Þjóðviljinn - 24.03.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.03.1964, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞJÖÐVXUINN Þriðjudagur 24. marz 1964 DJÚPFRYSTUR RÚSSI VAKINN FRÁ DAUÐUM Fyrir nokkrum dögum tókst sovézkum lækn- um að vekja mann nokkurn frá dauðum, sem hafði verið klínískt dauður í marga klukkutíma. Maðurinn fannst stíffrosinn og án lífsmarks, en eftir 12 tíma lífgunartilraunir lifnaði hann við. Dagblaðið Komsomolskaja Pravda sagði frá þesum atburði fyrir nokkrum dögum og vakti hann mikla athygli í Sovét- ríkjunum. Vladimir Kharin er 23 ára -------------------------$> Norðmenn drukku 10 milljónir lítra af hreinu alkóhóli Norska hagstofan hefur gefið út skýrslu um drykkuskap Norðmanna á árinu, sem leið. Drukku þeir alls 10.005.000 lítra af hreinu alkohóli árið 1963, en árið þar áður aðeins 9.585.000 lítra. Áfengisneyzla Norðmanna jókst því um 4,4% frá 1962 til 1963. Meðaláfengisneyzla hvers manns í landinu (15 ára og eldri) var 3.66 lítrar, en aðeins 3,54 lítrar árið 1962. Neyzla brennivíns jókst um 2,5%, neyzla léttra vína um 4,7% og neyzla bjórs um gamall og ekur traktor fyrir ríkisbú rétt hjá Jaroslavskí i Kasakhstan. Kvöld eitt var komið að hcrnum látnum úti á akri og hafði hann frosið í hel. Þegar komið var með hann á sjúkrahús, komust Iæknar að þeirri niðurstöðu að Kharin hafi látizt mörgum klukku- tímum áður en hann fannst. Ef menn hafa verið klínískt dauðir í meira en 5—6 mínút- ur, er vanalega ekki gerð til- raun til þess að lífga þá við, þar sem heilafrumurnar brotna niður eftir þennan tíma. En ef likaminn er djúpfrystur hef- ur tekizt að lengja þennan tíma, og nú er þetta notað í læknavísindum. Lik Kharins hafði ekki þann venjulega náfölva, sem fylgir dauðanum. Þessu tóku lækn- arnir fyrst eftir, og þar sem maðurinn var stíffrosinn á- kváðu þeir að freista þess að lífga hann við. Þetta var gert og eftir 12 tíma tók hjarta hans að slá lítið eitt og skömmu eftir kom andardrátturinn. Kharin opnaði augun og þá var auðséð, að honum hafði verið bjargað úr greipum dauðans. Vladimir Negovski, sem er sérfræðingur á þessu sviði, segir, að lífgunartilraunirnar hafi borið árangur vegna þess, að heilafrumumar frusu svo til samstundis, eftir að mað- urinn dó. Flestum mun kunnugt um leikrit Majakovskis, Veggjalús- in, en það gengur einmitt út á það, að læknavísindum framtíðarinnar tókst að vekja upp frá dauðum mannveru nokkra sem hafði legið djúp- fryst í auðnum Síberíu í margar aldir. Þessi maður þótti einkar einkennilegur og var hann þegar látinn í dýragarð og hafður til sýnis. Nú hefur spá- dómur Majakovskís ræzt, þótt Kharin hafi að vísu ekki leg- ið nema nokkra tíma. Rúss- um þótti því ekki heldur á- stæða til að loka traktorek- ilinn inni í dýragarði og mun hann nú hafa tekið upp fyrri iðju. Opið bréf tíl I(ettvangs æskunnar í Tímanum Hinn 13. marz sl. birti Aust- urland eftirfarandi grein eftir öm Scheving, formann ÆFN, undir fyrirsögninni „Aumleg málsvöm". Laugardaginn 1. marz birt- ist í Vettvangi æskunnar í Tímanum heldur ömurleg málsvöm fyrir háttemi ungra Framsóknarmanna á Héraði og útsendara SUF. Sorglegast við þessi skrif er að höfundur greinarinnar hefur enga þekk- ingu á því, sem hann er að skrifa, enda er útkoman eftir því. Hvað skyldu Héraðsbúar annars segja um þá staðhæf- ingu, að í Félagi ungra Fram- sóknarmanna hafi enginn geng- ið yngri en 15 ára og þeir reyndar ,.örfáir“? Skyldi grein- arhöfundur álíta, að Héraðs- búar sjái alls ekki Tímann? Nei, staðreyndin er, að þeir fóru allt niður í 12 ára aldur og til þess að draga athyglina frá þessu athæfi heldur grein- arhöfundur því blákalt fram, að ÆFN geri slíkt. Hér í Nes- kaupstað, sem og annarsstaðar, þar sem Fylkingardeildir eru starfandi, er unglingum 14 ára og eldri heimilt að gerast fé- lagar. En það get ég sagt ung- um Framsóknarmönnum. að Fylkingardeildir hafa ekki á starfsskrá sinni ölvímusam- komur eins og þá sem ungir Framsóknarmenn smöluðu bömum á að lokinni stofnun félags á Egilsstöðum. Að lokum vil ég benda rit- stjóra Vettvangs á, að fá ein- hvern sem til mála þekkir til að skrifa um hin ýmsu mál eftirleiðis. Ö.S. Ég undirritaður, sem oft var búinn að vera formaður skemmtinefndar í ÆFN á stjómartíma Jóns B. Jónssonar fylgdist það vel með dansleikj- um og skemmtikvöldum hjá ÆFN að þar fór allt fram mjög prúðmannlega, ekkert síður en hjá IOGT. Og í félagið fékk enginn inntöku undir 14 ára aldri. Það eru eflaust fleiri sem geta borið þessu vitni og þvegið hendur formanns ÆFN af slíkum Framsóknaráróðri. Með mestu vinsemd og þökk fvrir birtinguna. Kópavogi 17/3 1964. Gktenar G. Bjartmarsson. 7.4%. Rödd úr fangelsinu Þetta er káputeikning á bæklingi, sem pólitískir fang- ar í einu illræmdasta fangelsi Grikklands skrifuðu, prentuðu og myndskreyttu. Þetta fang- elsi heitir Trikala, var byggt á miðöldum og hefur lítið breytt um aðferðir síðan. 1 bæklingnum er skýrt frá því, að enn sitji í fangelsi þessu 130 grískir lýðræðis- sinnar og þeir hafi nú setið inni samanlagt í 1830 ár. 15 þeirra eru bæklaðir frá því í heimsstyrjöldinni síðari. Eftir að afturhalasstjórn Karamanlis beið ósigur í kosningunum í vetur og Pap- andreou tók við völdum gerð- ust kröfur íbúanna um að pólitískum föngum væri sleppt úr haldi æ háværari. Það var sameinaði lýðræðis- flokkurinn, EDA, sem þar fór í broddi fylkingar. En Papan- dreou gaf aðeins loðin og ó- skýr svör. Hlið fangelsanna og fangabúðanna voru aðeins opnuð í hálfa gátt og aðeins fáeinum hleypt út. Nú hefur Papandreou dreg- ið sig í hlé, af því að hann fékk meirihluta á þingi með aðstoð EDA. Hann vill ekki þurfa að styðjast við EDA og vera upp á flokkinn kominn á neinn hátt. Bráðabirgðastjórn- in sem nú situr lætur af störfum að loknum kosning- um, sem fara fram eftir þingslit. HARRIS-TWEED JAKKAR KOMNIR AFTUR í NÝJUM LITUM. ÞEIR BEZW SEM FÁST ANDERSEN & ’MI NAB9II 1NII0 MtOCUllPN 11" flSÍtmil. TltDI' HANUWOVEN -HaViúTweíd -í' l.í ■-> ’ sv l ,y->’>>>> ^ WITH, J íltUlM.OHI ••'íi.n 6« Itil «0t«D C ÚU'T •» •* 1« *.‘t* •- HARRIS tMtO ... . , ,; J ' -t. '■ - f m TRADF MARK APPíARS Ví •• tf * FACSIMILE OF THE TRAOF MARK APPEARS 0N THE CLOTM MADF f H0M I00jc PURF W00L LAUTH h.f. / fit/saA/Mm/ GíÆS/lEGT ÚWAl UEZ?Ð U/Ð MM U4F/

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.