Þjóðviljinn - 05.04.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.04.1964, Blaðsíða 5
Sunnudagur 5. ypríl 1964 ÞlðÐVILIINN Xékkar nefna friáisar íþróttir „drottningu íljróttanna”, og hin s tóra fyrirmynd œskunnar í þeirri grein er Emil Zatopck, sem vann þrenn gullverðlaun á olympíuleikunum í Helsinki 1952. U m 50.000 manns iðka frjáisar íþróttir í landinu, auk barna og unglinga, undir handlciðslu um 2000 þjálfara. Myndin sýnir pil ta á unglingsaldr/ spretia úr spori í víðavangshlaupi, sem er mjög útbreidd og vinsæl keppnis grein í Tékkóslóvakíu. ÁHRIFAMIKIL OG FJÁR- STERK ÍÞRÓTTAHREYFING meira en 100 ára rejmslu í íþróttastarfsemi, og hér hafa íþróttir átt mikil ítök í al- menningi i fjölda ára. Hve mikið ié? — Stjórn ríkisins hefur mikinn áhuga fyrir því, að hér sé starfandi b’ómlegt í- þróttalif, og hefur með bygg- ingu mannvirkja lagt grund- völl að því að svo geti verið. Henni er Ijóst að það verður að vera markmið okkar að efla heilbrigði fólksins, og veita því aðstöðu til að styrkja líkama sinn. Siðan breytingin var gerð 1956 verðum við þó að sjá um fjárhag okkar sjálf, og það gengur ágætlega. Hvaðan kemur þetta fé, sem þið fáið til ráðstöfunar? — Vegna hins almenna á- huga í landinu fyrir íþróttum gengur okkur yfirleitt vel að safna fé til starfseminnar. Þet±a kemur víða að og það safnast þegar saman kemur. Ég hef lengi haft það á tilfinningunni að í Tékkóslóvakíu hafi lengi verið mikill áhugi fyrir íþróftum. Ég las fyrir nokkru, einhversstaðar í frásögn af tékkneskum íþróttum, að allt frá því að Olympíuleikarnir voru haldnir í París 1900 og 'fram að leikunum í Róm 1960 hafi íþrótta- menn frá Tékkóslóvakíu komið með heim frá þátttöku sinni í leikunum: 24 gullverðlaun, 29 silfurverðlaun og 25 bronsverðlaun. Þetta talar skýru máli um þann árangur sem þeir hafa náð í sjálfum Olympíuleikunum. koma hjá samtökunum og varða hinar ýmsu greinar. Sérsamböndin eru 36, og að þeim standa um 7900 íþrótta- félög stór og smá, með 1.670,188 félagsmenn. Um nokkurt árabil var sá háttur hafður á þessu að rík- ið ákvað hvaða menn ættu sæti í sambandsstjórninni, en 1956 varð breyting á þessu. Þá varð íþróttastarfsemin hluti af einni stjórnardeild- inni, og var þá nokkurskonar íþróttanefnd, en við teljum að núverandi skipulag sé betra fyrirkomulag. Við hér í Tékkóslóvakiu höfum líka Eftir síðasta strið óx áhug- inn til mikilla muna með breyttu skipulagi um fyrir- komulag íþróttanna í landinu. Á árunum 1945 til 1960 eign- uðust Tékkar 62 heimsmeist- aratitla, og 35 Evrópumeist- aratitla. 1 för minni austur þangað um daginn hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að reyna að skyggnast svolítið inn i þetta mál, ef hægt væri. Satt að segja hafði ég ekki verið þar lengi þegar ég sannfærð- ist um það að í þessu landi væri mikill og almennur í- þróttaáhugi. Varð ég þess ekki sízt var í sambandi við heimsóknir í íþróttamann- virki, tii íþróltafélaga, bæði af stærri gerSinni, sem við mundum kaiia stórfyrirtæki, og eins til smáfélaga, en mikið er af slíkum félögum víðsvegar um Prag og alla Tékkóslóvakíu. Verður síðar vikið að þeim heimsóknum, sem varna nokkuð skýru ljósi yfir- ástæðuna fyrir þessum ái’angri sem þessi þjóð hefur náð í íþróttum, en i Tékkó- slóvakíu eru aðeins um 13— 14 miljónir íbúa. Frjálst framtak Eg ætla að byr.ja á því að segia frá heimsókn minni i höfuðstöðvar Tékkneska í- þróttasambandsíns (CSTV). sem hefur aðsetur sitt í Prag. Þar kom ýmisiegt fram sem kom mér á óvart og margt sem er athyglisvert fyrir alla þá sem vinna að íþróttamélum. og hafa trú á því að ibróttir séu þýðingar- mikill þáttur í uppeldi fólks- ins, bæði líkamlega og eins andlega. Tveir menn, sem báðir hétu Karel veittu mér viðtöku, og leystu úr spurningum mínum, mjög greiðlega, en þeir eru í framkvæmdastjórninni. Pyrsta spurningin var á þessa leið: Hverjir skipa stjórn þessara samtaka? — Stjórn íþróttasamtak- anna er ekki skipuð eða til- nefnd af neinum opinberum aðila, hún er kosin af árs- þingum sérgreinanna sem haldin eru annað hvert ár. Hér kemur svo allt saman í samvirkum toppi sem ræð- ur sér síðan 5 manna fram- kvæmdastjórn, sem sér um hin daglegu störf, sem fyrir Tékkneskar fimlclkastúlkur. F élagsskír teini Kanel Lansky, en hann var annar þeirra sem við mig talaði, dregur upp úr vasa sinum félagsskírteini, fær mér, og segir: Hver starfandi íþróttamaður, og hver sá sem er skráður og löglegur félagi í íþróttaféSagi verður að bera svona skírteini á sér. Inn í það er færit þegar hann greið- ir árstillng sitt, er hann get- ur gert í fernu lagi og er samtals 24 tékkneskar krón- ur (ca. 150 ísl. krónur). Því er fylgt fast eftir að þessar grunntekjur íþróttahreyfing- arinnar komi félaginu til góða. Eins og þú sérð, er þetta meira en innfærslukort fyrir ársgjaldið. Það verður að vera mynd af viðkomandi félagsmanni, alveg eins og um ökuskírteini væri að ræða. Þar er gert ráð fyrir innfærslu á því ef maður skiptir um félag, og er þar sett dagsetning hvenær hann er löglegur fyrir hið nýja fé- lag sitt, og þá frá því gengið að hann sé löglega genginn úr fjnra félaginu. Þar er og dálkur, sem í- þróttalæknirinn fyllir út, en allir íþróttamenn, sem starf- andi eru í keppni, verða að gangast undir læknisskoðun með vissu millibili og skal það fært inn í skírteinið. Er það svo dómarans, sem dæma á leik eða keppni, að líta á skírteinið og getur hann vís- að mönnum frá keppni ef ekki er allt í lagi. Árgjaldið er það sama hjá öllum félögum, þó eru heim- ilar aukagreiðslur fyrir menn sem stunda „dýrar“ greinar eins og t.d. tennis. Húsmæð- ur og börn greiða lægri gjöld. Tekjur af blaðaútgáfu Að sjálfsögðu fara ár- gjöldin beint til félaganna, nema hvað örlítill hluti þeirra fer í slysasjóð íþróttamanna (1 kr.), sem er sameiginleg- ur sjóður til að hjálpa þeim sem slasast í sambandi við íþróttir. Við gefum út íþróttablöð, sem gefa okkur góðar tekjur árlega. Er þar fyrst um að ræða blöð sem gefin eru út í Prag og Bratislava, og koma út annan hvern dag, og svo vikublöð á sömu stöðum. Speglar það nokkuð hinn al- menna áhuga, að þau seljast upp hverju sinni og eru þó gefin út í 140 þúsundum ein- taka í Prag og nokkru minna í Bratislava. Gætum við gef- ið mikið meira út en við fá- um ekki meiri pappír til út- gáfunnar. Af þessari útgáfu fáum við um 2 miljónir tékkneskra króna. (um 6 milj. ísl. kr.) í hagnað. Auk þessa gefum við út mikið af íþróttabókum sem eru mikið keyptar, og höfum við miklar tekjur af því einnig. Meðal bóka þessara eru fræðslu- bækur um íþróttir, og eru þær mikið lesnar og keyptar. — Ekki er þetta nóg fyrir rekstri sambandsins, eða hvað? — Nei, langt frá því, við verðum að afla mikið meiri tekna. Við tökum á leigu hvíldarheimili sem félögin hafa reist víða nm landið, og leigjum þau íþróttafólki þann tíma sem fagfélögin nota þau ekki, og þótt við séum vægir Framhald á 9. síðu. BANDALAG STARFS MANNA RÍKIS OG BÆJA, boðar til almenns fundlar í Austurbæjar- bíó mánudaginn 6. apríl klukkan 9 e.h. um DémsúrskurS kjaradóms RÆÐUR FLYTJA: STUTT ÁVÖRP FLYTJA: Kristján Thorlacius, íorm. B.S.R.B. Anna Loftsdóttir, form. Hjúkrunarfélags íslands. Guðjón B. Baldvinsson, ritari Kjararáðs Eiríkur Guðnason, form. Tollvarðafélags íslands. Friðbj. Benónýsson, form. Landss. framhaldsskólakennara. Haraldur Steinþórsson, 2. varaformaður B.S.R.B. Guðni Ólafsson, form. Fél. flugmálastarfsmanna. Gunnar Norland, form. Félags menntaskólakennara. Magnús Eggertsson, ritari B.S.R.B. Séra Jakob Jónsson, form. Prestafélags fslands. Sigurður Sigurðsson, form. Starfsmannafél. ríkisútvarpsins. Fundarstjóri: Skúli Þorsteinsson. form. Sambands ísl. barnakennara. Sverrir Júlíusson, form. Starfsmannafélags ríkisstofnana. Flosi Hrafn Sigurðsson, veðurfræðingur. Sæmundur Símonarson, form. Félags ísl. símamanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.