaná-
lag — það nægir ekki gott
og kristilegt uppeldi þegar
artin er svona. ■$>
Ég ætla mér ekki að ræða
lífshlaup Guðbrandar nú —
ekki er aldurinn svo hár; —
og því verður áreiðanlega gerð
skil af mér færari manni þó
seinna verði. Það er víst að
múrarar munu enn um skeið
trúa Guðbrandi fyrir málum
sínum eins og verið hefur og
það væri þeim að kenna —
en ekki honum, ef hann fer
að leggjast í leti og ómennsku
í félagsmálum. Já þá er Bleik
mínum brugðið ef Guðbrand-
ur fer að taka upp á þeim
fjanda í ellinni.
Nú um nokkurt skeið höf-
um við ekki þurft að berjast
gegn atvinnuleysinu eins og
í gamla daga. Nú eru það aðrir
draugar sem ríða húsum. Nú
er það vinnuþrælkunin — sá
svívirðilega langi vinnudagur
með allri þeirri niðurdrepandi
ómennsku sem honum fylgir.
Þar veit ég að Guðbrandur
verður ekki síðri baráttumaður
en hann var fyrir 30 árum
gegn atvinnuleysinu. Hann er
ennþá gæddur þeim unggæð-
ishætti að vilja lifa menninga-
lífi — ekki sem hluthafi „æðri
stétta", — heldur sem með-
limur þeirrar stéttar sem
brauðfæðir mannkynið.
1 framhjáhlaupi má geta
þess: að Guðbrandur lét sitt
ekki eftir liggja, er múrarar
nú nýlega hrundu lævísri árás,
sem skipulögð var af viðreisn-
arstjóminni og hennar mála-
liði.
Ég óska þér Guðbrandur til
hamingju með afmælisdaginn
og ég treysti þér til að lifa
lengi enn því þrátt fyrir ung-
gæðishátt þinn. þá veit ég að
þú átt það alltaf á hættu að
verða valinn til vandaðra
verka og heiðarlegs félags-
starfs.
Guðjón Benediktsson.
Tónlistaruppeldi
Asvallagötu 69.
sími 33687, kvöldsími 33687.
TIL SÖLD:
Framhald af 7. síðu.
Gegn slíku stoðar ekki að
leika, hér verður að skírskota
til hins góða smekks.
Einmitt nú valda hinar öru
þjóðfélagsbreytingar nýjum
verkefnum. Aldrei hefur jafn
mikill fjöldi fólks barið á dyr
menningarinnar og einmitt nú.
Þegar Montecuccoli var að því
spurður, hvað þyrfti til þess
að heyja stríð. svaraði hann:
Þrennt, peninga, peninga, og
peninga. Á svipaðan hátt
mætti segja, að til góðrar tón-
listar þurfi í dag þrennt: Upp-
eldi, uppeldi og aftur upp-
eldi. Með fáum undantekn-
ingum hafa útvarpsstöðvar
heims enn ekki gert sér Ijóst
hve heillandi verkefni hefur
fallið þeim í hlut.
Tvær greinar
I litlu riti, sem þó hefur
vakið mikla athygli, kvartar
Sir Charles Percy Snow yfir
því. að vestræn menning deil-
ist í dag í tvær greinar, og
hvorug hina. Annars vegar
raunvísindi og hinsvegar hug-
vísindi. Tónlistina telur hann
eina tengiliðinn. En í raun og
veru er tónlistin fær um að
tengja annað og meir en að-
skilda hópa manna, hún nær
yfir tungumálatakmörk og
landamæri.
Við lifum á öld tækni og
véla. Þetta kemur fram í of-
mati tónlistarmanna á tækni-
hliðinni. Það er ekki langt
síðan Andor Földes varaði við
þessu ofmati, þótt á kyrrlát-
an hátt væri gert. Þetta skeði
í fyrirlestri er hann hélt við
opnun alþjóðlegs meistara-
námskeiðs í píanóleik i Bonn
28. sept. 1963. „Tækni lærist
og hana má kenna. Hitt er
vafasamara hvort tónsmíði
lærist. Á vorum dögum heyr-
um við oft tónlistarmenn og
tónskáld, sem vekja okkur
furðu með tækni sinni, en vekja
ekki hrifningu. Jafnframt því
sem tækninni fleygir fram efl-
ist sú skoðun, að tónlistin geti
ekki tjáð okkur neitt og bjóði
ekki upp á annað en „tón-
sveiflur“. Á síðari tímum heyr-
um við æ oftar þann ótta
látinn í Ijós, að maðurinn verði
vélrænni með hverju ári“.
Jannis Xenakis álítur, að
tónlistarskólar eigi einnig að
kenna eðlisfræði, sálfræði og
stærðfræði. Ég er því ekki
ósammála, ég hef sjálfur orð-
ið vitni að furðulegum dæm-
um um eðlisfræðilega vankunn-
áttu.
En ég efast um, að tónlist,
sem samin er eftir einhverju
kerfi, geti haft sömu áhrif á
mann og sú, sem samin er í
innblæstri snillingsins.
Ösjálfrátt felur öll góð tón-
list í sér siðfræði. Ég heyrði
eitt sinn ákafan, en dálítið
barnalegan tónlistarunnanda
segja: „Þegar ég heyri þessa
tónlist finnst mér ég vera betri
maður“. Slíkar tilfinningar
vekja víst fæst nútímatónverk.
Harpa Davíðs
Við höfum lifað tíma, þeg-
ar mannkynið sökk ofan
í siðferðilegum öldudal, sem
e.t.v. tekur aldir að komast upp
úr aftur. Hér getur tónlistin
komið verulega til aðstoðar. 1
fyrstu bók Samúels, 16. kap.
14. versi, standa þessi orð:
,..Og andi Drottins var vikinn
frá Sál, en illur andi frá
Drottni sturlaði hann“. Og
síðar: „Og jafnan þegar hinn
illi andi frá Guði kom yfir
Sál, þá tók Davíð hörpuna og
lék hana hendi sinni; þá bráði
af Sál og honum batnaði, og
hinn illi andi vék frá hon-
um .
Eins og harpa Davíðs gat
þá mildað andlega þjáningu
Sáls, þannig getur tónlistin
stuðlað að því að lyfta mann-
kyninu til nýs húmanisma.
2 herbergja íbúð í Kópa-
vogi. Ný og teppalögð.
Húsið stendur við Hafn-
arfjarðarveg. Strætis-
vagnar á 15 mfnútna
fresti. I. hæð. Ctborg-
un 350 þúsund.
4 herbergja góð kjallara-
íbúð. Allt sér. Tvöfalt
gler, teppi á stofu og
holi. Gott eldhús. Mjög
gott hús.
3 herbergja nýleg íbúð f
steinhúsi við Njálsgötu.
III. hæð, suðursvalir sér
hiti.
2 herbergja íbúð í smíðum
á Seltjamarnesi. Til-
búin undir tréverk. Sam-
eiginlegt fullgert. Eldhús-
innrétting mun þó fylgja.
Góð kaup.
3 herbergja stórglæsileg
hæð á efstu hæð í há-
hýsi. Tvennar stórar
svalir. Aðeins örfáar
íbúðir til f allri borg-
inni af þessari gerð.
3 herbergja jarðhæð við
Kvisthaga.
2 herbergja íbúð við Hjalla-
veg. I. hæð, bílskúr.
5 herb. stór íbúð í nýlegu
húsi f Vesturbænum. Sér
hitaveita. harðviðarinn-
réttingar.
5 herb. efsta hæð í Grænu-
hlíð. Verð 900 þús. Hita-
veita, ræktuð lóð.
TIL SÖLV t SMÍÐIUM:
4 og 5 herb. íbúðir f smíð-
um f Háaleitishverfi.
Lúxushæð í Safamýri. Selst
fullgerð til afhendingar
eftir fáa daga: Allt sam-
eiginlegt fullgerð. Þar á
meðal bílskúr. 4—5 svefn-
herbergi. Harðviður og
plast í öllum skápum.
Þvottahús á hæðinni, tvö
snyrtiherbergi- Kaupandi
getur ráðið mosaik og
málun.
ALMENNA
FASTEIGNASALftW
LINDARGATA 9 SlMI 211SO
T I L S Ö L U :
2ja herb. góð kjallaraíbúð
í Norðurmýri, sér inn-
gangur, hitaveita. Laus
eftir samkomulagi.
2ja herb. góð íbúð við
Blómvallagötu.
3ja herb. hæð með allt
sér í gamla bænum, ný
standsett og máluð með
harðviðarhurðum. eignar-
lóð. Laus strax.
3ja herb. íbúð við Mið-
stræti. sér hitaveita.
3ja herb. risíbúð við Lauga-
veg, sér hitaveita.
3ja herb. íbúð á jarðhæð
við Safamýri, fullbúin und-
ir tréverk, lán kr. 150
þúsund.
4ra herb. ný ibúð við Holts-
götu, fullbúin undir tré-
verk, 1. veðréttur laus.
lán kr. 150 þús.
4ra herb. ný og glæsileg
íbúð í háhýsi við Sól-
heima, útborgun kr. 400
þúsund.
Ný og glæsileg efri hæð við
Fálkagötu, sér þvottahús,
teppi.
Glæsileg efri hæð 136 fer-
metrar við Hlíðarveg, fok-
helt með allt sér. tæki-
færisverð.
Kópavogur:
Hefi kaupendur að:
2—3 herb. íbúðum í nýju
og eldra. 2, 3 og 4 herb.
íbúðum í kjöllurum eða
risi.
Byggingarlóðir og grunnar
í Kópavogi.
Ti/ sö/u m.a.
2 herb. íbúð með sér inn-
gangi og sér hita, I stein-
húsi við Marargötu.
2ja herb. góð íbúð á 2. hæð
við Ljósheima.
2ja herb. kjallaraíbúð f
nýju húsi í Laugamesi.
2ja herb. góð kjallaraíbúð
við Blönduhlíð.
3ja herb. fbúð á 2. hæð í
Stóragerði. Herbergi fylg-
ir í kjallara.
3j herb. íbúð f timburhúsi á
eignarlóð í Skerjafirði. —
Lágt verð, lág útborgun.
3ja herb. íbúðir á hæðum í
steinhúsum við Hverfis-
götu.
4 herb. íbúð við Lokastíg.
Laus strax.
4ra herb. vandaðar fbúðir
við Háaleitisbraut.
4ra og 5 herb. íbúðir í
smíðum við Háaleitis-
braut og Fellsmúla.
Einbýlishús, nýleg og
vönduð við Hlíðagerði,
Sogaveg, Hlíðarveg.
Digranesveg og Álfhóls-
veg.
Fallegt timburhús með 7
herb. íbúð, við Geitháls.
Auk ofangreinds, höfum
við íbúðir á ýmsum
stöðum í bænum. stór-
ar og smáar Leitið
upplýsinga.
Fasteignasalan
Tjarnargötu 14
Símar: 20625 og 23987.