Þjóðviljinn - 24.03.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.03.1964, Blaðsíða 10
10 SlÐA — ÞIÖÐVILIINN Þriðjudagur 24. marz 1964 RAYMOND POSTGATE: ekkert bragð að sjálfum fuglin- um og þvi verður að krydda sósuna. Þegar mér er gefinn ó- þverri til að matbúa og er svo í sífellu tafinn á kjaftæði, þá er ekki við öðru að búast. Fuglam- ir eru soðnir i víni, með svepp- um, lauk og kryddjurtum. Þeir eru fallega brúnir á að líta. Þeir eru fullgóðir handa Eng- lendingi. Of góðir, meira að segja. Akkilles bragðaði á einum fuglinum sem var tilbúinn til framreiðslu. Þetta var satt, hann var mjög bragðlítill. Sósan var gerð af kunnáttu eins og sósur í hundruðum annarra veitinga- húsa þá stundina. Hann sneri sér aftur að skyldustörfum sín- um, dapur í bragði. Þegar hann var búinn að bera fiskinn fyrir herra Hubbard kom hann aftur fram í eldhúsið. Ell- efta stund: hann varð að finna upp á einhverju. Hann kom auga á appelsínu. Appelsínur voru framreiddar með önd: nú jæja, því ekki það. Hann skar hana í sneiðar í skyndi og rétti kokk- inum. — Skelltu þessu í pottinn hjá nr. 5 og hafðu það í ofninum í fimm mínútur. Stuttu síðar framreiddi hann með fimlegu látbragði brúngull- inn fugl. umkringdan gullnum hringjum. Þegar hann tók fatið burt, bragðaði hann á því sem eftir var af sósunni. Þetta var allt í lagi, af henni var óvériju- legur keimur sem bjargaði öllu saman frá hversdagsleikanum. Herra Hubbard var að segja: HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofa STETNTJ og DÖDÖ Laugavegl 18 m. h. (lyfta) SIMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SlMI 33968. Hárgreiðsiu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla dð alira hæfi. TJARNAHSTOFAN Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SlMI 14662. H4RGREIÐSLTJSTOFA AUSTTJRBÆJAR (Maria Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656. •— (Nuddstofa á sama stað. — Þetta ætti að vera dálítið sér- stakt, vina mín. — Ó, sagði sú Ijóshærða. — Ég hélt þeir hefðu bara appelsínur með önd. Hvort sem sefjun var um að kenna eða herra Hubbard fann i rauninni hinn sérstaka keim, þá var hann mjög ánægður. Þeg- ar Akkilles kom til baka til að spyrja hvort þau óskuðu nokkurs frekar, þá ljómaði hann af á- nægju. — Hvemig datt yður í hug að hafa appelsínur með? Það er annars bara gert með önd. 7 — Það er liður í eldamennsk- unni, monsieur. Þáttur í nýju hugmyndinni. — Nýju hugmyndinni? Hvað er- uð þér að fara, piltur minn? Ætl- ið þér að telja mér trú um að þér hafið átt hugmyndina? Nei, ónei. — Jú, vissulega, monsieur. Ég hef verið að íhuga þetta mál í dag..... Akurhæna hefur aldrei fyrr verið matreidd á þennan hátt. Ég fanri það upp. Ég hafði sjálfur eftirlit með því. Monsieur getur sjálfur spurt kokkinn, ef hann vill. Herra Hubbard horfði á hann cg hélt sjálfur að svipur sinn væri klókindalegur. — Hum! sagði hann. — Jæja bað bragðast vel. Hvað heitið þér? — Anton Polycrate. monsieur. Næsta morgun féllst Anton Polycrate eftir viðeigandi hik á bað að gera samning við Al- þjóðagistihús h’/f um 750 punda laun á ári í þrjú ár og 2.500 franka til að milda reiði for- stjórans fyrir samningsrof. Hann hafði engan samning, en það gerði ekkert til, þar sem þeir fréttu aldrei um þessa 2.500 franka. Herra Hubbard annaðist sjálfur útvegun á nauðsynlegum skilríkjum og atvinnuleyfi. Frá þessum degi byrjaði líf hans — hið raunveruiega líf. Hann gerði sér ljóst þegar hann kom til London, að hann var i nýjum heimi og hann yrði að búa sér til nýtt líf. Allt sem hann hafði verið og allt sem hann hafði gert var vegið og metið og að mestu leyti léttvægt fundið, því varpað fyrir borð og gleymt. Ein undantekning þó á þessu. Traustur borgari. grískur sem enskur, þarf að minnsta kosti eitt til að treysta stöðu sína sem bezt. Þegar hann hafði verið nokkra mánuði i London, fór hann á fund bankastjóra síns, sem meðhöndlaði hann með þeirri virðingu sem honum bar sem góðum viðskiptavini sem skilað hafði hlýlegu meðmæla- bréfi frá fanska bankasamband- inu. Höfðu þeir útibú í Aþenu? Það höfðu þeir. Gætu þeir — fyrir viðeigandi þóknun auðvit- að — séð um yfirfærslu á smá- upphæð til vinar sem kynni að hafa breytt um heimilisfang? þeir gætu leitað upplýsinga og myndu gera sitt bezta. Hann íhugaði málið nokkra daga, svo tók hann skyndilega ákvörðun og gaf bankanum fyr- irmæli um að leggja inn í úti- búið í Aþenu á nafn Helenu Melagloss, sem vann árið 1916 í Café Demosþenes í Peiraieus, andvirði eins fargjalds til Lon- don og vegabréfs, svo framar- lega sem hún kæmi á fund bankastjórans á staðnum og ynni eið að því að hún væri ógift og barnlaus. Til eins að- stoðarritstjórans á Eleftheron Bema, sem hann hafði þekkt lauslega, sendi hann 25 £ og sagði honum að halda 5 £ sjálfur sem eins konar þóknun en innihald þess var augljóst. fyrir að finna núverandi heimil- isfang ungfrú Melegloss. Bréfið var samið £ fjálglegum og orð- mörgum stíl — meðan hann var að skrifa það hét hann að skrifa aldrei framar á þennan hátt — en innihald þess var auðljóst. Ritstjórinn átti að ganga úr skugga um að Helena væri ógift. barnlaus, ekki götudrós og við góða heilsu. Þegar allt þetta væri komið á hreint, átti hann að spyrja hana hvað hún hefði kallað lögregluþjóninn sem vann fyrir Þeótóki höfuðsmann og af- henda henni bréf og 20 sterl- ingspund. 1 bréfinu var bónorð og fyrirmæli um að hún skyldi snúa sér til bankans. Ritstjórinn hélt sjálfur 20 pundum og lét Helenu hafa 5 pund og bréfið. Hann leitaði engra upplýsinga (nema hann spurði hvað hún hefði kallað lögregluþjóninn). Það gerði Hel- ena ekki heldur. Hún mundi varla eftir Akkillesi og hún neit- aði að segja hvað hún hefði kall- að lögregluþjóninn; en hann virt- ist vera vel stæður og allt var betra en að halda áfram að vera framreiðlustúlka í hafnarknæpu í Grikklandi. Hún lagði í þann fáheyrða kostnað að senda sím- skeyti um að hún tæki honum, tók sér far með skipi og steig á land í London með þeim ein- læga ásetningi að verða góð og trú eiginkona þessum unga manni, hver svo sem hann var. Strax og hún áttaði sig á á- formum hans, varð hún jafnvel enn ákafari en hann í að fram- kvæma þau. Það var hún sem lagði til að þau fengju lögfesta nafnbreytingu. Það var hún sem vildi að þau færu í þessa óend- anlegu enskutíma ’á kvöldin, þar sem þau lærðu að segja sh á réttan hátt og jafnvel sæmilega stafsetningu. Hún lét Akkilles, sem nú hét Arthur, leggja fyrstu drög að því að fá ríkisborgara- rétt; hún steig hið alvarlega skref að bannlýsa alla grísku á heimilinu eftir að elzta barnið var orðið tveggja ára. jafnvel á viðkvæmustu stundum. Eitt kvöldið varð Arthur það á að vitna í griskt fomrit á róman- tískan hátt. Hún rak hann út úr svefnherberginu og læsti dyrun- um og hleypti honum ekki inn fyrr en hann var búinn að kalla inn til hennar: — Æ, Maud, vertu nú væn. Og nú virti hún hann fyrir sér meðan hann las hið langa, opinbera skjal með ánægjusvip á andlitinu. Hafi hún fundið til einhvers vafa, þá var það ekki að sjá á andliti hennar. — Heldurðu að þú verðir formað- ur, Arthur? sagði hún með að- dáun í röddinni eftir langa þögn. — Það held ég varla. — Ég skil ekki hvað er því til fyrirstöðu. Hún hafði rétt fyrir sér. örugg framkoma hans og snyrtilegur klæðaburður tryggði kosningu hans. Ef til vill stafaði það líka af hinum hátíðlega, næstum há- tignarlega hreim í rödd hans þegar hann hafði yfir eiðinn: — Ég sver við almáttugan guð........ Hátíðleg orð, byggð á sögu og reynslu. Það var eins og inni- hald þeirra og. fegurð endur- speglaðlst í honum. Enginn gat efazt um það, ,sem á hann horfði; að hann myndi kveða upp rétt- látan dóm eftir því sem í hans valdi stæði. III (Réttarritarinn afgreiddi herra Popesgrove með smáhandsveiflu, rétt eins og hann væri við kross- hlið i Dýragarði. Hann leit kæru- leysislega á blaðið sem hann hélt á (því að hann var með allan hugann við andlit kviðdómend- anna) og sagði — James Alfred Stannard .... og lágvaxinn hvít- hærður maður steig fram aftar úr röðinni. — Ég biðst afsökun- ar, sagði ritarinn gramur. — Ég hefði átt að segja: Percival Holmes, hafið eftir mér . . . Maðurinn sem næstur var, steig fram til að taka við Biblíunni). Ári fyrir þessi réttarhöld hafði ungur Rhodes stúdent beð- ið vin sinn að kynna sig fyrir hinum þekkta grískufræðingi og háskólamanni dr. Percival Holm- es. Vinurinn sagði að dr. Holm- € 'S væri varla aldréi í Oxford og það þyrfti að leita hann uppi í London. Það væri ekki heldur hægt að tryggja sér stefnumót, en það var ekki þar með sagt að ekkert þyrfti að verða úr þessum fundi. Dr. Holmes snæddi alltaf hádegis- verð á sama stað og eftir mat- inn væri hægt að ná í hann. Rhodesfræðingnum til nokk- urrar undrunar leiddi vinur hans hann að subbulegri mjólkurbúð sem rak líka iitla veitingastofu. Hún var í hliðargötu og hrein- lætið virtist ekki á marga fiska. Hvít málningin var orðin grá af elli og hér og þar hafði hún máðst af, svo að sá í grænt fyrir innan. Xnni var marmara- borð sem á stóð stór mjólkur- fata, verðlisti. þrjár kökur með kókosmjöli ofaná og ein með bleikum glassúr. Konan bakvið borðið var miðaldra, dökkhærð, með gleraugu og klædd hvítum slopp. — Er prófessorinn hérna? sagði vinur Rhodesfræðingsins. Konan hnykkti til höfðinu í átt að brúna skilrúminu með glerrúðum að ofanverðu, sem skipti þúðinni í sundur. Hún sagði ekki neitt. Mennirnir tveir gengu inn um dyrnar á skilrúminu. Þar sá Rhodesstúdentinn sjón sem gekk Þú ert mjög þrár. Reyndu nú einu sinni að skipta um skoð- un. Heldurðu að þú getir það ekki? NEI. Þetta getur verið stórhættu- legt andlegu heilbrigði þínu að vera svona þrár. Þú get- ur orðið geðveikur. Ætlarðu nú ð skipta um skoðun? MEl. Var þetta sjúklingur? Nei þetta er maðurinn sem ég leigði hjá. i SKOTTA HALDAST f HENDUR OG ÁRANGURINN VERÐUR Melrl Betrl STORFELLD VERÐLÆKKUN á rússneskum hjólbörðum Staerð Verð 560x15 750,00 670x15 1.025,00 600x16 932,00 650x16 1.148,00 750x16 1.733,00 Stærð Verð 650x20 1.768,00 750x20 2.884,00 825x20 3.453,00 900x20 4.250,00 1100x20 6.128,00 Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra Stykkishólmshrepps er laust til umsóknar. Laun skv. 23. fl. launaskrár Sambands íslenzkra sveitarfélaga. — Umsóknir, með upplýs- ingum um menntun og fyrri störf, sendist oddvita Stykkishólmshrepps, hr. Ásgeiri Ágústssyni. Stvkkishólmi, og skulu hafa borizt fyrir 1. apríl 1964. Hreppsnefnd Stykkishólmshrepps. SVEFNSÓFAI - SÓFASETT HN0TAN, húsppaverztun Þérsgötu 1.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.