Þjóðviljinn - 05.04.1964, Side 7

Þjóðviljinn - 05.04.1964, Side 7
hendur fyrir vasklega fram- göngu. Þegar fyrstu herdeild- irnar marséruðu um götur stór- borganna á leið til vígvall- anna þustu velklæddar evr- ópskar konur að skrúðklædd- um hermönnunum og hengdu blómsveigi um háls þeim og horfðu á þá með siðsamt dað- ur í augunum, svo sem þá var tízka kvenna í Evrópu. Já, hinir fyrstu hermenn fyrri heimsstyrjaldarinnar gengu skrúðklæddir til vígvallanna, búningar þeirra ljómuðu í öll- um litum rófsins, líkast því sem þeir gengu til kjötkveðju- En varnaðarorðum hinna í'áu vsu' ckki sinnt .... August Bebel talar gegn stríði í ríkisþinginu ÞIÓÐVILIINN SÍÐA y hátíðar. Og í raun og veru voru þessir ágústdagar 1914 kjötkveðjuhátíð hins borgara- lega þjóðfélags. En þá sem þá gengu í dansinn grunaði ekki hve fastan yrði löng. Þegar ég taia svo um kyn- slóðina frá 1914 þá vil ég taka það fram, að þessi kynslóð átti þó ekki öll óskipt mál. Það voru allmargir menn víða um Evrópu, sem höfðu ekki þreytzt á að brýna fyrir fólkinu vam- aðarorð, þau sem ég hafði eftir hinu norska skáldi f upphafi máls míns: Þú mátt ekki sofa! Langsýnustu leiðtogar verka- lýðshreyfingarinnar um heim allan höfðu árum saman varað við því, sem f vændum var. Þeir höfðu enga trú á því, að heimsstyrjöld yrði einhver skógarför með vfni og blóm- um og almennum gleðskap. Þeir spáðu því, að þessi styrj- öld yrði löng og þeir lofuðu valdhöfunum að taka þá til á- byrgðar fyrir þá blóðskuld, er á þeim hvíldi. En varnaðar- orðum hinna fáu var ekki sinnt og heimurinn veltist inn í styrjöldina eins og snjóskriða, sem lýtur ekki öðru en nátt- úrulögmálum fallhraðans, og enn kom það í ijós, hve menn- irnir standa ráðþrota frammi fyrir þeirri sögu, sem er þó ekkert annað en þeirra eigin sköpunarverk. Lífsblekkingar kynslóðar- innar 1914 brustu þegar á hin- um fyrstu vikum heimsstyrj- aldarinnar, himinn hennar hrundi yfir hana. Blómsveig- amir, sem hvítar og net.tar konuhendur höfðu gert, voru þegar visnaðir á nafnlausum gröfum hetjanna og hermenn- imir urðu að færa sig úr skrúðbúningum hensýninganna og klæðast mógráum lit mold- arinnar. Stríðsrómantíkin var orðin að lygi, kynslóðin orðin mörgum lífsblekkingunum fá- tækari, en hver brostin blekk- ing einnar kynslóðar er auð- ur og arfur hinnar næstu — eða svo skyldi maður ætla. Ég lifði undirbúning sfðari heimsstyrjaldarinnar ung- ur maður í öðru landi. Ég var fyrir löngu hættur að berjast með trésverði við bemskuvin minn Kalla snúð. Ég vissi þá einnig töluvert meira um stríð en þennan ágústdag 1914 þeg- ar pabbi minn skýrði fyrir mér orðið. Áratugurinn 1930— 1940, ár kreppunnar og striðs- undirbúningsins, hafa markað mig og mína kynslóð dýpri rúnum en flest ár önnur á æv- inni. Þegar ég lít yfir þessi ár þá get ég ekki annað en hugs- að til þess með skelfingu, hve mennimir læra seint, og lítið, þótt þeir hafi allir gengið í þann bezta skóla, sem völ er á: skóla reynslunnar og lífs- ins. Og þó verður því ekki neitað: á fjórða áratug aldar- innar voru þeir miklu fleiri en á árunum fyrir 1914, er hlýddu varnaðarorðum hins norska skálds: Þú mátt ekki sofa! Á þessum áratug var baráttan gegn fasisma og naz- isma í sama mund barátta gegn stríðinu. Þeir sem tóku þátt í þessari baráttu vissu. að Bli fremfor alt ikke tretto — som mennesker blir etter kriger — nár grumset og griskheten kommer í fölge med motlösheten. Ég sá Nordahl Grieg í fyrsta skipti í Kaupmannahöfn á dög- um Spánarstyrjaldarinnar. Hann var þá nýkominn frá víg- völlum hinnar spænsku borg- arastyrjaldar og beitti allri sinni eldlegu mælsku til þess að hin löglega spánska stjóm fengi vopn til þess að verjast uppreisn nazismans og mála- liðum Þýzkalands og Italíu. Hann sagði: ef uppreisn naz- ismans á Spáni verður bæld niður þá afstýrum við heims- styrjöld. Þetta var skoðun allra manna, sem á þessum ámm samfylktu liði gegn nazism- anum. Og reynslan skar úr um þetta mál: Spánarstyrjöldin var fyrsta lota hinnar síðari heims- styrjaldar. Grieg gerðist síðar skáld og hermaður í frelsis- stríðinu gegn nazismanum og þjónaði málstaðnum með ó- rjúfandi tryggð. Hann vildi ekki láta birta þetta kvæði fyrr en að stríðinu loknu til þess að engin sundrung yrði í fylk- ingum þeim. sem háðu styrj- öld þessa, svo sundurleitar sem þær voru. En í þórdunum stríðsins mælti hann orð sín til þeirra, sem lifðu. kynslóðar- innar, sem setjast skyldi í bú- ið að loknu stríði. Hann bað þessa kynslóð að verða ekki þreytta, eins og títt sé um menn að loknu stríði. Hann Framhald á 9. síðu. Þcgar fyrstu herdeildirnar marséruðu um götur stórborganna á leið til vígvallanna þustu vcl- klæddar evrópskar konur að skrúðklæddum hermönnunum og hengdu blómsveigi um háls þeim .... Myndin er frá Berlín, ágúst 1914. nazisminn var styrjöldin holdl klædd. Nazisminn blés aftur lífi í hina rómantísku striðs- lygi og honum tókst að teygja einhverja siðmenntuðustu þjóð Evrópu til fylgila%s við þessa lygarómantík. Og slík var eymd þessa áratugs mikil, að ungir atvinnuleysingjar víða um lönd fóru í flokkum undir herkumblin til þess eins að fá að éta og leppana utan á sig. Og þótt þeir væru margir, sem vildu ekki láta svæfa sig með blekkingum og skildu, að hver sigur nazismans í friði væri aðeins áfangi á leiðinni fram af hengifluginu, þá voru þeir ekki nógu margir. Það sem við köllum fólk, alþýðu, er án efa styrkasta afl mannlegs félags. Afl fólksins er fólgið í því, hve mannmargt það er. Ef hægt er að beizla þetta afl til góðs málefnis, þá eru engin takmörk fyrir því hvað það fær afrek- að. En þvi miður er fólkið tvístrað, afl þess lamað, en oft er þetta ekki þess eigin sök. Því er tvístrað og það er svæft af valdhöfunum, og aldrei hef- ur mér orðið þetta eins ljóst og á þessum örlagaárum frá 1930—1940 þegar baráttan gegn nazisma og stríði var háð af hugdjörfum, en alltof fáum mönnum. Það er sögulegur sannleiki, að nazismi þessara ára hefði aldrei náð þroska, aldrei unnið sína ódýru sigra í friði og aldrei getað hrundið af stað heimsstyrjöld, ef þau ríki, sem höfðu svarið lýðræð- inu marga eiða, hefðu ekki stutt nazismann til valda, dikað við hann, eflt hann efnahagslega og stjómmálalega. Það er mikið rætt um ágæti vestræns lýðræðis, en hver sem kynnzt hefur sögu þess af .eig- in sjón og reynd á fjórða ára- tug þessarar aldar, mun aldrei gleyma því hvers af því má vænta, ef þær valdstéttir, sem halda því uppi telja hag sín- um betur borgið með því að eiga nazismann að bakhjarli. Hin raunalega saga þeirra ára gleymist aldrei þeim, sem hafa lifað hana opnum sjónum. Að sú saga fór ekki ver að lokum en raun var á var sannarlega ekki ^estrænu lýðræði og valdstéttum þess að þakka. önnur og máttugri öfl voru þar að verki. Við gleymum þvi aldrel hvers er af vestrænu lýöræði að vænta, ef þær valdstéttir scm halda því uppi telja hag sínum betur borgið með þvj agj ag ejffa nazismann að bakhjarli . . . Krupp gróða af umsvifum Vilhjálms, Hitlers, Adcnauers.og aðrar auðfamiliur taka af jafnmikilli ánægju Það var árið 1942, heims- styrjöldin síðari í algleymingi. Þá var staddur á Þingvöllum norskt skáld og hermaður, Nordahl Grieg. Þar orti hann eitt af sínum mestu kvæðum. Den menneskelige natur. 1 þessu kvæði sendir hann okkur öllum sín aðvörunarorð: Sunnudagur 5. apríl 1964 -—— ÞÚ MÁTT EKKI SOFA EFTIR SVERRI KRISTJANSSON Þú mátt ekki sofa! Þessi orð hins norska skálds, sem mælt voru stuttu fyrir síðustu heims- styrjöld, koma mér jafnan í hug þegar stríð eða frið ber á góma. Þú mátt ekki sofa, þú mátt ekki vera andvaralaus, því að þá ríður eldingin yfir og þú og bær þinn brenna í eldi. kannski hefur engum mönnum mannkynssögunnar verið meiri þörf á að halda vöku sinni en kynslóðum 20. aldarinnar, þeim kynslóðum, er komust að þvf, að stríð er ekki rómantík, svo sem skáld og sagnfræðingar höfðu áður kennt, heldur eitt- kvað allt annað. Ég er orðinn svo gamall mað- ur, að ég man báðar heims- styrjaldir þessarar aldar. Ég man til að mynda vel daginn sem heimsstyrjöldin fyrri brast á, 2. ágúst 1914. Mór er þessi dagur minnisstæður vegna þess, að á þeim degi heyrði ég í fyrsta skipti orðið stríð, og ég skildi ekki orðið. Ég man að ég gekk niður Hverfisgötuna við hönd föður míns og spurði: Hvað er stríð, pabbi? Hann reyndi að útskýra þetta fyrir mér, með dæmi úr lífsreynslu minni á götu Skuggahverfisins. Hann sagði: Jú, sjáðu til, ef þú og Kaili snúður (það var jafn- aldri minn í næsta húsi) verðið vondir og berjist með tré- sverðum, þá er það stríð. Þá vissi ég það. Og við strákarnir í Skuggahverfinu hófum þegar vopnaframleiðslu, smíðuðum sverð og stálum potthlemmum frá mæðrum okkar og höfðum fyrir skildi, og við skiptumst 1 flokka eftir stórveldunum, ég man að ég fylgdi Englending- um. Ég hallaðist snemma að lýðræðinu. Skýringin sem faðir minn gaf mér á stríði sex ára gömlum var samt hvorki eins fráleit og brosleg og virðast mætti við fyrstu sýn. Kyn- slóðin sem stóð á miðjum aldri 1914, og þar á ég bæðiviðvald- hafa og þegna, hugsaði sér styrj- öld í líkingu við það, er við Kalli Snúður og Sverrir Kristjáns- son bárumst á trésverð í port- inu hjá Bjamaborg. Þegar aldur færist yfir menn hættir þeim gjarnan við að miklast af æsku sinni, ekki aðeins, að þá hafi siðlæti æskunnar verið með miklum ágætum, heldur hafi lífið allt verið með betra og glæsilegra hætti en nú. Talleyrand. hinn gamli refur franskra stjómmála, er hafði lifað stjórnarbyltinguna miklu, sagði í elli sinni ,að enginn þekkti unað lífsins, sem hefði ekki verið uppi fyrir bylting- una, þegar veizla var haldinn dag hvem í sölum Versala. Ég hef heyrt gamla menn bæði hér heima og erlendis minnast áranna fyrir 1914 með klökkva og trega. Slíkar tilfinningar hafa að sjálfsögð-j verið með mönnum á öllum tímum. Ef til vill stafar þetta af þeirri kölkun, sem allt mannlíf er undirorpið, kannski er þetta líka hin rómantíska lygi, sem fjarlægðin skapar og mannin- um virðist í blóð borin. En hvað sem því líður, þá er eitt víst: kynslóðin sem tók út þroskann á fyrsta hálfa aðra áratug þessarar aldar var æði sjálfumglöð, ánægð með sjálfa sig og tilveruna. Hún var stolt af framförum vísindanna, miklaðist af vaxandi velmegun, trúði á heimsfriðinn, taldi heimsstyrjöld óhugsandi, svo siðmenntað sem fólk væri nú orðið. stríð yrði ekki lengur nema með hálfviltum þjóðum eða þegar Evrópumenn þyrftu að fara í refsihemað gegn blá- mönnum og hálfsiðuðum lýð nýlendnanna. Slíkar voru hug- myndir hinnar evrópsku milli- stéttar, sem markaði almenn- ingsálitið á árunum fyrir 1914. Þessi menntaða efnaða milli- stétt gat hugsað svo vegna þess, að allur hnötturinn lá fyrir fótum hennar og hún gat sópað til sín arðinum af vinnu og striti hundraðamiljónanna í Afríku, Asíu og Suður-Amer- íku. Þar var uppspretta vel- megunar hennar og óbeinlínis Ó1 þessi uppspretta á hinum fögru sjálfsblekkingum, sem hún gerði sér um sjálfa sig og þjóðskipulag sitt. Þegar þessi kynslóð stóð frammi fyrir stað- reynd heimsstyrjaldarinnar á hinum sólríku ágústsdögum 1914 datt henni ekki annað í hug en að styrjöldinni yrði lokið á fáein- um vikum, hæsta lagi nokkrum mánuðum. Þetta yrði bara hressandi „stálbað“. eins og Viihjálmur Þýzkalandskeisari komst að orði. Innan stundar kæmu hetjumar aftur heim og þá yrði herfangi skipt og tign- armerkjum útbýtt á báðar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.