Þjóðviljinn - 05.04.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.04.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA ÞJðÐVILJINN Sunnudagur 5. aprfl. 1964 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja; Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Fríðlýst, hlutlaust land jyjennírnir sem landráðin frömdu 30. marz 1949 virðast farnir að vona, að eftir fimmtán ár sé farið að fyrnast svo yfir óþokkaverk þeirra, að þeir geti farið að stæra sig af þeim. Stæra sig af því að hafa með blekkingum og misbeitingu á valdi meirihluta Alþingis flekað ísland inn í hernaðarbandalag, vopnlausa þjóð og friðsama; þjóð, sem með fastheldni við hlutleysi sitt héfði getað lagt málstað friðar og öryggis í heiminum allt það lið sem hún megnaði. jþeir virðast halda, leppar hins bandaríska valds, aðalleikendurnir í harmleiknum sem gerðist með inngöngunni í Atlanzhafsbandalagið, að það sé gleymt að þeim fjötri var smeygt á íslenzku þjóð- ina með svardögum um að hlutdeild íslands í Atlanzhafsbandalaginu skyldi framkvæmd þann- ig að á íslandi yrði aldrei erlendur her á friðar- tímum. Þeir virðast halda að það sé einnig gleymt, að tveimur árum síðar framdi íslenzk ríkisstjórn það stjómarskrárbrot, að kveðja hingað erlend- an her og afhenda honum herstöðvar á íslenzku landi, án þess að Alþingi væri kvatt til. Þeir halda að gleymt sé hve lágf þeir lutu, þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins, vordagana 1951, þegar þeir létu hóa sér á klíkufund til að hlusta á foringja flokka sinna flytja bandaríska lygasögu sem fékk þá til að samþykkja að rétt væri að fremja stjórnarskrár- brotið, kalla hinn erlenda her inn í landið. Þeir halda sjálfsagt að enginn muni lengur að dátasjón- varpið og útvarpið á Keflavíkurflugvelli var leyft í því skyni einu, að skemmta bandaríska her- mannadótinu þar syðra, algerlega án þess að ver- ið væri að taka fillit til andlegra þarfa sýslu- mannsins í Borgarnesi og álíka manna. gn ekkert af þessu gleymist. Hinn smánarlegi og vesalmannlegi þáttur manna eins og Bjarna Benediktssonar, Eysteins Jónssonar og Emils Jónssonar í undanlátsseminni við ásælni Banda- ríkjanna gleymist ekki, og mun ætíð metinn svo sem verðugt er í sögu þjóðarinnar. Það léttir ekki dóminn yfir þessum mönnum að þeir eru nú í seinni tíð teknir að stæra sig af óheillaverkum sínum, monta af því að hafa smeygt fjöfri hern- aðarbandalagsins á íslenzku þjóðina, minna sjálf- ir á að það voru þeir sem kölluðu til íslands er- lendan her á friðartímum. með þeim líka þokka- legu aðferðum sem það var gert. þeir virðast halda það, bandarísku lepparnir í forystu þriggja stjórnmálaflokka á íslandi, að f jötrar hernaðarbandalagsins á íslandi séu orðn- ir nægilega traustir til að endast aldur og ævi. Svo mun þó ekki verða. Fyrr en varir munu ís- lendingar úr öllum flokkum rísa gegn hinni auð- mýkjandi hernámsstefnu. vísa hinum erlenda her úr landi no i-pfia Tsland á ný til vegs sem hlut- laust, friðlýst land. — s. Laug Kristmann fyrir rétti? Frestur til að sækja um byggingarlóðir í Elliðavogi, Ár- bæjarhverfi og Kleppsholti, rennur út að kvöldi 5. apríl. Á sama tíma rennur út frestur til að endurnýja þær umsóknir á svæði þessi, sem sendar voru fyrir Fyrir Bæjarþingi Reykjavik- ur 'sl. mónudag var Kristmann Guðmundsson að því spurður, hversvegna hann stefndi Thor Vilhjálmssyni en ekki Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi, sem 1 tveim greinum í Þjóðviljan- um kallaði Kristmann ritþjóf. Skáldið svaraði því til, að það hefði aðeins aðra greinina séð, en hvoruga lesið. 1 ísold hinni gullnu, bls. 158, standa hins vegar þessi orð: „Þá kom út fyrra bindi Heimsbókmennta- Sögunnar og fékk ágætar við- tökur 1 öllum biöðum nema ,.Þjóðviljanum“. Þar birtist gríðarstór grein, sem raunar var ekki ritdómur, heldur geð- veikiskast. Og nú tók „menntamannadeildin" heldur en ekki fjörkipp: I fyrsta lagi var þetta alls engin bók- menntasaga; í öðru lagi var bókin aðeins þýðing á frægri bókmenntasögu, norskri; í þriðja lagi var þetta tómt bull og kjaftæði, höfundurinn þekkingarlaus og ólesinn með öllu og hafði stoiið hverju ein- asta atriði úr öðrum bók- menntasögum og alfræðibók- um.“ Sósía/istar Kópavogi Sósíalistafélag Kópa- vogs heldur fund fimmtudagskvöld, 9. apríl kl. 8.30, í Þinghól. Rætt verður stjórnmála- viðhorfið. Nánar auglýst síðar. hressir mkœfír SaztyœZtsgíeriM |> a ■ » Eins og fram kemqr hér kallar Kristmann aðra grein Bjama „geðveikiskast“. Slíkan dóm er ekki unnt að kveða upp nema Kristmann hafi lesið umrædda grein, hér dugar engin endursögn, enda ber í- vitnuð klausa skáldsins þess glögg merki, að hann hafi þó að minnsta kosti á hundavaði farið yfir lesmálið. Kristmann hefur því eftir öllum sólar- merkjum að dæma sniðgengið sannleikann fyrir rétti, en við því mun liggja allt að fjögurra ára fangelsi! Er yfirvöldunum hér með bent á þetta þeim til glöggvunar! 3. marz s.l. Umsóknirnar skulu lagðar í póstkassa Skúlatúns 2. Borgarstjórinn í Reykjavík. Hef opnað lækningastofu að Klapparstíg 25, 3. hæð, sími 11228. — Viðtals- tími mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga kl. 4.30 til 5.30; fimmtudaga, föstudaga frá kl. 1.30 til 2.30, laugardag 10 til 11 f.h.. Björn Önundarson, læknir. KRÓM húsgögn í eldhúsið, í veitingahúsið, í félagsheimilið. Fjölbreytt úrval. KRÓM húsgögn HVERFISGÖTU 82 — SÍMI 21175 (í sama húsi og Skóhúsið). Til fermingargjafa Skíðaútbúnaður Tjöld Svcfnpokar frá kr. 590,00 Pottasctt Mataráhöld í tösku frá kr 630,00 Ferðagasprímusar Ljósmyndavélar frá kr. 273,00 Ljósmyndavélagjafasett Veiðistcngur Veiðistangasett og m. fl. Póstsendum. Munið úrvalið til fermingargjafa er í BLÓMASÝNING Alaska Miklatorgi, opnar nú um helgina blómasýningu þá 3. í röðinni og jafnframt þá stærstu. Á sýningunni eru þúsundir pottablóma. — Sýningin stend- ur vfír næsta hálfa mánuð. Sýningin er opin til kl. 10 á kvöldin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.