Þjóðviljinn - 24.03.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.03.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA - HÖÐVXLIINN í>riðiuaagur 24. marz 1964 FISKIMÁL - Eftsr Jóhann J. E. Kúld Stóraukin og bætt hagnýting fisk- aflans er nú mest aðkallandi í*að er mál, sem hafið ætti að vera yfir allar deilur, að aukin og bætt hagnýting sjáv- araflans er mest aðkallandi allra verkefna við íslenzka sjávarsíðu í dag. íslenzka fiskhráefnisverðið segir okkur þann beizka sannleika að þama er mjög mikilla endur- bóta þörf. Það er þörf breyttr- ar stjórnarstefnu gagnvart fiskútgerð og fiskvinnslu. Of- sköttun sú sem viðgengst nú, í formi okurútflutningstolls á fiskafurðir, og háum banka- vöxtum af rekstrarlánum, á- samt of háum innflutningstoll- um á rekstrarvörum er það heljarfarg sem stendur í vegi fyrir nauðsynlegri þróun í hagnýtingu á margskonar sjáv- arafla hér hjá okkur í dag. Hið ótrúlega lága fiskhráefnis- verð hér, er gleggsta spegil- myndin af ástandinu og þessi mynd er mjög óglæsileg. Það eru tiltölulega fá ár síð- an að menn uppgötvuðu það hér, að nágrannaþjóðir okkar ýmsar höguðu sér skynsamleg- ar við ýmsa vinnu, við hag- nýtingu á sjávarafla. Afköst væru meiri með hinum breyttu vinnubrögðum og fólkið sem vinnuna stundaði bar meira úr býtum miðað við klukkustund. Þessi auknu afköst nágranna- þjóðanna voru að nokkru fengin með betri vinnutilhög- , un i frystihúsunum. En að sumu leyti voru þau árangur af styttum vinnudegí, þar sem vel þjálfað fólk náði auknum afköstum, og naut þeirra af- • kasta gegnum ákvæðisvinnu eða bónusgreiðslur. Ég get t.d. upplýst að pökk- unarstúlkur hjá Findus höfðu þannig gegnum ákvæðisvinnu- fyrirkomulag fyrir tveimur ár- um kringum 56 kr. íslenzkar á klukkustund. En þessar stúlkur unnu aðeins 7 klukku- stundir á sólarhring. Vinnan í frystihúsinu var unnin á þremur sjö tíma vöktum, en þrjár klukkustundir á sólar- hring voru notaðar til þrifa á húsi Qg vélum og annaðist annað fólk þá vinnu sem var óháð vaktavinnunni. Hin fullkomna geymslutækni hiá Findus á fiskhráefninu, og öðrum slíkum vinnslustöðvum sem hafa tekið nútíma þekk- ingu í þjónustu sína við geymslu á aflanum á .meðan hann biður þess að verða unninn, það er slik • þekking sem gerir það kleift að hafa stuttan vinnudag og mikil af- köst við fiskvinnslu. Hér á fslandi virðast hinsvegar ýms- ir vinnuhagræðingarpostular halda , að vinnuafköstin og vinnugæðin séu óháð lengd vinnudagsins. Það sé aðeins að taka upp bónusgreiðslur eða ákvæðisvinnufyrirkomulag, þá sé málið leyst. Aukin afköst sem pínd eru fram á löngum vinnudegi, þar sem fólkið veit aldrei fyrjrfram hvenær vinna hættir að kvöldi, það er ekki sú vísindalega vinnutilhögun sem skapar vinnugæði og vinnuafköst, heldur miklu fremur slagp\ar „léjfar frá göml- um þrælatímum. Ef menn vilja ná fram auknum vinnuafköstum og auknum vinnugæðum þá verð- ur að greiða fyrir þau með styttum vinnudegi og miklu hærra kaupi, miðað við hverja klukkustund sem unnin er. ------------------------------ Frétt dagsins í fyrradag var stofnað félag dátasjónvarpsmanna í húsi þvi sem eitt sinn var kennt við sjálfstæði en hefur nú týnt því nafni niður af skilj- anlegum ástæðum. Fftr,sút varpið birti mjög ýtarlega frétt um þennan stofnfund, rakti nákvæmlega allar gerð- ir hans og samþykktir. Þó fannst fréttastofunni það mestum tíðindum sæta að fundinum hafði borizt eitt símskeyti. þar sem dátasjón- varpsmenn voru hvattir tii að standa vörð um persónu- legt frelsi einstaklingsins og gott ef ekki lýðræði og menn- ingu í þokkabót. Rakti út- varpið skeyti þetta orð fyrir orð af þvílíkri nákvæmni að allar aðrar dagsfréttir blikn- uðu í samanburði við það. Mun engu öðru símskeyti hafa verið sýndur þvílíkur sómi frá því að skeytasend- ingar hófust í veröldinni. Og viðbrögð fréttastofunnar eru skiljanleg. f símskeytínu fræga voru skráð orð þess manns sem rætt getur um menningu af mestri þekkingu og dýpstum vitsmunum allra hériendra manna og þótt miklu víðar væri leitað. Þegar hann upphefur raust sína ber öllum öðrum röddum að hljóðna; hann getur af full- um myndugleik tekið á hné sér menn eins og Sigurð Nor- dal, Halldór Kiljan Laxness og Gunnar Gunnarsson. Höf- undur símskeytisins var sem- sé enginn annar en sjálfur sýslumaðurinn í Borgamesi. Rétta lausnin Þjóðkirkjan fslenzka leggur á margt gjörva hönd um þessar mundir. Hún hefur stofnað almenningshlutafélag um Hallgrimskirkju og þar með sannað i verki að unnt er í senn að þjóna tveimur jafn ágætum herrum og Páli postula og Eyjólfi Konráði Jónssyni. En kirkjan lætur ekki þar við sitja. í fyrradag gekkst hún fyrir 17 guðs- þjónustum f Reykjavík og ná- grenni þar sem safnað var fé til kristniboðsins í Konsó, og verður trúlega stofnað annað almenningshlutafélag utan um heiðingjana þar syðra. En er ekki kirkian að reisa sér hurðarás 'jm öxl með þv/ að fást í senn við tvö jafn stórfelld verkefni? Væri ekki skvnsamleera að sameina þati og reisa Hallgrímskirkiu suð- ur i Konsó? — Austri. Það er þetta sem nágranna- þjóðir okkar hafa gert með góðum árangri og er undir- staða allrar vinnuhagræðingar hjá þeim. f dag stendur hin frumstæða geymslutækni í vegi fyrir því að hægt sé hér að taka upp skynsamleg vinnubrögð við vinnsluna á fiskinum og það verður ekki gert nema með gerbyltingu í geymslutækni fiskvinnslustöðvanna frá því á- standi sem ríkir þar í dag Það er ekki nokkur vafi á því, að úrelt geymslutækni fiskvinnslustöðvanna orsakar tugmilljóna króna tap árlega í fiskframleiðslunni. Eins og ég hef áður, bent á í þessum þáttum, þá er þetta ástand ekki nema að nokkru sök þeirra sem reka fisk- vinnslustöðvarnar, þar sem lánastofnanir hafa verið al- gjörlega sljóvar fyrir ástand- inu og neitað um lán til slíkra hluta. Ég hef orð eins af stærstu fiskstöðvaeigendum landsins fyrir því, að honum var algjörlega neitað um fyrir- greiðslu hér í bönkum þegar hann vildi byggja kæliþrær við fiskiðjuver sitt til að geyma í þeim nýjan fisk í krapi á meðan hann þurfti að bíða vinnslunnar. Fullkomin tækni í geymslu á öllu fisk- hráefni á meðan fiskurinn bíður vinnslunnar, það verð- ur að vera sú undirstaða sem öll viskvinnsla byggist á, eftir að sjómennimir hafa skilað fiskinum góðum í land. Þegar undirstöðuna vantar þá vantar mikið. ÓSELD AMERÍSK NIDURSUDUVARA Nýlega mátti lesa það í er- lendum blöðum, að safnazt hefðu rniklar birgðir of fisk- niðursuðuvörum í Bandaríkj- unum. Ástæðan fyrir þessu var talin sú, að bandarískar niðursuðuverksmiðjur gætu ekki keppt á markaðnum við erlendar niðursuðuvörur, þrátt fyrir háa innflutningstolla. Á- standið hjá bandarísku fisk- niðursuðuverksmiðjunum var af þessum sökum talið mjög alvarlegt. Nú eru upp ráða- gerðir um það, að Bandaríkja- stjórn kaupi allar þessar fisk- niðursuðubirgðir, á sama hátt og þegar umframbirgðir af landbúnaðarvörum em keyptar af ríkinu. Það fylgdi þessari frétt að Bandaríkjastjórn myndi síðan selja þessar nið- ursuðuvörur til erlendra þjóða, með sama lánafyrirkomulagi og landbúnaðarvörumar. Af þessum sökum er það alls ekki útilokað að við hér úti á fslandi eigum eftir að sjá bandarískar fiskniðursuðuvör- ur í búðargluggum hér í höf- uðborginnl. Fiskútflutningur Norðmanna Samkvæmt heimild úr blað- inu Fiskaren, sem er málgagn norskra fiskveiða, nam útflutn- ingur Norðmanna á sjávaraf- urðum árið 1963 norskum kr. 991.071.000. Þetta er 5,7% hærra en árið 1962. Áætlunin um útflutning sjávarafurða 1963 var hins vegar 970.000.000 n.kr Þetta er mesti útflutn- ingur Norðmanna á siávaraf- urðum síðan árið 1958. Frakkar stofnsetja fiskvpiðwíðstöð á St. Pierre Samkvæmt fréttum frá Kan- ada hafa Nýfundnalandsmenn miklar áhyggjur vegna þess að Frakkar vinna nú að byggingu viskveiðimiðstöðvar á eyjunni St. Pierre sem er tiltölulega stutt undan ströndum Ný- fundnalands og frönsk eign. Miklar og margvíslegar vélar voru fluttar frá Frakklandi vestur þangað á s.l. hausti, og þar hefur verið unnið i all- an vetur uppihaldslaust að uppbyggingu þessarar frönsku nýlendu. Nýfundnalandsmenn segja að þetta tiltæki Frakka muni verða til þess, að Evrópu- þjóðir muni auka fiskveiðar á Grand-banka mikið frá því sem nú er, ekki bara Frakk- ar einir, heldur fleiri þjóðir sem muni verða þarna í tengsl- um við Frakka. Það er sagt að Frakkar séu nú þegar farnir að byggja þarna hraðfrystihús sem éigi að taka við aflanum til hag- nýtingar, en síðan verði það hlutverk flutningaskipa að flytja frosna fiskinn til Evr- ópu. Nýfundnalandsmenn eru sagðir Frökkum gramir vegna þessara aðgerða, þar sem þeir óttast ekki aðeins ágang er- lendra þjóða á miðunum, held- ur segja þeir að þessi franska fiskveiðimiðstöð muni eyði- leggja verzlun Nýfundnalands- manna við erlenda fiskveiði- flotann, en af slíkri verzlun eru Nýfundnalandsmenn sagð- ir hafa haft talsverðar tekjur. Stofnlánadeild landhúnaðaríns minnir á að umsóknarfrestur um Stofnlán til framkvæmda (einnig dráttarvélakaupa) á árinu 1964 er á enda 15. apríl n.k. Nauðsynleg eyðu- blöð er hægt að fá í aðalbankanum, útibúum bankans og hjá öllum héraðsráðunautum. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS. Barnavagn Til sölu vel með farinn Silver Cross bamavagn. — Upplýsingar í Leðuriðjunni Ægisgötu 7, sími 21754. Orðsending frá Hásnæðismáiast/órn Með hliðsjón af þeim mikla fjölda um- sókna um íbúðalán, sem nú þegar liggja fyrir hjá húsnæðismálastjóm, telur stjórn- in ástæðu til að t’ilkynna væntanlegum umsækjendum, að nýjar lánsumsóknir (aðr- ar en umsóknir um viðbótarlán) sem berast kunna eftir 1. apríl n.k. þurfa ekki að vænta úrlausnar fyrir næstu áramót. Húsnæðismálastofnun ríkisins i r’M köldn búöingnrn- ir eru Ijúffengnsti eftirmatnr, eem völ er á. Svo anðvelt er að matreiða Jiá, að elcki þarf annað en hcœra inni- hald pakkans saman við'kaWa •njúlk og er búðingnrino þé£ tilbúinn til framreiðslu. ^Bragðtegundir: Súkkulaði . Vanillu faramellu og Hindberja Ódýrir karimannaskór úr leðri með gúmmísóla VERÐ KR. 299.25 %'■ alon; Laugavegi 100

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.