Þjóðviljinn - 13.03.1964, Page 12

Þjóðviljinn - 13.03.1964, Page 12
Heitilög- sögumanns fríðheilagt Einar Oolgeiirsson mælti gegn því á Alþingi í gær að embætisheitið lðgsögu- maður yrði tekið upp að nýju. Benti Einar á, að lög- sögumað'ur þjóðveldisins hefði verið sannur fulltrúi fólks sem ekki þekkti til ríkisvalds. enginn styrr hefði staðið um þetta virðu- lega embætt: en lögsögu- maður verið fyrirsvarsmað- ur þjóðfélags sem var ó- spillt af þeirri stéttabaráttu sem nú er einkenni okkar auðvaldsþjóðfélags. Og hvað vel sem löggjöf um embætti sem þetta, hélt Einar áfram, er úr garði gerð og hversu góður og réttsýnn sem sá maður er í það veldist væri er það jafn víst að deilur hljóta að verða um starf hans og munu þær óhjá- kvæmilega verða til þess að óvirða heitið lögsögu- maður. Taldi E:nar af þess- um ástæðum varhugavert að velja þetta heiti og bað aðstandendur málsins og nefnd að íhuga þetta og finna embættinu annað nafn. Varamenn á Alþ. Á Alþingi þvi er nú situr hafa óvenjumargir varaþingmenn tek- ið sæti eða alls 14 menn; 7 varamenn Framsóknarflokksins 4 varamenn Ihaldsins og þrír kratar. Enginn af þingmönnum Alþýðubandalagsins hefur for- fallazt eða fengið leyfi frá þing- störfum á þessu þingi. Það mun ef til vill ekki koma neinum á óvart að ekki færri en sextán þingmenn, eða liðlega fjórðungur Alþingismannanna, éru lögfræðingar. Aðeins sex bændur eiga nú sæti á Alþingi og tveir verkamenn. Aftur á móti sitja þar minnst fimm framkvæmdastjórar, 5 banka- stjórar, tveir stórútgerðarmenn og tveir hagfræðingar. Hlutur prestastéttarinnar hefur farið mjög þverrandi að undanfömu og á nú aðeins einn prestur sæti á Alþingi. Einn læknir á þar sæti, einn rithöfundur, einn iðnaðarmaður — og einn sjó- maður. f£****&*J I skála Ieikvallarins eru rúðurnar bannig leiknar. SKEMMDARYERK UNNIN Á BARNAGÆZLUHEIMILI í Hólmgarði er gæzlu- leikvöllur fyrir börn. Síðustu dagana hefur skáli vallarins orðið fyr- ir árásum spellvirkja. Myndirnar sem hér birt- ast, sýna hvemig um- horfs var eftir að pöru- piltar höfðu verið að verki. (Ljósm. Ari Kárason) Stúdentaráð oa Stúdentafélag Reykjavíkur efna til kvöldvöku í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld, föstudag, kl 8.30. Vandað verð- ur til skemmtiatriða. Sverrir Hermannsson flytur ávarp, Sig- urveig Hjaltested syngur ein- söng og leikararnir Rúrik Har- aldsson og Róbert Arnfinnsson flytja nýjan gamanþátt. Dansað verður til kl. 1 eftir miðnætti. —.— iíSíSás; (jmMíSí0Í Glerbrot og grjó* á borðinu innan gluggans. ÞRIÐJU UMFERB / SKÁK- KEPPN! STOFNANA LOKIB Lokið er 3. umferð í Skák- keppni stofnana 1964 og urðu úrslit í einstökum flokkum þessi: A-FLOKKUR: Útvegsbankinn 4 — Almenna byggingafélagið 0. Landsbankinn, 1. sv„ 3% — Pósturinn %. Búnaðarbankinn, 1. sv„ 2 — Veðurstofan 2. Stjórnarráðið, 1. sv„ sat hjá. Staðan efir 3. umferð: 1. Útvegs- bankinn 9, 2. Stjórnarráðið 6V2 (af 8), 3 Veðurstofan 6V2. 4. Landsbankinn 5, 5. Pósturinn 4, 6. Búnaðarbankinn 3% (af 8), 7. Almenna byggingafélagið 1% (af 8). B-FLOKKUR: Hreyfill, 1. sv., 4 — Guthen- berg 0. Samvinnutryggingar 2% — Raforkumálaskrifstofan 1V2- Útvarpið 2V2 — Miðbæjar- skólinn IV2 Hótelið á Keflavíkurflugvelli sat hjá Staðan eftir 3. umferð: 1. Hreyf- ill 10, 2. Samvinnutryggingar 8, 3. Hótel Keflavíkurflugv. 5V2 (af 8), 4. Útvarpið 5%, 5. Raf- orkumálaskrifstofan 3 (af 8), 6. Miðbæjarskólinn 2% (af 8), 7. Gutenberg IV2. C-FLOKKUR: Landssíminn, 1. sv„ 3 — Borgarbilastöðin, 1. sv„ 1. HreyfiU, 2 sv„ 2% — Eim- skip, 1. sv„ IV2. Verðgæzlan 21/2 — Rafmagns- veitan, 1. sv„ 1%. Stjórnarráðið, 2. sv., sat hjá. Staðan eftir 3. umferð: 1.-2. Rafmagnsveitan og Hreyfill 7V2, 3. Landssíminn 6V2, 4. Stjórnar- ráðið 4% (af 8), 5. Verðgæzl- an 4 (af 8), 6. Borgarbílastöð- in 3%, 7. Eimskip 2V2 (af 8). D-FLOKKUR: Þjóðviljinn 3 — Hreyfill, 3. sv„ 1 Búnaðarbankinn, 2. sv„ 3 — Landssíminn. 2. sv„ 1. Landsbankinn, 2. sv„ 2V2 — Héðinn IV2 Morgunblaðið sat hjá. Staðan effir 3. umferð: 1. Lands- bankinn 7V2, 2. Morgunblaðið 6% (af 8), 3. Þjóðviljinn 6 (af 8), 4. Búnaðarbankinn 6, 5. Hreyfill 5, 6. Landssíminn 3V2, 7. Héðinn 1 1/2 (af 8). E-FLOKKUR: Eimskip, 2. sv„ 3 — Sig. Sveinbjömsson 1. Strætisvagnarnir 3 — Borg- arbílastöðin, 2. sv„ 1. Flugfélagið 2V2 — Hreyfill, 2. sv„ 1V2. KRON sat hjá. Staðan eftir 3. umferð: 1. Flug- félagið 7%, 2. Strætisvagnarnir 7, 3. Eimskip 6, 4. KRON 5V2 (af 8), 5. Borgarbílastöðin 3V2 (af 8), 6. Sig Sveinbjörnsson 3V2 7. Hreyfill 3 (af 8). F-FLOKKUR: Stjórnarráðið, 3. sv„ 4 — Rafmagnsveitan, 2. sv„ 0. Prentsmiðjan Edda 3 — KRON 2 sv„ 1. Bæjarleiðir 2 — fsafoldar- prentsmiðja 2. — Áfengis- verzlunin sat hjá. Staðan eftir 3 umferð: 1 Prent- smiðjan Edda 7, 2.-3. Raf- magnsveitan og ísafold 6, 4. ÁT VR 5 (af 8), 5.-6. Bæjarleið- ir og Stjórnarráðið 4 (af 8), 7. KRON 4. 56 stofnendur Veiðiféhgs Skaftir Fyrir skömmu var stofnað veiðifélag Skaftár að Kirkju- bæjarklaustri. Félagsmenn þess eru 56 talsins, en félagssvæðið er vatnasvæði Skaftáróss og Veiðióss, þ. e. frá sjó og svo langt upp, sem fiskur gengur, svo og allar fiskgengar ár og lækir, sem á vatnasvæðið falla. Búnaðarfélag Kirkjubæjar- hrepps kaus á sínum tíma nefnd til þess að undirbúa stofnun veiðifélagsins. Hafði nefndin undirbúið málið í sam- ráði við veiðimálastjóra, en fulltrúi hans mætti á stofn- fundinum. Fundurinn að Kirkjubæjar- klaustri var afar fjölmennur og ríkti mikill áhugi meðal Framhald á 3. síðu. Á útleið sýnt n Saulúrkróki Leikfélag S'glufjarðar hefur að undanförnu sýnt sjónleikinn „Á útleið.” Hefur leikurinn verið sýndur við góða aðsókn. Næst verður leikritið sýnt á Sauðár- króki sunnudag og már.udag. Verkfall á ísafirði Tólf verkamenn í bæjarvinnunni hjá ísafjarð- arkaupstað hafa undanfama daga verið í verfc* falli og hófu þeir verkfall í trássi við vilja verka- mannafélagsstjórnarinnar á staðnum. Bæjarstjóm fsatfjarðarkaup- staðar er í spamaðarhugleið- ingum og hefur (Ikveðið að stytta vinnutimann hjá verka- mönnum í bæjarvinnu um tvær klukkustundir á dag. Áður höfðu þessir verkamenn 10 stunda vinnudag og vill bæj- arstjórnin nú láta verkamenn- ina aðeins vinna átta stundir. Verkamenn á ísafirði eins og annars staðar vilja átta stunda vinnudag á sómasamlegu kaupi, en eins o;g nú er í pott- inn búið með hækkanir á lífs- nauðsynjum daglega, þá treysta þeir sér ekki að framfleyta heimilum sínum með kaupi fyr- ir átta stunda vinnudag. Verkamenn þessir vinna við sorphreinsun í bænum og jafn- framt við að steypa götuhellur. Þegar átta stunda vinnudagur- inn átti að koma til fram- kvæmda, þá fóru þessir verka- menn í verkfall. Stjóm Verkalýðsfélagsins Baldurs á fsafirði neitaði að skipta sér af verkfallsmönnum. Fjáröfíun til slysa- varna um helgina Hin árlega kaff isala Kvenna- j deildar Slysavarnarfélagsins I verður að þessu sinni á \ laugardag og sunnudag í húsi ! Slysavarnarfélagsins á Granda- I garði. Sem kunnugt er hefur ! kaffisalan undanfarin ár verið á fyrsta góudag en af óvið- ráðanlegum ástæðum gat það ekki orðið í ár. Kaffisala Kvennadeildarinnar veröur með líkum hætti og undanfarið og mun ekkert vera skorið við nögl. Er ekki að efa að borgarbúar bregði sér í Slysavarnarhúsið um heigina til að þiggja góðar veitingar og styrkja gott mál- efni. I þessu sambandi má nefna að á fjársöfnunardegi Kvennadeildarinnar, fyrsta góudag, gekk fjársöfnun með ágætum og munu hafa safn- ast um 100 þús. kr. Er það allmiklu meira en undanfar- in ár. Á aðalfúndi Kvennadeildar- innar, sem haldinn var 2. febr. s.l. voru gerðir upp reikningar fyrir árið. Þrír fjórðu hlutar upphæðarinnar sem safnast hafa yfir árið renna til Slysa- vamafélagsins og voru það núna um 240 þús. kr. Alls munu á landinu vera starfandi um 25 kvennadeild- ir innan Slysavarnafélagsins eru þær nú sem óðast að gera upp við Slysavarnafélagið og alls munu hafa komið frá þeim undanfamar vikur um 800 þús. kr. Nýlega keypti Slysavamar- félagið athyglisverða kvikmynd um lífgun úr dauðadái. Er þar kennd munn við munn lífgun- araðferðin og hjartahnoð. Kvikmynd þessi er bandarísk og verður sett íslenzkt tal við hana. Kvikmyndin verður sýnd hér í borginni og einnig úti á landi. Bretar standa uppi ráðalamir á Kýpur Sands utanríkisráðherra Bretlands, skýrði Ú Þant fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna frá því í dag, að Bret- ar séu ekki einfærir um að halda uppi gæzluliði á Kýpur. I dag fóru skólaböm í Nicosíu í mótmælagöngu gegn brezka herliðinu. Margir særðust og féllu á mánudaginn og í gær, en báða dagana var barizt harkalega. NICÓSÍA 11/3. ®-----------------------— A.m.k. 10.000 skólaböm fóru 1 dag í mótmælagöngu i Nicó- síu og I voru ókvæðisorð um brezka gæzluliðið rituð á spjöld- in, sem þau báru. Unglingamir tilheyrðu grískumælandi hluta íbúanna. Á spjöidin vár ritað: Hypjið ykkur heim. Bretar! Lengi lifi Sovétríkin! Banda- ríkjamenn geta ekki keypt okk- ur! Einkennisbúningur Sameinuðu þjóðanna klæðir ekki Breta! Brezki utanríkisráðherrann hefur skýrt framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ú Þant frá því, að brezka liðið sé ekki lengur einfært um að halda uppi röð og reglu á eynni. Bæði reyni Kýpurstjómin ekkert til þess að aðstoða þá og ástandið sé nú mjög ískyggilegt. Þar að auki • segist brezka stjórnin ekki geta I staðið undir fjárhagsiegu hlið- inni á þessari friðargæzlu. Drengur slasast Skömmu eftir hádegi í gær- dag varð 4ra ára drengur fyrir bifreið við Drekavog 8 og lær- brotnaði drengurinn. Var dreng- urinn fluttur fyrst á Slysa- varðstofuna og síðan á Landa- kot Drengurinn heitir Vilhjálm- ur Pálsson til heimilis að Skipa- sundi 83. Laus hverfí Höfðaborg Sigtún Hringið í afgreiðslu Þjóðviljans sími 17-500

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.