Þjóðviljinn - 05.04.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 05.04.1964, Blaðsíða 12
Sæluvika SkagfirBinga Hesturinn var lengi þarfasti þjónninn og skipar sérstakan sess í hugum Skaglirðinga, og þótt tæknin hafi breytt samgöngu- málunum, má ennþá sjá fólk koma á sæluvukuna á hestum, og að sjálfsögðu er vasapeli með í förinni. Hér á myndinni sjáum við Þarvald Þorvaldsson, kaupmann á gæðingi sínum Faxa. (Ljósmynd Stefán Pedersen). Alþýðuhúsið e» annar af tveim dansstöðum Sæluvikugesta og verða þar einnig seldar veitingar að deginum til. Hér má sjá breytingar á innréttingu hússins. (Ljósm. Stefán Pedersen). um og Karlakór Bólstaðar- hlíðarhrepps sýnir leikritið Ævintýri á gönguför. Á föstudag syngur Karla- kórinn Heimir, kórinn hefur æft af krafti í vetur cg mun s.ialdan hafa verið betri. Sauðárkróksbíó sýnir úr- vals kvikmyndir á hverjum degi, en b''óið hefur fengið nýjar sýningarvélar fyrir breðtjald. Gömlu vélamar voru orðnar nokkuð úreltar og gekk illa að fá góðar myndir til sýningar. Dansleikir verða öll kvöld nema miðvikudagskvöld, verður dansað í tveimur hús- um Bifröst og Alþýðuhúsinu. Hinn vinsæli salur í Bifröst verður opinn. en bar eru Skagfirðingar og aðrir Sælu- v kugestir vanir að taka lagið kröftuglega. Miklar endurbætur hafa farið fram f Félagsheimilinu Bifröst að undanfömu. Hús- ið hefur allt verið málað að innan, leiksvið endurbætt, lýsingu breytt, ný teppi hafa verið sett á forstofu og stiga. Ný hljómsveitarstúka hefur verið sett upp ásamt full- komnu hátalarakerfi í allt húeið. Súlur í húsinu hafa verið klæddar harðviði og senuopið hefur verið endur- smíðað. Er húsið nú hið vist- legasta. Mikil veðurblíða hefur ver- ið undanfarið og allir vegir færir eins og um sumardag væri. Nú stendur til að moka S:glufjarðarskarð, og má því búast við miklu fjölmenni á Sæluvikuna og jafnvel meiru en áður hefur verið. Ferða- skrifstofan Lönd og leiðir á Akureyri skipuleggur hóp- ferðir á vikuna og vitað er að fjöldi fólks kemur 1 smá- bílum allt frá Reykjavfk til Þingeyjarsýslna. Fólki skal þó bent á, að heppilegast er að koma fyrri hluta vikunnar. því búast má við miklum þrengslum sein- ustu dagana. sérstaklega á laugardaginn. Sæluvika Skagfirðinga hefst sunnudaginn 5. april n.k. Að vanda verða þar margskonar skemmtanir og reynt að hafa eitthvað fyrir alla. Leikfélag Sauðárkróks sýnir gaman- Cr Fjalla Eyvlndl. leikinn „Fædd í gær“ eftir Carson Kanin. Leikstjóri er Kári Jónsson, en aðalhlut- verk í höndum Helgu Hann- esdóttur, Hauks Þorsteinsson- ar og Kristjáns Skarphéðins- sonar Leiktjöld hefur Jónas Þór Pálsson gert af mikilli smekkvísi. Frumsýning verð- ur sunnudaginn 5. apríl, síð- an verður leikritið sýnt á hverju kvöldi alla vikuna nema mánudag, en þá er bamasýning kl. 15 um dag- inn. Mánudagurinn verður eingöngu helgaður yngri kyn- slóðinni enda hefur svo ver- ið undanfamar Sæluvikur. Þá sýnir Sauðárkróksbíó kvikm.vndir við barna hæfi, Ungmennafélagið Tindastóll sýnir kabarett, Leikfélagið barnasýningu eins og áður var getið. og að lokum verð- ur svo bamadansleikur um kvöldið. Ungmennafélagið Tindastóll sýnir fjölbreyttan kabarett, er þar úrval af alls konar skemmtiefni Karlakóramir Feykir og Karlakór Bólstaðarhliðar- hrepps skemmta á þriðjudag. Verður samsöngur hjá kórun- Deilur kommúnista Texaskór syngur í Reykjavík í dag ■ í gær kom hingað til lands fjörutíu manna bland- aður kór frá ríkisháskólanum í Norður-Texas. Kórinn hef- ur verið á söngferðalagi um Evrópu að undanförnu og kemur hingað frá Finnlandi og Svíþjóð. Fyrsta söng- skemmtun kórsins hér á landi verður í Háskólabíói klukk- an fimm í dag. Framhald af l. síðu. fundum í flokksdeildum um öll Sovétríkin hafi emhugur flokks- ins komið greinilega í ljós. All- ir helztu forystumenn flokksins hafi talað á þessum fundum og eru nefndir Brésnéff forseti, Mikojan, Kosygin, Podgorní og margir aðrir. Allir lýstu þeir fullu samþykki sínu við stefnu Krústjoffs. Alþjóðaþing? Aðrir kommúnistaflokkar hafa einnig síðustu daga lýst fylgi sínu við forystu sovézka flokks- ins í deilunum við Kínverja. Á miðvikudaginn birti þannig „lTJnitá", aðalmálgagn ítalskra kommúnista, forystugrein, þar sem Kínverjar eru víttir harð- lega bæði fyrir stefnu sína en þó ekki sízt fyrir það orðbragð sem þeir hafa notað í árásum sínum á sovézka flokkinn, en þeir hafa kallað Sovétríkin „afturhalds- veldi“ sem tæki þátt í „samsæri heimsvaldasinna". I forystugreininni er varað við þvi að beita Kínverja sömu tök- um og þeim þykir sæma að beita aðra og þá sérstaklega við þeirri hættu sem af því stafaði að reynt yrði að setja þá utan- garðs i hinni alþjóðlegu verk- lýðshreyfingu. Itrekuð er sú skoðun miðstjómar ítalska flokksins sem birt var fyrir nokkrum mánuðum að tilgangs- laust sé að kalla saman ráð- stefnu allra kommúnistaflokka eins og nú stendur, en Súsloff hafði lagt það til í ræðu sinni. Þessi háskólakór er stofnaður árið 1938 en núverandi stjóm- andi hans, Frank McKinley, hefur stjómað honum síðustu sextán ár. Hefur honum tekizt að afla kómum töluverðrar frægðar heima fyrir og má geta þess, að söngför sína til Evrópu fer kórinn á vegum bandarískra stjómarvalda og er það einn lið- ur í menningarkynnaáætlun Bandaríkjastjómar (Cultural Presentation Program). Frestun fyrírlesturs Af óviðráðanlegum ástæð- um getur ekki orðið úr fyr- irlestri Árna Bergmanns sem halda átti í dag og auglýstur var í blaðinu í gær. Auk tónleikanna í Háskólabíói í dag klukkan fimm mun kórinn syngja á Isa- firði 7. apríl, 8. apríl á Akureyri og 10. apríl á Akranesi. Á söng- skrá er kirkjutónlist. sígild verk, söngvar úr bandarískum söngleikjum og þjóðlög. Helztu tónskáld sem kórinn kynnir eru: Charles Ives, William Billings, Copland, Samuel Barber, Nor- man Dello Joio, Meridith Wil- son, Bemstein og Richard Rog- ers. Finnskur gagnrýnandi segir um söng kórsins: „Söngur kórsins er frábær, Ómar sópran- raddanna voru fullkomnir, iafn- vel á ótrúlega háum tónum. Bassaraddimar voru þrungnar ríkri, sterkri fyllingu, án þess að yfirgnæfa. Tónamir voru hreinir og skýrir, jafnvel í mörgum nútíma amerískum tón- verkum með erfiðum samhljóm- um.“ Óseldir miðar að söngskemmt- un kórs'ns í dag verða seldir við innganginn í Háskólabíói. Krístinn tulur um DuvíBskáld Það er í dag klukkan fjögur, sem Kristinn E. Andrésson flytur er- indi um Davíð Stefánsson skáld í hátíðarsal Háskólans. Bókmennta- nefnd háskólastúdenta gengst fyrir þessari kynningu og auk erind- is Kristins verður samlestur úr verkum skáldsins, en flytjendur ásamt stúdentunum verða leikaramir Helga Bachmann og Baldvin Halldórsson. öllum er heimill aðgangur að samkomunni. Saltfiskur hækkar um 36% Saltfiskur hækkaði hvorki um meira né minna en 36% í fyrra- dag og kostaði kílóið áður kr. 12.50 og kostar nú kr. 17.00. Þá hækk- ar kaffið ennþá og er nú orðin mánaðarviss hækkun á því og hækkar það nú um 19,8%. Áður kostaði kaffikílóið, brennt og mal- að kr. 64.80 og kostar nú kr. 77.60. Kaffipakkinn (% kg.) kostaði áður kr. 16.20 og kostar nú kr. 19.40. Nýtt fyrirtæki í Mývatnssveit Garði 3/4 — Hér í Mývatns- sveit hefur verið starfrækt £ vet- ur steihsteypuverksmiðja undir nafninu Léttsteypan h.f. og hef- ur skapað nokkrum mönnum hér í sveitinni atvinnu, sem annars hafa farið suður á vertíð und- anfarin ár. Verksmiðjan er til húsa í hinni fyrrverandi brenni- steinsverksmiðju i Bjamarflagi og hefur verið leidd þangað gufa frá annarri nýju borholunni í Bjamarflagi og er steinninn þurrkaður og hertur við gufuna og þykir hentug aðferð. Þama eru framleiddar sléttar hellur til þess að hlaða í skilveggi og inn- an í hús og einnig holsteinn í utanhúsveggi. Steypt er úr léttri gjallmöl, en miklar námur af þessari möl er vestan undir Námafjalli. Á verkstæðinu hafa unnið átta menn að jafnaði og einnig skapazt vinna við akstur á steininum til Akureyrar og sementi til Verksmiðjunnar. Framkvæmdastjóri er Snæbjöm Pétursson í Reynihlíð og verk- stjóri er Bóas Gunnarsson að Stuðlum í Vogum. Binda menn miklar vonir við þetta fyrir- tæki. — Starri. Hæpið fyrir norðlenzka veðráttu? Raufarhöfn 4/4 — Frammi í þorpinu eru nú tuttugu íbúð- arhús í smíðum og eru margir spenntir fyrir svokölluðum gufu- hertum hraunsteini, sem fram- leiddur hefur verið i vetur í Mývatnssveit til húsbygginga. Steinninn er meðfærilcgur og léttur og geta húseigendur sjálf- ir hlaðið upp veggi húsanna og hafa menn unnið að þessu í vet- ur mcðan stund er milli stríða í þessum síldarbæ. Þessir húseigendur eru þó orðnir órólegir, og hefur flogið fyrir, að Húsnæðismálastjóm muni ekki veita lán á fokheld hús úr þessu byggingarefni og ber Húsnæðismálastjórn fyrir sig ummæli norðlenzks húsa- smiðs, sem telur hæpið að byggja úr þessum hraunsteini og það henti ckki norðlenzki veðr- áttu. Hér fyrir sunnan veitir þó Húsnæðismálastjóm Ián á hús byggð úr hraunsteini, en stein- inum er sprunguhættara fyrir norðan vegna meiri mismunar á hitastigi í veðráttu. Halldór Halldórsson, arkitekt hjá Hús- næðismálastjórn telur rétt, að hraunsteypan í Mývatnssveit láti fara fram athugun á þoli þessa byggingarefnis í samræmi við norðlenzka veðráttu. Annars hefur aðeins eitt bygg- ingarefni veriö á bannlista Hús- næðismálastjórnar fram að þessu en það er asbestklæðning á hús- um. — L.G. Blómstrandi kaupfélagsstjóraætt Vopnafiröi 4/4 — Hér hefur verið ráðinn kaupfélagsstjóri að Kaupfélagi Vopnfirðinga og heit- ir hann Halldór Halldórsson og er sonur fyrrverandi kaupfé- lagsstjóra hér, Halldórs Ásgríms- sonar, alþingismanns og banka- stjóra. Sá sem hefur gegnt þessu starfi hér heitir Guðjón Ólafs- son og hefur hann verið ráðinn kaupfélagsstjóri á Akranesi. Með honum fer þangað Antoníus Jónsson, sem verið hefur áhrifa- maður í verkalýðsmálum í Vopnafirði. Þá má geta þess. að nýi kaupfélagsstjórinn er bróð- ir Ásgríms Halldórssonar, kaup- félagsstjóra í Höfn í Homafirði og er hér í uppsiglingu kaupfé- lagsstjóraætt. — G.V. Skákmeistari Húsavíkur Húsavík 3/4 — Skákþing Húsa- víkur hófst í öndverðum febrú- ar og er nú lokið eftir miklar bollaleggingar keppenda. Teflt var í þrem flokkum. Meistarar og fyrsti flokkur vom samein- aðir og byrjuðu þar tíu kepp- endur og tveir urðu að hætta vegna brottfarar úr bænum. Sigurvecari varð Hjálmar Theo- dórsson með níu vinninga. Ann- ar varð Jón A. Jónsson með átta vinninga, og i briðja til fimmta sæti urðu Hilmir Jó- hannesson, Haukur Logason og Krist.ián E. lónasson mcð fimm vinninga og tefldu þcir um briðju verðlaun og sigraði Hilm- ir. I öðrum flokki, 14 til 16 ára sigraði Hafliði Þórsson með fimm vinninga. Annar varð Brynjar Sigtryggsson mcð þrjá vinninga og þriðji Tryggvi Jó- hannesson með þrjá vinniinga. I þriðja flokki, 13 ára og yngri varð sigurvegari Sigurgcir Jóns- son með sjö vinninga. Annar Páll Þorgeirsson með fimm vinninga og þriðji Riörn Dúa- son með fjóra og hálfan vinn- ing. Mótinu var slitið annan páska- dag með kaffisamsæti að Hótel Husavík að viðstaddri bæjar- stiórn. Hófinu stýrði Hiálmar Theodórsson. formaður félagsins, en með honum í stiórn eru Jón A. Jónsson og Hilmir Jóhann- esson. — K.E.J. Nýr læknisbústaður Vopnafirði 4/4 — Nú er að verða fullbyggður vandaður og glæsilegur læknisbústaður i Vopnafiarðarkauptúni og þarf bví enginn læknir að fælast að- búnaðinn hér. Auk þessa lækn- isbústaðar er lfka sjúkraskýli með röntgentækjum. sem kven- félagið í kauptúninu sýndi þann stórbuc nð geta skvlinu fvrir nokkru. Þá er apótekið vel búið lækningatækjum og ævintýra- legar tekjur fylgja læknisem- bættinu hér á sumrum. Friðrik Sveinsson. héraðslækn- ir á Þórshöfn hefur veitt hina ágætustu læknisþjónustu í vetur, en langan veg þarf hann að sækja. — G.V. Guðsorðið þótti Húsavík 3/4 — Páskadagur rann hér upp bjartur og fagur og hófst hjá mörgum með messu í Húsavíkurkirkju klukk- an átta um morguninn og þótti , sumum guðsorðið fullsnemma á ferðinni. Kirkjan var troðful] og þótti þetta tíöindum sæta. Lúöra- sveit Húsavíkur lék seinna um snemma á ferð morguninn fyrir framan barna- skólann og hlýddu margir borps- búar á hana leika létt lög í sól- skini og sunnan þey. Lúðrasveit- in er ungur félagsskanur hér á i Húsavík og standa mi fyrir dyr- um fyrstu tónleikar hennar. Stjómandi sveitarinnar heitir Reynir Jónassrn. áður í Hljóm- sveit Svavars Gests.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.