Þjóðviljinn - 24.03.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.03.1964, Blaðsíða 4
4 SÍÐA MÓÐVILJINN Otgefandi; Sameiningarflokkur alþýðu — SósiaJistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19 Simi 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 80 á mánuði. Skortur á sjálfsvirðingu IV'arni Benediktsson forsætisráðherra, doktor og fyrrverandi prófessor við æðstu mennta- stofnun þjóðarinnar, víkur að dátasjónvarpinu í Reykjavíkurbréfi sínu í fyrradag og segir að á- skorun sextíumenninganna falli ógild þar sem þeir hafi ekki sjálfir fylgzf með efni sjónvarps- ins; „enginn getur af viti dæmt um það sem hann ekki þekkir“. Virðast þessi ummæli gefa til kynna að hinn hámenntaði forsætisráðherra bergi sjálfur daglega á dátasjónvarpinu eins og Mímisbrunni, eða ef til vill ætti maður heldur að segja Mímis- bar í samræmi við bændahallarmenningu okkar tíma. Fn hugsanlegir verðleikar dátasjónvarpsins koma ^ málinu hreint ekkert við. íslendingar hafa sett sér það mark að halda uppi siálfstæðu menn- ingarríki í landi sínu; það leggur landsmönnum þær skyldur á herðar að starfræk'ja alla þæfti nú- tímaþjóðfélags og aðallega þá þeim íslenzka menningararfi sem við viljum varðveita og þróa. Þessi afstaða er ekki sprottin af því að við teljum menningu annarra þjóða sorp og sora, þær hafa oft augljósa yfirburði á ýmsum sviðum, heldur teljum við það skyldu okkar og hlutverk að vera sjálfstæður aðili í stórum heimi og hafa stundum það til málanna að leggja sem stórþjóðum þykir tíðindum sæ'ta. Þessi menningarlega sjálfsvirðing var kjarninn í frelsisbaráttu okkar gegn Dönum, en hafi dátasjónvarpsmenn á réttu að standa var sú barátta samfelldur misskilningur, því dönsk menning stendur vissulega á háu stigi. Menn skyldu einnig varast að tala digurbarkalega um lífsþrétt íslenzkrar menningar þegar hún liggur undir erlendu fargi. Ekki er nema hálf önnur öld liðin síðan Rask komst að þeirri niðurstöðu að íslenzkan myndi gersamlega týnast niður í Reykjavík á 100 árum ef ekki væru rammar skorður við reistar. Dátasjónvarpsmenn þeirra tíma kenndu börnum sínum dönsku á undan ís- lenzku til þess að þröngva errinu nægilega djúpt niður í kverkarnar. En það voru reistar við ramm- ar skorður og hinir beztu menn hófu íslenzka tungu til nýrrar virðingar. En einnig þá voru til einstaklingar sem sögðu — líkt og Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra nú — að danskan væri hið ágætasta tungumál og gæti hentað okkur prýðilega. Alvarlegasti þátturinn í umræðunum um dáta- sjónvarpið er sá skortur á sjálfsvirðingu og íslenzkum metnaði sem fram kemur hjá ýms- um þeim mönnum sem fara með mest völd í þjóð- félaginu. Það er ekki að ástæðulausu sem Sigurð- ur A. Magnússon segir í fyrradag í þeim eina þætti Morgunblaðsins þar sem sjálfstæð hugsun á nokkurt griðland: „Með þeirri þróun, sem ver- ið hefur hérlendis á undanförnum árum, kæmi mér alls ekki á óvart, þó fram kæmu samtök, sem heimtuðu upptöku íslands í Bandaríki Norður- Ameríku, ég tala nú ekki um ef við fengjum dá- lítinn fjárstyrk út á það! Hvers vegna skyldum við vera að basla við að halda uppi sjálfstæðu þjóðfélagi á þessu útskeri?“ — m. Þriðjudagur 24. marz 1964 Hermannasjónvarp rætt á Stúdentafélagsfundi %. Síðastliðinn laugardag hélt Stúdentafélag Reykjavíkur fund i Lídó og var fundarefnið ís- lenzkt sjónvarp. Eins og kunn- ugt er þótti ýmsum það ékki sem heppilegastur titill, og væri .,Sjónvarpsmálið“ eða „Sjónvarp á Islandi“ eðlilegra. Formaður Stúdentafélagsins. GLunnar Schram, drap á þetta í upphafi fundarins. Kvað hann íslenzkt sjónvarp vera megin- verkefnið nú, en taldi eðlilegt að „drepið væri á Keflavíkur- sjónvarpið, þótt aðalefnið væri íslenzkt sjónvarp". Fór og svo, að nær eingöngu var rætt um afstöðuna til hermannasjón- varpsins, þrátt fyrir framsögu- erindið og efni þess. Framsaga Framsögumaður, Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpSstjóri, hóf síðan mál sitt og talaði rúm- an hálftíma. Vilhjálmur skýrði svo frá, að sjónvarpsnefnd sú, er nú starfar, Ijúki væntanlega storfum sínum fyrir páska. Þótt blaðamanninn ætti lifandi að flá man hann ekki orð framar úr ræðu útvarpsstjóra, en þó telur hann sig geta fullyrt það, að Vdhjálmur hafi verið fylgjandi íslenzku sjón- varpi. ,Heilbrigður þjóðarmetnaður' Kristján Eldjárn, þjóðminja- vörður, var fyrstur ræðumanna að erindi Vilhjálms loknu. Ekki kvaðst Kristján taka af- stöðu til deilunnar um um- ræðuefni fundarins, hinsvegar kæmist hann ekki hjá því að taka Keflavíkursjónvarpið til umræðu, enda væri fundur þessi bersýnilega orðinn til fyr- ir ávarp hinna 60. Kristján kvaðst hafa það á tilfinning- unni, að við hefðum efni á því að hafa sjónvarp, eins og við yrðum að hafa efni á ýmsu því. sem .tölulega séð væri út í bláinn. Keflavíkursjónvarpið ýtti undir það, að við yrðum að fá íslenzkt sjónvarp. Lítil háttvísi hefði það verið af hinum bandarísku gestum, er Kristján nefndi svo, að fara fram á að við tækjum við bandarísku sjónvarpi, meðan ekki væri til íslenzkt. Það væri ekki samboðið Islendingum að nota Keflavíkursjónvarpið sem þjóðarsjónvarp, og misbyði heilbrigðum þjóðarmetnaði. Harmaði Kristján það hugar- far, að menn sæju ekkert at- hugavert við sjónvarpseinok- un Bandaríkjamanna. ^Þægindi' Næstur tók til máls Vignir Guðmundsson, blaðamaður, og örlaði hvergi á umbeðnum þjóðarmetnaði. Sjónvarpstæki kvaðst hann hafa keypt sér fyr- ir ári, og ekki hvarflað að sér þá að kassanum yrði lok- að, enda þótt hann hefði tek- ið á sig þá „áhættu“ að Banda- ríkjamenn hyrfu á braut. Vign- ir ræddi síðan Vísisgrein Jó- hanns Hannessonar, prófessors, og sagði sem svo, að Jóhann teldi vansæmandi að þiggja sjónvarp frá Bandaríkjamönn- um. Nú vildi hann, Vignir, spyrja, hvort ekki væri jafn vansæmandi fyrir Háskóla Is- lands að þiggja fimm milljón- ir króna frá þessar sömu þjóð. Þá vitnaði Vignir í orð þjóð- minjavarðar og kvað ekki neina vansæmd að því að „orna sér við þann eld. sem kynntur sé þama suður frá“. Við það batnaði heimilislíf allt, kassinn yrði þess valdandi, sð börn héldu sig heima og „rúnt- keyrsla" færi minnkandi. Mót- mælti Vign'r síðan harðlega því að þessi „þægindi” væru af sér tekin, og kvaðst ætla ásamt öðrum „að stofna félag á morg- un og skora á Alþingi að hafna kröfu 60-menninganna“. ,Öfuguggar' Þá geystist fram á vígvöll- inn Stefán Bjarnason, verk- fræðingur. Hann kvaðst hafa hugsað sjónvarpsmálið í 5—6 ár og komizt að þeirri nið- Kristján Eldjárn Guðmundur G. Hagalín urstöðu, að full þörf væri á íslenzku sjónvarpi! Ekki var Stefán þó trúaður á að svo myndi verða að sinni, sjón- varpsáætlunin frá 1961 hefði gengið aftur síðan lítillega breytt, lítill hugur hefði fylgt máli hjá þeim er að málinu ynnu, og mesti og bezti sjón- varpsunnandinn, Benedikt Gröndal, hefði verið ,.á hlaup- um eins og einmana úlfur innan um kollega sína á Al- þingi". Ekkert hafði Stefán að at- huga við Keflavíkursjónvarpið, það fengi „rjómann“ af því, sem bandarískt sjónvarp hefði til afnota, enda þótt valið væri í það eftir þroskastigi Kefla- víkurkana, sem Stefán virtist ekki telja neitt yfirmáta hátt. 60-menningana kvað Stefán kallaða menntamenn, en kvaðst ekki sjá á þeim innra mark menntunarinnar, líkti þeim síðan við öfugugga og jesú- íta. Allt vildu þessir menn banna, sagði Stefán, sér væri bannað að drekka áfengt öl og selja vinnu sína hæstbjóð- anda, nú ætti svo að kóróna svívirðuna með því að banna sér að horfa á Keflavíkursjón- varpið. Hér bæri allt að sama brunni, öfuguggarnir væru vandamálið, hvað sem þeir fyndust. Hagalín gegn hernáminu Guðmundur Hagalín kvaðst hafa verið einn af þeim fáu. sem verið hefðu á móti stækk- un Keflavíkurstöðvarinnar, ekki af því að hann vildi meina Stefáni verkfræðingi að horfa á hvað sem hann vildi, held- ur af því, að við yrðum að meta það, hvað leyfa skyldi i okkar eigin landi. Ef við fær- um inn á þær brautir að láta aðra ráða fyrir okkur, gætum við ekki lengur kallazt þjóð. Vilhjálmur Þ. Gíslason Okkur liði kannski eins vel eða betur sem 51. eða 55. ríki Bandaríkjanna, en þá gætum við ekki lengur kallazt Islend- ingar. Þótt hann vildi Banda- ríkjamönnum vel, væri ekki þar með sagt að gera bæri álít, sem þeim þóknaðist að biðja um. Varpaði að lokum fram þeirri spurningu, hvort ekki væru orðnar svo breyttar að- stæður í heiminum, að ástæða væri til að láta Bandaríkja- menn njóta sinna. man-na heima. Vansæmandi? Þá tók til máls Jóhann Hann- esson, prófessor, o^.^^Aalaði margt en sagði lítiðyvijgnr Guðmundssyni svaraði Jóhánn því til, að ekki væri meiri skömm Háskólanum að takáfÍfe móti fimm milljónum en ^si. lenzku þjóðinni að þiggja sjöíí- varpsefni fyrir fimmtíu milíjí. ónir árlega. Ekki virtist það hvarfla að ræðumanninum.ýáð skömm gæti verið' að hvöru- tveggja. Varaði ella við því að blanda saman hernaðarírial- efnum og menningarmálurri og Framhald á 8. síðu; y ,"*■ Það er ekki hægt að gleðja fermingarbarniö betur en með (t% aðlaðandi umhverfi. — Prýðið því herbergi þess með hinum smekklegu vegg-húsgögnum fré 4' HÚSGAGNAVERZLUN AUSTI4RBÆJAR Skólavörðustíg 16 — Sími 24620.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.