Þjóðviljinn - 24.03.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.03.1964, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 24. marz 1964 ÞIÓÐVILJINN SÍÐA 7 SAUDÁRKRÓKUR kallar á hjálp Sauðárkróksbær rambar nú á barmi gjaldþrots og hefur í neyð sinni leitað aðstoðar JÖfnunar- sjóðs. Hefur slíkt ekki gerzt áður og ekki borizt slík beiðni til sjóðsins, frá því að Sveitarstjórn- arlögin tóku gildi. Hvað veldur nú þessum miklu ógöngum, sem Sauðárkróksbær er kominn í? Frá Sauöárkróki — scö yfir kauptúnið og Skagafjörð. óreiða og óstjórn Forsaga málsins er að vísu baeði lðng og flókin, en þó er auðvelt að svara þessari spurn- ingu í fáum orðum: Ástaeðan er fyrst og fremst óstjóm og óreiðusukk ráðamanna, sem stjómað hafa með slíkum ein- daemum, að þeir eru alræmdir orðnir um land allt. Eins og kunnugt er voru hraðfrystihúsið á Sauðárkróki. eign Fiskvers h.f., og togskipið Skagfirðingur seld á nauðung- aruppboði í haust og hreppti ríkissjóður eignimar. Bæði tog- skipið og frystihúsið hafa gegnt mikilvægu hlutverki i atvinnulífi bæjarins, en rekstur fyrirtækjanna hefur verið i botnlausri óreiðu. Ekki hefur það bætt úr skák, að afli hef- ur verið tregur og tíðum skort- ur á hráefni, en ekkl er það þó eina ástæðan fyrir tapinu, því að á sama tíma hefur ann- að frystihús á staðnum starfað áfallalaust og oft með minna hráefni, enda ólíkt betur rekið. Á seinasta ári var svo komið, að Fiskiver h.f. skorti á þriðja tug milljóna til að eiga fyrir skuldum. Bæði fyrirtækin vom að miklum hluta eign bæjarins og var þeim stjómað af íhalds- meirihlutanum og gæðingum hans. Til marks um óreiðuna má geta þess, að löglegir að- alfundir voru aldrei haldnir i Fiskiveri h.f. eða Skagfirðingi frá stofnun þeirra og endur- skoðun reikninga fór ekki fram enda var reikningshaldið held- ur frumstætt. Reikningar bæjarins voru engu skárri! Minnihluti bæjarstjómar hef- ur um árabil barizt gegn ó- reiðunni, enda hafa reikningar bæjarins verið með sama marki brenndir. Meirihluti bæjarstjómar hefur þverbrotið ákvæði laganna um fjárhags- áætlun og afgreiðslu reikninga. Þannig voru reikningar fyrir 1959 afgreiddir í lok ársins ’61 og reikningar ’61 á árinu ’63. Þá var bókhaldið oft mjög villandi og augljóslega ætlað til að blekkja háttvirta kjós- endur. Bæjarfulltrúar minnihlutans kærðu málið til félagsmála- ráðuneytisins og fékk bæjar- stjómin ákúrur fyrir bókhalds- óreiðu og fyrirskipun um leið- réttingu reikninganna. Meiri- hlutinn tregðaðist þó við í fyrstu. en lét loks undan eftir ítrekaða kröfu ráðuneytisins. Hins vegar hefur ekki fengizt fram sú krafa minnihlutans, að allur rekstur Fiskivers h.f. og viðskipti þess við bæjarfélagið verði rannsakað niður í kjöl- inn. Bæjarstjórinn felur fimm milljónir! Þegar svo er komið málum, að helzta atvinnufyriríækið er ekki aðeins farið á hausinn heldur er það lika að draga með sér bæjarfélagið allt í fallinu, hlýtur það að vera ótvíræð skylda ráðamanna að segja rétt og skýrt frá því, hvemig málin standa og hvað skuldimar séu háar og leita síðan eftir vinsamlegu sam- starfi við minnihlutann til að leysa hinn sameiginlega vanda bæjarbúa. En slík vinnubrögð voru sannarlega ekki að skapi meirihlutans. Kögnvaldur Finnbogason, bæjarstjóri, neitaði lengi að viðurkenna, hvað skuldimar væru miklar. og hvíslaði allt öðrum tölum í eyru flokks- bræðra sinna í Reykjavík en kjósendur á Sauðárkróki fengu að heyra. Þannig lýsti hann því yfir á bæjarstjómarfundi 7. janúar sl., að skuldir Fiskivers h.f. við bæjarsjóð ásamt bæjar- ábyrgðum næmu aðeins tæpum 4 milljónum. Nokkru síðar var hann leiðréttur af þeim mönn- um, sem ráðherra fól að rann- saka málið fyrir hönd ríkis- sjóðs, og kom í ljós, að skuld- imar voru 5 milljónir en á- byrgðir 4 milljónir, og hafði bæjarstjóri skotið undan heil- um fimm milljónum 1 skýrslu sinni til kjósenda! Ljón í veginum I skýrslu þeirri, sem gerð var að undirlagi fjármálaráðherra, kom fram sú ábending, að lík- lega yrði Sauðárkróki því að- eins bjargað frá gjaldþroti. að hann fengi framlag úr Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga. Rögnvald- ur bæjarstjóri tók þessari til- lögu fegins hendi og lét nú líta svo út, eins og sér hefði tekizt með frábærri snilli að útvega nokkrar milljónir til bæjarins. Nokkru síðar fór Rögnvaldur til höfuðborgarinnar að ná 1 milljónimar. Kom hann í ráðu- neytið með einum helzta for- ystumanni Sjálfstæðisflokksins, og vildi fá útborgað, en fékk þau svör, að málið væri ekki alveg svona einfalt. Kom nú í ljós, að ýmis ljón voru i veg- inum og þá fyrst að lögin fyr- irskipa tvær umræður í bæjar- stjóm, áður en beðið er um að- stoð. Rögnvaldi líkaði þetta bölvanlega, eins og skiljanlegt er, en fékk ekki að gert. Bakarinn glímir við sannleikann Hinn 10. og 17. marz fóru fram umræður í bæjarstjóm Sauðárkróks um hjálparbeiðn- ina. Forráðamenn bæjarins héldu skrípaleiknum áfram og forðuðust hvers konar sam- neyti við sannleikann. að því undanskildu að bæjarstjórinn játaði nú loksins, hvað bæjar- ábyrgðir hjá Fiskiveri og úti- standandi skuldir sem bærinn glatar, væru háar. Annar helzti forystumaður i- haldsins er bakarinn í bænum, Guðjón Sigurðsson, forseti bæj- arstjómar. Hann lýsti þvi yfir á fundinum, að algengt væri, að sveitarfélög bæðu Jöfnunar- sjóð um aðstoð, enda væri þetta ósköp svipað og að biðja um framlag úr atvinnubótasjóði. Bæjarstjóri tók undir þessi orð og var hinn hressasti. Fulltrú- ar minnihlutans voru heldur tortryggnir á þessar staðhæf- ingar. þótt ekki væru þeir í aðstöðu til að véfengja þær á staðnum. Samkvæmt upplýsingum fé- lagsmálaráðuneytisins er sann- leikur málsins sá að Jöfnunar- sjóði hefur engin beiðni borizt um aðstoð. síðan Sveitarstjóm- arlögin tóku gildi 1961. Fyrir þann ti'ma hafði eitt sveitar- félag, Seyðisfjörður, fengið að- stoð samkvæmt gömlu lög- unum. Aðstoð úr Jöfnunar- sjóði er vissulega engin venju- leg lánveiting, eins og fram kemur f eftirfarandi lagagrein- um: Verða ráðamenn- irnir settir undir opinbert eftirlit? í 63. gr. segir: Sveitarfélag, sem er í svo mikilli fjárþröng, að það telur sér ekki fært að standa í skilum, getur sent fé- lagsmálaráðuneytinu beiðni um aðstoð, ef ætla má. að ekki rætist úr í náinni framtíð. Beiðni um aðstoð skal hafa krafa minnihluta bæjarstjóm- ar um almenna rannsókn þess- ara mála, og er skemmtilegt til þess að vita, að meirihlut- inn hefur kallað hana yfir sig sjálfur óafvitandi! Eða verða þeir svipt- ir fjárforræði? Bæjarbúum á Sauðárkróki mun nú þykja nóg komið af óstjóm og fjármálaringulredð ur að vera auðvelt að komast að samkomulagi um stórfellda lækkun ábyrgðarskuldanna. En vonandi trúir enginn stuðn- ingsmaður bæjarstjórans þeirri hlægilegu fullyrðingu. að bær- inn sjálfur fái eitthvað úr Jöfnunarsjóði, því að auðvitað borgar sjóðurinn eingöngu til lánardrottna. Bærínn á barmi gjaldþrots - leitar á náðir JöfnunarsjóBs verið rædd við tvær umræð- ur í sveitarstjóm ......... 1 64. grein segir: Nú hefur ráðuneytinu borizt beiðni um aðstoð samkvæmt 63. gr. og skal það þá láta rannsaka fjárreiður og allan rekstur sveitarfélags- ins.... 1 65. grein scgir: Að undan- genginni rannsókn, samkvæmt 64. gr., skal ráðuneytið leggja fyrir sveitarstjóm að bæta um það, sem áfátt kann að reyn- ast við rekstur eða fjárreiður sveitarfélagsins. Á bæjarstjómarfundinum 17.^ marz hélt Skafti Magnússon, fulltrúi Alþýðubandalagsins og I listans (vinstri menn) því fram, að beiðnin um aðstoð myndi leiða af sér rannsókn og eftirlit með fjárreiðum bæj- arins. Bæjarstjóri svaraði og sagðist ekki skilja þessa full- yrðingu Skafta — auðvitað kæmi ekkert slíkt til greina. Var hjálparbeiðnin síðan sam- þykkt samhljóða. Eins og allir geta séð á fyrr- nefndum lagagr., verður óhjá- kvæmilega fyrirskipuð rann- sókn á fjárreiðum sveitarfé- lagsins. og þannig verða ráða- mennirnir settir undir opinbert eftirlit. Er nú loksins uppfyllt íhaldsmeirihlutans. Vona menn, að fyrirhuguð rannsókn verði ekki of yfirborðskennd, svo að komizt verði til botns í öng- þveiti fjármólanna á Sauðár- króki í eitt skipti fyrir öll. Þrátt fyrir öll asnaspörk í- haldsins er vonandi, að samn- ingar takizt um greiðslu á- byrgðanna, en auðvitað er fjögurra milljóna króna hjálp- arbeiðni fáránleg, þar sem sjóð- urinn hefur ekki til ráðstöf- unar í þessu skyni nema sam- tals 5 milljónir, og einnig hlýt- Að lokum má geta þess, að hjálparbeiðnin til Jöfnunar- sjóðs getur leitt til þess, að ráðamenn bæjarins verði settir af og sviptir fjárforráðum sveitarfélagsins, en um þetta segir í lögum: 82. gr.....ráðherra er heim- ilt að svipta sveitarstjóm fjár- forráðum sveitarfélags og skipa því fjárhaldsstjóm, ef (b) skuldaskil og lánsveiting úr Jöfnunarsjóði, sbr. 80. gr„ hef- ur eigi nægt til þess að koma fjárhag sveitarfélags á heil- brigðan grundvöll ....- Til fróðleiks má geta þess að lokum, að hinn margumtal- aði og alræmdi íhaldsmeiri- hluti á Króknum er veikasti meirihluti á landinu; — hangir á 176 hluta úr atkvæði. eftir að ráðuneytið hafði dæmt tvö atkvæði vinstri manna ógild á heldur hæpnum forsendum. Og enn hangir lif bæjarstjómar- meirihlutans í veikum þræði félagsmálaráðuneytisins að við- bættri ærunni! Surtseyjarveggteppi Verksmiðjan Álafoss hlcypir um þessar mundir af stokkun- um nýrri tegund listiðnaðar. Hér er um að ræða forkunnar- fagurt veggteppi, ofið úr is- lenzkri ull. f teppið er ofin mynd af Surtseyjargosinu eftir málverki Ragnars Lárussonar. Það hefur ekki gerzt fyrr hér á Iandi, að málverk listamanns sé þannig ofið i veggteppi, en Álafoss mun hafa hug á að halda áfram á þessari braut. Veggteppið er mjög sérstætt, eins og nærri má geta, með slíkt náttúruundur i sér falið. Það er ofið úr íslenzkri ull í 7 Iitum. Mölur fær ekki grandað þessu nýstárlega teppi, þvi í ullina er blandað Eulan-möl- varnarefni. Ekki er að efa, að margir munu hafa hug á að eignast slíkan grip, sem svo smekk- lega er tengdur hinni sérstæðu náttúru íslands. Teppið er of- ið í gólfteppa-vefstól í Álafoss- verksmiðjunni. HÁSKÖLABfÖ: Myndin í speglinum ** Bretar haía gert margar góðar sakamálamyndir, og margar betri en þessa. Þessi er með daufara móti, sér- staklega vegna þess að í henni er engin gáta. og at- burðarásin lítt spennandi. Eigi að síður er þetta þokkalega gerð mynd, eins og vænta mátti, og hún lýsir vel viðbjóðslegu og óprúttnu atferli hórumagnara í London, og baráttu lögreglunnar við þá. Augic nokkur Cortona (Terence Morgan) er látinn laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað refsingu fyrir vænd- iskvennamiðlun. Hann er for- herðingin uppmáluð, og byrj- ar aftur hórumangið. Hann setur upp Ijósmyndastofu og módel-skóla, því vændisrekst- urinn verður að vera dulbú- inn á Englandi. Scotland Yard laumar lög- reglukvendi í skólann, og yndisþokki hennar verður hinum harðsvíraða og ób;l- gjama glæpamanni að falli. e.þ. AUSTURBÆ J ARBÍ Ö: Morðleikur *** Þessi þýzka sakamála- mynd er ekki ein af þessum krossgátum þar sem enginn má vita hver morðinginn er fyrr en á síðasta augnabliki og hlýtur þá að vera ein- mitt sá sem sízt skyldi. Nei, þessi mynd byrjar að vísu á því að augum morðingjans er fylgt um íbúð myrtrar konu. en eftir stutta stund sjáum við hann sjálfan Spennu er hinsvegar haldið uppi í myndinni með því að í sífellu er spurt af því hvort honum takizt að koma óvæntu vitni fyrir kattamef áður en það er um seinan og fléttast þessi vandkvæði saman við margvíslega per- sónulega árekstra milli fólks sem skemmtir sér að leika morð í leiðinlegu samkvæmi hjá einhverjum nýríkum drjóla. En þótt samkvæmið hafi verið leiðinlegt þá er mynd- in það ekki. Stjórnandinn, Helmuth Ashley, hefur hald- ið vel á spöðunum og kem- ur til skila sviðrænum möguleikum sögunnar af sannri fagmennsku og tekst að skapa trúverðugt and- rúmsloft og mátulega æsilegt. Hann hefur einnig mjög þokkalegum leikendum á að skipa og skulu þeir ekki tald- ir hér. Á undan var sýnd brezk fréttamynd og fjallaði hún að hálfu leyti um drauga- gang í fomlegu húsi einu þar í landi svo að ekki erum við íslendingar alveg einir á skipi með okkar hjartfólgnasta á- hugamál. Það var meira að segia sýnt hvernig miðill kvað draugsa niður með blíð- mælgi og var að þessu bezta skemmtun. Á.B. TÖNABÍÖ: Víðáttan mikla *** Það er að vísu ofsagt, að þessi mynd sé bezta mynd ársins, eins og auglýsingar hafa eftir kvikmyndagagn- rýnendum í Englandi. Hitt er rétt, að hún ber af flest- um úr „villta vestrinu” svo- nefnda. Ber til þess skemmti- legur söguþráður og prýði- legur leikur. Ungur skipstjóri tekur upp á því að heitbinda sig ungri stúlku, sem er dóttir vold- ugs jarðeiganda vestur þar. Þegar hann kemur svo að kvænast stúlkunni lendir hann f miðju stríði tveggja ættarhöfðingja, sjálfur er hann friðsemdarmaður og talinn raggeit fyrir bragðið. Atburðarrásin gerist svo I vel þekktum stíl og skal ekki lengur rakin. Gregory Peck leikur skipperinn prýðisvel, og Jenan Simmons á hér eitt sitt bezta hlutverk til þessa. Burl Yves leikur annan ætt- arhöfðingjann en Charles Heston h nn. Báðir gera þeir hlutverkum sinum ágæt skil, einkum Burl Yves. J.Th.H.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.