Þjóðviljinn - 05.04.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.04.1964, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞIOÐVILIINN Sunnudagur 5. apríl 1964 SANNLEIKURINN UM MORDID Á KENNEDY Lee H.Oswald varíkynnum við mesta hatursmann Kennedys heitins forseta Háhýsi Dallasborgar gnæf'a upp úr móðunnl. Þau hýsa flest banka og tryggingafclög — megnið af auðævum þcssa ríka fylkis er þar saman komið. ræstir gera sér grein fyr- ir því hversu þung olí- an er á metaskálum banda- rísks efnahagslífs. Flestir myndu geta sér þess til að stál- og bílaiðnaðurinn væri veigamestur, en efna- iðnaðurinn í öðru sæti. Þó er það svo að meira fjár- magn hefur verið bundið í olíuiðnaðinum en öllum þessum þremur iðngrein- um samanlögðum — eða meira en 50 miljarðar dollara. Nærri helmingur þessara gífurlegu auðæfa er í Texas. Olían rasður úrslituns um allan efnahag Texas. Tekjum- ar af olíuframleiðslunni eru svo miklar. að borgaramir greiða engan tekjuskatt til fylkisins. Þeir neyðast til að greiða stjóminni í Washington skatt — og þeim er meinilla við það — en sínu eigin fylki standa þeir ekki skil á nein- um sköttum. Stjórnar fylkinu Því er það að olíuframleið- endurnir stjóma fylkingu. Það koma stundum upp harð- ar deilur milli þeirra innbyrð- is, en aðrir hlutast ekki til um þeirra mál. Olíuiðnaðurinn í Texas heyrir að nafninu til undir „The Texas Railroad Commission", sem ákveður fyr- irfram. hve mikla olíu hver framleiðandi má vinna úr jörðu á mánuði hverjum. Nefndin kynnir sér fyrst hve mikla olíu stóru félögin sem eiga leiðslurnar ætla að kaupa. Þegar þau hafa ákveðið magn- ið, er framleiðendunum í Tex- as úthlutaður ákveðinn hundr- aðshluti hverjum um sig. allt eftir því hve mikil ítök þeir eiga í nefndinni. Á þennan hátt er komið í veg fyrir of- framleiðslu og það verðfall sem hún myndi hafa í för með sér. Það liggur í augum uppi að enginn olíuframleið- andi í Texas myndi láta nefndinni haldast uppi að taka tillit til hagsmuna al- mennings (sem vill sem laegst olíuverð) á kostnað framleið- enda (sem vilja sem mestan gróða). Það er því vandað til vals á fulltrúum í nefndina. Ef það væri ekki gert gætu þeir tekið upp á því að leyfa framleiðslu á svo miklu magni af olíu að óhjákvæmilegt yrði að lækka verðið. Það hefur komið fyrir ein- staka sinnum, þegar ráðs- mennska olíuframleiðenda skaðaði allan efnahag lands- ins, að reynt hefur verið að skerða óhóflegan gróða þeirra. 1 maí 1958 var 29 olíufélögum stefnt fyrir sambandsdómstól- inn og þau kærð fyrir að hafa tekið saman ráð sín um að selja olíuna á okurverði. Ákæran byggðist á almennri verðhækkun sem orðið hafði árið áður, þegar enginn skort- ur var á olíu. Framleiðendur höfðu þvert á móti kvartað jrfir að afkastagetan væri orðin svo mikil að vandræði stöfuðu af. Hún var reyndar svo mikil að aðeins níu—þrett- án daga framleiðsla á mánuði nægði til að fullnægja eftir- spurninni. Samt hafði félagið „Humble Oil“ hækkað verð sitt og hin 28 félögin fetað í fótspor þess. Fjármálaritari „New York Times”, J. H. Carmical, gizk- aði á að verðhækkunin hefði kostað neytendur í Bandaríkj- unum hálfan miljarð dollara. Reiði almennings var svo mik- il. að félögin voru dregin fyr- ir rétt, sökuð um brot á lög- unum um auðhringa. En skiln- ingsríkur dómari taldi að „sönnunargögnin gætu aðeins vakið grun” og kvaðst „per- sónulega vera 6annfærður um að sakbomingamir væru sak- lausir”. Olíufélögin voru sýkn- uð. Glæfraspil Fyrst vald olíuhringanna er svo mikið, þarf ekki að fara í neinar grafgötur með að heimafyrir í Texas ráða þeir öllu. Til staðfestingar þessu mætti vitna í þau ummæli sem formaður flokksdeildar Demókrata í Texas, Robert W. Calvert, lét hafa eftir sér ár- ið 1947: „Það er s jálfsagt eng- um hollt að segja það, en oliu- iðnaðurinn ræður nú allri stjóm og stefnu fylkisins." Hvemig er svo háttað þess- ari iðngrein sem drottnar yfir Texas?. Olíuframleiðendur segja sjálfir að starfsgrein þeirra sé glæfraspil. Hún sé svo áhættu- söm, að enginn myndi fús til að hætta fé sinu i leit að olíu og vinnslu hennar, nema tryggt væri að hann fengi tækifæri til óvenjumikils gróða. Jafnvel þegar jarðfræðingar telja sig hafa fundið olíulind, þá er aðeins í einu tilfelli af hverjum átta um að ræða lind, sem olíu er ekki þegar dælt úr um aðrar borholur. Því verð- ur að draga frá það mikla fé, sem sóað hefur verið til leit- ar, kaupa eða leigu á jörðum, vinnulauna og borunartækja. frá ágóðanum af þeim borhol- um sem skila af sér offjár. Olíuframleiðendur telja því. að þeim beri réttur til skatta- frádráttar sem geri þeim fært að draga tap sitt frá ágóðan- um. Sambandsþingið í Was- hington hefur talið þetta sann- gjarnt og frá því 1926 hefur olíuiðnaðurinn notið sérstakra skattfríðinda. Honum er heim- ilt að draga 27,5% frá verg- um tekjum sínum í sérstaka „fyrningu”. Árið 1926, þegar skattar voru lágir, voru þessi friðindi ekki tiltakanlega mik- ils virði. En nú hagnast auðkýfing- amir þrjátíu sinnum meira á þessum skattfríðindum en ár- ið 1926. Olíuiðnaðurinn hefur einnig fengið önnur skattfríð- indi síðan, og við það hefur dregið svo mjög úr áhættunni, að segja má, að þau félög sem mest eiga undir sér eigi ekkert á hættu. Getur ekki tapað öll áhættan bitnar á smá- löxunum sem hafa stofnað sér í miklar skuldir til að komast yfir eina eða tvær borholur. öðru máli gegnir um mann eins og H. L. Hunt, auðugasta og voldugasta mann- inn í Texas. Hann getur ekki lengur, með sína tvo miljarða dollara að bakhjarli, tapað i f.iárhættuspilinu um borhol- urnar. hversu mjög sem hann legði sig fram um það. Hann er kominn í þá aðstöðu, að ekkert getur bitnað á honum lengur. Hann getur hallað sér aftur í hægindastólinn og horft á miljónimar sínar ala af sér nýjar miljónir. En svo furðulegt sem það má virðast, er Hunt meinilla við þetta. Ég á ekki við að hann vildi glata þeim auð- æfum sem hann hefur sankað að sér. Fjarri því. En mér er skapi næst að halda að þegar hann hafði grætt einn miljarð dollara, hafi hann ekki haft neina ánægju af því að græða einn miljarð í viðbót. Fjárhættuspilari Hann hóf feril sinn sem fjárhættuspilari. Hann hefur alltaf verið það, ekki i skiln- ingi kaupsýslunnar, heldur í bókstaflegum skilningi. Það var eflaust áhættan við olíu- vinnsluna sem laðaði hann að sér, ekki vinnslan sjálf. Olían varð honum ævintýri og glæfraspil, kallaði á þann hæfileiika sem hann á í svo ríkum mæli, hæfileikann til að meta áhættuna. Það er sama hvort menn leggja fé sitt á hesta eða í borholur — aðferðin er sú sama. En það er aðeins í upphafi sem menn geta haft gaman af spilinu um borholumar. Það verður leiðigjarnt til lengdar, Fjárhættuspilari getur ekki í- myndað sér meiri kvöl — aðra en þá auðvitað að tapa öllu sem hann á — að komast í slíka aðstöðu, að hann geti ekki annað en grætt. Þegar Hunt gerði sér Ijóst að þannig var komið fyrir honum, tók hann að leita á- hættunnar annars staðar. Enginn maður hefur í allri sögu Bandaríkjanna verið haldinn slíkri spilafýsn. Græðir á öilu Hunt veðjaði árið 1956 300.000 dollurum á Yankeeliðið í fyrsta leik þess í baseball- keppninni í Bandaríkjunum og tapaði. Frá skrifstofu hans er beint símasamband við flesta skeiðvelli Bandarikjanna. En þegar allt kemur til alls, kemst Hunt ekki undan því að græða, jafnvel á veðreiðum; hann sagðist nýlega hafa grætt eina miljón dollara í veðmál- um á einu ári. Þar kom að Hunt leitaði í stjómmálum áhættunnar sem hann fann ekki í fésýslunni. Hann er afturhaldsmönnum í Bandaríkjunum það sem Thyssen var Hitler. Það var Hunt sem gekkst fyrir því að auðkýfingar i Texas lögðu fram fé til að kosta herferðir McCarthys öldungadeildar- manns. enda þótt hann væri ekki úr þeirra átthögum. Þeg- ar McCarthy féll frá, lagði Hunt fram morð fjár til að blása að glæðum andkommún- ismans. Hann eignaðist útvarps- og sjónvarpsstöðvar, og hóf útgáfu afturhaldsbókmennta, sem hann kallaði „Facts For- um“ — það var eitt af fáum tapfyrirtækjum hans — og aðra útgáfu samtímis sem nefndist „Life Line“. Árið 1960 gerðist Hunt sjálf- ur rithöfundur. Hann skrifaði skáldsögu. Forleggjarar sögðust hafa „takmarkaðan áhuga“ á útgáfu hennar og hún var því gefin út á forlagi sem annast útgáfu á símaskrám. Hún kostaði 50 sent. Ég mæli með henni. Hún er miklu meira virði. Sögusvið bókarinnar sem heitir „Alpgca“ og er kynnt sem ástarsaga er í litlu til- fundnu landi, en söguhetjan, Juan Achala. er mikill hugs- uður sem gruflar um „liðnar hörmungar og ófyrirsjáanlega framtíð" lands síns. Hann leggur fyrir aðdáendur sína og vini hugmyndir sínar um Sæluríkið. Það á að endur- skipuleggja samfélagið svo að ókostum lýðræðisins verði út- rýmt. Það er heimskulegt, seg- ir söguhetja Hunts, að óbreytt- ir borgarar skuli hafa kosn- ingarétt eða skipti sér á annan hátt af vali leiðtoga sinna. „Hinn óbreytti kjósandi“ á því að láta þeim sem peningana eiga eftir kosningarétt sinn og sá tíundi hluti borgaranna sem ríkastur er skal mestu ráða, þannig að hver þeirra fái sjö atkvæði. Þeim á að vera heim- ilt að fá fleiri atkvæði ef þeir greiða sérstakan skatt. Málið liggur ósköp ljóst og einfalt fyrir: Samfélaginu á að stjórna sem hverju öðru hlutafélagi; þeir sem flesta eiga hlutina eiga að ráða mestu. Það þarf varla að geta þess að kviðdómar skulu lagðir niður. skattur á hátekjur verða takmarkaður við 25 prósent í hæsta lagi og mikilvægt atriði í skattalögum Sæluríkisins á að vera hækkun á „fyrningar- frádrætti“ frá öllum tekjum sem fengnar eru af nýtingu náttúruauðæfa landsins. Hunt lýsir söguhetju sinni þannig; Hann var „spengilegur vexti, stoltur en kurteis af eðl- isfari, augun hvöss undir fag- urmynduðum augabrúnum. bros hans sem sýndi hvítar og reglulegar tennurnar laðaði hvern mann að sér, líka þá sem þekktu hann ekkert.“ Hitti söguhetjuna Lánið lék við Hunt sem fyrrum í lífinu; skömmu eftir að fyrsta skáldsaga hans kom á prent hitti hann söguhetju Framhald á 9. síðu. BE2T RÝMINGARSALA RÝMINGARSALA Kjólaefni frá kr. 55,00 í kjólinn. Efni í úlpur, buxur, pils o.fl. Það sem eftir er af tílbúnum fatnaði selst með miklum afslætti. Klapparstíg 44

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.