Þjóðviljinn - 24.03.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.03.1964, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. marz 1964 HðÐVILJINN SlÐA 3 AAikill mannsöfnuður á Ráðhústorginu Mótmælir leynispjald- skrá dönsku lögreglunnar Þessi spjaldskrá kom nazisfum á spor margra Dana i striSinu KAUPMANNAHÖFN 23/3. Fátt hefur vakið eins mikla ólgu í Danmörku undan- farin ár og spjaldskrármálið svonefnda. Fyrir nokkru komst þjóðin á snoðir um, að lögreglan heldur enn hina illræmdu spjaldskrá yfir stjórnmálaskoðanir manna, sem á stríðsárunum komst í hendur nasistum og kom fjölda manns í fangabúðir. Öldurnar hafa risið svo hátt, að allt bendir til þess að Hækerup dómsmálaráðherra verði vik ið frá störfum af þessum sökum. í gær safnaðist mörg þúsund manns saman á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn til þess að mótmæla þessum spjaldskrám. Það var alkunna, að fyrir heimsstyrjöldina síðari voru haldnar slíkar spjaldskrár yfir danska ríkisborgara, og þegar Þjóðverjar hernámu landið kom- ust allar þessar upplýsingar í hendur nasistum. Þeir fóru mik- ið til eingöngu eftir þeim, þegar farið var að senda Dani í Þýzk- ar fangabúðir, og margir sem voru á svarta listanum ui'ðu ekki langlífir. Sótti um starf á Grænlandi Svo var það fyrir nokkru, að spjaldskrármálið komst aftur á dagskrá. Vísindamaður nokkur, sem hafði starfað á Grænlandi, sótti um stöðu við rannsóknar- stöð á Grænlandi, og var hann eini umsækjandinn. Manninum var neitað um stöðuna, og seinna komst hann að því, að ástæðan væri sú, að hann hefði fengið lé- leg meðmæli frá lögreglunni. Upphófust nú mikil skrif um málið. Alitshnckkir Dómsmálaráðherra Danmerk- ur reyndi lengi vel að gera sem minnst úr þessum orðrómi en varð að lokum að viðurkenna tilvist spjaldskrárinnar. Sagði hann, að tilgangur hennar væri ,,að vaka yfir, koma í veg fyrir og stríða gegn samtökum, sem bera í sér hættu fyrir sjálfstæði landsins og öryggi og hina lög- legu þjóðfélagsskipan,, Hækkerup varð fyrir slíkum álitshnekki vegna þessa máls að jafnvel 1 málgagni stjórnarvaldanna var þess krafizt, að hann yrði látinn víkja úr embætti, eftir að þessu þingtímabili lýkur. Hver og hve margir? Danska spjaldskráin er með sama sniði og sú. sem þýzka leyniþjónustan hafði. Þ.e.a.s. all- ir sem láta í ljós skoðanir and- stæðar stjórninni, eru færðir inn. 1 Danmörku eru það: friðar- sinnar. NATO-andstæðingar, róttækir, sósíalistar, kommúnist- ar, þeir sem taka þátt í páska- gögnunum, þeir sem eru á móti hervæðingu Þýzkalands, and- stæðingar Efnahagsbandaiags Evrópu o.s.frv. Og ekki nóg með það, — heldur eru ættingjar fólks, sem slíkar skoðanir hefur einnig færðir inn. og ef menn eru einu sinni komnir á spjald- skrá hjá lögreglunni komast þeir aldrei þaðan aftur fyrr en þeir hrökkva upp af. Ekkert er vitað um það með vissu, hve margir eru skráðir á þessa spjaldskrá, en talan 400.000 hefur verið nefnd í þessu sambandi. Það mundi tákna um það bil einn tíundi hluti dönsku þjóðarinnar. Mótmælaaðgerðir I gær voru haldnir fundir bæði í Kaupmannahöfn og í Árósum til þess að mótmæla þessari spjaldskrá, sem talin er stríða gegn stjórnarskrá lands- ins. 1 Kaupmannahöfn komu mörg þúsund manns á Raðhús- torgið og var þar samin álykt- un þess efnis, að spjaldskrá lögreglunnar bryti í bága við stjói-narskrána. Þetta viðgangist aðeins í lögregluríkjum. Nýtt frá (nordííIewde) '65 módelið komið Dipiomat NORDMENDE sjónvarpstækin af árgerðinni 1965 eru komin til landsins og munu streyma til landsins næstu mánuði og gera enn fleiri íslenzka sjónvarpsnotendur ánægða. Þessar nýju gerðir eru með ýmsum nýjung- um og ekki vafi að þau munu falla íslenzkum notendum í geð. Úrvalið verður mikið. eða 28 gerðir til að velja úr. — Verð frá kr. 14.000,oo til 25.000,oo kr. Dönsk ELTRA sjónvarpstæki í 5 gerðum eru komin, þau telja Danir 1 sérflokki vegna þess að þau eru stereo, þeim er hægt að loka og þau eru á hjólum. einnig eru þau sum með FM-bylgjunni. Verð kr. 18.000,00 — 23.150,00. Klapparstíg 26. Simi: 19-800. Þyrlur byggja flugvélaskúr Utan við Moskvu er verið að byggja nýjan flugvöll. Það olli nokkrum vandræðum ai koma upp flugvélaskúrunutn, þangað til tekið var að nota þyrlur til þeirra starfa. Landamærasamning- um frestað PHNOMPENH 23/3 — f dag komu ríkisstjórnir Kambodsja og Suður-Víetnam sér saman um að fresta samningaviðræð- um, sem fram áttu að fara varðandi landamæri landanna, vegna atburðarins, sem skeði í vikunni, þegar suður-víetnamskt herlið réðist inn í Kambodsja og flugvél þeirra var skotin niður yfir Kambodsja. Þjóðhöfðingi Kambodsja hef- ur boðið Vesturveldunum viku- frest til þess að kalla saman nýja Genfarráðstefnu, sem hefði það að markmiði að tryggja hlutleysi Kambodsja og óskert landsvæði. Annars gengi Kamb- odsja að samningsborði með Kínverjum og Norður-Víetnam. Fjallagörpum bjargað ZERMATT 23/3 Fjórir fjall- göngumenn lentu í lífsháska miklum í ölpunum en var bjargað í dag upp í þyrlur, sem sendar voru á staðinn, 1 leið- angrinum voru tveir Pólverj- ar, einn Svisslendingur og einn Austur-Þjóðverji. Blökkumannaleiðtogi aðvarar USA Uppreisn stend- ur fyrir dyrum NEW YORK 23/3 — Bandaríski blökkumannaleiðtoginn Malcolm hélt ræðu í gærkvöld í blökkumannahverfinu í New York. Hann hvatti blökkumenn til þess að standa á rétti sínum gagnvart hvítum mönnum og sagði, að ekki kæmi lengur til mála að notast við friðsamlegar aðferðir einar saman. Malcolm blökkumannaleiðtogi talaði { gærkvöld í negrahverf- inu í New York. Harlem. Hátt á annað þúsund manns voru viðstaddir og var máli hans tek- ið með miklum fagnaðarlátum. Hættum að betla Hann sagði, að nú væri þol- inmæði blökkumanna í Banda- ríkjunum senn á þrotum. Frið- samlegar aðgerðir, svo sem ,,sit- -down“ mótmæli og annað væri auðs.iáanlega ekki nógu árang- ursríkar. Blökkumenn væru eng- an veginn skuldbundnir til þess að beita friðsamlegum baráttu- aðferðum við aðra en þá sem létu þá í friði. Alls staðar væru blökkumenn beittir valdi, en þeir vænj alltaf óvopnaðir og Undrín á Saurum Framhald af 1. síðu. fundi hér í bænum síðar. Á sunnudag kom Lára mið- ill blaðskellandi i hlað og lagði þegar til inngöngu. Sá hún f.iöldan allan af útlendingum á bænum og virtist henni Eng- lendingur vera þar í forystu að nafni Jack Yfirvöldin ekki til viðtals Þjóðviljinn reyndi að hafa samband við Jón ísberg, sýslu- mann Húnvetninga á Blönduósi í gærdaa Var neitað á Blöndu- ósi að gefa upplýsingar um hvar sýslumaður væri þá stund- ina. Þá reyndi Þjóðviljinn að hafa samband við Sigurð Björnsson. hreppsstjóra að Örlygs=töðum í Nesjahreppi og var hann að heiman í gærdag Ástæða er til þess að sp.vrja. hvort þessir embættismenn muni rannsaka undrin að Saurum. Hvort þetta sé af mannavöldum. færu friðsamlega. Nú væri mæl- irinn fullur, blökkumenn ætl- uðu ekki að halda áfram að betla réttindi sem fullgild'r borg- arar. ,,Allt bendir til þess, að ár- ið 1964 verði ár sprenginganna" sagði Malcolm að lokum. Skákmótið Framhald af 12. siðu. Freysteini og Gísla. Biðskákir voru svo tefldar á sunnudagskvöld og urðu úrslit þeirra þau að Freysteinn vann bæði Halldór og Gísla en skák þeirra Jónasar og Gísla, sem ó- tefld var úr 1. umferð fór í bið. Staðan eftir 3 umferðir er þá þessi. 1. Freysteinn 3 v., 2.—5. Bragi, Helgi, Hilmar og Trausti 2, 6.7. Bjöm og Þórður l1/?, 8. Magnús 1, 9.—10. Gísli og Jón- as V2 og biðskák sin á milli, 11.—12 Halldór og Jón V2. 4. umferð var tefld í gær- kvöld og 5. umferð verður tefld í kvöld. Útnesjamenn Framhald af 1. síðu. ir maðkar hafi komizt í mysuna. ★ I fyrsta lagi mun Út- varpsfréttin hafa komið öðrum forystumönnum Eddafilm mjög á óvart! 1 annan stað hefur engin á- kvörðun verið tekin um næsta viðfangsefni félags- ins (og verður ekki gert fyrr en á aðalfundi sem haldinn verður eftir páska) og i þriðja lagi eru ekki taldar miklar líkur fyrir því að handrit Þjóðleikhús- stjóra eftir skáldsögu Jóns Thorarensen verði sam- þykkt LJSA lætur af hendi sírhjr*’* herstöðina á Jamaica WASHINGTON 23/3 — Banda- rikin hafa látið af hendi sið- ustu herréttindin sem þeir höfðu á Jamaica-eynni. Allt til þessa hafa Bandaríkin haft ,,réttindi“ til þess að byggja herstöðvar á Jamaica samkvæmt samningi sem þau gerðu við Bretland eftir stríðið. FjöJmennt að iarðar- ^ör Brendan Behan DUBLIN 23/3 — í morgun var írska skáldið Brendan Behan borinn til moldar og fylgdu honum fjölmargir landar til grafar. Talið er að ekki hafi verið minna en tiu þúsund manns við jarðarförina. S daga skólavika.á N orðurlöndunum ? KAUPMANNAHÖFN 2373 Norr- ænum uppeldissérfræðingum hef- ur verið falið að rannsaka kosti og galla 5 daga skólaviku f5T- ir skólaböm á Norðurlöndurn Svíar hafa gefið skýrslu um málið og verður hún aðallega höfð til hliðsjónar. Þar að auki verður rætt um hvernig megi bezt ráðleggja skólabömum þannig að það sé skipulagt af skólunum. J^rðfræðingum bjarg- að úr klónum á Indíánum LIMA 23/3 Bandarískar þyrlur komu f gær til Perú til þess að sækja særða og sjúka leið- angursmenn, sem lentu í bardaga við indíána. Tveir leiðangurs- manna sem báðir voru indján- ar, voru skotnir til bana með eiturðrvum. Ruby dæmdur fyrir morð að óyfirlögðu ••áði! DALLAS 23/3 Einn lögfræðinga Jacks Ruby sagði frá því í gær, að ef réttarhöld yfir Ruby yrðu endui’tekin mundu verjendur hans gera allt sem í þeirra valdi stæði til bess að fá dauðadóm- inn numinn úr gildi. Ef þetta tækist yrði aðeins hægt að dæma Ruby fyrir morð að óyfir- lögðu ráði og við því liggur aðeins nokkuira ára fangelsi f Texas.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.