Þjóðviljinn - 05.04.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.04.1964, Blaðsíða 1
Kjaradómsfundurinn annað kvöld B.S.R.B. efnir til almenns fundar annað kvöld í Austur- bæjarbíó og hefst fundurinn ld. 9. Á þessum fundi verða skýrð sjónarmið og viðhorf B.S.R.B. varðandi dómsúr- skurð Kjaradóms síðastliðinn þriðjudag. — Ræður flytja: Kristján Thorlacius, Guðjón B. Baldvinsson, Haraldur Steinþórsson og Magnús Egg- crtsson. Auk þess flytja flestir for- menn félaga ríkisstarfsmanna stutt ávörp. Fundarstjóri verður Flosi Hrafn Sigurðs- son. — Sjá ennfremur aug- lýsingu á 5. síðu. Deilur kommúnistaflokka Kína oq Sovétríkjanna lengur geta aigerum vinsiitum á milli flokkanna MOSKVU, BÚDAPEST og RÓM 4/4 — Deilur kommúnistaflokka Kína og Sovétríkjanna hafa enn magnazt svo mjög að ekki er nú annað sýnna en að alger vinslit verði milli þeirra. Orðbragð Kínverja í síðustu árásum þeirra á forystu sovézka flokksins var slíkt að augljóst er, að þeim eru engar sættir í hug. Þeim ásökunum hefur nú verið svarað með svo ein- dregnum hætti af sovézkum leiðtogum, að sýnt er að þeir telja ekki leng- ur að nein von sé til samkomulags. „Pravda“ birti í dag enn eina rit- stjórnargrein þar sem Kínverjum er svarað og Krústjoff forsætisráð- herra sagði í ræðu í Búdapest í gærkvöld að afstaða Kínverja væri „alvar- leg ógnun við alla framtíð sósíalismans“. „Pravda" segir að kínversku leiðtogarnir fari ekki lengur í rseinn launkofa með að fyrir þeim vaki að sundra allri hinni kommúnistísku hreyfingu. Af- staða þeirra mótist í senn af „stórveldishroka" og „smáborg- aralegri glæframennsku“. Krústjoff sagði í ræðu sinni f gærkvöld að allir kommún- istaflokkar yrðu að snúa bökum saman til að verjast sundrung- arherferð Kínverja, sem einskis svifust til að kljúfa alþjóða- hreyfingu kommúnismans. Brottreksturinn f ræðu Súsloffs, ritara sov- ézka flokksins, sem ,,Pravda“ birti í gær var frá því skýrt að þremur fyrrverandi forystu- mönnum hans, þeim Malénkoff, Molotoff og Kaganovitsj, hefði verið vikið úr flokknum. á að flokkurinn standi einhuga að baki forystu sinni í deilunum við Kínverja og segir að á Framhald á 12. síðu. TO is iw' mrassssw ffl mmm : | 0SWRL0 1NN0CENT? a LAWYER S BRIEF j .' fNATÍONAL 1 ú ám* MEm i CL UARDIAN1 (fgi* IBPH Skýrslan um morðið á Kennedy forseta sem Þjóðviljinn hefur birt undanfarið hefur vakið geysilega athygli, og hefur blaðið oft selzt upp, þegar kaflar úr henni hafa verið í því. Skýrslan hefur birzt víða um heim og hvarvetna vakið sömu athygli, en myndin sýnir nokkur þeirra blaða sem talið hafa sér skylt að scgja sannleikann um morðið á Kennedy. Birtingu á skýrslunni er haldið áfram á 6. siðu blaðsins í dag. Spurningar til verklýðsleiðtoga Alþýðublaðsins Hvernig á að stöðva verðkó’guna? Klukkunni flýtt í nótt ☆ Síðastliðna nótt var klukk- ☆ unni flýtt um eina klukku- ☆ stund. — Þegar klukkan var ☆ eitt í nótt var hún færð ☆ til klukkan tvö. Þaö þykir athyglisvert aö þetta skuli gerast einmitt nú, tæpum fimm árum eftir að þeir misstu öll völd í flokknum. Tal- ið er líklegt að brottvikning þeirra eigi að sýna öllum þeim félögum i sovézka flokknum sem kunna að styðja sjónarmið Kín- verja, að þeim muni ekki látið haldast það uppi. „Pravda“ leggur í dag áherzlu Fyrstu tvo mánuði þessa árs| hækkaði hin opinbera vísitala1 framfærslukostnaðar um hvorki | meira né minna en 12 STIG,! og nú er svo komið að búið mun ] að ræna aftur um þa2 bil tveim-1 ur þriðju af kauphækkun þeirri sem samið var um í desember. Þessar verðhækkanir hafa verið framkvæmdar VÍSVITANDI af stjórnarvöldunum: söluskattur- inn var hækkaður, landbúnaðar- vörur voru hækkaðar, álagning var hækkuð og verðlagseftirlit i raunar afnumið á enn fleiri sviðum en áður (þvert ofan í Ioforð Alþýðuflokksins). Og er þá fátt eitt talið. Ríkisstjórnin hefði getað kom- ið í veg fyrir allar þessar verð- ; r f STJÖRNUBÍÓI □ Það er í dag, kl. 1.50 (ííu mínútur í tvö) að hinn almenni fundur, sem Samtök hernámsandstæðinga boða til í Stjörnubíói, hefst. Öllum er heimill aðgangur. □ Það er einkum unga fólkið í samtök- unum sem að þessum fundi standa og koma fram 13 ungir menn og konur sem flytja ávörp og lesa úr verkum íslenzkra skálda. ■ Kjörorð fundarins er: HLUTLEYSI ÍSLANDS EFTIR FIMM ÁR! Haft er í huga að nú eru fimmtán ár frá því Atlanzhafsbandalagið var stofnað, og rennur samningur- inn um bandalagið út eftir fimm ár. Fleiri mál mun einn- ig bera á góma, svo sem sjónvarpsmálið, Hvalfjarðar- málið og önnur vandamál i sambandi við hernámið. ■ Fjölmennið á fundinn í Stjörnubíói í dag! hækkanir, ef hún hefði haft I nakkurn áhuga á að stöðva verð- bólguna, og til þess hefði hún haft fullan stuðning launþega-1 samtakanna. En í staðinn hefur j hún notað verðbólguna til þess að ræna aftur þeim kauphækk-j unum sem hún sjálf beitti sér fyrir að samið yrði um í des- ember. Þessi koma fram á fundin- um: Nú hafa stjórnarvöldin í hót- unum um að koma í veg fyrir að launþegar fái nokkrar bætur fyrir óðaverðbólguna. Ætlunin mun að þær hótanir komi til framkvæmda um leið og verð- bólgan er búin að stela aftur hverjum eyri af kauphækkun- unum i desember. Það á þann- ig í verki að framkvæma kaup- bindingarlög þau sem hrundið var snemma í nóvember í fyrra. Og nú er manni spurn: Hver er afstaða verklýðsleiðtoga Al- þýðuflokksins til þessara hót- ana? Bríct Héðinsdóttir, leikkona. Gunnar Rafn, stud. philol. Haraldur Henrysson, stud jur. Hugrún Gunnarsdóttir, leik- kona. Jón Baldvin Hannibalsson, hagfræðingur. Júníus Kristinsson, nemi. Kristinn Jóhannesson, stud. mag. Kristín Anna Þórarinsdóttir, leikkona. María Kristjánsdóttir, nemi. Ragnar Arnalds, alþingis- maður. Rögnvaldur Hannesson, stud. jur. Svavar Gestsson, nemi. Þorsteinn frá Hamri, skáld. Ragnar I ti * í k I I k * I I I I i ★ Verklýðsfélög þau sem Al- þýðuflokkurinn stjómar snerust gegn kaupbindingarlögunum í fyrra og áttu góðan þátt í þvi að þeim var hrundið. ★ Verklýðsfélög þau sem Al- þýðuflokkurinn stjórnar tóku upp nána samvinnu við önnur félög um kjarabaráttu og kröf- ur í desember. ★ Verklýðsfélög þau sem Al- þýðuflokkurinn stjórnar stóðu með öðrum félögum allt til loka i desemberverkfallinu og töldu þau 15% sem samið var um al- gert lágmark. Er þessi afstaða verklýðsleið- toga Alþýðuflokksins ekki 6- breytt? Þarf ekki vcrklýðshreyf- ingin að leggja áhcrzlu á að halda óskertum þeim kjörum sem um var samiá í desember? Er hægt að stöðva verðbólguna án samninga og samvinnu við launþegasamtökin — að eins með valdboði á kostnað laun- þega einhliða einsog nú er hót- að í stjórnarblöðunum? Sunnudagtir kemur ekki út um þessa helgi af óvið- ráöanlegum ástæöum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.